Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BLÓÐUG ENDALOK Gíslatökunni í bænum Beslan í Suður-Rússlandi lauk í gær með því að sérsveitamenn réðust til atlögu gegn hryðjuverkamönnunum. Óttast er að meira en 200 manns hafi fallið og mörg hundruð voru flutt á sjúkra- hús. Þrír gíslatökumannanna voru handteknir en aðrir felldir. Kaupir hlut í Skjá 1 Síminn og eignarhaldsfélagið Fjörnir gerðu í fyrrakvöld sam- komulag um kaup Símans á félaginu, sem á annars vegar félagið Íslenskt sjónvarp, sem á útsendingarréttinn á ensku knattspyrnunni hér á landi, og hins vegar 26,2% hlut í Íslenska sjónvarpsfélaginu, sem rekur sjón- varpsstöðina Skjá einn. Boða verkfall Forsvarsmenn grunnskólakenn- ara afhentu Launanefnd sveitarfé- laganna í gær formlega tilkynningu um boðun verkfalls í grunnskól- unum, sem koma á til framkvæmda 20. september. Komi til verkfalls nær það til um fjörutíu og fimm þús- und grunnskólanema. Varasöm hugsun Björgólfur Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbanka Ís- lands hf., varaði við hugmyndum um að reisa þurfi atvinnu- og viðskipta- lífinu skorður, í ávarpi, sem hann flutti við upphaf þings SUS, Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, á Selfossi í gærkvöld. Y f i r l i t Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2004–2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #            $         %&' ( )***                      Í dag Sigmund 8 Íslenskt mál 33 Viðskipti 12 Kirkjustarf 33/34 Erlent 16/18 Minningar 36/43 Höfuðborgin 21 Brids 47 Akureyri 22 Myndasögur 48 Suðurnes 22 Dagbók 48/50 Árborg 23 Leikhús 51/53 Daglegt líf 24/25 Fólk 54/57 Ferðalög 26/27 Bíó 54/57 Umræðan 29/33 Ljósvakamiðlar 58 Forystugrein 30 Veður 59 Viðhorf 32 Staksteinar 59 * * * ELLEFU og hálfs metra hátt Evr- ópulerkitré, sem talið er vera um hundrað ára gamalt, hefur verið val- ið tré ársins af Skógræktarfélagi Ís- lands. Tréð stendur við svokallað Litla-Wathnehús á Seyðisfirði. Formaður Skógræktarfélags Ís- lands, Magnús Jóhannesson, afhenti Tryggva Harðarsyni, bæjarstjóra á Seyðisfirði, sérstakt útnefning- arskjal undir trénu sl. fimmtudag. „Þetta er sérstaklega fallegt tré og ekkert vafamál að því líður vel,“ sagði Magnús í ávarpi. „Skógrækt- arfélag Íslands hefur undanfarin sjö ár lagt sig fram um að finna falleg tré á landinu. Mér er sagt að líklegt sé að þetta tré, sem stendur við hús sem kennt er við Otto Wathne, hafi verið gróðursett snemma á síðustu öld. Líkur eru á að Wathne hafi komið með það sjálfur. Það er vitað að hingað var flutt mikið af fræjum og plöntum frá Noregi og flutning- arnir fóru upp í Hallormsstað gegn- um Seyðisfjörð.“ Magnús sagði ræktun á Seyð- isfirði standa á gömlum merg og að á síðustu fimmtán árum hefði orðið bylting og mikil framför í gróðri. Mætti m.a. þakka það öflugu starfi Skógræktarfélags Seyðisfjarðar. Lerkið var mælt og vegið eftir kúnstarinnar reglum. Reyndist það skv. mælingum Einars Gunn- arssonar skógfræðings rúmlega 11,66 metrar og ummál þess 3,01 metrar. Virðist það því vera með sverustu trjám landsins. Svokallað brjóstmál trésins reyndist vera 2,70 metrar, en þá er stofninn mældur í brjósthæð manns. Lengsta greinin mældist ögn styttri en tréð sjálft, eða 11,60 metrar, og sagði Sigurður Blöndal, fv. skógræktarstjóri, hana án efa lengstu grein á nokkru tré ís- lensku. Skógfræðingar tóku og kjarna og töldu árhringi trésins. Þeir töldust áttatíu og má þar bæta við um tuttugu árum. Í kjarnanum mátti greina mjög þrönga hringi, sem benda til hafísára og mikils kulda, og einnig mátti lesa úr ár- hringjunum húsbruna. Tréð hefur þá orðið fyrir töluverðu áfalli vegna mikils hita, sem skemmt hefur leiðsluvef og hægt á vexti þess. Síð- ustu tíu árin hefur vöxtur á þverveg- inn verið hverfandi, en skógarmenn segja tréð einkar heilbrigt þrátt fyr- ir það. Falleg tré bera eigendum sínum og umhirðendum gott vitni Tré ársins er 100 ára lerki Seyðisfirði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinunn Verðlaunatréð á Seyðisfirði. Skógræktarstjórarnir Jón Loftsson og Sigurður Blöndal eru í forgrunni. ICELANDAIR náði ekki að senda flugvél til Orlando í gær til að sækja um 170 farþega sem áttu pantað flug til Íslands og svo áfram til Evrópu. Óveðrið í Flórída varð til þess að flugvellinum þar var lokað og fluginu þar af leiðandi aflýst. Um 170 farþegar komu frá Evr- ópu með vél Icelandair síðdegis í gær og ætluðu að halda áfram til Or- lando. Vegna veðursins eru þeir flestir strandaglópar á Íslandi. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir fáeina Ís- lendinga vera strandaglópa í Or- lando sökum þessa. Veðurofsi raskar flugi TVEGGJA hreyfla 19 sæta flugvél af gerðinni Twin Ot- ter í eigu Flugfélags Íslands á leið frá Grænlandi lenti í hreyfilbilun í flugi í gær og varð að lenda á öðrum hreyfl- inum á Rifi um kl. 12.40. Fjórir farþegar voru um borð ásamt tveggja manna flugáhöfn og sakaði engan. Lögreglan í Ólafsvík fékk tilkynningu frá Flugmála- stjórn Íslands kl. 12.36 um að vélin væri á leiðinni og að drepa hefði þurft á öðrum hreyflinum vegna bilunar um tíu mínútum áður en vélin lenti á Rifi. Lendingin gekk vel og var ekki hætta talin á ferðum að sögn lögreglunnar. Fóru farþegar með bíl til Reykjavíkur. Ekki var settur af stað viðbúnaður á jörðu niðri utan þess að sjúkrabíll var í viðbragðsstöðu, en fram hafði komið strax í upphafi að ekki væri mikil hætta á ferð. Rannsóknanefnd flugslysa telur ekki tilefni að svo stöddu til að rannsaka atvikið, enda var ekki lýst yfir neyðarástandi af hálfu áhafnarinnar og hefði vélin lent athugasemdalaust á Rifi. Lenti á öðrum hreyfli á Rifi Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Twin Otter-vélin á Rifi skömmu eftir lendinguna. LYFJAVERÐ í heildsölu mun lækka um 763 milljónir króna á þessu ári og myndi lyfjaverð í smásölu lækka um 1.136 milljónir að því gefnu að smásöluálagning breytist ekki. Þá er stefnt að því að lyfjaverð í heildsölu á Íslandi verði sambærilegt við meðalverð í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hverju sinni innan tveggja ára með því að álagning í heildsölu og smásölu verði lækkuð jöfnum skref- um. Þetta eru meðal helstu atriða í samkomulagi heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins við Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) og Actavis um lækkun lyfjaverðs sem Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra kynnti á fundi með fréttamönnum í gær. Fyrsta lækkun samkvæmt samkomulagi við FÍS, sem samsvarar 200 milljóna króna lækkun á ársgrundvelli, kom til framkvæmda 1. september en fyrsta lækkun samkvæmt samkomulaginu við Actavis, sem samsvarar 80 milljónum á ársgrund- velli, kemur til framkvæmda 1. október. Fyrr á árinu höfðu lyf frumlyfjaframleiðenda á heildsölu- verði lækkað um 300 milljónir á ársgrundvelli og lyf frá Actavis um 60 milljónir. Jón Kristjánsson heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra minnir á að í niðurstöðum í skýrslu Ríkisendurskoðunar um verðmyndun lyfja segi að lyfjareikningur landsmanna sé of hár miðað við það sem gerist og gengur annars staðar á Norð- urlöndum. „Það er ekki verjandi að greiða sjálf- virkt niður lyf sem keypt eru við svo háu verði – það er ekki verjandi í ljósi aðhaldsaðgerða sem við beitum annars staðar í heilbrigðisþjónustunni og gagnvart skattgreiðendum sem standa undir nið- urgreiðslum lyfja frá Tryggingastofnun ríkisins,“ sagði ráðherra. Eftir er að ræða við smásalana Aðspurður hvort lækkun í heildsölu myndi skila sér í smásölu sagði Páll Pétursson, formaður nýrr- ar lyfjagreiðslunefndar, sem tók til starfa um miðjan ágúst, að enn ætti eftir að ræða við smásal- ana. Hann sagði álagningu þeirra vera miklu hærri en í viðmiðunarlöndunum og ekki væri óeðlilegt að hún færðist eitthvað niður og yrði svipuð og í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Ljóst væri að smásöluálagningarstofninn lækkaði með lægra heildsöluverði að óbreyttri álagningu. Páll sagði eftirlit vera með smásöluverðinu, gefin væri út sérstök lyfjaverðskrá og hann sagðist ekki vita annað en menn færu eftir henni. Stefnt að liðlega 1,1 millj- arðs lækkun lyfjaverðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.