Morgunblaðið - 09.09.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EKKI INN Í ESB
Halldór Ásgrímsson utanrík-
isráðherra hafnar aðild Íslands
að Evrópusambandinu á meðan
sú krafa er við lýði að það kosti
afsal yfirráða yfir fiskimiðum
landsins.
Aðgerðir utan Rússlands?
Rússar munu ráðast til atlögu
gegn hryðjuverkamönnum ekki
síður utan landamæra Rússlands
en innanlands. Þetta sagði forseti
rússneska herráðsins, Júrí Balú-
evskí, í gær eftir gíslatökuna blóð-
ugu í grunnskóla í Beslan í Norð-
ur-Ossetíu í síðustu viku.
Vöxtum má breyta
Vöxtum lána úr Byggingasjóði
ríkisins, ’86 kerfinu svonefnda, má
breyta samkvæmt ákvörðun rík-
isstjórnarinnar hverju sinni. Úti-
standandi lán eru um 49 milljarðar
króna og voru vextir þeirra hækk-
aðir úr 3,5% í 4,9% árið 1991.
Margir á leið frá Írak
Mikill ótti hefur gripið um sig
meðal starfsmanna alþjóðlegra,
óháðra hjálparsamtaka í Írak eftir
ránið á tveimur ítölskum hjálp-
arstarfsmönnum í fyrradag. Marg-
ir segja starfsliði sínu að fara
heim.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 22
Fréttaskýring 8 Viðhorf 24
Erlent 12/13 Minningar 25/30
Minn staður 14 Dagbók 32/34
Höfuðborgin 15 Myndasögur 32
Akureyri 16 Staður og stund 34
Austurland 16 Af listum 35
Landið 17 Leikhús 36
Neytendur 18/19 Bíó 38/41
Daglegt líf 20 Ljósvakamiðlar 42
Umræðan 20/24 Veður 43
Bréf 24 Staksteinar 43
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir auglýsingablaðið Hausthátíð
frá KFUM&KFUK.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
STJÓRN Íbúðalánasjóðs hefur
lækkað vexti viðbótarlána um
tæpt eitt prósentustig úr 5,3% í
4,35% til jafns við önnur vaxtakjör
á íbúðalánum sjóðsins. Þeim sem
uppfylla skilyrði um töku viðbót-
arlána stendur þannig til boða
90% lán af markaðsvirði íbúðar
með 4,35% vöxtum.
Þessi ákvörðun var tekin á
fundi stjórnar Íbúðalánasjóðs í
gær. Guðmundur Bjarnason, for-
stjóri sjóðsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ákveðið hefði
verið að lækka vexti á nýjum við-
bótarlánum sjóðsins úr 5,3% í
4,35% eins og vaxtakjör væru á al-
mennum íbúðalánum og tæki
vaxtalækkunin strax gildi.
Guðmundur sagði að í lögum
segði að vextir af viðbótarlánum
skyldu taka mið af vaxtakjörum
sem Íbúðalánasjóði byðist á mark-
aði hverju sinni. Einnig kæmi
fram að vexti skyldi endurskoða
ár hvert við gerð fjárhagsáætlun-
ar og það hefði verið túlkað þannig
að vextirnir væru endurskoðaðir
einu sinni á ári.
„Þetta var orðið mjög brýnt.
Það var orðið óviðunandi misræmi
á þessum vöxtum og almennu
vöxtunum. Þetta er náttúrlega
fólkið, sem er við erfiðustu að-
stæðurnar, eigna- og tekjulægsta
fólkið og það var útilokað að það
væru svo háir vextir þar miðað við
aðra,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að þetta þýddi það
að þeir sem ættu rétt á viðbótar-
lánum gætu fengið 90% lán á
4,35% vöxtum. „En þeir þurfa
auðvitað að eiga rétt á viðbótar-
láninu og þetta eru eftir sem áður
tvö lán, íbúðarlánið og viðbótar-
lánið,“ sagði Guðmundur.
Til viðbótar húsbréfum
Viðbótarlán koma til viðbótar
íbúðalánum og geta numið allt að
25% af markaðsvirði íbúðar, en
lánveiting að meðtöldu íbúðarláni
getur þó aldrei orðið meiri en sem
nemur 90% af markaðsvirði. Upp-
fylla þarf sérstök skilyrði hvað
tekjur og eignir varðar til þess að
eiga rétt á láninu. Þannig mega
meðalárstekjur einstaklings nema
rúmum tveimur milljónum og
hjóna tæpum þremur milljónum
og 340 þúsund kr. koma til við-
bótar fyrir hvert barn undir tví-
tugu.
Íbúðalánasjóður lækkar vexti á viðbótarlánum
Veitir 90% lán á
4,35% vöxtum
„VIÐ eigum ekki von á öðru en að það muni takast
að hafa Alþingishúsið tilbúið til notkunar fyrir þing-
setningu hinn 1. október nk.,“ segir Karl M. Krist-
jánsson, rekstrar- og fjármálastjóri Alþingis, en
framkvæmdir við annan áfanga endurbóta á gamla
Alþingishúsinu hófust í júní sl. Þær hófust þó seinna
en upphaflega var áætlað, þar sem þinglok drógust
fram til loka maímánaðar. Þá seinkaði fram-
kvæmdum eitthvað vegna sumarþingsins í júlí.
Karl gerir ráð fyrir því að verktakinn, Ístak, sem
séð hafi um framkvæmdirnar í sumar, skili verkinu
í lok næstu viku. „Þá höfum við væntanlega tíma til
að koma öllu fyrir á ný,“ útskýrir hann. Til dæmis
þurfi að ganga frá þingsalnum; koma þar fyrir
borðum og stólum og tengja atkvæðagreiðslukerfið.
Eftir framkvæmdirnar í sumar, hefur öll önnur
hæð þinghússins, þar á meðal þingsalurinn, verið
tekin í gegn, að sögn Karls. Auk þess hefur verið
sett nýtt gólfefni í fundarherbergi þingflokkanna.
Upphafleg kostnaðaráætlun vegna fram-
kvæmdanna í sumar hljóðaði upp á 75 milljónir
króna. Karl reiknar með því að sá kostnaður verði
nokkuð hærri. Hann kveðst þó ekki, að svo stöddu,
geta gefið upp hve mikið það verði.
Hann segir tvær ástæður fyrir því að kostnaður
hafi farið fram úr áætlun. Í fyrsta lagi hafi ýmislegt
óvænt komið upp á, eins og búast megi við, þegar
verið sé að gera við gamalt hús. Í öðru lagi hafi
kostnaður hlotist af því þegar stöðva þurfti fram-
kvæmdir í sumar vegna sumarþingsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Þinghúsið að verða tilbúið
Allt að verða tilbúið. Haukur Tómasson vann í gær að lokafrágangi í Kringlu Alþingishússins.
LENGSTI samhangandi borkjarni sem
náðst hefur úr Norður-Íshafinu til þessa
náðist í vel heppnuðum alþjóðlegum bor-
leiðangri nýverið og stendur Íslendingum
til boða, sem þátttakendum í Evrópudeild
IODP, að rannsaka borkjarnann að vild.
Borstaðirnir eru nálægt norðurpólnum og
komust bormenn á öðrum staðnum í 56
milljón ára gömul setlög í um 400 metra
djúpri holu í hafsbotninn á 1.300 metra haf-
dýpi. Borkjarninn rekur því jarðsögu þessa
svæðis 80 milljón ár aftur í tímann og getur
gefið mikilvægar upplýsingar um hvernig
veðrabreytingar eiga sér stað á svæðinu, að
sögn Bjarna Richter, jarðfræðings hjá Ís-
lenskum orkurannsóknum. „Svæðið er
mjög viðkvæmt fyrir öllum hnattrænum
veðrabreytingum þannig að þetta er mjög
spennandi, en jafnframt erfitt svæði að
rannsaka,“ segir Bjarni. Borað er í svokall-
aðan Lomonosoa-rekhrygg, sem gengur út í
Norður-Íshafið út úr norðurströnd Síberíu.
Íslendingar voru ekki í leiðangrinum sjálf-
um, en aðild þeirra að Evrópudeild IODP
ásamt 15 öðrum Evrópuþjóðum veitir þeim
fullan aðgang að rannsóknargögnum IODP.
Leiðangurinn var gerður út frá Tromsö í
Noregi og kostaði sem samsvarar rúmum
900 milljónum íslenskra króna.
Borkjarnarnir verða fluttir í sérhannaðar
geymslur erlendis og getur hver aðildar-
þjóð fengið að taka sýni úr þeim til rann-
sókna. Íslendingum stendur einnig til boða
með þátttöku sinni í samstarfinu að fá sér-
hæfð borskip til að gera rannsóknir á ís-
lenskum hafsvæðum.
Hercules-vél varpar vistum og varahlutum
til borskipsins Vidar Viking í N-Íshafinu.
Lengsti bor-
kjarni sem
náðst hefur
úr N-Íshafinu
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært karl-
mann fyrir líkamsárásir gegn sambýliskonu
sinni, þar af aðra alvarlega. Er ákærði ann-
ars vegar sakaður um mikið ofbeldi gegn
konunni á gamlársdegi 1999 fram á nýárs-
dag á heimili þeirra og hins vegar tvívegis í
apríl 2002.
Samkvæmt ákæruskjali hlaut konan m.a.
varanlegan og alvarlegan áverka á hægri
öxl eftir fyrri árásina og var síðan metin
með örorku að hluta. Ákæruvaldið krefst
refsingar yfir ákærða sem neitar sök. Aðal-
meðferð hefst fyrir Héraðsdómi Reykja-
ness 14. október.
Ákærður fyrir
ofbeldi gegn
sambýliskonu
KRÖFUGERÐ SFR – stéttarfélags í almanna-
þjónustu vegna komandi kjarasamninga var af-
greidd á fundi trúnaðarmannaráðs í gær.
Kjarasamningar félaga í SFR eru lausir frá og
með 1. desember nk. Lagðar voru fram meg-
inkröfur í tíu liðum.
Fyrir það fyrsta er gerð krafa um aukinn
kaupmátt launa og að lágmarkslaun verði ekki
undir 150 þúsund krónum á mánuði. Í öðru lagi
er krafa um styttingu vinnuvikunnar án skerð-
ingar launa og í þriðja lagi vill SFR endurskoða
rétt starfsmanna vegna veikinda og slysa. Þar
koma þrjár undirkröfur um aukinn rétt vegna
veikinda barna, aukið framlag til styrktar- og
sjúkrasjóðs og viðurkenndur verði réttur vegna
veikinda maka og náskyldra ættingja.
Þá gerir SFR kröfu um að núgildandi launa-
tafla verði endurskoðuð með tilliti til uppbygg-
ingar og lengdar, endurskoðuð verði gerð
stofnanasamninga með áherslu á jafnrétti og
jafnræði til launa og að tekin verði upp launa-
viðtöl.
Kröfur af svipuðum toga og lagðar voru
fram fyrir síðustu kjarasamninga
Að sögn Jens Andréssonar, formanns SFR,
eru áherslur í kröfugerðinni af svipuðum toga
og fyrir síðustu samninga, þ.e. að auka kaup-
mátt launa, bæta lægstu laun og þróa nýja
launakerfið.
Jens segir að í kröfugerðinni sé reynt að
stuðla að þessu, m.a. með kröfum um styttingu
vinnuvikunnar, aukinn rétt til fjarvista vegna
veikinda barna, möguleika á fríum í samræmi
við nýtilkomin vetrarfrí barna í skólum og auk-
inn orlofsrétt fyrir yngri starfsmenn.
Kröfugerð SFR hefur verið í mótun frá byrj-
un ársins og margir komið að undirbúningi
hennar. Fremstir í flokki hafa farið samn-
inganefnd og launamálaráð félagsins, sem m.a.
hafa skoðað ábendingar frá vinnustaða- og
morgunverðarfundum félagsmanna.
Lágmarkslaun verði 150 þúsund
♦♦♦