Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 48
Grettir Grettir Smáfólk HÆTTU HVERJU ÞVÍ SEM ÞÚ ERT AÐ GERA! MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ AÐ SEGJA ÞETTA ÞANNIG AÐ ÉG ÞARF EKKI AÐ HÆTTA ÞESSU? ÞESSI KATTARMATUR LYKTAR EKKERT ÞAÐ VIÐBJÓÐSLEGA Ó... JÆJA... ÆTLI ÉG BORÐI HANN EKKI SAMT MIG LANGAR Í FLUGDREKA ÞAÐ VILDI ENGINN KOMA MEÐ MÉR! Risaeðlugrín NEI SKO MAÐKUR ... HVAÐ ER HANN AÐ GERA? © DARGAUD ÞETTA ÞÝÐIR AÐ LIRFAN SEM VIÐ SAÚM ÁÐAN VERÐUR AÐ STÓRFÖGRU FIÐRILDI. SJÁÐU BARA ... VÁÁ!!! HVAÐ ÞAÐ ER FALLEGT! OG HVAÐ SVO DÍNÓ? Í HVAÐ BREYTIST FIÐRILDIÐ SVO? Í EKKI NEITT!! ÞEGAR AÐ LIRFAN HEFUR UMBREYST ER VERKIÐ FULLKOMNAÐ OG ... ERTU VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ RÉTT DÍNÓ?? NÚ PÚPUNA SÍNA! OG TIL HVERS ER HÚN? TIL AÐ FELA SIG! ... TIL AÐ KLÁRA UMBREYTINGUNA. OG HVAÐ ER EIGINLEGA UMBREYTING? UMBREYTING ER NÁTTÚRULEG BREYTING ÞAR SEM EITT DÝR BREYTIST Í ANNAÐ DÝR! HANA NÚ!! ÞÚ VEIST BARA EKKI NEITT! Dagbók Í dag er laugardagur 4. september, 248. dagur ársins 2004 Víkverji hefur kynntsér það sem leik- húsin stóru munu bjóða upp á í vetur. Þjóðleikhúsið á hrós skilið fyrir að bjóða uppá fjögur íslensk verk – ef það þá stend- ur – en eitthvað finnst Víkverja þó klén sú ákvörðun að ætla að setja upp söngleikinn Jesus Christ Super- star enn eina ferðina hér á landi. x x x Ekki er langt síðangagnrýnendur veltu sér þessi ósköp upp úr því og fundu til foráttu að framtakssamir ungir leikarar hér í borg skyldu voga sér einir og óbundnir að setja upp Hárið, söngleik sem tvisvar sinnum áður hafði verið settur upp og síðast fyrir ekki nema áratug. Svo vill til að Jesus Christ Superstar hefur líka verið settur upp tvisvar sinnum áður af atvinnuleikhópum og það er viðlíka langt síðan Borgar- leikhúsið setti söngleikinn upp. Víkverja finnst eitt og hefur ekk- ert út á að setja að einstaklingar færi á fjalirnar margtuggið og rakið „kassastykki“ á borð við ofannefnda söngleiki en verður sjálft Þjóðleikhúsið ekki að vanda valið betur? Hefur þessi virðulega sameign okkar ekki meiri og víðtækari listrænum skyldum að gegna? Og ef á annað borð verið er að setja upp söng- leik – sem Víkverja þykir vel – væri þá ekki nær að velja ein- hvern sem ekki hefur verið settur upp eins oft? Eða jafnvel ein- hvern sem aldrei fyrr hefur verið settur upp á Íslandi? Ef á annað borð er verið að velja Webber, hvernig væri að prófa einhver önnur verka hans, en þau eru ansi fá sem ratað hafa á fjalir íslensku atvinnu- leikhúsanna. x x x Þá eru nær 20 ár síðan Vesaling-arnir, sá aldeilis fíni og sígildi söngleikur Schönbergs og Boublils, var settur upp. Væri sannarlega kærkomið að hann yrði settur upp aftur fyrir nýjar kynslóðir, helst bara aftur með Agli Ólafssyni í klæðskerasniðnu hlutverki Jean Valjean. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Námskeið | Klarínettuhátíð stendur nú yfir en gestur hátíðarinnar er að þessu sinni Eddy Vanoosthuyse frá Belgíu. Hann mun í dag kl. 15 tala um klarínettutónlist í Belgíu og kynna Leblanc-klarínetturnar. Dagskráin fer fram í nýja sal FÍH í Rauðagerði 27. Hátíðinni lýkur á morgun, sunnudag, með tónleikum í Ými þar sem Vanoosthuyse kemur fram meðal annarra og leikin verða verk eftir Robert Schuman, Mozart og fleiri. Klarínettuhátíð Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En Jesús hrópaði: „Sá sem trúir á mig, trúir ekki á mig, heldur þann sem sendi mig.“ (Jh. 12, 44.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.