Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 33 Ínútímamáli er notkun orða-sambandsins leiðir skilurnokkuð á reiki. Það mun oft-ast vera notað ópersónulega, þ.e. leiðir (þf.) skilur, en alloft er það notað persónulega, þ.e.: leiðir skilja. Í orðabók Eddu er hvort tveggja tilgreint: leiðir skilur, leiðir skilja (skiljast) (bls. 882). Umsjónarmaður hefur vanist því að persónulega notkunin, leiðir skilja, vísi til beinnar merkingar (‘leiðir greinast (og hver fer sína leið)’), t.d.: Þegar við komum upp á heiðina skildu leiðir okkar. Orða- sambandið leiðir einhverra liggja saman er notað með hliðstæðum hætti í andstæðri merkingu. Hins vegar finnst umsjónarmanni að ópersónulega notkunin, leiðir skil- ur, vísi til mismunandi afstöðu eða ágreinings með mönnum um eitt- hvað, t.d.: Ráðherrarnir voru sam- mála um flest en þó skildi leiðir (með þeim) er rætt var um aðild að Evrópusambandinu. Í fornu máli er einungis að finna eitt dæmi um orðasambandið leiðir skilur og er það notað þar í beinni merkingu (Egils saga, 75.k.). Hins vegar eru til fjölmörg fornmáls- dæmi um orðasamböndin leiðir skiljast og þar/þá skilur með ein- hverjum og öll eru þau í beinni merkingu að því er best verður séð. Umsjónarmaður hefur ekki rekist á eldri dæmi en frá 19. öld um óbeina merkingu orðasambandsins leiðir/ vegir einhverra skilja og samsvar- andi ópersónuleg dæmi (leiðir skil- ur) eru frá 20. öld. Með vísan til dæma úr fornu máli og síðari alda máli og þess sem að ofan gat er niðurstaða umsjón- armanns eftirfarandi. Um er að ræða þrjú orðasambönd: (1) leiðir skilja (bein merking); (2) leiðir skil- ur (óbein merking) og (3) leiðir skiljast (bein merking). Það er því merkingin sem sker úr um notkun. Þá er það einnig skiljanlegt að upp geta komið vafatilvik. Lesendur geta t.d. velt fyrir sér merkingu eft- irfarandi dæma en eftir henni fer notkunin: Eftir fjörutíu ára hjóna- band skildu leiðir (bein merking) (annað hjónanna dó og hélt sína leið (til guðs) en hitt hélt áfram sinn æviveg) og Eftir þriggja ára sam- starf í ríkisstjórn skildi leiðir ((óbein merking) upp kom ágrein- ingur). Halldór Þorsteinsson bendir réttilega á að atviksorðin erlendis og utan séu oft ranglega notuð og er það þörf og réttmæt ábending. Sum atviksorð vísa til dvalar á stað (hvar) en önnur til hreyfingar á stað/til staðar (hvert). Atviksorðið erlendis er eitt þeirra atviksorða sem ávallt vísa til dvalar (hvar) og af því leiðir að það er notað með sögnum sem vísa til dvalar (hvar) en ekki með sögnum sem vísa til hreyfingar (hvert). Því er venja að segja: hann/hún býr erlendis; þeir dvöldust lengi erlendis; henni finnst gaman að ferðast um erlendis; hann/hún menntaðist erlendis og þeir/þær/þau verða erlendis um jól- in. Einfaldasta leiðin til að fullvissa sig um rétta notkun er að nota það sem kalla má skiptipróf. Ef atviks- orðið erlendis er fellt brott og annað sett í staðinn ætti málkenndin að segja flestum að þá yrði um að ræða dvalaratviksorð, t.d. hvar, hér, þar. Einnig má breyta setningunum í spurnarsetn- ingar, t.d.: Hvar býr hann/hún? eða Hvar dvöldust þeir? Í svarinu verð- ur að vera liður sem vísar til dvalar á stað, t.d. heima, á Íslandi, í útlönd- um o.s.frv. Menn þurfa ekki að búa yfir neinni málfræðiþekkingu til að fullvissa sig um þetta, hér sem oftar dugir málkenndin mætavel. Orðasambandið fara utan merkir ‘fara til útlanda (miðað við Ísland), fara frá Íslandi til útlanda’, t.d.: fara utan til náms og Meðal annarra sem fara utan, eru ... Á þennan hátt hef- ur orðasambandið verið notað frá elstu heimildum til nútímamáls. Ekki verður séð að nein ástæða sé til að breyta því. Orðasambandið fara út merkti jafnan í fornu mál ‘fara til Íslands (frá Noregi)’ en sú merking mun dáin drottni sínum. Í nútíma máli er það oftast notað í beinni merkingu, t.d.: fara út (í góða veðrið, út úr hús- inu ...) eða fara út um helgar ‘á skemmtistað’. Fallstjórn sagna í íslensku lýtur ákveðnum lögmálum. Sumar sagnir geta ýmist stýrt þolfalli eða þágu- falli. Ein þessara sagna er sögnina skjóta. Ef um er að ræða svo kallað beint andlag er notað þolfall, t.d. skjóta fuglinn. Ef andlagið er hins vegar óbeint, ef það ‘hreyfist’ (svo er ef merking sagnarinnar felur í sér hreyfingu), er notað þágufall, t.d. skjóta skoti eða skjóta knett- inum. Þessu lögmáli lúta fjölmargar sagnir, t.d. sópa stéttina en sópa ruslinu; ausa bátinn en ausa vatn- inu; moka flórinn en moka mykj- unni og vefja fingurinn en vefja treflinum um hálsinn. Sagnir af þessari gerð eru fjölmargar í ís- lensku og hér er það merkingin sem ræður fallstjórn. Í sumum tilvikum hefur breytt merking áhrif á fallstjórn og þarf það raunar ekki að koma á óvart. Vafalaust eru allir sammála um að við segjum: negla naglann enda er andlagið þar beint. Í máli íþrótta- manna ber hins vegar oft við að tal- að er um að ?negla knettinum/ boltanum, t.d.: hann þarf ekki ann- að en negla boltanum á markið (26.6.04). Hér væri eðlilegt og í samræmi við málkerfið að segja negla knöttinn/boltann (í mark). Skýringin á þessu nýmæli blasir við, sögnin skjóta e-u/boltanum hef- ur áhrif á notkun sagnarinnar negla, sbr. einnig samböndin þruma/(þrusa) boltanum og dúndra boltanum [< d. dundre]. Af sama meiði er notkunin ?hamra knett- inum. Menn geta hamrað ýmislegt og flestir munu þekkja málsháttinn Hamra skal járn, meðan heitt er. Í Ofvitanum kemst Þórbergur Þórð- arson eftirminnilega að orði: ég streittist við að hamra inn í hausinn á mér þessa landslagslausu flat- neskju. – Þeir sem kjósa að nota sögnina hamra í nýrri merkingu (‘skjóta (knetti) fast’) ættu að virða málvenjuna og hamra knöttinn/ boltann. Úr handraðanum Í Egils sögu Skalla-Grímssonar segir frá Vermalandsför Egils en þar lenti hann í miklum mann- raunum og háska. Í 75. kafla segir: ,,Síðan fóru þeir og hélst ferillinn (‘slóðin’), og var þá fjöldi spora, og er þeir koma þar er leiðir skildi þá skildi og slóðina og var jafnmikil í hvorn stað.“ Eins og sjá má er merking orðasambandsins leiðir skilur hér bein ‘slóðin greinist í tvennt’ og orðasambandið er óper- sónulegt (leiðir, slóðina, þf. og skildi, 3.p.et.). Orðasambandið þar skilur með e-m er hins vegar alltaf notað óper- sónulega hvort sem merkingin er bein (‘verða viðskila, leiðir ein- hverra skiljast’) eða óbein (‘upp kemur ágreiningur’). Sem dæmi má taka: þeir urðu samferða að ánni en þar skildi með þeim ‘hvor fór sína leið’; höfðu þeir samflot þar til er þeir sáu Ísland, þá skildi með þeim ‘skildu leiðir þeirra’ og Ráðherrarn- ir eru sammála um flest nema um aðild að Evrópusambandinu. Þar skilur með þeim. Fallstjórn sagna í ís- lensku lýtur ákveðnum lögmálum. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 35. þáttur EINN umsækjenda um dóm- arastarf í Hæstarétti hefur boðað málshöfðun á hendur ríkinu vegna þess að hann var ekki skipaður dómari við réttinn á síðasta ári. Kröfugerð umsækjandans mun víst byggjast á mismuni þeirra launa og eftirlauna sem hann hefði haft sem hæstaréttardómari og því sem hann fær miðað við núverandi starfskjör. Ekkert er við þessu að segja. Dómskerfið hefur sinn gang. Í fréttum ríkisútvarpsins nýver- ið var greint frá því að ástæða þess að viðkomandi aðili sækti aftur um starf dómara í Hæstarétti væri sú að það væri meginskylda tjónþola í skaðabótamáli að takmarka tjón sitt. Ég treysti því að þessi frétt RUV sé röng. Á maður að trúa því að fjárhagslegur ávinningur í dómsmáli sé ástæða þess að sótt er um starf dómara í Hæstarétti! Eru menn ekki eitthvað komnir út af sporinu? Hvernig eiga aðrir umsækjend- ur að geta staðið jafnfætis um- sækjanda sem ríkissjóður hefur fjárhagslega hagsmuni af því að skipa? Þurfa þeir kannski að semja um lægri launa- og eftirlaunakjör eða hreinlega að bjóðast til þess að greiða kröfu þessa umsækjanda verði þeir skipaðir? Sveinn Andri Sveinsson Hæstaréttar- tjónstakmörkun Höfundur er hæsta- réttarlögmaður. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkaður- inn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fámennum, en vatns- orkuauðugum, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari ál- bræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvall- arbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lít- il von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar Vöruhúsið heildverslun kynnir fallegu gjafavörurnar fást í helstu blóma og gjafavöruverslunum. Einnota frauðmál fyrir kaffi nú á 20% afslætti 1000 stk á 1.980.- af 200 ml. glösum Brautarholti 28 Sími: 5 600 900 www.akarlsson.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.