Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 28
,,ÉG hef fengið mjög góð við-
brögð og meðal annars frá
Eiði Guðnasyni, sendiherra Ís-
lands í Kína,“ segir Robert
Asgeirsson í White Rock í
Bresku-Kólumbíu í Kanada
um útvarpsstöð sína, Ströndin
Internet Radio, en í vikunni
setti hann nýja dagskrá á Net-
ið.
Robert Asgeirsson er mikill
áhugamaður um Netið og er
meðal annars vefstjóri Þjóð-
ræknisfélagsins í Norður-Am-
eríku (www.inlofna.org/). Fyrr
í sumar setti hann saman þátt
með viðtölum við fólk af ís-
lenskum ættum og í vikunni
sendi hann út nýja dagskrá
sem var tekin upp á Íslend-
ingadagshátíðinni í Gimli. Á
meðal efnis er ræða Geirs H.
Haarde, fjármálaráðherra, og
viðtal við Guy Maddin, kvik-
myndaleikstjóra. Útvarp
Ströndin er á slóðinni
www.pennan.ca/SIR/ og stefn-
ir Robert að því að bæta
reglulega við nýju efni.
Útvarp
Ströndin
á Netinu
ÚR VESTURHEIMI
28 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
,,LOKSINS hafa Fálkarnir verið við-
urkenndir,“ sagði Brian Johannes-
son, þegar leikmenn íshokkílandsliðs
Kanada léku í fyrsta sinn í eftirlík-
ingu af treyjum Ólympíumeistara
Fálkanna frá 1920 og vottuðu þannig
fyrstu Ólympíumeisturum sögunnar í
íshokkí virðingu sína. Brian er sonur
Konnie sem var einn af leikmönnun-
um en allir nema hinn enskættaði
Huck Woodman voru af annarri kyn-
slóð Íslendinga í Manitoba. Hinir Ól-
ympíu- og heimsmeistararnir voru
Jacob Walter Byron (Jakob Valdi-
mar Björnsson), Bobby Benson (Ró-
bert John Benson), Konnie Johann-
esson (Konráð Jónasson
Jóhannesson), Frank Fredrickson
fyrirliði (Sigurður Franklín Frede-
rickson), Chris Fridfinnson (Kristján
Rósant Friðfinnson), Mike Goodman
(Magnús Goodman) og Slim Hall-
dorsson (Halldór Halldórsson).
Tímamót
Heimsbikarkeppnin í íshokkí hófst
í vikunni og þegar Kanada og Banda-
ríkin mættust í Montreal komu
heimamenn til leiks í gullnum og
svörtum treyjum með áletruninni
Winnipeg Falcons á ermunum. Í til-
efni þessara tímamóta bauð Íshokk-
ísamband Kanada forystumönnum í
íslenska samfélaginu í Manitoba,
fulltrúum íþróttarinnar og öðrum
framámönnum til veislu í Winnipeg
meðan á leiknum stóð. Rétt eins og
Winnipegborg bauð leikmönnum
Fálkanna og öðrum sérstökum gest-
um í veislu á Fort Garry hótelinu í
Winnipeg 22. maí 1920 eftir komu
meistaranna til borgarinnar frá Ant-
werpen þar sem Íslendingaliðið fór á
kostum.
Mikil spenna lá í loftinu fyrir leik
en viðstaddir í veislunni klöppuðu
landsliði Kanada lof í lófa þegar það
renndi sér inn á ísinn. Ekki fór á milli
mála að andi Fálkanna sveif yfir
vötnunum. ,,Þetta er eins og að vera á
leik hjá Fálkunum,“ sagði dr. Irvin
Olafson, einn af þeim sem sem hrintu
af stað átakinu ,,Fálkarnir um alla
framtíð“ og barðist fyrir því fyrir
rúmlega tveimur árum að Íshokkí-
samband Kanada viðurkenndi árang-
ur Fálkanna í orði sem á borði.
Sú barátta bar árangur, Pepsidósir
með mynd af eftirlíkingunni af treyju
Fálkanna komu á markað fyrir
skömmu og seldust upp á auga-
bragði. Pökkur með áletruninni
Winnipeg Falcons 1920 Olympic &
World Champions og merki Íshokkí-
sambands Kanada var framleiddur
og nú hafa eftirlíkingar af treyjunum
verið settar á almennan markað eftir
að landsliðið lék í þeim í fyrsta sinn.
Kveðja frá Gretzky
Í veislunni í vikunni fluttu Wayne
Gretzky, stjóri landsliðsins og skær-
asta stjarna íþróttarinnar til þessa,
og Bob Nicholson, forseti Íshokkís-
ambandsins ávarp á myndbandi. Þeir
lögðu áherslu á mikilvægi Fálkanna í
íshokkísögu Kanada og Nicholson
sagði við fjölmiðla eftir 2:1 sigur Kan-
ada síðar um kvöldið að andrúmsloft-
ið í búningsklefanum fyrir leik hefði
verið rafmagnað þegar leikmönnum
var sögð sagan á bak við treyjurnar.
,,Við vildum gera þetta til að halda
minningu Fálkanna á lofti,“ sagði
hann.
Leikurinn var sýndur á breiðtjaldi
sem var sett upp í veislunni og við hlið
þess var nýr fáni með áletrun um ár-
angur Fálkanna. Fram kom að fáninn
yrði settur upp við sérstaka athöfn í
nýrri íshokkíhöll sem verður vígð í
miðborg Winnipeg í vetrarbyrjun.
Gary Doer, forsætisráðherra
Manitoba, óskaði öllum viðstöddum
innilega til hamingju með áfangann.
Sérstaklega beindi hann orðum sín-
um til ættmenna leikmannanna, ann-
arra af íslenskum ættum
og ,,okkar sem vildum vera það,“
eins og hann orðaði það. Hann hrós-
aði forvígismönnum átaksins ,,Fálk-
arnir um alla framtíð“ og sagði að
þeir hefðu með baráttu sinni tryggt
Fálkunum og Winnipeg verðugan
sess í íshokkísögu Kanada.
Dan Johnson, einn af forvígis-
mönnum átaksins, þakkaði hlý orð og
rakti sögu Fálkanna. Hann minnti á
að þeir hefðu mætt miklu mótlæti á
leiðinni á toppinn en við heimkomuna
hefði þeim verið fagnað á þann veg að
annað eins hefði ekki sést í Winnipeg
síðan. ,,Fálkarnir voru í fyrirrúmi og
þeirra verður minnst um alla fram-
tíð,“ sagði hann.
Fálkarnir í fyrirrúmi
Morgunblaðið/Steinþór
Dr. Irvin Olafson, Ian Rentz, forstjóri TCMI, sem sér meðal annars um
framleiðslu á ýmsum hokkívörum og búningum, Dan Johnson og Gary
Doer, forsætisráðherra Manitoba, í eftirlíkingum af treyjum Fálkanna.
Morgunblaðið/Steinþór
Forsíða Winnipeg Free Press, dós
með mynd af eftirlíkingunni og
pökkur sem framleiddur var til að
minna á árangur Fálkanna.
EFTIRLÍKINGAR af treyjum Ól-
ympíumeistara Fálkanna í íshokkí
frá 1920 fóru á almennan markað í
Kanada í vikunni og hafa selst vel,
einkum í Manitoba.
Treyjurnar kosta yfirleitt um 120
til 130 kanadíska dollara eða um
6.600 – 7.150 krónur. Wayne
Gretzky, frægasti íshokkíleikmaður
sögunnar, sem lék í treyju númer 99,
hefur áritað tvær treyjur. Önnur
verður hengd upp í nýju íshokkíhöll-
inni í Winnipeg en hin var boðin upp
í veislunni í Winnipeg í vikunni. Hún
fór á 1.399 kanadíska dollara eða um
77.000 krónur.
Eftirlíking
fór á um 77
þúsund krónur
steg@mbl.is
Ísland hefur ekki enn
unnið gull á Ólympíu-
leikum en Kanadamenn
í Manitoba af íslenskum
ættum gerðu það fyrir
84 árum. Steinþór Guð-
bjartsson sótti veislu
sem haldin var í tilefni
þess að landslið Kanada
lék í eftirlíkingu af
treyjum Fálkanna frá
Ólympíuleikunum í Ant-
werpen í Belgíu 1920.
TÖLUVERT er um starfandi Ís-
lendinga í Kanada en sennilega eru
þeir hvergi fleiri en í Montreal.
Frá því í fyrra hefur hópur ís-
lenskra verkfræðinga og arkitekta
verið starfsmönnum verktakafyr-
irtæksins Bechtel í Montreal í Kan-
ada til aðstoðar varðandi sér-
íslenska þætti hönnunar álversins í
Reyðarfirði.
Annars vegar er um að ræða full-
trúa samstarfshópsins HRV, sem
eru verkfræðistofurnar Hönnun,
Rafhönnun og VST, og hins vegar
fulltrúa TBL hópsins, sem eru arki-
tektastofurnar Tark – Teiknistof-
an, Batteríið og Landslag.
Íslendingarnir fylgjast með því
að framkvæmdirnar uppfylli ís-
lenska staðla og reglugerðir, en til-
laga TBL varðandi útlit og um-
hverfi álversins var valin í sérstakri
samkeppni.
Gestur Valgarðsson, verkfræð-
ingur, segir að frá því í fyrrahaust
hafi um 10 til 12 manns að meðaltali
starfað í Montreal á vegum þessara
fyrirtækja. Samtals starfi um 20 til
30 Íslendingar í Kanada og á Ís-
landi að verkefninu en gert sé ráð
fyrir að eiginlegri hönnun álversins
verði lokið um áramótin 2005/2006.
,,Þetta er viðamikið verkefni en
okkur líður ákaflega vel hérna í
Montreal og heimamenn eru mjög
umgengnisgóðir,“ segir Gestur.
Morgunblaðið/Steinþór
Íslensku starfsmennirnir fara gjarnan saman í hádegismat. Á myndinni
eru réttsælis frá vinstri Eggert Valmundarson, Ragnar Pálsson, Halldór
Eiríksson, Þorkell Erlingsson, Gestur Valgarðsson, Guðmundur Möller og
Sigurður Harðarson.
Flestir í Montreal
VESTURFARANÁMSKEIÐ
ÞFÍ verður haldið í Gerðu-
bergi í Reykjavík 7. september
til 26. október næstkomandi. Á
námskeiðinu er áhersla lögð á
landnám íslenskra vesturfara í
Ameríku á Vesturfaratíma-
bilinu. Umsjónarmaður nám-
skeiðsins er Jónas Þór, sagn-
fræðingur (s. 5541680). Hann
notar meðal annars kort,
myndir, dagbækur, sendibréf
osfrv. til að varpa ljósi á sög-
una og veitir frekari upplýs-
ingar um námskeiðið.
Vestur-
faranám-
skeið ÞFÍ