Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Áskorun til Seltirninga
Söfnun mótmæla 864 2112 • oddnyrosa@hotmail.com
Mótmælum skipulagsslysi!
PÉTUR Wigelund
Kristjánsson tónlistar-
maður lést á hjarta-
deild Landspítala –
háskólasjúkrahúss í
gær eftir stutta sjúk-
dómslegu, 52 ára að
aldri. Pétur var í hópi
þekktustu popptónlist-
armanna Íslands síð-
ustu áratugina.
Pétur fæddist í
Reykjavík hinn 7. jan-
úar 1952. Foreldrar
hans eru Kristján
Kristjánsson, fyrrver-
andi hljómsveitar-
stjóri, og Erla Wigelund kaupmað-
ur.
Pétur hóf tónlistarferil sinn ung-
ur að árum. Hann var fjórtán ára
þegar hann byrjaði í
hljómsveitinni Pops
þar sem hann var
bassaleikari. Seinna
varð hann söngvari í
nokkrum hljómsveit-
um, m.a. í hljómsveit-
unum Paradís, Pel-
íkan, Náttúru, Svan-
fríði og Start.
Pétur hóf störf hjá
Steinari Berg plötu-
útgefanda á árunum í
kringum 1979. Hefur
hann selt hljómplötur
og geisladiska síðan
þá, m.a. undir merkj-
um eigin fyrirtækis, Wigelund ehf.
Eftirlifandi eiginkona Péturs er
Anna Linda Skúladóttir og eiga
þau þrjú börn.
Andlát
PÉTUR W.
KRISTJÁNSSON
BORIST hefur eftirfarandi at-
hugasemd frá fréttastjóra
Stöðvar 2:
„Á blaðsíðu 2 í Morgun-
blaðinu í dag er haft eftir
Hjördísi Hákonardóttur að
ekki sé rétt sem komið hafi
fram í fjölmiðlum að hún hafi
höfðað skaðabótamál á hendur
dómsmálaráðuneytinu.
Fjallað var um Hjördísi Há-
konardóttur í fréttum Stöðvar
2 á miðvikudag. Þar var því
aldrei haldið fram að hún
hefði höfðað skaðabótamál.
Þar kom hinsvegar fram að
embættisveiting hæstaréttar-
dómara nú gæti rennt stoðum
undir slíkt mál, því sam-
kvæmt skaðabótarétti er þeim
sem sækir slíkt mál skylt að
leita leiða til að takmarka tjón
sitt. Skaðabæturnar sem sótt-
ar yrðu með málshöfðun gætu
svo numið tugum milljóna
króna, eða mismun á lífeyr-
isréttindum dómstjóra og
hæstaréttardómara. Sam-
kvæmt heimildum Fréttastof-
unnar væri slíkt mál í farvatn-
inu ef samningar við
ráðuneytið tækjust ekki.
Ef fréttaviðtal Morgun-
blaðsins átti við Fréttastofu
Stöðvar 2 var því ranglega
farið með staðreyndir.
Framangreint óskast birt í
Morgunblaðinu á sama stað
og umrædd frétt í morgun.
Sigríður Árnadóttir, frétta-
stjóri Stöðvar 2.“
Athuga-
semd
frá frétta-
stjóra
Stöðvar 2
BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, formaður banka-
ráðs Landsbanka Íslands hf., varaði við hug-
myndum um að reisa þurfi atvinnu- og viðskiptalíf-
inu skorður, í ávarpi, sem hann flutti við upphaf
þings Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, á
Selfossi í gærkvöld.
„Sú hugsun er varasöm að íslensk fyrirtæki
megi ekki verða of stór,“ sagði hann. „Ég er þeirr-
ar skoðunar að það sé hverju samfélagi mikilvægt
að til séu fjársterkir aðilar og stór fyrirtæki. Útrás
íslenskra fyrirtækja er forsenda vaxtar íslenska
hagkerfisins. Burðarásar útrásar eru öflug fyr-
irtæki og fjársterkir einstaklingar.“
Björgólfur fjallaði í upphafi ávarps síns um þró-
un íslensks atvinnulífs og sagði m.a. að allt frá
endalokum einokunarverslunar til dagsins í dag
hefði stigvaxandi viðskiptafrelsi, aukin samkeppni
og alþjóðavæðing stuðlað að verðmætasköpun og
aukinni hagsæld. „Ekki hvað síst á síðustu tólf ár-
um undir farsælli og markvissri forystu Davíðs
Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins,“ sagði
hann.
Björgólfur sagði að nýjasta dæmið væri að sjálf-
sögðu einkavæðing bankanna og aukin alþjóðleg
umsvif þeirra. „Nú hafa bankarnir styrk til að
bjóða íbúðalán á betri kjörum en áður hafa þekkst
hér á landi. Samkeppni banka í einkaeigu er nú að
færa landsmönnum kjarabætur sem í sumum til-
fellum nemur tugum þúsunda króna á mánuði fyrir
hvert heimili.“ Sagði hann síðar að hann gæti ekki
dregið aðrar ályktanir en að þróun efnahags hér á
landi hefði verið afar farsæl hin seinustu ár.
Allt leiti í jafnvægi
„Í ljósi þessa hljóma undarlega raddir um að nú
sé nóg komið og reisa þurfi atvinnu- og viðskiptalíf-
inu skorður. Því er haldið fram að krafturinn í við-
skiptalífinu og máttur einstakra fyrirtæki ógni eða
ögri samfélaginu og því þurfi stjórnvöld að grípa í
taumana og stýra á ný með lagasetningu fram-
vindu viðskipta. Hugmyndir eru um að takmarka
umsvif banka og að eignarhald á fjölmiðlum þurfi
að lögbinda. Einnig sveima hugmyndir um að tak-
marka þurfi möguleika stórfyrirtækja til fjárfest-
inga. Þessar hugmyndir koma úr ólíklegustu áttum
– jafnvel okkar röðum,“ sagði hann.
„Ég vara við þessum hugmyndum. Mikilvægt er
á tímum breytinga að ekki sé gripið inn í eðlileg
þróunarferli. Einkenni frjálsra viðskipta er að allt
leitar í jafnvægi. Það kennir sagan okkur. Ef við
kynnum að hafa farið offari á einhverju sviði er
markaðurinn líklegri og réttari aðili en stjórn-
málamenn til að vísa okkur á réttar leiðir með
hagsmuni heildar í huga. Markaðsöflin eiga að fá
að njóta sín. Þau endurspegla vilja fólksins.“
Björgólfur sagði að yrði svigrúm fyrirtækja
þrengt með lagasetningu væri uppbyggingar- og
þróunarstarf þeirra í hættu. Frumkvæði og áræði
væri drepið í dróma. „Forsenda langtímaáætlana
fyrirtækja er stöðugt starfsumhverfi. Það er því
ábyrgðarhluti að breyta starfsskilyrðum fyr-
irtækja og skapa þannig óvissu um forsendur
rekstrar.“
Björgólfur taldi jafnframt, eins og áður sagði, að
sú hugsun væri varasöm að íslensk fyrirtæki
mættu ekki verða of stór. „Ég er þeirrar skoðunar
að það sé hverju samfélagi mikilvægt að til séu
fjársterkir aðilar og stór fyrirtæki. Útrás íslenskra
fyrirtækja er forsenda vaxtar íslenska hagkerf-
isins. Burðarásar útrásar eru öflug fyrirtæki og
fjársterkir einstaklingar. Á Íslandi þurfa að vera til
fyrirtæki sem eru stór á heimamarkaði til þess að
þau hafi þrek og krafta að takast á við verkefni á
öðrum mörkuðum, sem kalla á hugvit, útsjón-
arsemi, þrautseigju og úthald. Við höfum séð þetta
í sjávarútvegi hjá fyrirtækjum á borð við Samherja
og Bakkavör, við sjáum þetta í nýsköpunarfyr-
irtækjum eins og Marel og Össuri, þjónustufyr-
irtækjum eins og Baugi, Actavis og KB banka og
við munum sjá sambærilega framvindu hjá öðrum
bönkum og fjárfestingarfélögum. Þá vil ég sjá
rótgróin fyrirtæki eins og Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna, SÍF [Sölusamband íslenskra fisk-
framleiðenda] og Eimskip verða stórfyrirtæki á al-
þjóðavísu. Til þess hafa þau alla burði.“
Skattar séu í lægri kantinum
Björgólfur sagði, að þegar hann hugsaði um eft-
irsóknarvert umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki,
fyndist sér fjögur atriði skipta mestu máli. Í fyrsta
lagi að menntakerfið væri öflugt. Í öðru lagi að
menningarlífið væri lifandi. Í þriðja lagi að rekstr-
arumhverfi fyrirtækja væri hagstætt í samanburði
við nágrannalöndin. Og í fjórða lagi, sagði hann,
skipta reglur um skatta miklu máli. „Við búum við
frjálst flæði fjármagns og það er staðreynd að það
leitar þangað sem beinir skattar eru lágir. Það er
sama hvort í hlut eiga fyrirtæki eða einstaklingar.
Því skiptir máli að skattar séu í lægri kantinum,
annars fer fjármagnað annað. Óvíst er hvort sam-
félagið í heild hagnist á háum sköttum því þar sem
beinir skattar eru lágir nýtur samfélagið góðs af
auknu fjármagni í umferð, bæði í gegnum auknar
fjárfestingar og veltuskatta. Ávinningurinn af lág-
um sköttum skilar sér því til allra. Ég minni á að
flest burðarfyrirtæki í íslensku atvinnulífi eru al-
þjóðleg og hafa val um hvar þau skrá sig og greiða
skatta. Við eigum að gera þeim valið auðvelt.“
Endurspegli samfélagið
Undir lok ávarpsins gerði Björgólfur fjölmiðla
og hlutverk þeirra að umtalsefni. „Ég hef alltaf
trúað því að frjálsir fjölmiðlar gegni veigamiklu
hlutverki í nútímasamfélagi,“ sagði hann. „Fjöl-
miðlum er að sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoð-
un sem er, en ég hef fyrir mitt leyti meira álit á fjöl-
miðlum, sem reyna að endurspegla það sem fram
fer í samfélaginu fremur en að stýra því og stjórna
með fyrirmælum og föðurlegum áminningum. Mér
hefur t.d. komið verulega á óvart hvernig einstaka
fjölmiðlar vilja skrifa stefnuskrár stjórnmálaflokka
og segja þeim fyrir um skoðanir. Hvaðan hafa fjöl-
miðlar umboð til þess? Lengst ganga fjölmiðlar
sem hafa blindast af fortíðarþrá og ögra nú sam-
félaginu og eðlilegri þróun þess með nær linnulaus-
um ótta við breytingar. Þeir virðast sakna þeirra
tíma þegar íslenskt atvinnulíf var einangrað og lok-
að klíkusamfélag. Það er einkennilegt nú, þegar
viðskiptin eru orðin frjáls, þá reyna fjölmiðlar að
nota áhrif sín og segja fyrirtækjum hvar þau eigi
að fjárfesta, hvað að kaupa og hvað að selja, og
hafa þeir þá sjaldnast í huga hið augljósa, hags-
muni hluthafa. Ég vona að þessar raddir hljóðni
hið fyrsta því íslenskt efnahagslíf þarf ekki á því að
halda nú að snúa aftur til fortíðar.“
Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands
„Sú hugsun er varasöm að íslensk
fyrirtæki megi ekki verða of stór“
Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs
Landsbanka Íslands, ávarpaði SUS-þingið sem
haldið er í Fjölbrautaskólanum á Selfossi.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Ungir sjálfstæðismenn fylgjast með ávarpi Björgólfs Guðmundssonar, við upphaf SUS-þingsins. Þinginu lýkur á sunnudag.
TVÆR bílveltur urðu með
stuttu millibili rétt vestan
Þjórsárbrúar í gær. Í bæði
skiptin var um að ræða útlend-
inga sem misstu vald á bifreið-
um sínum í lausamöl vegna
vegaframkvæmda.
Fyrri veltan varð klukkan
13:10 og var ökumaður þar á
ferð ásamt nokkrum farþegum
sínum í fólksbifreið. Skemmd-
ist hún talsvert en fólkið slapp
án meiðsla. Í seinna tilvikinu
sem varð klukkan 14:10 var
ökumaður einn á ferð í jeppling
og slapp hann sömuleiðis án
meiðsla og skemmdist bíllinn
lítið.
Tvær bíl-
veltur við
Þjórsárbrú