Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hveragerði | Áhugasamir foreldrar hafa endurvakið Sunddeild Hveragerðis. Sunddeildin var öflug á ár- um áður en starfið hefur að mestu legið niðri í mörg ár. Margir krakkar mættu á fyrstu æfinguna. Formaður endurreistu deildarinnar er Guðrún Haf- steinsdóttir. Deildin hefur ráðið til sín þjálfara, Magn- ús Tryggvason. Iðkendum verður skipt í tvö aldursstig og æfingar verða fjórum sinnum í viku hjá eldri hópnum. Sunddeildin endurvakin MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 23 Þorlákshöfn | Vonir standa til þess að hægt verði að opna minjasafn í Þorlákshöfn á næsta ári. Undirbún- ingur þess er eitt af verkefnum Barböru Helgu Guðnadóttur, bók- menntafræðings, sem tekið hefur til starfa sem menningarfulltrúi Sveit- arfélagsins Ölfuss. Þetta er ný staða sem felst í því að efla menningar- starf í sveitarfélaginu jafnframt því að vera yfirmaður bóka- og minja- safns sveitarfélagsins. Barbara hefur undanfarin þrjú ár verið verkefnastjóri hjá Fornleifa- stofnun Íslands þar sem hún hefur haft umsjón með verkefnum á sviði fræðslu- og kynningarmála. Hún var um tíma framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholtskirkju og hefur í mörg ár starfað sem leið- sögumaður. Þjónustustarf við íbúana Barbara segir alla hafa tekið henni mjög vel og hlakkar til að búa og starfa í sveitarfélagi þar sem hún finnur fyrir löngun hjá íbúum til að gera meira og betur. Hún segir bókasafnið bjart og rúmgott og sér fram á að hægt verði að auka þar upplýsinga- og fræðsluþjónustu við sveitarfélagið. „Eitt stærsta skrefið í þá átt verður líklega minjasafn sem vonir standa til að hægt verði að opna jafnvel á næsta ári. Hér er mikill fjöldi muna sem gaman verður að fara í gegnum, fræðast um og sýna. Þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hægt sé að koma Þorlákshöfn á kortið hjá ferðamönnum. Það krefst þó mikils og vandaðs undirbúnings. Í vetur verður boðið upp á marg- víslega menningarviðburði, m.a. tónlistarhátíð og ljósmyndasýningu. Annars lít ég á starf menningar- fulltrúa öðru fremur sem þjónustu- starf við íbúana. Ég reyni að kom- ast að því á hverju fólk hefur mestan áhuga, hef svo ýmsar hug- myndir sjálf og úr öllu þessu reyni ég að galdra fram öflugt og fjöl- breytt menningarlíf,“ segir Barbara. Menningarfulltrúi í Þorlákshöfn Galdrar fram öflugt menningarlíf Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Menning: Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri býður Barböru Helgu Guðna- dóttur menningarfulltrúa velkomna til starfa hjá sveitarfélaginu Ölfusi. BÆJARRÁÐ Hveragerðis hefur ákveðið að hefja undirbúning gatna- gerðar til að bæta úr lóðaskorti í bænum. Gert er ráð fyrir að alls muni 68 hús standa við þessar götur. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í vetur og að hægt verði að út- hluta fyrstu lóðunum í haust. Byggingarfulltrúi og bæjarstjóri lögðu greinargerð um helstu kosti í nýframkvæmdum í gatnagerð fyrir bæjarráð Hveragerðis á dögunum. Á grundvelli þess var samþykkt að fela þeim að undirbúa útboð á gatnagerð á seinni hluta Hraunbæj- ar, fyrri hluta Valsheiðar og nýrri götu sem ber heitið Birkimörk. Allar eru þessar götur í nýju hverfi, skammt vestan við Hótel Örk, og við þær munu standa alls 68 hús af ýms- um gerðum þegar svæðið verður fullbyggt. Ætlunin er þó að áfanga- skipta verkinu og láta eftirspurn ráða hraða þess. Bæjarráð Hveragerðis hefur einnig samþykkt að undirbúa útboð á áframhaldi götunnar Sunnumerk- ur sem ný verslunarmiðstöð stendur við. Við það verða til nokkrar versl- unar- og þjónustulóðir. Undirbúa gatna- gerð í nýju hverfi ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.