Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 27 FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Ný sending af peysum Heimsókn í Louisiana-safnið er dásamlegupplifun – þú verður aðfara þangað og vera helst heilan dag,“ var mér ráðlagt áður en ég hélt til Kaupmanna- hafnar í sumar. Louisiana er við Eyrarsundsströndina, 35 km norð- an Kaupmannahafnar. Einn góðan veðurdag vatt ég mér því upp í lest á Aðalbrautarstöðinni í höf- uðborginni og þaut með henni á þetta safn nútímalistar. Heillandi garður Louisiana er ekki aðeins safn heldur heill heimur fyrir fjölskyld- una. Hægt er að njóta strand- arinnar í góðu veðri og umhverfis safnið er listrænn garður, hann- aður af Ole Nørgaard, Lea Nør- gaard og Vibeke Holscher. Út í garðinn liggur ein af álmum safnsins og er hún helguð börnum. Þar geta börn fengið útrás fyrir sköpunargleðina; málað eða smíð- að listræn verk. Safnið er helgað nútímalistum og því geta börnin einnig unnið listaverk á tölvur. Garðurinn hefur mikið aðdrátt- arafl því í honum eru útilistaverk sem hægt er falla í stafi yfir og önnur sem hægt er að leika sér í, t.d. völundarhús. Þar er einnig tjörn með nokkrum öndum og bekkir til að njóta kyrrðarinnar. Í garðinum er einnig bátahús sem reist var árið 1919. Af skúlptúrum má nefna verk eftir Jean Arp, Max Bill, Alexander Calder, Max Ernst, Henri Laurens, Joan Miró and Henry Moore. Þau njóta sín vel innan um gróðurinn. Sex til átta meiriháttar sýningar eru haldnar árlega í safninu, en auk þess á safnið málverk eftir t.d. Arp, Francis Bacon, Calder, Du- buffet, Max Ernst, Sam Francis, Giacometti, Kiefer, Henry Moore, Picasso, Rauschenberg og Andy Warhol. Höfundur Óperu- hússins í Sydney Núna stendur yfir viðamikil sýn- ing á æviverki danska arkitektsins Jørn Utzon (f. 1918) sem þekkt- astur er fyrir Óperuhúsið í Sydn- ey. Þessi sýning er mörgum lang- þráð því Utzon var aldrei spenntur fyrir slíkri sýningu og gaf afsvar við fyrstu beiði Louisianasafnsins. Sýningin opinberar ljóslega að Utzon er einstakur í sinni röð. Hann er hugmyndaríkur listamað- ur sem á mörg afbragðsverk að baki í flestum heimsálfum. Á myndbandi með viðtali við hann taka (glöggir) áhorfendur eftir að Utzon metur samstarfsmenn sína mikils og segir aldrei: „Ég gerði þetta eða hitt, eða mér datt í hug ...“ Heldur segir hann ævinlega: Okkur datt í hug, við gerðum, við prófuðum, við fundum þá lausn að ...“. Þannig rænir hann ekki heiðr- inum af öðrum heldur deilir snilld- inni. Bragi Ásgeirsson gagnrýn- andi spáði því að þessi sýning myndi draga að fólk „með hjarta fyrir blóðríkum listum“. (Morg- unblaðið 14. apríl 2004). Sýningin stendur til 29. ágúst. Það er reynsla að sjá þessa sýn- ingu og ákjósanlegt fyrir þá sem taka þátt í umræðunni um tónlist- arhús í Reykjavík, því óperuhúsið í Sydney er sterk fyrirmynd. Listrænir dagar Þótt sýningin á æviverki Jørns Utzons sé viðamikil þá er einnig önnur mikilsháttar sýning í Louis- iana. Hún nefnist Smiðja og dagar og er sýning á sam- tímaverkum frá árinu 2000–2004 eftir fjöldann allan af listamönn- um; Bevilacqua, Celmins, Aitken, Bourgeois, Hirst, Lichtenstein, og Panamarenko ... Stofnandi Louisiana sagði á sínum tíma að ekki væri hægt að reka safn nú- tímalistar nema með því að festa kaup á samtímaverkum, og þeirri stefnu hefur safnið ævinlega fylgt. Safnið vill vera lifandi safn og tekst það alveg ágætlega. Gestir njóta þess að vera á safninu og snæða þar í hádeginu rétti dagsins og fá sér einnig kaffi og ís. Á laugar- og sunnudögum er bröns á milli 10 og 12 fyrir há- degi. Ágætt kaffihús og hægt að snæða inni eða úti að vild. Í Louisiana er einnig rými fyrir ráðstefnur og sérstakur tónleika- salur. Loks má nefna listmuna- og bókabúð í safninu. Louisiana er ekki bara safn heldur einnig útivistarsvæði. Það dregur til sín gesti hvaðanæva úr heiminum. Jafnt börn sem full- orðnir geta svalað áhuga sínum og jafnvel skapað verk. Ráðlegg- ingin um að fara í þetta safn reyndist því vel. Fallið í stafi yfir listinni  DANMÖRK Morgunblaðið/Gunnar Hersveinn Skemmtun: Eyjólfur Ingi rennir á braut. Louisiana-safnið reynist góður staður fyrir alla fjölskylduna. Skúlptur: Í garði safnsins eru mörg listaverk, t.d. eftir Míró. Í Humlebæk norðan Kaupmannahafnar er listasafnið Louisiana sem mætir kröfum barna sem fullorðinna.  Louisiana - Museum for Moderne Kunst var stofnað sem sjálfseign- arfélag árið 1958 af Knud W. Jensen. Safnið var reist í átta áföngum; 1958, 1966, 1971, 1982, 1991, 1994 og 1998. Safnið spannar samtals 11.500 fm og eru þar af 7.500 sýningarrými. Hönnuðir safnsins eru Jørg- en Bo og Wilhelm Wohlert ásamt Claus Wohlert sem hannaði álmu ætlaða börnum. Louisiana í hnotskurn guhe@mbl.is  Louisiana Museum for Moderne Kunst Gl. Strandvej 13 DK-3050 Humlebæk Sími: 0045 4919 0719 Símbréf: 0045 4919 3505 Símsvari: 0045 4919 0791 Miðasala: 0045 4919 0720 36 mínútur með lest frá að- albrautarstöðinni (Hovedbane- gården) með Kystbanen til Humle- bæk. Þaðan er 10 mínútna gangur á safnið.  Inngangseyrir: 74 danskar krónur fyrir fullorðna, 67 kr. fyrir lífeyrisþega og 20 krónur fyrir börn 3ja til 16 ára.  Veffang: http://www.- louisiana.dk/ Hlé milli sala: Heiðdís Guðbjörg skoðaði safnið vel og tók sér pásur í ljóm- andi góðum garðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.