Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborgarsvæðið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Það styttist í opna íbúaþingið á Akureyri en það verður haldið í Íþróttahöllinni 18. september nk. Þar gefst bæjarbúum jafnt sem öðrum áhugasömum tækifæri til að hafa áhrif á verkefnið, Akureyri í öndvegi, á lifandi hátt með ýmsu fagfólki. Eins og fram hefur komið er þetta verkefni um al- þjóðlega hugmyndasamkeppni sem haldin verður um skipulag í miðbænum á Ak- ureyri. Flestir eru sammála um að það hafi verið frekar dauft yfir miðbænum til langs tíma og að nauðsynlegt sé að snúa vörn í sókn. Verslanir í miðbænum hafa verið að leggja upp laupana og sjaldan sést þar margt fólk. Með íbúaþinginu gefst bæj- arbúum á áþreifanlegan hátt tækifæri til að hafa áhrif og er ástæða til að skora á alla áhugasama að mæta í Höllina hinn 18. og leggja fram sínar hugmyndir í púkkið. Og því fleiri sjónarmið því betra.    Sumarið sem senn er á enda hefur verið frekar erfitt fyrir knattspyrnulið KA og Þórs. KA-menn sitja í fallsæti í efstu deild sem stendur og eiga eftir erfiða leiki á loka- sprettinum. KA-liðið er ekki fallið þegar þetta er skrifað en staðan er langt frá því að vera góð. KA-menn geta hins vegar enn hampað bikarmeistaratitlinum. Þórsarar hafa verið slakir í 1. deildinni í sumar, gert allt of mörg jafntefli í leikjum sínum og eru nánast búnir að missa af lestinni um sæti í efstu deild. Umræða um sameiningu knatt- spyrnuliða KA og Þórs hefur því enn og aft- ur skotið upp kollinum og skal engan undra. Það sem helst hefur verið talað um að komi í veg fyrir sameiningu, er að það fáist eng- inn mannskapur til að sitja í stjórn fyrir sameiginlegt lið. Það getur verið rétt en þar getur bærinn komið til sögunnar, enda hef- ur bæjarstjórinn á Akureyri verið helsti hvatamaður þess að liðin sameinist. Það sem bærinn þarf að gera er að kosta fram- kvæmdastjóra í fullt starf, fyrir sameig- inlegt lið í tvö ár, á meðan verið er að slípa mannskapinn saman. Á þessum tveimur ár- um ætti þá líka að koma í ljós hvort grund- völlur er fyrir því að halda áfram úti sam- eiginlegu liði félaganna.    Handboltavertíðin er að fara af stað og senda bæði Þór og KA lið til leiks í efstu deild karla. KA-menn hafa misst flesta sína lykilmenn til liða bæði erlendis og hér inn- anlands. Þórsarar hafa hins vegar verið að „kaupa“ til sín menn og því hafa margir spurt sig þeirrar spurningar hvort ekki hafi verið rétti tímapunkturinn nú fyrir félögin að senda sameiginlegt lið til keppni. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMANN Efnt er til viðamik-illar flugsýningarí Reykjanesbæ í dag. Sýningin er einn af hápunktum menningar- og fjölskylduhátíðarinnar. Flugsýningin fer fram á hafnarbakkanum við Æg- isgötu í Keflavík og stend- ur frá kl. 13 til 15 í dag. Undirbúningur hefur verið töluverður, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Reykja- nesbæ, en unnið hefur ver- ið að sýningunni frá því í vor. Boðið verður upp á fjölda atriða og má þar nefna listflug, fisflug, þyrluflug, fallhlífarstökk, módelflug og karamellu- kast. Eftir flugsýninguna verða fisflugvélar til sýnis á flugmódelvellinum við Gróf. Flugsýning Sex bátar hafa verið hífðir upp á bryggjuna áNorðurgarði í Sandgerðishöfn þar sem verið erað gera við þá og mála. Hefði það þótt óvenjuleg sjón fyrir nokkrum árum því þá var siglt á vertíðarbát- unum til Keflavíkur og Njarðvíkur þar sem þeir voru teknir í slipp til viðgerða og málningar. Nú geta sjó- mennirnir unnið meira sjálfir við viðhaldið og fengið sérfræðinga til aðstoðar við flóknari tækin. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sex bátar uppi á bryggju Húsfyllir var á hag-yrðingakvöldi íStapa í fyrra- kvöld. Um 300 manns fylgdust með hagyrðing- unum fara á kostum undir stjórn Karls Ágústs Úlfs- sonar. Baldur Garðarsson orti: Yrkja þeir í erg og gríð uns þar dimma tekur, eyfirskt klám og einnig níð, á eftir Kalli rekur. Steinþór Jónsson, formað- ur Ljósanæturnefndar, fræddi hagyrðingana um Reykjanesbæ í bílferð fyr- ir kvöldið og rómaði mjög heimabæ sinn. Pétur Pét- ursson orti: Bestu leiðsögn lét í té laug hann mjög að hagyrðingum, en ætli Steinþór eitthvað sé andlega skyldur Þingeyingum? Friðrik Steingrímsson orti: Ekki dugar Steinþórs streð þó stöðugt noti tímann; Pétur fylgist miður með malar bara í símann. Húsfyllir í Stapa pebl@mbl.is Mývatnssveit | Fallegt forystufé er augnayndi en slíkir gripir eru nú ekki á hverju strái. Vetrarbeit þar sem þess var áður einna mest þörf er nú víðast hvar löngu af lögð. Alltaf finnast þó einhverjir bændur sem halda við forystufé í hjörð sinni sér og öðrum til ánægju. Þessar fallegu skepnur sem hér rísa upp við grindverk Hlíðarréttar í Mývatnssveit skáru sig sterkt úr hjörðinni á réttinni. Þetta eru ærin Hosa og sauðurinn Salomon svarti, sonur hennar. Þau tilheyra fjárhópi Syðstuhúsa í Vogum. Sérstakt var að sjá hve vel þau fylgdust að í réttinni. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Forystufé í Hlíðarrétt Sauðfé NÝ lögreglustöð á Kirkjubæjarklaustri var formlega tekin í notkun í fyrradag að viðstöddum Birni Bjarnasyni dómsmála- ráðherra. Í stöðinni er fangageymsla. Við sama tækifæri var staðfest sameining al- mannavarnanefndanna í Vestur-Skafta- fellssýslu. Aðstaða lögreglunnar var bágborin á Kirkjubæjarklaustri. Nýja húsið er hannað sem lögreglustöð og segir Sigurður Gunn- arsson sýslumaður í Vík að í raun sé lög- reglumaðurinn á Klaustri að flytja úr bíl- skúrnum heima hjá sér í alvöru lögreglustöð. Tekur þó fram að aðstaðan sé fyrir allt lögregluliðið í sýslunni sem muni nota hana eftir þörfum. Þar er meðal ann- ars fundarsalur, fangaklefi til skammtíma- vistunar, góð bílageymsla og aðstaða fyrir almannavarnir. Húsið var opið almenningi í fyrradag og komu margir að skoða, að sögn sýslu- manns. Við sama tækifæri var staðfest samein- ing almannavarnanefndanna í Skaftár- hreppi og Mýrdalshreppi. Er því ein nefnd fyrir alla Vestur-Skaftafellssýslu. Sigurður segir að með þessu sé verið að taka upp nýtt skipulag almannavarna á þessu svæði. Almannavarnanefndin er nokkurs konar stjórnsýslunefnd sem á að sjá til þess að viðbúnaður sé í góðu lagi. Á hennar vegum starfar síðan aðgerðastjórn sem virkjuð er þegar áföll verða. Sigurður segir að þetta skipulag sé einfaldara og bindur vonir við að það verði skilvirkara. Ný lögreglu- stöð og fanga- geymsla ÍTREKAÐ er mikilvægi þess að stytta leið- ir frá kjarnasvæðum til höfuðborgarinnar, í drögum að ályktum Fjórðungsþings Vest- firðinga sem haldið er á Ísafirði. Þinginu lýkur í dag. Í ályktunardrögunum er vakin athygli á því að með uppbyggingu vegar um Arn- kötludal og Gautsdal megi stytta akvega- samband milli höfuðborgarinnar og allra þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörð- um um 44 kílómetra. Það samsvari styttingu vegarins um Hvalfjörð með Hvalfjarðar- göngum. Lagt er til að skorað verði á samgöngu- ráðherra að láta þennan kost njóta forgangs við endurskoðun vegaáætlunar. Í því sam- bandi er bent á aukna flutninga á vegunum og möguleika á lækkun flutningskostnaðar með styttingu leiða, auk öryggissjónarmiða. Vilja stytta leiðina til Vestfjarða ♦♦♦ Hólmavík | Unnið er að undirbún- ingi heimildarmyndar um leik- félag úti á landi. Aðstandendur verkefnisins heimsóttu Leikfélag Hólmavíkur en það er eitt þeirra félaga sem til greina kemur að vinna með að gerð myndarinnar. Kvikmyndagerðarmennirnir Lárus Ýmir Óskarsson og Jón Karl Helgason komu á fund félaga í Leikfélagi Hólmavíkur í félags- heimilinu Sævangi. Fram kom að hugmyndin um mynd af þessu tagi vaknaði fyrir nær tveimur áratug- um en reiknað er með að nú verði hún að veruleika og tökur fari fram á komandi leikári. Ætlunin er að fylgjast með uppsetningu hjá áhugaleikfélagi frá því að æf- ingar hefjast og fram yfir frum- sýningu. Einnig er stefnan að fylgja þeim sem að sýningunni koma í daglegu lífi og bregða upp mynd af lífinu í þorpinu. Myndin á að vera „byggðavæn heimilda- mynd með ljóðrænu ívafi“ eins og Lárus Ýmir komst að orði. Ásamt þeim Lárusi og Jóni Karli mun Kristín Erna Arnardóttir vinna með þeim að myndinni. Leikfélag Hólmavíkur hefur vakið athygli fyrir öfluga starf- semi síðustu áratugina og ekki síst fyrir ferðagleði félagsins sem sýn- ir gjarnan hverja uppfærslu á fimm til tíu stöðum utan Hólma- víkur. Ekki hefur verið ákveðið hvaða leikfélag verður fyrir val- inu, en leikfélag Hólmavíkur er eitt þeirra félaga sem Bandalag ís- lenskra leikfélaga benti á og segja þeir Lárus Ýmir og Jón Karl að staðsetningin og náttúran ásamt starfsemi félagsins hafi heillað þá. Undirbúa heimilda- mynd um leikfélag Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Prufa: Lárus Karl Helgason myndar hugsanlega leikara í væntanlegri heimildarmynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.