Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar KristinnHelgason fæddist á Holtastíg 10 í Bol- ungarvík 27. janúar 1937. Hann lést laug- ardaginn 28. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar Einars voru Anna Svandís Gísladóttir húsmóðir, f. 31.7. 1908, d. 26.7. 2000 og Helgi Einarsson for- maður í Bolungar- vík, f. 9.7. 1889, d. 21.11. 1947. Einar var þriðji í röð sex al- systkina, Hin eru: 1) Bragi, f. 1933, kvæntur Þorbjörgu Maggý Jónasdóttur, 2) Helga Svan- dís, f. 1935, gift Birgi Sigurbjarts- syni, 3) Gísli, f. 1938, d. 6.12. 2003, kvæntur Sigríði Jónínu Hálfdáns- 1) Lárus Birkir forstöðumaður, f. 17.1. 1960, kvæntur Esther Sigurð- ardóttur framkvæmdastjóra, sonur þeirra er Birkir, f. 1983. 2) Anna Margrét matráður, f. 28.7. 1961, gift Hirti Kristjánssyni vélvirkja, dætur þeirra eru Birta, f. 1988, Hulda, f. 1990 og Klara, f. 1999. 3) Helgi rekstrarfræðingur, f. 21.2. 1964, barnsmóðir Svanhvít Friðþjófsdótt- ir, börn þeirra Saga Huld, f. 1991 og Einar Kristinn, f. 1992. 4) Stúlka, f. 1. júní 1975, dáin sama dag. Einar vann við ýmis sveitastörf á unglingsárum sínum en að þeim loknum lá leið hans á sjóinn og var hann á ýmsum skipum frá Bolung- arvík, mest með Hálfdáni Einarssyni bæði á síldveiðum og á vetrarvertíð- um. Hann hóf störf í plastverksmiðju Jóns Fr. Einarssonar árið 1966 og var þar sem verksmiðjustjóri til 1986 er hann gerðist hafnarvörður við Bolungarvíkurhöfn þar sem hann starfaði þar til hann lést. Útför Einars fer fram frá Hóls- kirkju í Bolungarvík í dag og hefst athöfnun klukkan 14. dóttur, 4) Ágúst Guð- jón, f. 1939, kvæntur Þóru Kristínu Run- ólfsdóttur og 5) Guð- björg, f. 1941, sam- býlismaður Haukur Jóhannsson. Hálf- systkini Einars af föð- urnum voru Einarína, f. 1911, d. 1914, Magn- ús, f. 1913, d. 1948 og Kristín, f. 1915, d. 1989. Hinn þrítugasta desember 1961 kvænt- ist Einar eftirlifandi eiginkonu sinni, Magneu Huldu Gísladóttur, f. að Ósi í Bolungavík 5.4. 1941. For- eldrar hennar voru Margrét Magn- úsdóttir og Gísli Valdimarsson. Börn þeirra Huldu og Einars eru: Grátið mig ekki, því ég er frjáls, ég fylgdi veginum sem Guð lagði fyrir mig. Ég tók Hans hönd, þegar kallið kom, sneri við og yfirgaf allt. Ég gat ekki dvalið lengur, til að hlæja, elska, vinna eða gleðjast. Ókláruð verk mín verða eftir hér, ég fann þennan stað minn síðasta dag. Hafi brottför mín skilið eftir tómarúm, fyllið það með góðum minningum. Vináttu og gleðistunda, ó já ég á eftir að sakna líka. Berið ekki þungar byrðar sorgarinnar. Ég óska ykkur bjartra daga. Líf mitt var fyllt af gleðistundum, í samför ástvina og annarra. Kannski virtist dvöl mín hér allt of stutt. En lengið hana ekki með djúpri sorg. Léttið á hjarta ykkar og samgleðjist mér, Guð vildi mig núna og tók móti mér. (Irvin R. Karon.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Lárus B. Einarsson. Það er erfitt að skilja áætlanir Guðs almáttugs, ástkær tengdafaðir minn kvaddi okkur skyndilega sl. laugardag og með honum er genginn einstakur og góður maður. Kynni mín af Einari og Huldu hófust 1978 þegar ég var svo lánsöm að kynnast elsta syni þeirra Lárusi Birki. Þau hjónin tóku mér með opnum faðmi í fjölskylduna frá upphafi og ég var einstaklega lánsöm að eignast þessa tengdafjölskyldu. Einar var einstak- ur öðlingur, tryggur og traustur sinni fjölskyldu í einu og öllu. Frá byrjun hef ég dáðst að hjónabandi og sambandi þeirra Huldu og Ein- ars, gagnkvæm tryggð, virðing fyrir hvort öðru og einlæg ást og blíða var augljós á framkomu þeirra hvors við annað og hjörtu þeirra slógu í takt. Þau voru jafnframt einlægir vinir, samstiga í öllu sem þau tóku sér fyr- ir hendur og samvinna þeirra var aðdáunarverð. Öll verk sem Einar og Hulda tóku sér fyrir hendur voru framkvæmd af einstakri vandvirkni, samviskusemi, natni og þolinmæði. Einar var þús- undþjalasmiður, iðjusemi var einn af mörgum kostum sem Einari voru gefnir, og höfum við öll notið góðs af handlagni hans í fjölskyldunni. Ein- ar var afar góð fyrirmynd sem eig- inmaður, faðir og afi, fjölskyldan var honum allt og tengslin afar náin. Þó að Einar sé ekki lengur á meðal okk- ar, sé ég hann í börnum hans Lalla, Helga og Önnu Möggu, taktar, hreyfingar, sama ljúfmennskan, tryggðin og samheldnin. Einar var einstakur afi og getur ekki nokkur fyllt það skarð. Birkir sonur minn hefur notið samveru afa síns frá fyrstu tíð, alltaf að horfa á afa smíða, laga, eða búa eitthvað til, ótalin eru spil og leikir sem sonur minn gat fengið afa og ömmu til að spila við sig, göngutúrar og ómældar gleði- stundir. Barnabörnin hafa dregið fram allar mjúku hliðar Einars, hann var stoltur af afahópnum og hafði endalausan tíma fyrir hvert þeirra. Þau jákvæðu áhrif sem sonur minn hefur hlotið vegna samveru við afa sinn eru ómetanleg, afi er hetjan hans Birkis, og það er erfitt að hugsa tilveruna án hans. Heimili Huldu og Einars ber vott um hand- lagni þeirra beggja, síðastliðin ár hafði Einar tekið upp áhugamál við að skera út og saga út hluti og eigum við nú öll fjársjóði sem bera merki um handlagni hans. Bústaðurinn þeirra inni í Mjóafirði er þeirra sælureitur og ber einnig gott merki um alla vandvirkni og handlagni Einars, þar eyddu þau flestum frí- stundum á sumrin og þar dvaldi Ein- ar síðustu daga ævi sinnar. Síðan við fluttum 1993 til Michigan höfum við notið heimsókna Einars og Huldu annað hvert ár, og eigum við margar ógleymanlegar minningar um góðar stundir sem ylja okkur á þessari erf- iðu stundu. Á sama tíma og við reynum að vinna úr sorg okkar, er huggun í því að vita að Einar er í Paradís, þar er Gísli bróðir hans sem kvaddi fyrir einungis 8 mánuðum, eru þeir á meðal engla Hins Himneska föður án efa að líta eftir okkur sem eftir stöndum hnípin. Nú drúpum við höfði í einlægri virðingu og vinnum að sátt við Himnaföðurinn sem kallaði Einar til síns svo fljótt. Elsku tengdaföður mínum þakka ég allar samveru- stundir, hlýju, traust, og einlæga vináttu. Elsku Lalli minn, Anna Magga og Helgi, þið eruð lifandi eft- irmynd föður ykkar, þið getið verið stolt af einstökum pabba sem elskaði ykkur meir en orð fá lýst. Elsku Birkir minn, Birta, Hulda, Klara, Saga Huld og Einar Kristinn, geym- ið allar minningarnar um afa og munið að þó að við sjáum hann ekki er hann alltaf með okkur. Ég bið algóðan Guð að blessa og styrkja elsku tengdamóður mína, Huldu, á þessari erfiðu stundu, gefa henni frið og sátt í hjarta sínu. Minningin um einstakan mann mun lifa á meðal okkar, þar til við hitt- umst á ný. Guð blessi minningu Ein- ars Helgasonar. Hvíli hann í friði. Esther Sigurðardóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku afi minn er farinn allt of fljótt. Það er erfitt að horfa fram á við án hans. Ég á fjársjóð af minningum sem ég mun geyma ævilangt. Afi var allt- af tilbúinn að tala við mig, kenna mér, sýna mér eða leyfa mér að prófa hluti. Hann var alltaf til í að leika við mig, spila eða grínast. Afi er góð fyr- irmynd fyrir mig, og hefur alltaf haft jákvæð áhrif á mig og mína framtíð. Afi bjó til marga fallega hluti handa mér og mun ég varðveita þá um alla framtíð. Og í framtíðinni þegar ég eignast börn mun ég hafa margt að segja þeim um langafa og hversu hæfileikaríkur hann var og hversu góður maður hann var. Ég mun aldrei gleyma afa og vil ég þakka honum alla ást og umhyggju og allar góðar stundir. Elsku amma á svo erfitt, Guð blessi elsku ömmu mína og varðveiti um alla framtíð. Guð geymi elsku afa minn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Birkir Lárusson. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Þessar ljóðlínur eiga vel við þegar við minnumst kærs mágs, svila og vinar Einars Helgasonar sem varð bráðkvaddur laugardaginn 28. ágúst langt um aldur fram. Margs er að minnast eftir fjölda samverustunda í gleði og sorg og stórt skarð er nú höggvið í stórfjöl- skylduna. Fjölskyldan úr Hnífsdal gerði innrás á Hlíðarstræti 4 í Bol- ungarvík um hver jól og áramót. Alltaf vorum við velkomin þó að- sprengjugleði feðganna úr Hnífsdal ætlaði stundum að æra húsráðend- ur. Samverustundir fjölskyldnanna takmörkuðust þó ekki við jól og ára- mót. Á sumrin eyddu Einar og Hulda eins miklum tíma og þau gátu í bústaðnum sínum í Mjóafirði og fengum við oft að njóta gestrisni þeirra þar. Einar var bæði laghent- ur og afar greiðvirkinn. Ef eitthvað þurfti að gera á okkar heimili var Einar alltaf boðinn og búinn að hjálpa til, hvort heldur átti að klæða hús, leggja parket eða hvaðeina sem gera þurfti. Þau eru mörg handtökin sem þeir unnu saman svilarnir og margar góðar þagnarstundir yfir flóknum verkefnum. Fjölskyldan á Bakkavegi 15 vill að leiðarlokum þakka Einari innilega allar sam- verustundirnar. Guð blessi minn- inguna um Einar Helgason. Elsku Hulda, Lalli, Anna, Helgi, tengda- börn og barnabörn, við á Bakkaveg- inum, makar og börn vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Fjölskyldan Bakkavegi 15, Hnífsdal. EINAR KRISTINN HELGASON Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR JÓHANN SIGURJÓNSSON, Gránufélagsgötu 41, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 28. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 8. septem- ber kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir, Trausti Jóhannsson, Tryggvi Gunnarsson, Gunnar J. Gunnarsson, Sigríður D. Gunnarsdóttir, Gunnhildur H. Gunnarsdóttir, Sigurjón Gunnarsson, Elín Harðardóttir, Tómas Gunnarsson, Kristina Pere, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA GUÐNÝ ÞORSTEINSDÓTTIR, Sporðagrunni 4, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum miðvikudaginn 1. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Arnfríður Guðnadóttir, Guðrún Kolbrún Guðnadóttir, Hjörtur Sigurjónsson, Jóna Guðnadóttir, Þórir Jónsson, Halldór Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til ykkar allra sem veittuð okkur stuðning og samúð í veikindum og við andlát okkar ástkæra GUNNARS ALBERTS HANSSONAR, Sævargörðum 18, Seltjarnarnesi. Helga Guðmundsdóttir, Helga Sunna Gunnarsdóttir, Steinn Baugur Gunnarsson, Júlíana Einarsdóttir, Nökkvi Gunnarsson, Ellen Rut Gunnarsdóttir, Hans Hilaríusson, Jónína Böðvarsdóttir, Guðmundur Karlsson, Oddbjörg Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum fyrir auð- sýnda samúð vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS AÐALBJÖRNSSONAR, Þórshöfn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki við Heil- brigðisstofun Húsavíkur og Þórshafnar og dvalarheimilinu Nausti. Elska ykkar mun lifa í hjörtum okkar. Hulda Ingimars og niðjar. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GEIRSSONAR frá Reyðará, síðast til heimilis í Gullsmára 8. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilanna Sunnuhlíðar í Kópavogi og Skjólgarðs á Höfn. Ásta Guðlaugsdóttir, Ásgeir Grétar Sigurðsson, Þorgerður Gunnarsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson, Sólveig Edda Bjarnadóttir, Anna Dóra Sigurðardóttir, Hafliði Magnús Guðmundsson, Þrándur Sigurðsson, Rakel Guðmundsdóttir, afabörn og langafabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.