Morgunblaðið - 04.09.2004, Page 23

Morgunblaðið - 04.09.2004, Page 23
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hveragerði | Áhugasamir foreldrar hafa endurvakið Sunddeild Hveragerðis. Sunddeildin var öflug á ár- um áður en starfið hefur að mestu legið niðri í mörg ár. Margir krakkar mættu á fyrstu æfinguna. Formaður endurreistu deildarinnar er Guðrún Haf- steinsdóttir. Deildin hefur ráðið til sín þjálfara, Magn- ús Tryggvason. Iðkendum verður skipt í tvö aldursstig og æfingar verða fjórum sinnum í viku hjá eldri hópnum. Sunddeildin endurvakin MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 23 Þorlákshöfn | Vonir standa til þess að hægt verði að opna minjasafn í Þorlákshöfn á næsta ári. Undirbún- ingur þess er eitt af verkefnum Barböru Helgu Guðnadóttur, bók- menntafræðings, sem tekið hefur til starfa sem menningarfulltrúi Sveit- arfélagsins Ölfuss. Þetta er ný staða sem felst í því að efla menningar- starf í sveitarfélaginu jafnframt því að vera yfirmaður bóka- og minja- safns sveitarfélagsins. Barbara hefur undanfarin þrjú ár verið verkefnastjóri hjá Fornleifa- stofnun Íslands þar sem hún hefur haft umsjón með verkefnum á sviði fræðslu- og kynningarmála. Hún var um tíma framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholtskirkju og hefur í mörg ár starfað sem leið- sögumaður. Þjónustustarf við íbúana Barbara segir alla hafa tekið henni mjög vel og hlakkar til að búa og starfa í sveitarfélagi þar sem hún finnur fyrir löngun hjá íbúum til að gera meira og betur. Hún segir bókasafnið bjart og rúmgott og sér fram á að hægt verði að auka þar upplýsinga- og fræðsluþjónustu við sveitarfélagið. „Eitt stærsta skrefið í þá átt verður líklega minjasafn sem vonir standa til að hægt verði að opna jafnvel á næsta ári. Hér er mikill fjöldi muna sem gaman verður að fara í gegnum, fræðast um og sýna. Þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hægt sé að koma Þorlákshöfn á kortið hjá ferðamönnum. Það krefst þó mikils og vandaðs undirbúnings. Í vetur verður boðið upp á marg- víslega menningarviðburði, m.a. tónlistarhátíð og ljósmyndasýningu. Annars lít ég á starf menningar- fulltrúa öðru fremur sem þjónustu- starf við íbúana. Ég reyni að kom- ast að því á hverju fólk hefur mestan áhuga, hef svo ýmsar hug- myndir sjálf og úr öllu þessu reyni ég að galdra fram öflugt og fjöl- breytt menningarlíf,“ segir Barbara. Menningarfulltrúi í Þorlákshöfn Galdrar fram öflugt menningarlíf Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Menning: Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri býður Barböru Helgu Guðna- dóttur menningarfulltrúa velkomna til starfa hjá sveitarfélaginu Ölfusi. BÆJARRÁÐ Hveragerðis hefur ákveðið að hefja undirbúning gatna- gerðar til að bæta úr lóðaskorti í bænum. Gert er ráð fyrir að alls muni 68 hús standa við þessar götur. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í vetur og að hægt verði að út- hluta fyrstu lóðunum í haust. Byggingarfulltrúi og bæjarstjóri lögðu greinargerð um helstu kosti í nýframkvæmdum í gatnagerð fyrir bæjarráð Hveragerðis á dögunum. Á grundvelli þess var samþykkt að fela þeim að undirbúa útboð á gatnagerð á seinni hluta Hraunbæj- ar, fyrri hluta Valsheiðar og nýrri götu sem ber heitið Birkimörk. Allar eru þessar götur í nýju hverfi, skammt vestan við Hótel Örk, og við þær munu standa alls 68 hús af ýms- um gerðum þegar svæðið verður fullbyggt. Ætlunin er þó að áfanga- skipta verkinu og láta eftirspurn ráða hraða þess. Bæjarráð Hveragerðis hefur einnig samþykkt að undirbúa útboð á áframhaldi götunnar Sunnumerk- ur sem ný verslunarmiðstöð stendur við. Við það verða til nokkrar versl- unar- og þjónustulóðir. Undirbúa gatna- gerð í nýju hverfi ÁRBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.