Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÍRENUR sjúkrabíla vældu og særð og hálfnakin börn veinuðu af sársauka og hræðslu í örmum her- manna sem báru þau út úr skóla bæj- arins Beslan í Norður-Ossetíu þegar umsátri um gíslatökumenn lauk þar með blóðsúthellingum og ringulreið í gær. Skelfingu lostin börn reyndu að finna öruggan stað á skólalóðinni þegar byssukúlur hvinu yfir höfði þeirra í hörðum skotbardaga milli sérsveitarmanna og mannræningja sem haldið höfðu börnunum í gísl- ingu frá því á miðvikudagsmorgun. „Við drukkum þvag“ Mörg barnanna voru í litlu öðru en nærfötum og skulfu, annaðhvort af hræðslu eða sársauka. „Þeir skutu á okkur frá þakinu,“ sagði eitt barnanna um gíslatöku- mennina sem hleyptu af byssum á gísla sem reyndu að flýja út úr skóla- byggingunni. „Nei, þeir skutu af annarri hæðinni,“ sagði annað barn sem virtist ekki eldra en sex ára. „Og þeir gáfu okkur ekki vatn,“ sagði þriðja barnið sem virtist á leik- skólaaldri. „Við drukkum þvag,“ sagði fjórða barnið síðar við frétta- mann AFP. Átökin stóðu í margar klukkustundir. Skömmu eftir að áhlaup sérsveitarmannanna hófst sáust nokkrir þeirra skríða inn um glugga vegna þess að talið var að gíslatökumennirnir hefðu komið fyr- ir sprengjum í aðalinngangi skólans. Mikil sprenging varð í bygging- unni og hluti eins veggjanna hrundi. Ekki var vitað hvað gerðist, en talið var að sérsveitarmenn hefðu ákveðið að eyðileggja vegginn til að búa til flóttaleið fyrir börnin, foreldra þeirra og kennarana í skólanum. „Þau eru á lífi! Þau eru á lífi!“ hrópuðu björgunarmenn til foreldra sem æptu í geðshræringu og ann- arra bæjarbúa sem fylgdust með björgunarmönnum bera börnin að sjúkrabílum. Sumir vissu ekki hvar björgunar- og sjúkrabílarnir voru og hlupu í hringi, særðir, skelfingu lostnir og með fáklædd börn í örmunum. Hvinur í byssukúlum heyrðist yfir höfði þeirra. Ekkert lát var á skot- bardögunum og orðrómur komst á kreik um að nokkrir gíslatökumann- anna hefðu komist undan. Kona var borin út úr byggingunni og hrópaði: „Þið verðið að fara aftur inn, barnið mitt er þar enn!“ Foreldrar í Beslan í hefndarhug Á götu við skólann söfnuðust sam- an ævareiðir foreldrar í hefndarhug, sumir vopnaðir byssum. Þeir sáu skeggjaðan mann og héldu að hann væri einn af gíslatökumönnunum. Tugir manna, ef ekki hundruð, réð- ust á manninn og börðu hann þar til lögreglumenn komu og björguðu honum. „Hann er blaðamaður! Hann er blaðamaður!“ hrópaði einn lögreglu- mannanna þegar hann reyndi að koma manninum í burtu. Eldur blossaði upp í skólanum. Fólk flýtti sér að byggingunni en kastaði sér síðan niður og velti sér frá henni til að forðast byssukúlur sem skotið var frá skólanum. Foreldrar hlupu á milli trjáa og viku sér undan kúlunum þegar þeir reyndu að bjarga börnum sínum. Aðrir bæjarbúar söfnuðust saman á götunum og ráku upp óp í hvert sinn sem sprenging heyrðist.                                      !"##$#%!&'"#% &'"#% ( %) &*   +  ,    " # % -  &    %* .  /%!#     #         ! "#   $   & 0  10      *1 $2"#3, !4 2#3,      !" #$ "% &%    $       5     '  '  '  "   '  ( %  # & ' AP Aðstandendur syrgja við lík barna sem létu lífið í árás hryðjuverkamannanna á grunnskólann í Beslan í rússneska sjálfsstjórnarlýðveldinu Norður-Ossetíu. Ekki var enn fyllilega ljóst síðdegis í gær hve margir létu lífið. Særð börn flúðu skelf- ingu lostin úr skólanum Beslan. AFP. Reuters Sjálfboðaliði í Beslan heldur á særðri stúlku sem var í skólanum. ’Mörg barnanna voruí litlu öðru en nærfötum og skulfu, annaðhvort af hræðslu eða sársauka.‘ MENN úr röðum ýmissa upp- reisnarhópa Tétsena hafa staðið fyrir mörgum tilræðum og mannránum í Rússlandi undanfarinn áratug. Stundum hefur orðið mikið mannfall. Júní 1996: Búdennovsk. Yfir 100 manns féllu þegar hermd- arverkamenn réðust á sjúkra- hús.  Janúar 1996: Kízlíar. Nokk- ur hundruð manns tekin í gísl- ingu á sjúkrahúsi, síðan flutt í rútu til Pervomajskoje. Marg- ir gíslar falla þegar sérsveitar- menn gera gagnárás.  September 1999: Moskva, Bújanask og Volgodonsk. Rúmlega 200 manns deyja í sprengjutilræði í íbúðar- blokkum.  Júlí 2000: Tétsnía. Fimm sjálfsmorðsárásir á þrennar herbúðir Rússa. 54 týndu lífi í Argun.  Október 2002: Moskva. 129 gíslar og 41 Tétseni falla þeg- ar sérsveitir ráðast inn í leik- hús eftir þriggja daga umsát- ur.  Júlí 2003: Moskva. Tvær konur sprengja sig og taka með sér í dauðann 15 manns á rokktónleikum.  Ágúst 2003: Mozdok. Sjálfs- morðssprengjumenn ráðast á bíl inn í herspítala og minnst 50 manns falla.  Desember 2003: Kíslo- vodsk. 46 deyja og 160 særast þegar sprengja springur í far- þegalest.  Desember 2003: Moskva. Sjálfsmorðingi sprengir sig og fimm vegfarendur við múra Kremlar.  Febrúar 2004: Moskva. 39 falla og særast í sjálfsmorðs- tilræði í jarðlest.  Júní 2004: Ingúsetía. Minnst 92 falla þegar upp- reisnarmenn ráðast á og her- taka innanríkisráðuneytið.  Ágúst 2004: Tvær rússnesk- ar farþegaþotur sprengdar nær samtímis, 90 manns láta lífið.  Ágúst 2004: Moskva. Tíu manns láta lífið í bílsprengju.  September 2004. Hundruð manna, þ.á m. fjöldi barna, tekin í gíslingu í skóla í N- Ossetíu, mikið mannfall. Blóðugar árásir Tétsena RÚSSNESKA öryggislögreglan sagði í gær að áhlaup sérsveitarmanna til að bjarga hundruðum gísla í skóla í bænum Beslan í rússneska sjálf- stjórnarlýðveldinu Norður-Ossetíu hefði ekki ver- ið undirbúið. Mikið mannfall varð í skólanum á þriðja degi umsáturs sérsveitarmanna um skólann. Átökin hófust klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, klukkan níu um morguninn að íslenskum tíma, og þau stóðu fram á kvöld. Valerí Andrejev, yfirmaður rússnesku öryggis- lögreglunnar í Norður-Ossetíu, sagði að tuttugu gíslatökumenn hefðu fallið í átökunum, þar af tíu arabar og einn blökkumaður. Ráðgjafi Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta í málefnum Tétsníu, Asl- anbek Aslakhanov, sagði einnig að arabar hefðu verið á meðal gíslatökumannanna sem féllu. Óljóst var í gær hvers vegna átökin hófust. Rússneskir fjölmiðlar sögðu að sérsveitarmenn hefðu ráðist inn í bygginguna eftir að kona úr röð- um gíslatökumannanna hefði fyrir slysni sprengt sprengjubelti sem hún hafði vafið um sig. Þak íþróttahúss skólans, þar sem gíslunum var haldið, hefði hrunið í sprengingunni. Hermt var að um þrjátíu konur og börn hefðu flúið út úr byggingunni áður en sérsveitarmenn hófu áhlaupið. Pútín Rússlandsforseti hafði sagt að ekki kæmi til greina að beita valdi til að frelsa gíslana og mestu máli skipti að tryggja öryggi þeirra. Rúss- neska öryggislögreglan sagði eftir áhlaupið að það hefði verið óundirbúið. „Ég vil benda á að við höfðum ekki áformað neina vopnaða aðgerð. Við buðumst til að halda áfram samningaviðræðum um að gíslunum yrði sleppt með friðsamlegum hætti,“ sagði Andrejev. Hann bætti við að átökin hefðu hafist þegar tvær miklar sprengingar hefðu orðið í skólanum. „Glæpamennirnir hófu harða skothríð á fullorðna gísla og börn sem flúðu út úr byggingunni. Til að vernda líf gíslanna var skotið á glæpamennina. Vopnaðir bæjarbúar hófu einnig skothríð á glæpa- mennina.“ Hermt var að gíslatökumennirnir hefðu komið fyrir sprengjugildrum víða í skólanum. Þeir höfðu hótað að myrða fimmtíu börn fyrir hvern fallinn í þeirra liði. Þingmaður í Norður-Ossetíu, Azamat Kadykov, skýrði ættingjum gísla frá því að gíslatökumenn- irnir hefðu líflátið tuttugu karlmenn úr röðum gíslanna fyrir áhlaupið. Áhlaup hersins óundirbúið Beslan. AFP, AP. Reuters Rússneskir sérsveitarmenn í Beslan leita skjóls þegar hermenn gera árás á skólahúsið. Arabar á meðal gísla- tökumannanna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.