Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 31
Í
sumar kynnti Ragnheiður
Traustadóttir fornleifa-
fræðingur mér rann-
sóknir undir hennar
stjórn á Hólum í Hjalta-
dal og við Kolkuós í Skagafirði.
Hún lýsti góðum árangri bæði í
rannsóknunum og í alþjóðlegu
samstarfi, hvernig tekist hefði að
sameina krafta fjölmargra ólíkra
vísindamanna frá mörgum lönd-
um og hve frábærar aðstæður
væru til að stunda slík störf und-
ir handarjaðri Hólaskóla.
Fornleifarannsóknir
hluti átaksins
Þetta er aðeins eitt dæmi um
hinar víðtæku fornleifarannsóknir
um allt land, sem stofnað hefur
verið til í krafti fjármagns úr
Kristnihátíðarsjóði, en alþingi
ákvað að stofna sjóðinn árið 2000
í tilefni 1.000 ára afmælis kristni-
tökunnar.
Ég hef einnig kynnst því á
Þingvöllum, hve miklu rannsóknir
þar hafa skilað. Ætti að nýta þær
sem sprota að rannsóknum víðar
í landinu á fornum þingstöðum,
svo að unnt yrði að afla sem
mestrar þekkingar um þá. Slíkar
rannsóknir mundu ýta undir
framkvæmd hugmyndar, sem
hefur verið óformlega reifuð
vegna skráningar Þingvalla á
heimsminjaskrá menningar-
málastofnunar Sameinuðu þjóð-
anna (UNESCO), að Þingvellir
verði í fararbroddi við heildar-
skráningu fornra germanskra
þingstaða á heimsminjaskrána.
Fornleifarannsóknir fyrir til-
stuðlan Kristnihátíðarsjóðs og
skráning Þingvalla á heims-
minjaskrána eru þættir í miklu
þjóðmenningarátaki fyrir frum-
kvæði ríkisstjórnar og alþingis á
undanförnum árum.
Safnhús og Þjóð-
menningarhús
Miðvikudaginn 1. september
var endurreist og endurnýjað
Þjóðminjasafn opnað við hátíð-
lega athöfn og á þeim skamma
tíma, sem síðan er liðinn, hafa
gestir þess látið í ljós mikla
ánægju með breytinguna á um-
gjörð safnsins og kynningu á dýr-
gripum þess. Safnhúsið og sýn-
ingarnar í því eru þó aðeins
toppurinn á því mikla starfi sem
unnið hefur verið síðustu sex ár
til að tryggja frambúðar-
varðveislu þjóðminja okkar.
Á undanförnum árum hefur oft
verið ástæða til að undrast
þröngt sjónarhorn þeirra sem
hafa einblínt á framkvæmdirnar
við Suðurgötu og jafnvel talið að
allt starfslið Þjóðminjasafns sæti
og biði þess eins að safnhúsið þar
yrði opnað. Á sama tíma og iðn-
aðarmenn hafa unnið að end-
urgerð hússins hefur innra starf
Þjóðminjasafns verið endur-
skoðað frá grunni, ný lög hafa
verið sett um safnið og starfsemi
undir merkjum þess hefur tekið
stakkaskiptum auk þess sem til
hliðar við safnhúsið hefur verið
endurgert hús í þágu safnsins í
Vesturvör í Kópavogi þar sem er
að finna geymslur og forvörsluað-
stöðu sem standast samanburð
við hið besta á heimsmælikvarða.
Safnhús Þjóðminjasafns hefur
vissulega verið lokað í sex ár en
á sama tíma hefur verið unnið að
því í öllum landshlutum að efla
söfn og skapa þeim meira rými
og betri aðstöðu. Má þar til
dæmis nefna allt starfið í
Byggðasafninu á Skógum, en þar
hefur samgöngusafn nú
komið til sögunnar.
Þá er ástæðulaust að
gleyma því að rík-
isstjórnin ákvað að breyta
Safnahúsinu við Hverf-
isgötu í Þjóðmenning-
arhús með aðstöðu til
sýninga. Þar hefur nú í
fyrsta sinn í sögu þjóð-
arinnar verið gengið
þannig til verks að unnt
er að sýna sjálf handritin
á þann hátt sem þessum
einstæðu þjóðargersemum sæm-
ir.
Fyrirheit um
fleiri hús
Í ár eru síðan 10 ár liðin frá
því að Þjóðarbókhlaðan var tekin
í notkun á 50 ára afmæli lýðveld-
isins. Upphaflega var ráðgert að
það hús yrði gjöf þjóðarinnar til
sjálfrar sín á 1.100 ára afmæli Ís-
lands byggðar árið 1974, en það
var þó ekki fyrr en 20 árum síð-
ar, sem gjöfin var afhent.
Þjóðarbókhlaðan og ný aðstaða
fyrir Þjóðskjalasafn Íslands voru
forsenda þess að unnt var að
ákveða nýtt hlutverk fyrir Safna-
húsið og stofna þar til Þjóðmenn-
ingarhúss.
Með vísan til alls þessa er auð-
velt að færa rök fyrir því sem ég
kalla þjóðmenningarátakið mikla
á lokaáratugi 20. aldar og fyrsta
áratugi 21. aldarinnar. Og enn
eigum við eftir að sjá þau hús
rísa sem fyrirheit voru gefin um
fyrir lok síðustu aldar, en eru nú
að fæðast á teikniborðinu, tónlist-
arhús í Reykjavík og menningar-
hús víðsvegar um landið.
Rannsóknir á Hólum og á öðr-
um sögufrægum stöðum staðfesta
margt sem við höfum talið okkur
vita af lestri fornra bóka. Þær
minna á gildi þess að leggja rækt
við menningu okkar og skapa
slíku ræktunarstarfi sem besta
umgjörð. Undan því hefur vissu-
lega ekki verið skorast hin síð-
ustu ár eins og þjóðmenn-
ingarátakið mikla sannar.
Þjóðmenn-
ingarátakið
mikla
Eftir Björn Bjarnason
’Og enn eigum við eftir aðsjá þau hús rísa sem fyr-
irheit voru gefin um fyrir
lok síðustu aldar en eru nú
að fæðast á teikniborðinu,
tónlistarhús í Reykjavík og
menningarhús víðsvegar
um landið.‘
Höfundur er dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Endurnýjað Þjóðminjasafn var
opnað á miðvikudaginn.
ehf., sem eru að fullu í eigu borg-
ru góð dæmi um leifar gamalla
borgin ætti að vera búin að losa
eru fyrirtæki eins og Aflvaki og
Reykjavíkur að sinna verk-
m ættu að vera í höndum frjálsa
ns án afskipta hins opinbera.
æði skynsamlegt og lýðræð-
islegt að Reykvíkingar hafi aukin áhrif á
ákvarðanatökur sem varða stór hagsmuna-
mál þeirra. Slík stefnumörkun myndi efla
traust milli borgaryfirvalda og borgarbúa
og lágmarka átök og mótmæli vegna mik-
ilvægra skipulagsbreytinga. Borgarbúar
eiga í ríkari mæli að móta sjálfir sitt nán-
asta umhverfi, hvort sem það er í formi til-
lagna, aðkomu að úrvinnslu skipulagstil-
lagna eða með almennum
atkvæðagreiðslum um stærri mál.
Meirihlutinn í ógöngum
Meirihlutinn í borgarstjórn hefur ekki
þá burði sem þarf til að leysa úr flóknum
viðfangsefnum borgarinnar. Hann er smátt
og smátt að breytast í tiltölulega þröngan
hóp í Ráðhúsinu, sem stjórnar harðri hendi
með það eitt að markmiði að halda völdum
fyrir sig og sína. Meðal annars hafði Helgi
Hjörvar, alþingismaður og fyrrverandi for-
seti borgarstjórnar, áhyggjur af því í blaða-
viðtali nýlega að R-listinn væri að verða að
lítilli klíku í Ráðhúsinu og ekki í tengslum
við eitt né neitt. Talað er í hringi um hug-
myndir til hins betra en fátt gerist og þeg-
ar fundið er að málum er ríkisstjórninni
kennt um eða öðrum aðilum.
Máttleysið má sjá víða: Fjármál og
skuldasöfnun eru fyrir löngu komin úr
böndum, fólksfjölgun og uppbygging versl-
ana og fyrirtækja er örari í nágrannasveit-
arfélögunum meðal annars vegna viðvar-
andi lóðaskorts í borginni og verslanir
hörfa úr miðborginni. Langvarandi aðgerð-
arleysi í skipulagsmálum hefur valdið því
að einstaklingar og fyrirtæki þurfa að bíða
lengi eftir svörum úr kerfinu, hvort sem
um er að ræða óskir um lóðaúthlutun eða
smávægilegar framkvæmdir við eigin íbúð-
ir.
Tökum höndum saman
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa á
undanförnum mánuðum unnið að framtíð-
arstefnumörkun í helstu hagsmunamálum
borgarbúa. Á næstu vikum og mánuðum
munum við efna til víðtæks samráðs við
borgarbúa og kalla þá til samstarfs og
verkefna í þeim tilgangi að hleypa nýjum
krafti í borgarmálin. Hluti af þeirri vinnu
er meðal annars áframhaldandi heimsóknir
í fyrirtæki og stofnanir og fundir um borg-
armálefni. Til umfjöllunar eru skipulags-
mál, umhverfismál, samgöngumál, skóla-
mál, félagsmál og fleiri góð málefni. Allir
eru velkomnir í þetta mikilvæga og spenn-
andi verkefni með okkur, sem er að móta
skýra og metnaðarfulla framtíðarstefnu
fyrir borgina okkar.
fni fyrir Reykjavík
Morgunblaðið/Golli
gir greinarhöfundur.
er bæði skynsamlegt og lýðræðislegt að Reyk-
ar hafi aukin áhrif á ákvarðanatökur sem varða
agsmunamál þeirra.‘
Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins
í borgarstjórn.
óánægja er nú þegar með það
hvernig stór svæði á landsbyggð-
inni eru orðin á eftir við uppbygg-
ingu og þéttingu GSM-kerfisins og
ekki síður ófullnægjandi tengingar
og afkastagetu gagnaflutn-
ingakerfisins. Endanleg markaðs-
og einkavæðing kerfisins án þess
að nokkurt átak verði gert fyrst
til að bæta úr brotalömum þess og
án nokkurra kvaða í framhaldinu
er ótrúlega byggðafjandsamleg og
andjafnréttissinnuð aðgerð.
Einkarekstur í samkeppni mun
leggja allt kapp á að ná und-
irtökum á þýðingarmestu mark-
aðssvæðunum og láta uppbygg-
ingu annars staðar mæta afgangi.
Hörmuleg reynsla Ný-Sjálendinga
er nærtækur vitnisburður. Ný-
Sjálenski síminn, einkavæddur og
í eigu tveggja amerískra stórfyr-
irtækja, reyndist ekki einasta
áhugalítill um uppbyggingu og
þróun fjarskipta í strjálbýlli hlut-
um landsins heldur var hann bein-
línis staðinn að því að halda uppi
gjaldskrám á landsbyggðinni til að
greiða niður herkostnaðinn af
samkeppni í Wellington og Auck-
land.
Vinstri-grænir hafa á und-
anförnum þingum flutt nokkur
þingmál sem hafa haft það að
markmiði að jafna aðstöðu lands-
manna og bæta almennt stöðuna í
fjarskiptamálum. Við viljum beita
afli Landssímans sem opinbers
þjónustufyrirtækis til að breið-
bandsvæða landið í heild og koma
á fullnægjandi GSM-sambandi í
öllum byggðarlögum og meðfram
helstu vegum. Horfið verði frá
hugmyndum um sölu Landssím-
ans en fyrirtækinu falið að ráðast
í nauðsynlegar framkvæmdir.
Taka má tillit til áhrifa þessa á af-
komu Símans með vægari kröfum
um arðgreiðslur í ríkissjóð á með-
an.
Hvort er nú vænlegra að bera
Landssímann á veisluborð einka-
væðingarinnar og sjá fjarskiptin í
landinu verða fákeppni og einka-
einokun að bráð eða eiga Símann
áfram sem almenningsþjónustu-
fyrirtæki og tryggja jafnrétti
landsmanna á þessu sviði eins og
kostur er? Þjóðin hefur reyndar
þegar svarað: Samkvæmt skoð-
anakönnun sem Gallup gerði fyrir
þingflokk VG vilja 60% þjóð-
arinnar halda Símanum áfram í
opinberri eigu.
Áform um færslu Landssímans
yfir í einkaeinokun eru allra síst í
þökk íbúa landsbyggðarinnar sem
þekkja afleiðingar einkavæðingar
almannaþjónustu af biturri
reynslu. Nú síðast bárust þeim
kveðjurnar úr bankaheiminum. En
ylurinn við kjötkatlana og stól-
arnir dýru ganga fyrir hjá Fram-
sóknarflokknum.
ramsókn að selja“
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs og þing-
maður Norðausturkjördæmis.
un sem Gallup gerði fyrir þingflokk VG vilja
manum áfram í opinberri eigu.
’Áform um að seljaLandssímann í einu
lagi að grunnneti
fjarskipta meðtöldu
til eins kaupanda
marka tímamót í
einkavæðingarof-
stækinu.‘