Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 42

Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 42
MENNING 42 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Stórdansleikur með Mannakornum í kvöld Leikhúsgestir munið spennandi matseðil 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 Lau 11/9 kl. 21 SVIK e. Harold Pinter frumsýning 23/9 kl. 20 2. sýning 24/9 kl. 20 HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning fös 24/9 kl. 20 - sala hafin! LEIKLISTARNÁMSKEIÐ skráning stendur yfir HÁRIÐ Tryggðu þér miða Endurnýjun áskriftarkorta er hafin RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20, - UPPSELT, Lau 28/8 kl 20, Su 29/8 kl 20, - UPPSELT, Fi 2/9 kl 20, - UPPSELT, Fö 3/9 kl 20 - UPPSELT, Lau 4/9 kl 20, Su 5/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi Sími miðasölu: 568 8000 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Munið miðasöluna á netinu: www.borgarleikhus.is Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/9 kl 14, Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14 Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Foss Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 3/9 kl 20 LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA e. Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur SO e. Cameron Corbett GRÆNA VERKIÐ e. Jóhann Björgvinsson Lau 4/9 kl 16 Su 5/9 kl 20 THINGS THAT HAPPEN AT HOME e. Birgit Egerbladh Gestadanssýning frá Teater Pero, Svíþjóð Lau 4/9 kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Su 5/9 kl 16 MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Fi 9/9 kl 20 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 „Se iðand i og sexý sýn ing sem d regur f ram hina r unda r l egustu kennd i r . “ - Va l d ís Gunna rsdó t t i r , útva rpskona - ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Fös . 27 .08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 28.08 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 04.09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 05.09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 11 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fös. 3. sept. kl. 19.30 Lau. 4. sept. kl. 18.00 Sun. 5. sept. kl. 19.30 SÍÐUSTU SÝNINGAR:Í I : Hefðbundin starfsemi Vetrargarðs Smáralindar fer nú brátt að hefjast og því kveður SUMARSMELLURINN FAME í September. Síðustu sýningar á söngleikinn “sem hefur skemmt þúsundum Íslendinga konunglega í allt sumar” Eru eftirfarandi: Fim. 9. sept. kl. 19.30 Fös. 10. sept. kl. 19:30 Lau. 11. sept. kl. 19.30 Allra síðasta sýning: lau. 28. ágúst kl. 20.00 Athugið! Aðeins þessar sýningar Örfá sæti laus CHERIE Blair, eiginkona Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, opnar ásamt Alp Mehmet, sendi- herra Bretlands á Íslandi, sýningu á verkum Boyle-fjölskyldunnar í Listasafninu á Akureyri á laug- ardag, 28. ágúst, en sýningin er liður í viðamikilli dagskrá, Akureyrarvöku sem efnt er til árlega í tilefni af af- mæli Akureyrarbæjar sem er 29. ágúst. Sýningin ber yfirskriftina Ferð að yfirborði jarðar. Meginuppistaðan á þessari yfirlitssýningu eru jarðverk, skranverk, sett saman úr brotajárni frá því snemma á sjötta áratugnum og kvikmyndir. Einnig er þar að finna strandir, 14 verk í eigu Comp- ton Verney House Trust safnsins, sem gerð voru árið 1969. Verkin sýna sama strandhluta á flóði og fjöru með 12 tíma millibili í eina viku og þær breytingar sem áttu sér stað á svæðinu – fingraför náttúrunnar. Öll verkin, hvort sem um er að ræða strönd, gangstétt eða iðnaðarsvæði, líta út eins og skorið hafi verið út margra tonna stykki úr jörðinni og það hengt upp á vegginn, en þau eru í raun gerð úr trefjaplasti og máln- ingu. Hvaða svæði verður fyrir val- inu er oftast fullkomlega háð til- viljun. „Það er þónokkurt fyrirtæki að gera þessi verk út um alla heima og geima og mikill tími sem fer í það, jafnvel heilt ár, en inn á milli vinnum við að öðrum verkum í Bretlandi. Við erum öll haldin knýjandi þörf fyrir að láta hendur standa fram úr erm- um á vinnustofunni. Ef það líður heill dagur án þess að við blöndum trjá- kvoðu í eina fötu, þá er eins og sá dagur hafi farið í súginn. Við teljum okkur trú um að þetta sé vegna þess að við þurfum að ganga úr skugga um nýjar hugmyndir og prófa okkur áfram með nýjar trjákvoðublöndur og önnur efni, svo við getum ráðið fram úr vandamálum sem við stönd- um hugsanlega frammi fyrir á nýjum stað. En í raun fáum við einfaldlega svo mikið út úr því að gera þessi verk, að fara á staðinn og velta því fyrir okkur hvernig sé hægt að fara að hlutunum, hitta heimamenn og rabba við þá, blanda litina og trjá- kvoðuna, smíða ramma og ná loftból- unum úr trefjaglerinu, uns við á end- anum getum virt fyrir okkur fullgert verkið. Fremur en að segja að við séum listamenn, væri nær sannleik- anum að segja að við séum fjórir fíkl- ar sem fá sinn daglega skammt á vinnustofunni,“ segir Sebastian Boyle, en hann var ásamt systur sinni Georgiu að hengja myndirnar upp í húsakynnum Listasafnsins í vikunni. Foreldrar þeirra, Mark og Joan, voru þá væntanleg til landsins, en öll verða þau viðstödd opnun sýn- ingarinnar. Þau vinna saman sem ein heild, einn listamaður, að öllum verk- um sínum. Boyle-fjölskyldan var fulltrúi Bretlands á Feneyjatvíær- ingnum 1978 og eru einu skosku listamennirnir sem haldið hafa einkasýningu á breska sýning- arsvæðinu, en Mark er fæddur í Glasgow og Joan í Edinborg. Tvær síðustu stórsýningar þeirra í Bret- landi voru í Hayward galleríinu í London 1986 og Skoska nútíma- listasafninu í Edinborg 2003. Mark og Joan gerðu fyrstu jarð- sneiðina, nákvæma eftirmynd af jarðsvæði, árið 1964. Fjórum árum seinna hófu þau verkefni sem nefnist Ferð að yfirborði jarðar. Takmark þeirra var að gera nákvæma eft- irmynd af 1000 hlutum yfirborðs jarðar, valda af handahófi. Ævintýr- ið byrjaði þegar bundið var fyrir augu áhorfenda og þeir beðnir um að kasta pílum í risastórt heimskort til að finna nákvæma staðsetningu; 70% af pílunum lentu í sjó, en sú fyrsta stakkst í Ísland fyrir 40 árum. Því næst ferðuðust þau til margra landa og gerðu ofurraunsæja lágmynd af því svæði þar sem pílan hafði lent. Nákvæmu landakorti af svæðinu var síðan stillt upp og annarri pílu skutl- að í það úr góðri fjarlægð. Að lokum var ramma verksins hent á loft og það svæði sem hann afmarkaði afrit- að nákvæmlega, sandkorn fyrir sandkorn. Aðferðin sem þau nota við að endurskapa jarðsvæðin svona ná- kvæmlega – oft úr óstöðugum efnum eins og sandi, mold og ís – er vel varðveitt leyndarmál. Fjölskyldan hefur aldrei komið til Íslands, áfangastaðar fyrstu pílunnar, eða haldið þar sýningu fyrr en nú. Mark og Joan eru gamalreyndir „Fluxarar,“ vinir og samstarfmenn listamanna á borð við Jimmy Hend- rix og Dieter Roth. Með Hendrix bjuggu þau til eitt vinsælasta „skyn- víkkunarljósasjó“ skemmtistaðanna, sem bregður fyrir í bíómyndum hippatöffarans Austin Power. Boyle-fjölskyldan skipar mik- ilvægan sess í listasögu Bretlands og kemur Cherie Blair sérstaklega norður til Akureyrar vegna hennar. Með henni í för er einkaritari og fylgdarlið frá breska sendiráðinu auk lífvarðar. Hann kom og skoðaði aðstæður á Listasafninu á Akureyri á þriðjudag og fór yfir öryggismál þess. Í tilefni af sýningunni kemur einnig hingað til lands gagnrýnandi eins stærsta dagblaðs Bretlands, In- dependent, en hann mun fjalla um sýninguna, safnið og Akureyr- arvöku. Tekin hefur verið frá heil síða í blaðinu fyrir umfjöllun hans, en blaðið er gefið út í 400 þúsund ein- tökum. Að auki mun birtast stór grein um sýninguna í Modern Pain- ters. „Það er mjög ánægjulegt að finna fyrir því hvernig Listasafnið á Akureyri hefur ekki aðeins haslað sér völl á Íslandi heldur víðs vegar um Evrópu og Bandaríkin, jafnvel á Indlandi og Rússlandi, baltnesku ríkjunum og arabaheiminum,“ segir Hannes, en Der Spiegel gerði safn- inu ágæt skil fyrr á þessu ári. Dagblaðið Male on Sunday sendir ljósmyndara og blaðamann á opnunina til að fá einkaviðtal við Cherie Blair og lista- mennina. Þeir hafa m.a. áhuga á mál- inu því hún hefur aldrei opnað mynd- listarsýningu áður. „Landfræðilegar skilgreiningar setja því auðsýnilega listinni ekki takmörk. Hún slær þar sem hjartað slær ákaft og viljinn er fyrir hendi.“ Fyrir áhugasama listaverkasafnara má í lokin geta þess að nokkur verk- anna eru til sölu, þau kosta um 20 til 25 milljónir króna stykkið. Sýning Boyle-fjölskyldunnar í Listasafninu á Akureyri Haldin knýjandi þörf fyrir að láta hendur standa fram úr ermum Systkinin Sebastian og Georgia Boyle undirbúa sýninguna. Morgunblaðið/Margrét Þóra maggath@mbl.is SÝNINGU á nokkrum skúlptúrum Kristínar heitinnar Eyfells er nýlokið í galleríinu First Street í Chelsea í New York. Sýningin var haldin á veg- um listamálmsmiðjunnar The Art Fo- undry sem sérhæfir sig í bronsaf- steypum og viðhaldi verka ýmissa þekktra listamanna, s.s. Louise Bo- urgois, Henry Moore og Max Ernst. Málmsmiðjan rekur einnig sýningar- sal og aðstoðar myndhöggvara við að koma verkum sínum á framfæri en sýning Kristínar var fyrsta einkasýn- ingin á þeirra vegum. Skúlptúrarnir eru frá því um 1970 og upphaflega unnar í steypu en steyptir í brons á síðasta ári. Eru verkin kennd við „re- ceptualisma“, sem er nýyrði og skil- greint sem ný nálgun við verundina, til þess fallið að blása nýju lífi í sögn- ina „að vera“. Kristín Eyfells lést fyrir tveimur árum og starfaði lengst af ævi sinni á Flórída í Bandaríkjunum ásamt manni sínum Jóhanni Eyfells, mynd- listarmanni og arkitekt. Verk Krist- ínar hafa verið sýnd víða um Banda- ríkin en þekktust varð hún fyrir stór og litrík portrettmálverk sín af ýms- um frægum persónum lífs og liðnum. Auk þess að leigja húsnæði hjá galleríinu í Chelsea undir sýningu á verkum Kristínar gengst málmsmiðj- an fyrir sýningu á fleiri skúlptúrum listamannsins í sýningarsal sínum í Maine-ríki um þessar mundir. Skúlptúrar Kristínar Eyfells í New York New York. Morgunblaðið. Kristín Eyfells við eitt verka sinna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.