Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 39 Hann hafði „lúmskt“ gaman af að lauma að skorinorðum staðhæfingum um baráttumál og stöðu kvenna, sem undantekningalítið kölluðu á tilfinn- ingaþrungin andsvör „kellinganna“ í hópnum. Þegar umræður urðu heitar varð honum verulega skemmt, jafn- vel svo að hann gat illa dulið stríðn- isglampann í augunum. Allar þessar góðu minningar mun- um við geyma með okkur. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir öll árin, sam- starfið, glensið og græskulaust gam- anið sem einkenndi nærveru hans. Með hlýhug og samúðarkveðjum til fjölskyldu og ástvina. Ingunn, Sigurbjörg, Sigríður, Sigurður, Alfreð, Hreinn, samstarfsfólk á kennara- stofunni í „Neðra“. Um leið og Guðrún Sighvatsdóttir færði mér þær fréttir að faðir hennar Sighvatur Torfason hefði látist þá um daginn leitaði hugurinn ósjálfrátt til baka. Sighvatur var kennari að aðal- starfi, en vann mörg sumur hjá Vega- gerðinni, fyrst sem flokksstjóri og síðar sem verkstjóri. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Vegagerðarinnar á liðnum árum. Verktakar hafa tekið við þeim störfum sem áður voru unnin af vinnuflokkum Vegagerðarinnar. Sig- hvatur var einn af þeim mönnum sem tóku þátt í þessum breytingum og gerðist eftirlitsmaður með verktök- um hjá Vegagerðinni. Eftir að Sig- hvatur tók við því starfi vorum við nánir samstarfsmenn. Sighvatur átti farsæl samskipti við samstarfsfólk, sem og verktaka. Sig- hvatur hafði þá eiginleika að eiga auðvelt með að umgangast fólk og hans er nú sárt saknað hjá fyrrum vinnufélögum hans hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki. Ég mat Sighvat mikils og þakka honum að leiðarlokum ánægjuleg kynni sem aldrei bar skugga á. Ég votta konu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra mína dýpstu samúð. Margt er í minninganna heimi, mun þá ljósið þitt skína. Englar hjá Guði þig geymi, við geymum svo minningu þína. (Höf. ókunnur.) Einar Gíslason. Sighvati Torfasyni kynntist ég fyrst sumarið 1986. Þá hafði fyrir- tæki mitt Borgarverk hf. verið fengið til að leggja slitlag á vegi í gamla Norðurlandskjördæmi vestra. Ég hafði þá nýlega fjárfest í tækjabúnaði til slitlagslagnar sem reyndist dýr og því skipti miklu máli að verkefnið fyrir norðan gengi vel. Við vorum hálfgerðir nýgræðingar í faginu en það var raunar líka eftirlitsmaður Vegagerðarinnar á Sauðárkróki, Sig- hvatur Torfason kennari, sem átti að sjá um að vandað yrði til verka. Hann hafði þá í mörg sumur unnið hjá Vegagerðinni en þetta var annað sumarið hans í slitlaginu. Slitlagslögnin fyrir norðan gekk vonum framar og var ekki síst Sig- hvati að þakka. Framhald varð svo á samstarfinu mörg sumur eftir þetta og bar aldrei skugga á. Sennilega hefur kennarareynslan reynst vel í sumarstarfinu því hann náði alveg einstaklega vel til ungu mannanna í vinnuhópnum og raunar allra. Allir litu á Sighvat sem sérstakan vin. Það þýddi þó ekki að Sighvatur gerði ekki kröfur því hagur Vegagerðarinnar var alltaf í fyrsta sæti í hans huga. Hann kom hins vegar inn þeim hugs- unarhætti hjá mönnum að allir væru að vinna að sama markmiðinu og var alltaf sanngjarn. Hann var hjálpsam- ur og ósérhlífinn og greip oft í kúst eða skóflu ef hraða þurfti verkum. Það þurfti hann auðvitað ekki að gera og fékk ekki borgað fyrir. Sighvatur var einstakt ljúfmenni í viðkynningu og mikill húmoristi. Hann hafði gaman af því að ræða pólitík og körpuðu margir strákarnir í vinnuhópnum við hann og gerðu óspart grín að framsóknarmönnum. Sighvatur hafði nú samt oftast vinn- inginn í þeim snerrum. Aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur fyrir hönd starfsmanna Borgarverks. Ég veit að hans verður sárt saknað þegar kemur að því að gera við vegina næsta sumar. Sigvaldi Arason. Í dag kveðjum við Sighvat Torfa- son, kennara á Sauðárkróki. Sighvat- ur lést langt fyrir aldur fram eftir baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem svo margir hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir. Það var hins vegar ekki í eðli Sighvatar að gefast upp eða játa sig sigraðan. Hann var baráttumað- ur, ekki fyrir sjálfan sig eða eigin- hagsmuni, barðist hann fyrir sann- færingu sinni og hugsjónum, réttlætismálum og framfaramálum. Þeir sem þekktu Sighvat vita að þar fór fjölhæfur maður sem var margt til lista lagt. Hann hafði gott vald á íslensku máli, var hagmæltur og skáldmæltur og átti auðvelt með að vinna með öðrum og var þá oftar en ekki valinn til verkstjórnar. Mannkostir hans nýttust okkur sam- ferðafólkinu, þó að Sighvatur væri í eðli sínu heimakær og mikill fjöl- skyldumaður. Sighvatur var framsóknarmaður og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sinn flokk. Okkur ungu mönnunum sem stigum á sínum tíma fyrstu skrefin í pólitísku starfi verður ógleymanlegur eldhugur hans og keppnisskap. Þannig menn mynda kjarnann í félagslegu starfi, hvort sem um er að ræða stjórnmálaflokk eða annað hugsjónastarf. Ég vil þakka Sighvati fyrir sam- vinnuna í gegnum tíðina og óeigin- gjarnt starf í þágu Framsóknar- flokksins og heimabyggðar sinnar. Eftirlifandi eiginkonu, börnum og barnabörnum votta ég samúð við frá- fall góðs drengs. Árni Gunnarsson. Í dag er borinn til grafar frá Sauð- árkrókskirkju Sighvatur Fanndal Torfason kennari. Leiðir okkar Sighvatar lágu saman þegar ég starfaði við Barnaskóla Sauðárkróks hluta vetrar 1970 og síðan aftur haustið 1972 og entist sú samvinna allt til vors 1998. Sighvatur var kennari í þess orðs fyllstu og bestu merkingu, sagði vel til og út- skýrði, en var ekki hvað síst góður vinur nemenda sinn og þeir sem áttu á einhvern hátt undir högg að sækja, hvort sem var í námi eða á einhvern hátt annan, vissu vel hvar leita mætti liðsinnis. Sighvatur var kletttraust- ur, og oftar en ekki voru honum fengnir bekkir, sem aðrir jafnvel veigruðu sér við að taka til umsjónar. Sighvatur var hafsjór af vísum og kvæðum, átti sjálfur létt með að setja saman skemmtilegar stökur sem féllu vel að þeim dægurmálum sem efst voru á baugi hverju sinni. Hann mun líka hafa samið ljóð, þó að þau kæmu fæst fyrir annarra sjónir enda var honum ekki gjarnt að halda þess- um hæfileika sínum á lofti, þótt ekki væri nein ástæða fyrir þeirri hlé- drægni. Við leiðarlok er góður vinur til margra ára kvaddur, og þökkuð eru góð og skemmtileg samstarfsár. Eftirlifandi eiginkonu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum eru sendar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sighvatar F. Torfasonar. Björn Björnsson. Við fráfall samferðamanns streyma fram minningarbrot úr ólík- um áttum. Ánægjuleg kynni mín af Sighvati Torfasyni teljast kannski ekki mjög náin en samt meiri en af mörgum samferðamönnum, allt frá barnæsku til fullorðinsára. Fyrstu kynnin voru af Sighvati sem kennara í Barnaskólanum á Króknum. Þar bárum við ómælda virðingu fyrir þessum stóra manni, sem um leið hafði þá hlýju og hæfi- leika að bera að gera hann að vinsæl- um kennara. Sighvatur var radd- og svipsterkur maður, gekk um skólann í tréklossum líkt og margir kennarar og eitt af því sem bekkjarfélagarnir muna áreiðanlega vel eftir er hinn innilegi og kraftmikli hlátur, þar sem stundum fylgdu tilheyrandi bakföll. Hann gat líka látið frá sér heyra ef ólætin í okkur keyrðu úr hófi fram. Minningin af honum með skólabjöll- una í frímínútunum er einnig sterk, þar sem hann lét kólfinn svo sann- arlega finna fyrir því. Virðingin fyrir Sighvati var ekki síst af því að hann átti son í bekknum okkar, hann Gulla, sem fyrir vikið var svolítið öfundaður af því að eiga pabba í kennaraliðinu. Þegar Gulli var fyrst heimsóttur á Suðurgötuna var ekki laust við að við strákarnir hræddumst kennarann á heimilinu en sá ótti reyndist strax óþarfur. Sig- hvatur var okkur sem fyrr hið mesta ljúfmenni, sem og eiginkona hans, Dúa. Næstu kynni af Sighvati voru síð- an er við urðum nokkurs konar starfsfélagar einn vetur, ég þá nýút- skrifaður stúdent sem fenginn var til kennslu í Gagnfræðaskólanum. Þó að hann væri í Barnaskólanum voru samskiptin nokkur. Sérlega minnis- stæð er kennaraferð suður yfir heið- ar þennan vetur. Þar sýndi Sighvatur nýja hlið á sér, var hrókur alls fagn- aðar og kom gamla nemanda sínum skemmtilega á óvart. Er ég gerðist blaðamaður Dags á Sauðárkróki leit Sighvatur stundum við á kontórinn eða stoppaði mig úti á götu, til að afla frétta og lauma um leið að mér tíðindum. Eftir á að hyggja grunar mig að Sighvatur, þessi gallharði framsóknarmaður, hafi haft eilitlar áhyggjur af því að Dagsmenn hefðu ráðið þarna pilt af íhaldsættum en vonandi hefur maður ekki valdið honum miklum vonbrigð- um. Fjölskyldumanninum Sighvati kynntist ég svo er við Edda, bróð- urdóttir Dúu, fórum að búa saman. Við tækifæri eins og ættarmót sást vel hve mikill og góður barnakarl hann var, umvafinn barnabörnum og öðrum krílum í ættinni. Átti afahlut- verkið greinilega vel við hann. Sighvati var ýmislegt til lista lagt en hann var kannski ekki að flíka þeim hæfileikum. Hagyrðingur var hann góður og okkur þótti afar vænt um vísukorn sem hann samdi í tilefni af brúðkaupi okkar Eddu sl. vor, þá orðinn máttlítill vegna hins illvíga sjúkdóms sem felldi hann að lokum. Við Edda færum Dúu og fjöl- skyldu; Gurru og Ása, Palla og Möggu og Gulla, innilegar samúðar- kveðjur á erfiðri stund. Minningin lif- ir um mætan mann. Björn Jóhann. Elsku Bubbi frændi, ekki grunaði mig fyrir ári, þegar við Björk heim- sóttum ykkur norður, að hér sæti ég og skrifaði um þig minningargrein ári seinna. Við vorum að fylgja lömb- um til slátrunar, eftir kaffi hjá ykkur Dúu, þú keyrðir um og stoltur sýndir okkur þennan fallega bæ, að lokum hvattir þú okkur að skagfirskum sið til að verzla í kaupfélaginu. En nú er farið að hausta og stytt- ast í leitir, ég er hræddur um að það verði tómlegt í Hvítadal þá helgi, að hafa þig ekki við stjórnvölinn, þó svo að þar á bæ hafi orðið mannaskipti og bróðir minn tekið við. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á búskapnum og komst alltaf reglulega til að líta eftir hjá okkur feðgum, jafnt á álagstímum sem ekki. Þar sem ég var oft fremur latur sem unglingur, hlakkaði ég lítið til þegar ég frétti að Bubbi væri vænt- anlegur, en síðar kunni ég að meta það og sérstaklega þó á haustmán- uðum árið 2000 þegar faðir minn dó eftir stutt veikindi, þá var ég einn heima í Hvítadal og þú komst og studdir mig í gegnum þetta, síðan hefur þú verið ómetanlegur félagi og vinur í ráðleggingum og hjálpsemi. Árið 2002 eignuðumst við Björk dóttur sem heillaðist strax af þér og þegar við heimsóttum þig síðast fannst henni skrítið að vera að heim- sækja frænda á spítalann og talaði síðan mikið um að Bubbi frændi væri lasinn. Það var erfið stund að segja henni að Bubbi frændi væri farinn til Guðs. Elsku frændi, ég vil þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, við eigum eftir að sakna þín við eldhúsborðið í Hvítadal. Að endingu vottum við Dúu, börn- um og barnabörnum okkar innileg- ustu samúð á þessum erfiðu tímum. Saknaðarkveðja. Torfi, Björk og Steinunn Lilja. Það var um sólbjart- an síðsumarmorgun að ég fregnaði að Kjartan, fyrrum nágranni minn frá Rauðkollsstöðum, væri allur. Mig setti hljóðan þó að vissu leyti kæmi þetta ekki alveg á óvart. Ég renndi í huganum nokkra áratugi aftur í tímann og ósjálfrátt kom í hugann ljóðið „Ég geng til skips“ eftir Pál Ólafsson: Ég geng til skips með veiðarvað, þá virðar sér til hvílu snúa, hrindi á flot og fer af stað. Finn þá hvorki til svefns né lúa. Hjartað í myrkri vísar veg, hvar veiði nóg sé borði undir, svo ég úr minnis djúpi dreg daga liðinna sælustundir. Gimsteinum fegri og gulli þá glóa þær liðnu ævistundir. Ég dreg og dreg sem mest ég má, því meir en nóg er borði undir. Hjartað með tárum þakkar þér, það hefur ekkert skárra að bjóða. frá þér minn hjartans auður er, mitt eina hjartans barnið góða. Nú er Kjartan genginn en ég sit á þóttunni með minn veiðarvað og dreg og dreg, það er á hverjum krók því nóg er undir af „Gimsteinum og gulli fegurri, liðnum ævistundum“. Minn- ingar frá bernsku minni þegar langt var á milli bæjanna Hrútsholts og Rauðkollsstaða, ég lítill stubbur sendur með fjallskilaseðil eða eitt- hvað álíka mikilvægt, tekið sem full- orðnum manni, þarna fann ég að ég átti vin. Einnig frá hinum síðari árum þegar örskot var þeirra á milli og ég skaust fullorðinn maðurinn í kulda og bylskæling erindisleysu í kaffi, þá fann ég líka sem ætíð fyrr og síðar að þar átti ég vin. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera nágranni þeirra KJARTAN HALLDÓRSSON ✝ Kjartan Hall-dórsson fæddist á Oddastöðum í Hnappadal 5. mars 1917. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Borgarneskirkju 21. ágúst. sæmdarhjóna Kjartans Halldórssonar og Huldu Tryggvadóttur í rúm 40 ár. Þeim fer óð- um fækkandi bændun- um sem lifðu einhverja mestu byltingu íslensks landbúnaðar. Kjartan var einn þeirra og hann unni jörðinni sinni, hann unni búfénaði sín- um og hann unni sveit- inni sinni, þó sér í lagi unni hann hrossunum sínum. Sérstaklega hændist að honum fólk sem átti erfitt með að fóta sig meðfram öðrum, en á Rauð- kollsstöðum stóð það styrkum fótum, eiga þau hjón þakklæti margra sem nutu leiðsagnar þeirra í gegnum árin. Í nokkra áratugi var hjá þeim heið- urshjónum vinur minn Þórður Helgi Hannesson og stóðu þeir hvor með öðrum í gegnum áratugina og áttu hvor öðrum mikið að þakka. Það fór svo að við yfirgáfum sveitina okkar báðir, fyrir nokkrum árum, ég á vit nýrra ævintýra en Kjartan þrotinn að kröftum til búskapar. Heimsókn- unum fækkaði en í staðinn tókum við upp símann og áttum alloft nokkuð löng kvöldsímtöl. Með þessum fáu orðum vil ég þakka fyrir mig, þakka fyrir afskaplega gott nágrenni í ríf- lega fjörutíu ár, þakka fyrir mikla greiðvikni og vinsemd alla tíð, stund- um var glatt á hjalla, þá var tekin stemman. Nú er dauði og djöfuls nauð/ er dyggða snauðir fantar/ safna auð með augun rauð/ en aðra brauðið vantar – því misrétti var sem eitur í hans beinum. Stundum var þyngra yfir eins og gengur í lífinu. Lengir nóttu, lúta höfði blóm,/laufið titrar fölt á háum reinum/ vindur hvíslar ömurlegum óm/ illri fregn að kvíðn- um skógargreinum. Svo segir í ljóð- inu HAUSTBROT eftir Grím Thom- sen. Nú lýtur lífsblóm þessa góða granna höfði en eftir stöndum við kvíðnar skógargreinar í skógi lífsins. Þó gömlu sveitungarnir hverfi hver af öðrum er ennþá til staðar í huga mínum hafsjór góðra minninga sem koma aftur og aftur upp í hugann, því þær tekur enginn frá mér. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Magnús Guðjónsson. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.