Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 27.08.2004, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Geir Magnússonfæddist á Kára- stíg 6 í Reykjavík 23. nóvember 1910. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Geirsdóttir, f. 16.9. 1873, d. 21.9. 1951 og Magnús Einarsson, f. 30.9. 1874, d. 26.3. 1941. Systkini Geirs eru: Guðrún, f. 6.7. 1904, d. 29.8. 1981, Einar Sigurjón, f. 14.10. 1906, d. 20.6. 1989, Árný Kristín, f. 12.4. 1909, d. 9.10. 1998, Ellert Ágúst, f. 4.8. 1913, d. 17.6. 1997, Óla Guðrún, f. 23.3. 1916, d. 18.7. 2000, og Inga Torfhildur, f. 28.6. 1918, Hálfbróðir var Eyjólf- ur Guðsteinsson, f. 3.7. 1897,d. 30.10. 1924. Geir kvæntist 23. nóv. 1940 Ástdísi Ara- dóttur f. 28.9. 1919, d. 22.9. 2001. Börn Geirs og Ástdísar eru: 1) Guðbjörn, f. 1. feb. 1943, kvæntur Þórey Erlendsdóttir, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Margrét, f. 1. nóv. 1944, gift Þorsteini Erni Þorsteinssyni, d. 27. des. 1991. Þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Ásthildur, f. 5. apr. 1959, giftist Brian K. Baity en er nú skilin. Þau eiga einn son. Geir vann lengst af hjá Steypustöðinni. Útför Geirs fer fram frá Frí- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð blessi minningu þína, elsku pabbi. Þín börn Guðbjörn, Margrét og Ásthildur. Elsku afi minn. Ég kveð þig með tár í augum um leið og ég hugsa um allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Við áttum svo vel saman, bæði vorum við algjörir sælgætisgrísir og eru það ófá skiptin sem við gæddum okkur á góðu súkkulaði og skiptumst á sögum um ferðir okkar innanlands sem utan. Þú hafðir alltaf svo gaman af því þeg- ar ég kom heim úr einhverju ferðalagi og sagði þér hvert ég hafði farið og hvað ég gerði. Þú þekktir Ísland eins og handarbak- ið á þér og sagðir mér frá ótelj- andi stöðum sem ég vissi ekki að væru til, þó að ég hefði verið við hliðina á þeim. Nú veit ég betur, þökk sé þér. Elsku afi minn, það er sárt að hugsa til þess að þú sért horfinn úr mínu lífi og við getum aldrei aftur talað saman, en ég veit innst inni að þú ert kominn á betri stað þar sem þér líður betur og færð að hitta ömmu aftur. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér svona lengi. Ég elska þig og sakna þín sárt. Þín Ástdís Þorsteinsdóttir. GEIR MAGNÚSSON ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Steypustöðin ehf. er framsækið þjónustu- og framleiðslufyrirtæki sem skapar ásamt viðskiptavinum sínum verðmætar gæða- lausnir. Starf í helluverksmiðju Okkur hjá Steypustöðinni vantar starfsmann með lyftararéttindi í helluverksmiðju í Hafnarfirði. Umsóknir sendist í tölvupósti á netfangið stefan@steypustodin.is fyrir þriðjudaginn 31. ágúst nk. R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Uppboð Með vísan til 3. mgr. 47. gr. sbr. 35. og 36. gr. nauðungarsölu- laga nr. 90/1991 verður framhald uppboðs á ný á eftirfarandi eign og verður það háð á eigninni sjálfri miðvikudaginn 1. september kl. 14.00: Skarðsá II, fastnr. 211-8057 og 211-8061, Dalabyggð, þingl. eig. Unn- steinn Eggertsson. Gerðarbeiðendur: Formaco ehf., Merkúr ehf. og sýslumaðurinn í Búðardal. Sýslumaðurinn í Búðardal, 26. ágúst 2004. Anna Birna Þráinsdóttir. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð sem hér segir: Reykir, íbúðarhús, fastnr. 214-2915, Sveitarfél. Skagafirði, þingl. eign Stefaníu Guðjónsdóttur, verður háð á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 2. september 2004 kl. 14.00. Gerðarbeiðendur eru Landssími Íslands hf., Íslandsbanki hf. og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 26. ágúst 2004. Ríkarður Másson. Auglýsing um deiliskipulag í Borgarbyggð Galtarholt 2 Samkvæmt ákvæðum 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Um er að ræða lóðir undir frístundahús, íbúð- arhús og hesthús og þjónustuhús. Grábrókarhraun, vatnsveita Samkvæmt ákvæðum 26. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi vatns- tökusvæðis í Grábrókarhrauni. Tillögur munu liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 27. ágúst 2004 til 24. sept- ember 2004. Athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 8. október 2004 og skulu þær vera skriflegar. Borgarnesi, 18. ágúst 2004. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. TILKYNNINGAR Auglýsing um óverulega breytingu á svæðaskipu- lagi norðan Skarðsheiðar, niðurfellingu aðalskipulags og breytingu deiliskipulags í Skorradalshreppi, Borgarfjarðarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 14., 18. og 25. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst óveruleg breyting á svæðaskipulagi norðan Skarðsheiðar 1997-2017, og niðurfell- ingu aðalskipulags í landi Dagverðarness í Skorradalshreppi .Gert er ráð fyrir að svæði frístundabyggðar stækki úr 59,5 ha í 124 ha. Fellt er úr gildi aðalskipulag jarðarinnar Dag- verðarness frá 10. ágúst 1994. Skorradals- hreppur tekur að sér að bæta það tjón sem ein- staklingar kynnu að verða fyrir við skipulags- breytinguna. Einnig er lýst eftir athugasemdum við nýtt deiliskipulag fyrir svæði 1, lóð nr. 30 er stækkuð. Svæði 4, lóðum fjölgað um fjórar lóðir. Svæði 6, lóðum fjölgað um 26 og eldra skipulag fellt úr gildi. Tillagan, ásamt bygging- ar- og skipulagsskilmálum, liggur frammi hjá oddvita að Grund í Skorradal frá 27. ágúst 2004 til 24. september 2004 á venjulegum skrifstofu- tíma. Athugasemdum skal skila fyrir 8. október 2004 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemd innan til- greinds frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Naustabryggja 54, 0205, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Örn Þorvarð- ur Þorvarðsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar, þriðju- daginn 31. ágúst 2004 kl. 11:30. Spóahólar 6, 0301, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Cristito A De La Cruz, gerðarbeiðandi Og fjarskipti hf., þriðjudaginn 31. ágúst 2004 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 26. ágúst 2004. Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Kynningarfundur um hópa- starf félagsins verður laugardag- inn 28. ágúst kl. 14.00. Kynnt verður um hvað starfið snýst og ýmsar nýjungar sem briddað verður upp á í vetur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. Píanókennsla Kenni 1. til 6. stigs í píanóleik. Get bætt við nokkrum nemendum. Upplýsingar í síma 553 0211. Jakobína Axelsdóttir, píanókennari, Austurbrún 2 (9 5), 104 Reykjavík. KENNSLA mbl.is ATVINNA Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURJÓNU FRIÐJÓNSDÓTTUR, Þrastarási 71, Hafnarfirði. Friðjón Pálsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Halldór Pálsson, Helga G. Ólafsdóttir, Gísli Pálsson, Hrafnhildur G. Sigurðardóttir, Sigríður G. Pálsdóttir, Helgi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra er auðsýndu mér og fjölskyldu minni samúð við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, KÖRLU STEFÁNSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1b. Hlýhugur ykkar og vinátta er mikill styrkur. Friðrik Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.