Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 52

Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sneiddur ostur í n‡jum umbú›um Endurlokanlegar umbúðir „VIÐ erum úti að vinna og verðum ekkert varir við þetta fyrr en það fer að draga niður í vélinni og þá er allt orðið of seint,“ sagði Halldór J. Eg- ilsson, skipstjóri á Björgvin ÍS 468, sem sökk um 17 sjómílur undan Dýrafirði í gærmorgun. Tveir menn voru um borð og sakaði hvorugan. Atvikið bar brátt að. Þegar Hall- dór uppgötvaði lekann og sá í hvað stefndi hafði hann rétt tíma til að gefa merki í gegnum sjálfvirku til- kynningarskylduna, STK, áður en þeir félagar fóru í flotgalla og blésu upp björgunarbátinn. Vélarrúm bátsins var þá orðið hálffullt af sjó. Tæpum hálftíma síðar var mönn- unum bjargað um borð í annan bát og sökk báturinn skömmu síðar. „Þetta er skrýtin tilfinning. Mað- ur er kannski ekki búinn að átta sig á þessu fyrr en maður vaknar og ætlar á sjóinn,“ sagði Halldór. Mannbjörg varð einnig um 8 sjó- mílur suðaustur af Gjögri um fjög- urleytið í gærdag þegar leki kom að bátnum Fjarka ÍS 44. Einn maður var um borð og komst hann í gúm- björgunarbát og var skömmu síðar bjargað um borð í nærliggjandi bát. Reynt var að taka Fjarka í tog en hann sökk skömmu síðar. Báturinn var orð- inn hálffullur af sjó Ljósmynd/Sæmundur Kr. Þorvalds Skipbrotsmennirnir, Halldór J. Egilsson, skipstjóri á Björgvin ÍS 468, t.h. og Jón Emil Svanbergsson um borð í Steinunni ÍS 817, sem kom þeim til bjargar. Höfðu ekki/4 HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra telur ákveðna möguleika á að leysa deilur Íslendinga og Norð- manna um síldveiðimál eftir viðræður við Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, í gær, og ætla ráðherrarnir að vera í sambandi næstu daga til að koma viðræðum um málið á skrið. „Við áttum saman um það bil klukkustundar fund, og fórum yfir málið, hann frá sinni hlið og ég fór yfir rök okkar Íslendinga. Við ákváðum að vera í sambandi næstu daga og rædd- um ákveðnar hugmyndir um að setja málið í nýjan farveg,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið eftir fund- inn. „Á fundinum kom fram vilji til að finna lausn sem báðir aðilar gætu sætt sig við, en lengra komumst við nú ekki.“ Spurður um samningsvilja hjá Norðmönnum segir Halldór: „Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn. Ég tel að það séu ákveðnir möguleikar til að leysa málið, en ég get afskaplega lítið meira sagt um málið á þessu stigi.“ Halldór fundaði með Petersen í Noregi á leið sinni heim frá fundi ut- anríkisráðherra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í Litháen í gær. Á fundinum voru málefni Mið-Aust- urlanda í brennidepli, fulltrúar Pal- estínumanna og Ísraela sóttu fundinn og ræddu ástandið. Bann á fiskimjöl í dýrafóður Á fundinum ræddi Halldór einnig atkvæðagreiðslu sem verður innan Evrópusambandsins í haust um hvort leyfa eigi fiskimjöl í dýrafóður. Hann sagði bann við því óþægilegt fyrir Ís- lendinga, og nú sé vinna í gangi til þess að fá Evrópusambandið til að af- létta banninu. „Ég hafði þarna tæki- færi til að ræða við utanríkisráðherra sex ríkja, og í framhaldinu mun ég tala við fleiri,“ segir Halldór. Ákveðnir mögu- leikar á lausn Utanríkisráðherrar Íslands og Noregs funduðu um síldveiðideilu Unnið er að niðurrifi gamla Landsímahússins, sem stóð á milli Skúlagötu og Sölvhólsgötu. Götumyndin breyt- ist og í baksýn blasa nú við Þjóðleikhúsið og íþróttahús Jóns Þorsteinssonar, sem nú má sjá af Skúlagötunni. Morgunblaðið/ÞÖK Breytt götumynd við Skúlagötu ÓVISSA ríkir um það hvort rík- ið eða sveitarfélög eigi að greiða fyrir tónlistarnám nemenda á framhaldsstigi sem sækja tón- listarskóla utan síns sveitarfé- lags í vetur. Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Söngskólans, segir að þetta sé mjög erfitt fyrir nemendur sem stundað hafi tón- listarnám lengi og að bæjar- félögin beiti þrýstingi og óvönd- uðum vinnubrögðum til að koma kostnaðinum yfir á ríkið. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga en endan- leg niðurstaða liggur ekki fyrir. Fjármögnun óviss Reykjavíkurborg greiddi lengi vel með öllum tónlistar- skólanemum í borginni, óháð lögheimili þeirra, en hætti því í fyrra. Tónlistarnemendur á framhaldsstigi hafa því leitað til sinna heimasveitarfélaga um stuðning og hafa Reykjanesbær og Hvolsvöllur staðfest að slíkur stuðningur fáist en Hafnarfjarð- arbær mun ekki greiða með þessum nemendum. Önnur sveitarfélög hafa hins vegar ekki svarað og vita tónlistar- nemendur á framhaldsstigi úr þeim sveitarfélögum því ekki hvernig nám þeirra verður fjár- magnað í vetur. Fái nemendur ekki fjárhags- stuðning frá sveitarfélögunum getur kostnaður þeirra numið hundruðum þúsunda króna. Hópur nema í erfið- leikum Óvissa um fram- haldsnám í tónlist  Tónlistarnám/10 BRESKA danshljómsveitin Prodigy er vænt- anleg til landsins og mun hún halda tónleika í Laugardalshöll 15. október næstkomandi. Tónleikarnir hér á landi marka upphaf tónleikaferðar um Evrópu sem ætlað er að fylgja eftir útkomu nýrrar hljómplötu sveit- arinnar, „Always Outnumbered, Never Out- gunned“, sem kom út í vikunni. Hún situr nú í fyrsta sæti breska breiðskífulistans. Það er hljómleikafyrirtækið Kisi ehf. sem flytur sveitina til landsins. Að sögn tals- manna Kisa eru meðlimir Prodigy miklir Ís- landsvinir, enda hafa þeir komið hingað þrisvar sinnum, en nú eru sjö ár síðan síðasta plata kom út. Hefja Evrópuferð á Íslandi Danshljómsveitin Prodigy. FH komið í þriðju umferðina FH vann í gær frækinn sigur á skoska liðinu Dunfermline 2:1 í Skot- landi í Evrópukeppni félagsliða. Skotarnir komust yfir á 72. mín- útu en FH-ingar skoruðu tvö mörk á síðustu sjö mínútum leiksins og tryggðu sér farseðilinn í þriðju um- ferð þar sem í pottinum verða lið eins og Newcastle og Lazio. Það var Tommy Nielsen sem skoraði sigur- mark FH á síðustu mínútu leiksins. „Þetta er bara stórkostlegur áfangi fyrir FH-inga og alla Hafnfirðinga,“ sagði Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, eftir hinn frækilega sigur.  Frábær sigur/C2 Sjónvarpsþættirnir um Latabæ, Lazytown, voru frumsýndir í Banda- ríkjunum í síðustu viku og áttu mest áhorf alls barnaefnis fyrir börn á aldrinum 2 til 11 ára fyrstu daga sína í sýningu. Alls horfðu um 10 milljónir manna á þættina í síðustu viku á barnasjón- varpsstöðinni Nick Jr. en enginn nýr þáttur hefur fengið eins mikið áhorf á stöðinni síðustu fjögur ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá að- standendum Latabæjar á Íslandi. Þættirnir eru hugarfóstur Magn- úsar Scheving og fer hann jafnframt með hlutverk Íþróttaálfsins katt- liðuga. En það voru ekki aðeins börn sem kunnu að meta Íþróttaálfinn, Sollu stirðu, Glanna glæp og alla hina íbúa Latabæjar því þættirnir mældust með mesta áhorf meðal kvenna á aldrinum 18 til 49 ára í allt sumar hjá Nick Jr. Áhorfsmet í Banda- ríkjunum Latabæ vel tekið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.