Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 53
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 53 Lið-a-mót FRÁ Extra sterkt H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið Það er þannig með verk sumramyndlistarmanna að maðurgleymir þeim seint eftir að maður hefur séð þau. Þannig líður mér gagnvart verkum Rögnu Ró- bertsdóttur, en yfirlitssýning á verkum hennar var opnuð á Kjar- valsstöðum í gærkvöldi undir heit- inu Kynngikraftur. Þessi verk Rögnu sem sitja svona sterkt í mér eru þau sem hún hefur unnið á undanförnum áratug eða svo. Þetta eru tvívíð verk – hraun- mulningi, glermulningi, skeljamuln- ingi eða sjálflýsandi plastmulningi er varpað í kassalaga formum á vegg. Formið tekur iðulega mið af umhverfinu sem þau eru staðsett í, stærðir og lög- un kassanna kveðast á við element í arkitektúrnum, til dæmis glugga, veggi, ljós. Þannig eru verk- in fyrir utan salinn á Kjarvals- stöðum í sömu stærð og ljósin í loft- inu, og fyrir endum salarins sjálfs eru risastórir flekar sömu stærðar og milliveggirnir þar inni. Flekarnir eru annars vegar þaktir hraunmuln- ingi, hins vegar glermulningi. Hraunverkið leikur sér að áhorf- andanum, það er aldrei eins eftir því hvar staðið er og horft á það. Gler- verkið glitrar hins vegar eins og fegursti vetrarmorgunn, hvar sem á það er litið.    Á sýningunni á Kjarvalsstöðumer einnig að finna eldri og nýrri verk úr smiðju Rögnu Ró- bertsdóttur, sum hver þrívíð, og af- ar fróðlegt er að sjá hvernig míní- malisminn og náttúran virðast alltaf hafa fylgt henni á ferlinum, allt frá fyrstu einkasýningunni í Ný- listasafninu árið 1986. Útsagað grá- grýti og upprúlluð torf eru meðal þess sem prýðir sýninguna, sem er að sögn listamannsins sjálfs upp- byggð sem ein heild. „Mér finnst frábært hvernig öll þessi verk mín frá þessum langa tíma passa alveg saman í eina sýningu. Það virðist vera eitthvert gegnumgangandi stef í þeim öllum,“ segir Ragna þegar við göngum saman um sýninguna. Nýjasta verkið á sýningunni er í ganginum á Kjarvalsstöðum. Gegnt glugganum eru 117 kíló af hrauni bakvið tólf tvöföld gler, sem myndar einskonar svarta landslagslínu eftir endilöngum hvítum veggnum.    Fyrsta verkið sem mætir gestumá sýningunni er kassi af rauð- um vikri í stéttinni fyrir framan safnið. Þegar ég bið leigubílstjórann að passa að keyra ekki ofan í möl- ina, því þarna væri að líkindum um listaverk að ræða, svarar hann því til að hann hafi nú áttað sig á því. En bætir síðan við þegar ég var að stíga út úr bílnum: „Ég veit ekki með þessi nútímalistaverk. Ég get ekki betur séð en þetta sé samskonar möl og ég hef í garðinum mínum heima.“ Ragna brosir við þessa sögu. „Þetta finnst mér einmitt ofsalega skemmtilegt – þegar fólk veit ekki hvort um er að ræða listaverk eða ekki. Ég hrífst af því,“ segir hún. Að vissu leyti hefur leigubílstjór- inn rétt fyrir sér. Hins vegar hafa verkin á sýningu Rögnu allt önnur áhrif en stéttarnar heima hjá manni eða brotið glerglas, í einfaldleika sínum eru þau einfaldlega áhrifa- mikil.    Ragna Róbertsdóttir notast oft átíðum við grjót úr Heklu í verkum sínum. Sýning hennar er þó ekki sú eina sem er opnuð um helgina þar sem Hekla kemur við sögu, því danska listakonan Lone Mertz, sem á heiðurinn af haustsýn- ingu Gallerís Kambs í ár, tekur fjall- ið einnig fyrir, þar sem Hekla og Himalaja-fjöllin mætast að sögn sem andstæðir pólar á sýningunni. Innsetningin sem þar er á ferð er byggð á ferð Mertz til Himalaja- fjallanna með glerkistu í kjölfar dauða eiginmanns hennar. Þar sem glerkistan stóð að lokum á fjalls- tindinum náði Mertz kaflaskilum í lífi sínu og nýju upphafi. Efalaust er afar forvitnilegt að sjá hvernig hún tvinnar saman erfiða lífsreynslu og listsköpun, og heyra af því söguna hvað fyrir henni vakti og hvernig henni tókst að koma glerkistu í 4.400 metra hæð. Ort í grjót og gler ’Afar fróðlegt er að sjáhvernig mínímalisminn og náttúran virðast allt- af hafa fylgt Rögnu á ferli hennar.‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Golli Ragna Róbertsdóttir við verkið sem vakti spurningar hjá leigubílstjóra um eðli listaverka. „Þetta finnst mér einmitt ofsalega skemmtilegt – þegar fólk veit ekki hvort um er að ræða listaverk eða ekki. Ég hrífst af því,“ segir hún. „HVER fílar eiginlega þetta helvítis norm?“ eða eitthvað í þá veru segir Blær við Dís vinkonu sína, en sú fyrrnefnda hefur alltaf eitthvert spakmæli á borð við þetta á taktein- um þegar Dís tekur að missa sjónar á því sem máli skiptir í lífinu, sem samkvæmt Blævi er það að trúa á sjálfan sig og taka lífið ekki of alvar- lega. Við kynnumst þessari ungu og sjarmerandi sögupersónu, Dís, þeg- ar hún stendur á ákveðnum tíma- mótum í lífi sínu. Tímamót þessi er ekki hægt að kenna við ákveðinn at- burð eða viðburði sem almennt eru taldir marka tímamót í lífi fólks, s.s. giftingar, barnsburðir, útskriftir eða búferlaflutningar, en þetta eru engu að síður tímamót í persónulegri þroskabraut Dísar. Hún er að ganga í gegnum sína fyrstu tilvist- arkreppu, þá sem getur skollið dálít- ið illilega á hjá ungu fólki þegar það í fyrsta sinn horfist í augu við að ekki er endalaus tími til að ákveða hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór. Engin ástæða er þó til að örvænta, Dís er þrátt fyrir allt aðeins 23 ára gömul, og því eng- an veginn búin að missa af lestinni, þótt margir í kringum hana virðist komnir á hörkusiglingu á hinum ýmsu framtíðarvænu brautum, hvort sem það er námspakkinn, fjöl- skyldupakkinn, fíla-sig-í-erlendri- stórborg-pakkinn eða skrifstofu- dragtarpakkinn, og smám saman missir stúlkan fótanna í samanburð- inum. Þetta var kjarninn í samnefndri skáldsögu þeirra Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýjar Sturludótt- ur og Silju Hauksdóttur sem sögu- persónan Dís er upprunnin úr. Bók- in sló eftirminnilega í gegn þegar hún kom út árið 2000, jarð- skjálftaárið mikla, en þar tókst sam- höfundunum þremur að bregða upp lifandi mynd af veruleika venjulegr- ar reykvískrar stúlku og rýna um leið í ýmsar venjur og óskrifaðar reglur borgaralegs samfélags og ís- lensks veruleika á lipran og hnyttinn máta. Það verður reyndar að viðurkenn- ast að maður þarf dálítið að fylla upp í eyðurnar og lesa samhengi bók- arinnar inn í kvikmyndaútgáfuna til þess að hún öðlist nægilega mikla fyllingu. Engu að síður eru helstu kostir Dísarsögunnar á sínum stað í myndinni, þó svo að helst vanti einn þátt, þ.e. það svigrúm sem skáldsag- an hafði til þess að undirbyggja per- sónu Dísar og hennar skemmtilega flókna en um leið hversdagslega hugarheim. Sú persónusköpun var nefnilega límið sem tengdi saman frjálslegt flug söguframvindunnar. Það er þó margt gott við kvik- myndina, enda úr nógu að moða þar sem Dís og hennar ævintýri eru annars vegar. Hér er t.d. brugðið upp einkar litríkri og lifandi Reykja- víkurmynd, um leið og snúið er dá- lítið skemmtilega upp á þann „land- kynningarflöt“ sem vill loða við ímynd borgarinnar út á við. Myndin hefst með einum af skörpustu fem- ínísku punktunum úr bókinni, þar sem pirrast er út í „Dirty Week- end“-farana sem troðast upp á ís- lenskt kvenfólk eins og það sé hluti af pakkanum sem þeir telja sig hafa greitt fyrir. Síðan tekur við dálítið brokkgeng en bráðskemmtileg röð „sitúasjóna“, þar sem frábær samtöl og sterkar aukapersónur njóta sín. Hér standa leikarar sig frábærlega, allt frá aðal- leikurum til aukaleikara, og styðja vel við persónu Dísar, sem er bæði flöktandi í andlegum og handrits- legum skilningi. Álfrún Örnólfs- dóttir gæðir Dís hins vegar þeim sjarma sem er kannski kjarninn í persónuleika hennar, og aðrir fylgja fast á hæla hennar, Ilmur Kristjáns- dóttir, Gunnar Hansson, Árni Tryggvason og Þórunn Erna Clau- sen svo nokkrir séu nefndir. Silja Hauksdóttir er með kvik- myndinni Dís að stíga sín fyrstu spor í leikstjórnarstólnum, og má kannski segja að þar sé hún ennþá að finna sig, en er gædd bæði krafti og innsæi sem getur af sér alls kon- ar skemmtilega hluti. Stundum bregða þau Silja og tökumaðurinn Jakob Ingimundarson upp bráð- fallegum atriðum, eins og t.d. þegar Dís situr úti í glugga á Hótel Borg og reynir að gera sjálfa sig upp með- an flugeldar menningarnætur spegl- ast í regnvotri rúðunni. Jóhann Jóhannsson hefur samið bráðvandaða og einkar Dísarlega tónlist fyrir myndina, en henni er laumað skemmtilega inn í framvind- una, því hún tengir saman og skapar blæbrigði. Kvikmyndin Dís er eiginlega eins og Dís sjálf, uppfull af góðum hug- myndum en langt frá því að vera á öruggri siglingu. Dáldið eins og Dís KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó og Borgarbíó. Leikstjórn: Silja Hauksdóttir. Handrit: Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturlu- dóttir og Silja Hauksdóttir. Aðalhlutverk: Álfrún Örnólfsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Árni Tryggvason, Ylfa Edelstein, Þórunn Erna Clausen og Gunnar Hansson. Leik- mynd: Sigríður Guðjónsdóttir. Kvik- myndataka: Jakob Ingimundarson. Bún- ingar: Bergþóra Magnúsdóttir. Klipping: Ásta Briem og Viðar Víkingsson. Hljóð- hönnun Kjartan Kjartansson og Ingvar Lundberg Jónsson. Tónlist: Jóhann Jó- hannsson. Sögn ehf / Blueeyes Product- ions, 2004. DÍS  „Álfrún Örnólfsdóttir gæðir Dís hins vegar þeim sjarma sem er kannski kjarninn í persónuleika hennar,“ segir í umsögn um kvikmyndina Dís. Heiða Jóhannsdóttir Morgunblaðið/Eggert Í TILEFNI af héraðshátíðinni Ormsteiti á Fljótsdalshéraði efndu stjórnendur Ormsteitis og félagið Ormsskrínið til hugmynda- samkeppni meðal ungs fólks (18-30 ára) sem búsett er á Austurlandi um listaverk (skúlptúr) sem hefði Lagarfljótsorminn að viðfangsefni. Hugmyndirnar skyldu taka mið af því að listaverkinu yrði komið fyrir utandyra og að það yrði varanlegt. Menningarráð Austurlands styrkti keppnina. Þátttaka var ágæt og voru fimm hugmyndir hengdar upp til sýnis á Ormsteiti. Þar gafst gestum og gangandi kostur á að greiða þeirri tillögu atkvæði sem þeim þótti best. Þau atkvæði vógu 50% á móti nið- urstöðu þriggja manna dómnefndar sem í áttu sæti: Alma J. Árnadóttir grafískur hönnuður, Ólöf Björk Bragadóttir myndlistarkona og Einar Ólafsson byggingafræðingur. Úrslit urðu þau að hugmynd Steinrúnar Óttu Stefánsdóttur, 21 árs Egilsstaðabúa, varð hlutskörp- ust og hlýtur hún að launum 100.000 kr. auk þess sem hún mun njóta brautargengis við að gera listaverkið að veruleika. Verkið sem hún sendi tillögu um er skúlptúr með notagildi, eins kon- ar Ormsróla fyrir fullorðna og börn. Verðlaunahugmynd að Ormslistaverki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.