Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 43
Elsku afi.
Það eru ekki til
nógu mörg falleg orð í
heiminum til að lýsa
hversu góður afi þú
hefur verið okkur.
Þegar við vorum yngri og okkur var
sagt að við værum að fara uppá
Akranes til að heimsækja þig og
ömmu fylltumst við svo miklum
spenningi að við áttum erfitt með
svefn nóttina áður. Fyrir okkur hef-
ur það ætíð verið sem paradís á
jörðu að koma til ykkar. Yfirleitt
stóðst þú á bryggjunni og tókst á
móti okkur með þínum hlýja faðmi.
Þú tókst okkur alltaf sem jafningj-
um og gafst okkur mörg heilræði
sem gerðu okkur að betri mann-
eskjum. Við munum ávallt minnast
þess hversu glaðvær þú varst og
sakna þess að heyra þig syngja og
tralla, eins og þér einum var lagið.
Það vakti alltaf jafn mikla kátínu og
færði okkur bros á vör.
Þú varst okkur stoð og stytta í
gegnum námið okkar og upphófst
okkur alltaf þegar við héldum aað
allt væri á niðurleið. Við munum
alltaf hugsa til þess hversu örlátur
þú varst og sá maður sem við litum
einna mest upp til.
Hversu erfitt sem það er að
kveðja þig, elsku afi, þá munntu
alltaf lifa með okkur í hjörtum okk-
ar og minningum. Þar munntu skipa
stóran sess og munum við ávallt
gleðjast þegar við hugsum til alls
þess sem þú aðhafðist með okkur.
Það ættu allir að eiga afa eins og
þig.
Þín barnabörn,
Guðrún Viktoría og Kristín
Laufey Björgvinsdætur.
Ég vil með nokkrum fátæklegum
orðum minnast Helga Ibsen. Helgi
var fæddur og uppalinn á Suðureyri
við Súgandafjörð. Hann fór ungur
HELGI INGÓLFUR
IBSEN
✝ Helgi IngólfurIbsen fæddist á
Suðureyri við Súg-
andafjörð 8. septem-
ber 1928. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
28. ágúst síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Akranes-
kirkju 3. september.
að stunda sjó eins og
flestir drengir á Vest-
fjörðum, fyrst með föð-
ur sínum en síðan á
togurum og hvalbát-
um. Hann lauk prófi
frá Stýrimannaskólan-
um og gerðist skip-
stjóri hjá HB á Akra-
nesi 25 ára gamall, var
síðan með báta Sigurð-
ar Hallbjarnarsonar
h/f þar til hann stofn-
aði eigin útgerð og var
þar fyrst skipstjóri og
síðar framkvæmda-
stjóri í landi.
Við framkvæmdastjórastöðu út-
gerðar Akraborgar tók Helgi um
1980 og var í því starfi þar til
rekstri Akraborgar var hætt með
tilkomu Hvalfjarðarganga 1998. Sá
sem þetta ritar var þar skipstjóri
undir stjórn Helga um tuttugu ára
skeið og bar aldrei skugga á okkar
samstarf. Sterkustu þættirnir í
skapgerð Helga voru orðheldni,
heiðarleiki og ábyrgðartilfinning.
Það sem hann sagði stóð og þurfti
ekki að setja á blað. Hann var far-
sæll skipstjóri, mikill aflamaður og
harður sjósóknari á sínum yngri ár-
um og farsæll stjórnandi eigin fyr-
irtækis og síðan Skallagríms hf. síð-
ar. Ekki var ungum mönnum á
Vestfjörðum fremur en annarsstað-
ar á Íslandi boðið upp á langa skóla-
göngu á uppvaxtarárum Helga, en
lífsins skóli veitti honum þá mennt-
un sem vel dugði.
Sem framkvæmdastjóri Akra-
borgar ávann Helgi sér virðingu
allra þeirra mörgu sem við fyrir-
tækið skiptu. Þess var kappkostað
að veita mönnum góða og trausta
þjónustu og standa við allar skuld-
bindingar. Mér er minnisstætt
hversu mjög það olli Helga áhyggj-
um ef þjónustuaðilar komu seint
með reikninga, hann vildi helst gera
upp við menn strax og þeirra vinnu
var lokið.
Ég mun minnast Helga Ibsen
með virðingu og söknuði sem vinar
og samstarfsmanns. Hann hafði
horft með tilhlökkun til áranna að
lokinni langri og farsælli starfsævi,
en þá kom sá sjúkdómur sem eng-
inn fær við ráðið og hefur nú klippt
á lífsgöngu þessa heiðursmanns.
Ég sendi Þorbjörgu konu hans og
afkomendum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Þorvaldur Guðmundsson.
Helgi Ingólfur Ibsen hefur nú
kvatt okkur. Með ljúfri minningu
sitjum við eftir, með söknuð í hjarta
og tár á kinn. Samverustundir okk-
ar voru allar góðar og eftirminnileg-
ar. Helgi hafði gaman af því að
segja sögur, enda ævi hans ævintýri
líkust. Farsælt líf átti Helgi, bæði á
landi og sjó. Yndisleg fjölskylda í
landi og velgengni á sjó. Helgi geisl-
aði af persónutöfrum og góð-
mennsku, hafði gaman af góðu gríni
og fyrst og fremst elskaði hann.
Þessi tæra sál sem snerti svo marga
með góðmennsku og skilningi, er nú
vel geymd í faðmi guðs.
Það sem ég mun minnast helst
um Helga er hversu heitt hann
snart hjarta langafastráks síns,
Bjarts Snæs. Góðir vinir voru þeir,
enda ekki langt að sækja í litla
strákinn í honum Helga. Þeir gátu
leikið sér saman að bílum og bíla-
brautum og aldrei vantaði umhyggj-
una og kærleikann á milli þeirra.
Þegar Helgi varð veikur og fór á
sjúkrahúsið kom ekki annað til
greina en að leyfa Bjarti Snæ að
heimsækja hann. Hugrakkur gekk
Bjartur Snær inn um dyr þínar,
með mjúkan bangsa þér til hugg-
unar. Með eilítið brostið hjarta og
glitrandi augu, færði hann þér
bangsann. Bangsinn táknaði mikið í
hans augum, enda í hans huga eru
það bangsarnir sem veita vellíðan
og huggun.
Morguninn sem þú kvaddir þenn-
an heim kom Bjartur Snær á
sjúkrahúsið til að kveðja þig.
Langamma hans svo sterk, svo hug-
rökk, gekk til hans og færði honum,
að ósk Helga, bangsann sem veitti
bæði Helga og Bjarti Snæ smáhug-
arró. Þennan bangsa mun Bjartur
Snær varðveita með öllum þeim
yndislegu minningum um langafa
sinn og tímana þeirra saman. Í
kistulagningunni kom þessi litli
hugrakki strákur, strauk þér blítt
um vanga og gaf þér sinn hinsta
koss. Svo leit hann á mig með sorg í
hjarta og kökk í hálsi og sagði með
titrandi röddu ,,ég kyssti hann til
Guðs“. Þannig var ykkar hinsta
kveðja og var hún mjög kær og
innileg.
Nú ert þú kominn í hendur Guðs
og mun hann varðveita þig, líkt og
við munum varðveita minninguna
um þig í hjarta okkar.
Særún Gestsdóttir.
Elsku amma, við
drúpum höfði í lotningu
og virðingu fyrir að
hafa fengið að kynnast
þér.
Það eru margar
minningar sem fara í gegnum huga
okkar þegar við sitjum og rifjum upp.
Það var svo gaman að hlusta á hlátur
þinn, þegar afi var að segja brandara
þá hlóstu svo innilega að augu þín
ljómuðu.
Einnig var svo gott að tala við þig
þegar eitthvað var að. Því oft fannstu
þegar eitthvað var að og gafst okkur
einhver góð ráð eða tókst bara utan
um okkur. Þá leið okkur alltaf betur.
Þegar við fengum að gista hjá þér,
fyrst á Mosabarðinu og seinna í Gull-
smáranum. Það var svo gott því þá
áttum við hvert okkar sína stund með
þér og afa. En það er svo skrýtið að
við urðum aldrei of stór til að gista hjá
þér. Svo fórum við stundum í göngu á
morgnana, þá var oft hlegið og spjall-
að mikið.
Þegar þú vökvaðir blóminn þín og
talaðir við þau. Alveg eins og þau
heyrðu til þín. En svona varstu, tal-
aðir vel til alls sem lifir. Einnig var
gaman til þess að vita hversu vænt
þér þótti alltaf um orðin hans Sævars
Þórs, þegar hann var lítill og ætlaði að
byggja stórt hús. Amma og afi áttu að
eiga heima uppi svo amma gæti horft
á stjörnurnar, sólina og allt annað fal-
legt. En hann ætlaði að búa niðri.
Við kveðjum þig, elsku amma okk-
ar, og þökkum fyrir alla góðmennsku
þína. Sofðu nú vært, elsku amma,við
pössum afa fyrir þig.
Ein í huga mér
lifir þín mynd
svo heil og sönn.
Sem aðeins lítil stund
værir mér liðin hjá
síðan þú varst
hér enn í faðmi mér.
Ein í hjarta mér
lifa þín orð,
þitt vinarþel,
sem aldrei sveik þó ég
gæti ei skilið allt
sem þú gafst
mér þá af hjarta þér.
Þó ár og fjarlægð skilji okkur að
og enginn geti komið í þinn stað
mun samt minning þín lifa
á meðan lifi ég
á meðan lifi ég.
Og ég þakka vil
þá dýru gjöf
að lífið leit til mín
og leiddi mig til þín.
(Friðrik Erlingsson.)
Við kveðjum þig nú, amma.
Sigurlaug Arna, Sævar Þór, Elsa
Ösp og Konráð Andri.
SIGURLAUG
FRIÐGEIRSDÓTTIR
✝ Sigurlaug Frið-geirsdóttir fædd-
ist á Grímsstöðum í
Þistilfirði 16. ágúst
1926. Hún lést á
Landakoti 7. ágúst
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Hafnarfjarðar-
kirkju 18. ágúst.
Elsku amma, mig
langar að minnast þín
með nokkrum orðum.
Þegar ég bjó í kjall-
aranum á Mosabarðinu
hjá þér og afa var svo
gott að koma heim úr
skólanum og fá heitt
kakó og meðlæti, því
það var alltaf tilbúið
handa mér. Síðan sát-
um við og spjölluðum
um allt og ekkert. Þetta
var mjög góður tími.
Eftir að við fluttum í
Bæjargilið þá fórum við
oft á laugardags- og
sunnudagsmorgnum í bíltúr sem end-
aði svo hjá þér. Alltaf gastu reitt eitt-
hvað gott fram handa okkur.
En eftir að þú og afi fluttuð í Gull-
smárann kom ég ekki eins oft til ykk-
ar, voru margar ástæður sem leiddu
til þess.
En árin líða og stundum þegar
maður eldist þá verða breytingar sem
við tökumst á við, bæði góðar en einn-
ig aðrar sem eru miður góðar, en
þroska mann samt. Og alltaf fylgdist
þú með mér og sendir góðar kveðjur.
Aldrei gafstu upp á mér og þykir mér
vænt um það.
Svo nú, þegar þú hefur fengið þinn
síðasta svefn, þá kveð ég þig, elsku
amma, og þakka þér fyrir að vera allt-
af til staðar fyrir mig.
Syngið, strengir, ennþá einu sinni
ykkar dýrðarljóð í sálu minni,
fyllið hug minn glöðum söngvaseið!
Syngið, strengir, gömlu gleðiljóðin,
gamla yndisfagra sólskinsóðinn,
svo mér opnist veröld víð og heið!
Ennþá getur ykkar huliðskraftur
allar sorgir bætt með töfrahreim
– söngsins tign og máttur opnar aftur
unaðslegan draumaheim.
(Jón frá Ljárskógum.)
Kveðja frá Thelmu Dögg og Mikael
Leó, sofðu vært.
Ég kveð þig nú elsku amma.
Þinn
Anton.
Kæri pabbi.
Með sátt en söknuði
kveð ég þig. Löngu
stríði við erfiðan sjúk-
dóm er loks lokið, þú
hefur fengið hvíldina
góðu.
Þó að ég hafi ekki alist upp hjá
þér þá á ég margar góðar minn-
ingar með þér, áður en við mamma
flytjumst norður á Strandir, þar
sem ég fékk gott heimili og uppeldi.
En hugur þinn var aldrei langt und-
an. Það fann ég þegar þú hringdir
til mín.
Í bernskuminningum mínum man
ég þegar þú varst að fara með mig
heim að Meltungu til afa og ömmu
og sýndir mér hitt og þetta og sagð-
ir sögur frá þínum prakkastrikum
og uppvaxtarárum þar. Ég gleymi
aldrei í eitt skiptið er við vorum
MAGNÚS EYDÓR
SNÆFELLS
ÞORSTEINSSON
✝ Magnús EydórSnæfells Þor-
steinsson, sjómaður
og bifreiðarstjóri,
fæddist í Reykjavík
26. apríl 1932. Hann
lést á Vífilsstöðum
17. ágúst síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Kópavogs-
kirkju 23. ágúst.
þar, þá var ég að leika
mér úti og álpaðist til
krakkahóps við Kjarr-
hólmann. Þá hafðir þú
hringt í lögguna og
þeir fundu mig þar,
komu með mig heim í
Meltungu og þú lofaðir
þeim að þú myndir
taka í lurginn á mér,
en þegar þeir fóru
gerðirðu bara gaman
úr þessu. Þarna leið
þér best og þarna átt-
irðu alltaf heima.
Þó að leiðir okkar
skildu, þá heyrðumst
við reglulega, og þú
hringdir oft til mín í sveitina en
komst sjaldan. En kvöld eitt birtist
þú skyndilega óvænt með stóra gjöf
til mín. Og hvað var það, jú var það
ekki bara gamla góða „Toyota
Cressidan.“ Þetta var fyrsti bíllinn
sem ég eignaðist og átti hann í 2 ár.
Ég veit, pabbi minn, að þú áttir
erfitt með að tjá tilfinningar þínar
við aðra og þá sérstaklega við okk-
ur bræðurna, en innst inni varstu
rosalega stoltur af okkur og hugs-
aðir alltaf hlýtt til okkar.
Og innst inni þá er ég mjög stolt-
ur að hafa átt svona mikinn mann
eins og þig sem föður, því að það er
sama hvar ég er þá er allstaðar fólk
sem þekkti Magga „Vatnaguð“ eins
og þú varst kallaður. Allir sem ég
kannast við, og könnuðust við eða
þekktu þig af eigin raun bera þér
vel söguna. Þú hafir verið ósérhlíf-
inn og duglegur með eindæmum,
reyndar algjör forkur, sama hverju
á gekk. Þegar maður heyrir svona
fyllist maður stolti.
En svo fóru veikindin að verða
verri og verri, og á endanum þurft-
irðu að hætta að vinna fyrir aldur
fram. Það var rosalega slæmt
hvernig sjúkdómurinn lék þig, en
samt var alltaf stutt í grínið og
glensið hjá þér, en þannig varstu
bara, jákvæður og lífsglaður maður.
Í apríl héldum við bræðurnir upp
á 72 ára afmælið þitt með þér og
tengdadætrum, og ég veit pabbi
minn að þá varstu stoltur og hrærð-
ur yfir því. Það sést á myndinni
sem tekin var af okkur öllum sam-
an, og það heyrði ég á þér eftir af-
mælið.
Síðastliðinn vetur fylgdir þú þín-
um tveim bestu vinum til grafar,
Dedda og Gunna Ísleifs, og það tók
mikið á þig, en nú hittist þið aftur.
Þó að okkar samverustundir
hefðu mátt vera fleiri, pabbi minn,
þá mun ég alltaf eiga þær minn-
ingar um þig og hafa þær í háveg-
um.
Ég kveð þig í sátt og samlyndi,
því að það er komin værð yfir þig
og þú kvaddir sáttur.
Með þessum stuttu og fátæklegu
orðum kveð ég þig, elsku pabbi
minn.
Þinn sonur,
Steinar Snæfells.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er
auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegs föður míns, tengdaföður,
afa, stjúpföður og frænda,
ÓLAFS ODDGEIRS GUÐMUNDSSONAR,
Túngötu 18,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja og hjúkrunarheimilinu Garð-
vangi, Garði.
Guð blessi ykkur öll.
Jana Ólafsdóttir Georges, Hubert Georges
og barnabörn,
Hervör Jakupsson, Bárður Jakupsson
Teitur Albertsson, Þorbjörg Hermannsdóttir,
Guðmundur Reynisson, Ágústa Jónsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg-
unblaðið í fliparöndinni – þá birt-
ist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frekari
uppl.).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein.
Minningar-
greinar