Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 35
vetur verður tekið upp á þeirri ný- breytni að við verðum með sérstaka bjöllu og bongósveit. Sveitin mun sjá meðal annars sjá um undirleik við söng hinna kóranna sem eru: Englakór, Barnakór, Stúlknakór og Kammerkór. Englakór er ætl- aður 5-6 ára börnum, Barnakórinn er ætlaður fyrir börn á aldrinum 7-9 ára, Stúlknakór er fyrir stúlkur á aldrinum 10-12 ára og Kamm- merkór er fyrir unglinga 13 ára og eldri. Í vetur verður lögð áhersla á rytmatónlist í suðrænni sveiflu auk hinnar hefðbundnu kóratónlistar. Kórstjórn er í höndum Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Bústaðakirkju www.kirkja.is Bústaðakirkja. Frá Selfosskirkju SUNNUDAGINN 5. september næst komandi hefst sunnudaga- skólastarfið í Selfosskirkju. Ákveðið hefur verið að gera þá tilraun að byrja barnasamkom- urnar í vetur kl. 11.15. Ástæðan er sú, að barnatíma í sjónvarpi lýkur ekki á sunnudagsmorgnum fyrr en kl. 11.00. Með þessum breytta tíma gefst foreldrum og börnum kostur á að horfa á barnaefnið til enda og búa sig síðan til kirkjunnar. Þeir, sem koma kl. 11.15 eru vinsamleg- ast beðnir að ganga beint inn í safn- aðarheimilið og upp á loftið þar. Þeir foreldrar, sem kjósa að koma með börn sín kl. 11, geta gert það áfram, tekið þátt í upphafi messunnar í kirkjunni (en messan byrjar að vanda kl. 11,00) og fylgt síðan börnum sínum upp til barna- samkomunnar, eða að öðrum kosti sent þau upp á loftið með leiðtogum sínum. Áttu barn sem finnst gaman að syngja? VIÐ Glerárkirkju munu starfa í vetur tveir kórar fyrir börn og ung- linga. Framundan eru spennandi verkefni og koma börnin reglulega fram á vegum kirkjunnar. Æfingar verða á fimmtudögum sem hér segir: Barnakór kl.15:30-16:30 (miðað við að börnin séu vel læs) Unglingakór kl. 17-18 (13 ára og eldri) Innritun og fyrsta söngæfing hefst fimmtudaginn 9. september. Nánari upplýsingar veitir stjórn- andi kóranna, Ásta Magnúsdóttir í síma 894 4314. Vetrarstarf Árbæjarsafnaðar GUÐSÞJÓNUSTUR í öllum regn- bogans litum kl.11.00 alla helga daga. Fjölskylduguðsþjónustur annan sunnudag hvers mánaðar. Tónlistarguðsþjónustur þriðja sunnudag hvers mánaðar. Létt- messur fyrsta sunnudag hvers mán- aðar kl. 20.00. Sú fyrsta í vetur sunnudagskvöldið 5. september. Sunnudagaskólinn verður hvern sunnudag og 5. september kl.11. Foreldramorgnar á þriðjudögum kl.10-12. Kyrrðarstund í hádeginu á mið- vikudögum kl.12.00. Súpa og brauð á eftir. Fyrirbænarstund hvern mánu- dagsmorgunn kl.10.00-10.30 fé- lagsmiðstöð eldri borgara, Hraunbæ. Opið hús fyrir eldri borgara safnaðarins á mið- vikudögum kl.13-16. Kórar. Kirkjukórinn æfir á fimmtudögum kl.19.30. Barnakór- inn (Sólskinskórinn) æfir á mánu- dögum kl.15.00. Gospelkórinn æfir á miðvikudögum kl.17.30. Barna- og unglingastarf. STN (7-9 ára) á mánudögum í kirkjunni kl.15.15, hefst 6. september. Í Sel- ásskóla á miðvikudögum kl.15.15. Í Ártúnsskóla, tímasetning ekki komin á hreint. TTT (10-12 ára) Á þriðjudögum í Árbæjarkirkju kl.15.45. Hefst 14. september. Í Sel- ásskóla miðvikudaga kl.16.15. Starfið þar hefst 8. september. Ekki er komin tímasetning á TTT í Ártúnsskóla. MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 35 ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Áskirkju syngja. Organisti Kári Þor- mar. Prestur sr. Karl V. Matthíasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Molasopi eftir messu. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson predikar. Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Kvöldmessa kl. 20. Bergþór Pálsson syngur ásamt söng- hóp úr Dómkórnum. Marteinn H. Frið- riksson leikur á orgel. Dómkirkjuprestarnir sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson og sr. Hjálm- ar Jónsson þjóna. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Sr. Kjartan Jónsson prédikar. Barna- og fullorðinsskírn. Altarisganga. Samskot til kirkjustarfsins. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kirkjukaffi eftir messu. Ólafur Jóhanns- son GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Messa kl. 14. Altarisganga. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barna- starf kl. 11. Upphaf barnastarfsins. Vetr- arstarf safnaðarins kynnt. Sr. Sigurður Pálsson predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Organisti Hörður Ás- kelsson. Félagar úr Mótettukór leiða safn- aðarsöng. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Pétur Björgvin Þorsteinsson og Sigríður Árna- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Upp- haf barnastarfs sem í vetur verður aldurs- skipt og með fleiri starfsmönnum en verið hefur. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Barnastarfið hefst í kirkj- unni en síðan fara börnin í safnaðarheim- ilið. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Reynir Jónasson. Einsöngur Dóra Steinunn Ármannsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Munið stórtónleikana í Langholts- kirkju kl. 20 sem hinn hláturríki hreingern- ingarmaður Guðfreður Hjörvar efnir til ásamt flestum af bestu söngvurum lands- ins og mörgum kórum. Einstök söng- skemmtun. Aðgangseyririnn, kr. 1.500, rennur til Langholtskirkju. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni þjónar ásamt Aðalbjörgu Helgadóttur meðhjálpara. Sunnudagaskólinn er í umsjá leik- skólastjóranna Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvalds Þor- valdssonar. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, Kór Laugarneskirkju syngur, fulltrúar lesarahóps kirkjunnar flytja texta og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Upphaf barnastarfsins. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safn- aðarheimilið. Brúður, söngur, leikir, bæk- ur, límmiðar og fleira. Umsjón með barna- starfinu hefur Guðmunda I. Gunnarsdóttir, guðfræðingur. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Upphaf barnastarfsins. Organisti Pavel Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helga- son og sr. Arna Grétarsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almenn guðs- þjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Tón- listarstjórarnir, Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller, hafa umsjón með tónlist- arflutningi. Hjörtur Magni Jóhannsson pré- dikar og þjónar fyrir altari. ÁRBÆJARKIRKJA: Upphaf sunnudaga- skólans þar sem ungir sem aldnir samein- ast. Rebbi refur og Golla gæs kíkja í heim- sókn. Foreldrar og forráðamenn hvattir til að fjölmenna með börnum sínum. Um kvöldið verður fyrsta „léttmessa“ vetr- arins. KK og Ellen systir hans flytja tónlist- ina. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messa kl. 11. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Upphaf barna- starfs. Prestur sr. Gísli Jónasson. Org- anisti: Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Kjart- an Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kap- ellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttur máls- verður í safnaðarsal eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Æskulýðs- messa í upphafi barnastarfs kl. 11. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Peter Maté. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Hörður Bragason. Fermingarbörnum úr Folda- skóla, Hamraskóla og Húsaskóla og for- eldrum þeirra boðið sérstaklega til guðs- þjónustu. Dregið verður um væntanlega fermingardaga. Að lokinni guðsþjónustu verður haldinn fundur, þar sem verður meðal annars rætt um ferming- arfræðsluna, ferminguna sjálfa og það sem henni tengist. Barnastarfið hefst. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogs- kirkju. Prestur séra Anna Sigríður Páls- dóttir. Sunnudagaskólaleiðtogarnir Hjört- ur og Rúna koma til starfa að nýju. Undirleikari í vetur verður Stefán Birg- isson. Gæludýramessa kl. 11 í Borg- arholtsskóla. Messa dagsins verður fyrir alla fjölskylduna. Krakkakór Grafarvogs- kirkju syngur, stjórnandi: Oddný J. Þor- steinsdóttir. Sunnudagaskólaleiðtogar verða kynntir, þau heita Gummi og Dagný. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson. Gæludýrabúðin Dýraland mun vera með ýmis gæludýr til sýnis. Kókómjólkurkött- urinn Klói kemur í heimsókn færandi hendi. Sr. Bjarni Þór Bjarnason mun þjóna við athöfnina. HJALLAKIRKJA: Englaguðsþjónusta kl. 11. Fjölskylduhátíð við upphaf vetr- arstarfsins. Efni miðað við yngri kynslóð- ina. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Fólk í safnaðarstarfinu leiðir söng og leik. Brúð- ur kíkja við og Tóta trúður skemmtir börn- unum. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Sjá einnig á www.hjallakirkja.is. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Kaffisopi að lokinni guðsþjón- ustu. Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í um- sjón Önnu Kristínar, Péturs og Laufeyjar Fríðu. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Fjöl- skyldumessa sunnudag kl. 11 í Linda- skóla. Sunnudagaskólaefni vetrarins verður kynnt, Gulla gæs kemur í heim- sókn, fjörugur söngur og fræðsla. Hannes Baldursson organisti sér um undirleik og sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðs- son prédikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. Ath. breyttan guðsþjónustutíma. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Vetrarstarf kirkjunnar hefst með fjölskylduguðsþjón- ustu kl. 11 í nýju kirkjuhúsi að Fossaleyni 14 í Grafarvogi. Sigríður Schram talar. Samkoma verður kl. 20 með mikilli lof- gjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram pre- dikar. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. Skráning er hafin á næsta Alfanámskeið. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Jón- svein Bech, færeyskur prestur, verður í heimsókn 4.–5. september. Kvöldvaka laugardag kl. 20.30 og guðsþjónusta sunnudag kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bæna- stund. Kl. 20 samkoma. Pálína Imsland og Hilmar Símonarson stjórna. Guð- mundur Örn Ragnarsson talar. Ólafur Jó- hannsson tekur þátt. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma kl. 14. Helga R. Ármanns- dóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Boðið upp á gæslu fyrir 1–7 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Ath. breyttan samkomutíma kl. 14. Sjá: www.kefas.is KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 20. „Farið“, Hjálmar Bö og Jorunn Söbo kristniboðar frá Noregi tala um efn- ið. Samkoman með sumarbrag, kaffi- húsastemmning og léttar veitingar. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræð- um. Ester K. Jacobsen. Almenn samkoma kl. 16.30. Ath! breyttan samkomutíma. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Lofgjörð- arhópur Samhjálpar leiðir í söng. Fyr- irbænir í lok samkomu. Barnakirkja með- an á samkomunni stendur. 8. september kl. 14 er samkirkjuleg haustguðsþjónusta fyrir eldri borgara. Ræðum. Björn Bjarna- son, dóms- og kirkjumálaráðherra. Lög- reglukórinn syngur, undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Einsöngur Geir Jón Þór- isson, yfirlögregluþjónn. 8. september kl. 20 er bænastund. Bænastundir alla virka morgna kl. 6. Sjá: www.gospel.is. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Laugardaga: Barna- messa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnu- daga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnu- daga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Fimmtudaga: Skriftir kl. 19.30. Bæna- stund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laug- ardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnu- daga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykja- vík: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Kåre Kaspersen. Safn- aðarheimili aðventista Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorra- son. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa kl. 11. Sigurður Stefán Krist- jánsson verður fermdur. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Guðmundar H. Guð- jónssonar. Prestar sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Kristján Björnsson. Sunnudagaskól- inn hefst 12. september kl. 11. Þann dag er einnig verðandi fermingarbörnum og foreldrum þeirra boðið til guðsþjónustu kl. 14 og fundar á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Einsöngur Eyjólfur Eyjólfsson. Organisti Antonia Hevesi. Kór kirkjunnar leiðir safn- aðarsöng. Barnastarf fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyr- arskóla. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 14. Kirkjukór Víðistaðasókn- ar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Barnastarf hefst 12. september. Kyrrð- arstundir miðvikudaga kl. 12. Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Sjá: www.vidistadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Fyrsta samveran á þessu hausti. Umsjón hafa Edda, Sigríður Kristín, Hera og Örn. Þetta er góð og upp- byggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 13. Fermingarbörn og foreldrar þeirra taka þátt og verður stuttur fundur með þeim að lokinni guðsþjón- ustu.. Örn Arnarson leiðir tónlist og söng ásamt hljómsveit kirkjunnar og kór. Prest- ar: Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Samkirkjuleg gleði- stund með kaffihúsastemmningu kl. 15.30 í Kirkjulundi, safnaðarheimili Kefla- víkurkirkju. Píanóspil kl. 5, Hákon Leifs- son spilar. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason tal- ar fyrir hönd Keflavíkurkirkju. Tónlistaratriði í boði Keflavíkurkirkju. Sr. Jakob Rolland talar fyrir hönd kaþólikka. Tónlistaratriði í boði kaþólikka. Karen Sturlaugsson talar fyrir hönd aðventista. Tónlistaratriði í boði aðventista. Þórdís Karlsdóttir talar fyrir hönd hvítasunnu- manna. Tónlistaratriði í boði hvítasunnu- manna. Lokasálmur í „Bljúgri bæn“. Sam- kirkjuleg bæn. Verið velkomin á Ljósanótt, menningardaga Reykjanesbæjar. Sjá: keflavikurkirkja.is. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Allur kirkjukórinn syngur. Kaffi á eftir. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Fermingarbörn vetrarins boðin velkomin. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Prestur sr. Magnús Erlingsson. HRÍSEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðs- prestur predikar. Fermingarbörnum verða afhentar Biblíur að gjöf frá söfnuðinum. Að lokinni athöfn mun sr. Guðmundur tala um trúarþroska barna. STÆRRA-ÁRSKÓGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmunds- son héraðsprestur predikar. Ferming- arbörnum verða afhentar Biblíur að gjöf frá söfnuðinum. Að lokinni athöfn mun sr. Guðmundur tala um trúarþroska barna. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta fyrir prestakallið sunnudag kl. 11. Krakkar í prestakallinu hvattir til að vera með frá upphafi ásamt foreldrum og systkinum. Afmælisbörn sumarsins fá glaðning. Mikill og skemmtilegur söngur fyrir alla fjölskylduna. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Fé- lagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Org- anisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Gospelhátíð og helgi- stund kl. 20.30. Óskar Einarsson stjórnar tónlistinni. Erdna Varðardóttir og Hrönn Svansdóttir syngja einsöng. Þátttakendur á gospelnámskeiðinu syngja. Arnaldur Bárðarson þjónar. Aðgangur ókeypis. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Almenn samkoma kl. 17. Ræðumaður Rannva Ol- sen. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl. 11. Organisti Nína María Morávek. KELDNAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðs- þjónusta kl. 14. Skírn. Organisti Guðjón Halldór Óskarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa: Kvöldguðs- þjónusta sunnudag kl. 21. Almennur safn- aðarsöngur. Organisti Eyrún Jónasdóttir. Prestur sr. Kristinn Á. Friðfinnsson. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskóli hefst kl. 11.15 í lofti safnaðarheimilisins. Léttur hádegisverður að lokinni messu. Morguntíð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar miðvikudaga kl. 11. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. ÞINGVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Org- anisti Guðmundur Vilhjálmsson, prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Guðspjall dagsins: Miskunnsami Samverjinn. (Lúk. 10.) Morgunblaðið/Einar Falur Kirkjan í Garði í Kelduhverfi, fornt höfuðból. DDD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.