Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 28
,,ÉG hef fengið mjög góð við- brögð og meðal annars frá Eiði Guðnasyni, sendiherra Ís- lands í Kína,“ segir Robert Asgeirsson í White Rock í Bresku-Kólumbíu í Kanada um útvarpsstöð sína, Ströndin Internet Radio, en í vikunni setti hann nýja dagskrá á Net- ið. Robert Asgeirsson er mikill áhugamaður um Netið og er meðal annars vefstjóri Þjóð- ræknisfélagsins í Norður-Am- eríku (www.inlofna.org/). Fyrr í sumar setti hann saman þátt með viðtölum við fólk af ís- lenskum ættum og í vikunni sendi hann út nýja dagskrá sem var tekin upp á Íslend- ingadagshátíðinni í Gimli. Á meðal efnis er ræða Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra, og viðtal við Guy Maddin, kvik- myndaleikstjóra. Útvarp Ströndin er á slóðinni www.pennan.ca/SIR/ og stefn- ir Robert að því að bæta reglulega við nýju efni. Útvarp Ströndin á Netinu ÚR VESTURHEIMI 28 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ,,LOKSINS hafa Fálkarnir verið við- urkenndir,“ sagði Brian Johannes- son, þegar leikmenn íshokkílandsliðs Kanada léku í fyrsta sinn í eftirlík- ingu af treyjum Ólympíumeistara Fálkanna frá 1920 og vottuðu þannig fyrstu Ólympíumeisturum sögunnar í íshokkí virðingu sína. Brian er sonur Konnie sem var einn af leikmönnun- um en allir nema hinn enskættaði Huck Woodman voru af annarri kyn- slóð Íslendinga í Manitoba. Hinir Ól- ympíu- og heimsmeistararnir voru Jacob Walter Byron (Jakob Valdi- mar Björnsson), Bobby Benson (Ró- bert John Benson), Konnie Johann- esson (Konráð Jónasson Jóhannesson), Frank Fredrickson fyrirliði (Sigurður Franklín Frede- rickson), Chris Fridfinnson (Kristján Rósant Friðfinnson), Mike Goodman (Magnús Goodman) og Slim Hall- dorsson (Halldór Halldórsson). Tímamót Heimsbikarkeppnin í íshokkí hófst í vikunni og þegar Kanada og Banda- ríkin mættust í Montreal komu heimamenn til leiks í gullnum og svörtum treyjum með áletruninni Winnipeg Falcons á ermunum. Í til- efni þessara tímamóta bauð Íshokk- ísamband Kanada forystumönnum í íslenska samfélaginu í Manitoba, fulltrúum íþróttarinnar og öðrum framámönnum til veislu í Winnipeg meðan á leiknum stóð. Rétt eins og Winnipegborg bauð leikmönnum Fálkanna og öðrum sérstökum gest- um í veislu á Fort Garry hótelinu í Winnipeg 22. maí 1920 eftir komu meistaranna til borgarinnar frá Ant- werpen þar sem Íslendingaliðið fór á kostum. Mikil spenna lá í loftinu fyrir leik en viðstaddir í veislunni klöppuðu landsliði Kanada lof í lófa þegar það renndi sér inn á ísinn. Ekki fór á milli mála að andi Fálkanna sveif yfir vötnunum. ,,Þetta er eins og að vera á leik hjá Fálkunum,“ sagði dr. Irvin Olafson, einn af þeim sem sem hrintu af stað átakinu ,,Fálkarnir um alla framtíð“ og barðist fyrir því fyrir rúmlega tveimur árum að Íshokkí- samband Kanada viðurkenndi árang- ur Fálkanna í orði sem á borði. Sú barátta bar árangur, Pepsidósir með mynd af eftirlíkingunni af treyju Fálkanna komu á markað fyrir skömmu og seldust upp á auga- bragði. Pökkur með áletruninni Winnipeg Falcons 1920 Olympic & World Champions og merki Íshokkí- sambands Kanada var framleiddur og nú hafa eftirlíkingar af treyjunum verið settar á almennan markað eftir að landsliðið lék í þeim í fyrsta sinn. Kveðja frá Gretzky Í veislunni í vikunni fluttu Wayne Gretzky, stjóri landsliðsins og skær- asta stjarna íþróttarinnar til þessa, og Bob Nicholson, forseti Íshokkís- ambandsins ávarp á myndbandi. Þeir lögðu áherslu á mikilvægi Fálkanna í íshokkísögu Kanada og Nicholson sagði við fjölmiðla eftir 2:1 sigur Kan- ada síðar um kvöldið að andrúmsloft- ið í búningsklefanum fyrir leik hefði verið rafmagnað þegar leikmönnum var sögð sagan á bak við treyjurnar. ,,Við vildum gera þetta til að halda minningu Fálkanna á lofti,“ sagði hann. Leikurinn var sýndur á breiðtjaldi sem var sett upp í veislunni og við hlið þess var nýr fáni með áletrun um ár- angur Fálkanna. Fram kom að fáninn yrði settur upp við sérstaka athöfn í nýrri íshokkíhöll sem verður vígð í miðborg Winnipeg í vetrarbyrjun. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, óskaði öllum viðstöddum innilega til hamingju með áfangann. Sérstaklega beindi hann orðum sín- um til ættmenna leikmannanna, ann- arra af íslenskum ættum og ,,okkar sem vildum vera það,“ eins og hann orðaði það. Hann hrós- aði forvígismönnum átaksins ,,Fálk- arnir um alla framtíð“ og sagði að þeir hefðu með baráttu sinni tryggt Fálkunum og Winnipeg verðugan sess í íshokkísögu Kanada. Dan Johnson, einn af forvígis- mönnum átaksins, þakkaði hlý orð og rakti sögu Fálkanna. Hann minnti á að þeir hefðu mætt miklu mótlæti á leiðinni á toppinn en við heimkomuna hefði þeim verið fagnað á þann veg að annað eins hefði ekki sést í Winnipeg síðan. ,,Fálkarnir voru í fyrirrúmi og þeirra verður minnst um alla fram- tíð,“ sagði hann. Fálkarnir í fyrirrúmi Morgunblaðið/Steinþór Dr. Irvin Olafson, Ian Rentz, forstjóri TCMI, sem sér meðal annars um framleiðslu á ýmsum hokkívörum og búningum, Dan Johnson og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, í eftirlíkingum af treyjum Fálkanna. Morgunblaðið/Steinþór Forsíða Winnipeg Free Press, dós með mynd af eftirlíkingunni og pökkur sem framleiddur var til að minna á árangur Fálkanna. EFTIRLÍKINGAR af treyjum Ól- ympíumeistara Fálkanna í íshokkí frá 1920 fóru á almennan markað í Kanada í vikunni og hafa selst vel, einkum í Manitoba. Treyjurnar kosta yfirleitt um 120 til 130 kanadíska dollara eða um 6.600 – 7.150 krónur. Wayne Gretzky, frægasti íshokkíleikmaður sögunnar, sem lék í treyju númer 99, hefur áritað tvær treyjur. Önnur verður hengd upp í nýju íshokkíhöll- inni í Winnipeg en hin var boðin upp í veislunni í Winnipeg í vikunni. Hún fór á 1.399 kanadíska dollara eða um 77.000 krónur. Eftirlíking fór á um 77 þúsund krónur steg@mbl.is Ísland hefur ekki enn unnið gull á Ólympíu- leikum en Kanadamenn í Manitoba af íslenskum ættum gerðu það fyrir 84 árum. Steinþór Guð- bjartsson sótti veislu sem haldin var í tilefni þess að landslið Kanada lék í eftirlíkingu af treyjum Fálkanna frá Ólympíuleikunum í Ant- werpen í Belgíu 1920. TÖLUVERT er um starfandi Ís- lendinga í Kanada en sennilega eru þeir hvergi fleiri en í Montreal. Frá því í fyrra hefur hópur ís- lenskra verkfræðinga og arkitekta verið starfsmönnum verktakafyr- irtæksins Bechtel í Montreal í Kan- ada til aðstoðar varðandi sér- íslenska þætti hönnunar álversins í Reyðarfirði. Annars vegar er um að ræða full- trúa samstarfshópsins HRV, sem eru verkfræðistofurnar Hönnun, Rafhönnun og VST, og hins vegar fulltrúa TBL hópsins, sem eru arki- tektastofurnar Tark – Teiknistof- an, Batteríið og Landslag. Íslendingarnir fylgjast með því að framkvæmdirnar uppfylli ís- lenska staðla og reglugerðir, en til- laga TBL varðandi útlit og um- hverfi álversins var valin í sérstakri samkeppni. Gestur Valgarðsson, verkfræð- ingur, segir að frá því í fyrrahaust hafi um 10 til 12 manns að meðaltali starfað í Montreal á vegum þessara fyrirtækja. Samtals starfi um 20 til 30 Íslendingar í Kanada og á Ís- landi að verkefninu en gert sé ráð fyrir að eiginlegri hönnun álversins verði lokið um áramótin 2005/2006. ,,Þetta er viðamikið verkefni en okkur líður ákaflega vel hérna í Montreal og heimamenn eru mjög umgengnisgóðir,“ segir Gestur. Morgunblaðið/Steinþór Íslensku starfsmennirnir fara gjarnan saman í hádegismat. Á myndinni eru réttsælis frá vinstri Eggert Valmundarson, Ragnar Pálsson, Halldór Eiríksson, Þorkell Erlingsson, Gestur Valgarðsson, Guðmundur Möller og Sigurður Harðarson. Flestir í Montreal VESTURFARANÁMSKEIÐ ÞFÍ verður haldið í Gerðu- bergi í Reykjavík 7. september til 26. október næstkomandi. Á námskeiðinu er áhersla lögð á landnám íslenskra vesturfara í Ameríku á Vesturfaratíma- bilinu. Umsjónarmaður nám- skeiðsins er Jónas Þór, sagn- fræðingur (s. 5541680). Hann notar meðal annars kort, myndir, dagbækur, sendibréf osfrv. til að varpa ljósi á sög- una og veitir frekari upplýs- ingar um námskeiðið. Vestur- faranám- skeið ÞFÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.