Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 39

Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 39
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 39 Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Týndur bangsi í Heiðmörk KRISTÍN týndi bangsanum sínum þegar hún fór í skátaútilegu í Heiðmörk 12.–13. ágúst. Hún saknar hans afar mikið og biður þann sem hefur fundið hann að hafa samband við mömmu hennar eða pabba í síma 561 3398 eða 562 5020. Flugubox í óskilum FLUGUBOX fannst við lækinn Fullsæl í Biskupstungum. Eigandi getur vitjað þess eftir lýsingu í síma 557 3587 eftir kl. 17. Þessi köttur er týndur ÞESSI köttur týndist 14. ágúst sl. Hann er eyrnamerktur (02G24). Hans er sárt saknað. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hann eru beðnir að hringja í síma 868 9374 eða 562 0928. Dáfríður er týnd KISAN Dáfríður, sem á heima að Breiðuvík 77, brá sér út laug- ardagskvöldið 21. ágúst sl. (á Menning- arnótt) og hefur ekki skilað sér heim síðan. Dáfríður er þrílit: svört og brún á baki en hvít í framan, á bringu, maga og fótum. Annað eyrað brúnt, hitt svart og svo er hún með svarta „eyeliners“. Hún var með svart hálsband og merki með nafni sínu og upplýsingum. Þá er kennitala hennar R1119 tattóeruð innan á hægra eyra. Íbúar, sérstaklega í Víkurhverfinu og í grennd við golfvöllinn, eru góðfúslega beðnir að svipast um eftir henni í bíl- skúrum eða kjöllurum sínum. Dá- fríði hættir til, fyrir forvitnissakir, að skríða inn um allar opnar gáttir og gæti því hafa lokast inni. Þeir sem kynnu að verða hennar varir láti vinsamlega vita í síma 557 4074 eða 690 2000. Fund- arlaun. Hljómsveitin Jagúar nær miklum áfanga ámorgun, þegar hún hitar upp fyrir sjálf-an konung sálartónlistarinnar, JamesBrown. Það er mikið um að vera í lífi sveitarinnar um þessar mundir, en hún réði nýlega frægan umboðsmann og er nú við upptökur á nýrri hljómplötu. Verður þetta ekki toppurinn á ferli hljómsveit- arinnar, að fá að hita upp fyrir sjálfan James Brown? „Jú, þetta er svona eins og að fá að upplifa sína villtustu drauma. James Brown er náttúrlega guð þegar kemur að þeirri tónlist sem við fáumst við. Þegar við vorum að byrja spiluðum við mikið af efni eftir James Brown og samstarfsmenn hans. Þetta er toppurinn.“ Ætlið þið að reyna að ganga í augun á meist- aranum? „Auðvitað væri gaman ef hann heyrði okkur spila og við gætum hitt hann. Það verður bara að koma í ljós. Við ætlum að minnsta kosti að gera okkar besta til að skemmta áhorfendum.“ Þið voruð að fá nýjan umboðsmann, Keith Harris. „Já, hann hefur verið okkur innan handar sl. eitt og hálft ár eða svo. Hann er gríðarlega virtur í Bret- landi.“ Þetta er þekkt nafn ekki satt? „Hann er t.d. umboðsmaður Stevie Wonders.“ Og hver er ætlunin með því að ráða hann? „Ætlunin er einfaldlega að stækka markaðinn sem við getum unnið á sem tónlistarmenn. Það er gríðarlega stór „sena“ erlendis fyrir það sem við er- um að gera. Hann getur stytt leiðina fyrir okkur.“ Þið ætlið í samstarf við Smekkleysu. Út á hvað gengur það? „Smekkleysa mun gefa nýju plötuna okkar út á Íslandi í haust, en það er fyrst og fremst skrifstofan þeirra í Bretlandi sem heillar okkur. Platan verður gefin út ytra í janúar eða febrúar.“ Þið hafið verið að vinna með nýjum upp- tökustjóra. Hver er það? „Hann heitir Al Stone og hefur unnið með ekki ófrægari aðilum en Björk, Jamiroquai og Stereo MC’s.“ Hvað er svo framundan hjá Jagúar? Spila- mennska erlendis? „Nú er stefnan að klára plötuna og fylgja henni eftir sem víðast.“ Tónlist | Hljómsveitin Jagúar hitar upp fyrir James Brown annað kvöld Þetta er toppurinn  Samúel Jón Samúels- son er fæddur í Reykjavík 11. nóvember 1974. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund vorið 1994, kennaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 1999 og einleikaraprófi frá sama skóla árið 2000. Hann hefur starfað sem atvinnutónlistarmaður frá 1995, bæði sem bás- únuleikari og útsetjari. Samúel hefur unnið með helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, svo sem Sigur Rós, Tómasi R. Einarssyni og Sálinni hans Jóns míns. Samúel hefur verið meðlimur í hljómsveitinni Jagúar frá 1998. Nýtt bragð! Létt Óskajógúrt með ferskjum og ástaraldinum er gerð úr léttmjólk og inniheldur engan við- bættan sykur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Án viðbætts sykurs! Aðeins 43 kcal í 100 g! 28 DAN SLEI KUR Bæjarlind 4 Kópavogi föstudag 27. ágúst ágúst laugardag Í SVÖRTUM FÖTUM SIGGA BEINTEINS, GRÉTAR ÖRVARS & CO Classic Rock Ármúla 5 sími: 568-3590 Það verður grínstuð á Classic Rock eins og vanalega á Föstudags og Laugardagskvöldum svo náttúrlega boltinn í beinni á risaskjám. FRÍTT INN N o o r d i n a r y F i s h Hljómsveitin HELGIN 50 ÁRA afmæli. Ídag, 27. ágúst, verður fimmtugur Kristján E. Gunn- arsson, forstjóri Gunnars Eggerts- sonar hf. Hann verð- ur að heiman í dag en mun bjóða til afmæl- isfagnaðar síðar í tilefni tímamótanna. 40 ÁRA afmæli. Ídag, 27. ágúst, verður fertugur Ólaf- ur M. Magnússon, tenór og fv. sölustjóri Osta-og smjörsöl- unnar sf., Fífulind 2, Kópavogi. Eiginkona Ólafs er Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri Hjallaskóla. Af því tilefni efnir Ólafur og fjölskylda hans til fagnaðar þann 27. ágúst kl. 20 í Akogessalnum, Sóltúni 3, Reykjavík og væri það þeim sönn ánægja að sjá ætt- ingja og á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Hlutavelta | Þær Júlía, Freydís og Edda söfnuðu kr. 2.062 til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.