Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
flutt
410 4000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
R
V
2
25
63
9
0
9/
20
04
Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Landsbankans hefur flutt
í aðalútibú Landsbankans í Austurstræti.
Velkomin til okkar í Austurstræti.
Nýtt símanúmer: 410 4000
Við erum
ÞEIR sem hafa lagt leið sína inn í
Þórsmörk að undanförnu hafa sjálf-
sagt tekið eftir miklu skeri ofarlega í
Gígjökli í vestanverðum Eyja-
fjallajökli. Skerið hefur verið að
stinga sér upp úr jöklinum und-
anfarin fjögur ár en hefur ekki sést í
a.m.k. 100 ár. Er engu líkara en að
það sé að slíta skriðjökulinn í sund-
ur.
Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur
hjá Orkustofnun, segir þessar breyt-
ingar af völdum mikillar bráðnunar
jökulsins, en hann hefur hopað hratt
undanfarin ár, eða að meðaltali um
60 metra á ári vegna hlýnunar og lít-
illar úrkomu. Jökullinn hopaði 100
metra á árunum 1996–1998 og 136
metra 1998–2000 og 2000–2001 67
metra. Oddur segir þessa þróun eiga
við um alla jökla landsins að Reykj-
arfjaðarjökli í Drangajökli und-
anskildum, sem hefur gengið fram.
Sá jökull er hins vegar svokallaður
framskriðsjökull sem gengur fram
með reglulegu millibili án tillits til
lofstlags og rúmmál hans er ekki að
aukast, þrátt fyrir framskrið hans.
Bráðnar hraðar
en nokkru sinni fyrr
Hvað snertir Gígjökul hefur hann
hopað drjúgt og gengið fram á víxl
frá því mælingar hófust árið 1930
með nokkrum undantekningum þó.
Fram til 1970 hopaði jökullinn
ákveðið með lítilli undantekningu í
seinna stríði. Frá 1970 fór hann hins
vegar að ganga fram með þeim af-
leiðingum að jökullónið fyrir framan
hann, sem margir hafa gaman af að
skoða, minnkaði niður í þriðjung af
upphaflegri stærð. Eftir 1995 hefur
jökullinn síðan verið að dragast
saman af meiri krafti en nokkru
sinni fyrr. Hefur skerið fyrrnefnda
komið í ljós á þessum tíma. Er því
spáð að jökullinn muni halda áfram
að hopa.
Vestanverður Skeiðarjökull er sá
jökull landsins sem hopar mest, en
stökkin sem hann hefur tekið frá
árinu 1900 eru um 100 metrar ár-
lega.
„Það eru mörg dæmi um að stórar
ár hafi breytt um farvegi samhliða
þessum breytingum á jöklunum,“
segir Oddur. „Það er ærin ástæða til
að fylgjast sérstaklega með því,
vegna þess að þetta hefur mikil áhrif
á samgöngur, orkumál og umhverf-
ismál almennt. Breytingar á vatns-
föllum eru einhverjar mestu breyt-
ingar sem verða á náttúrunni.“
Ljósmynd/Loftmyndir ehf.
Gígjökull líkist langri totu. Svarta skellan á jöklinum miðjum t.v. er skerið sem virðist slíta jökulinn í sundur.
Gígjökull hopar ört í hlýindunum
Arnar segir að fastlega megi reikna með að jök-
ullinn hafi tapað enn meiri ís á þessu ári en því mið-
ur fari ekki fram nein skipulögð náttúruvöktun hér
á landi þótt Ísland sé fyrir margra hluta sakir
áhugaverður umhverfismælikvarði fyrir umheiminn.
Myndir Loftmynda sýna að landslagið framan við
Gígjökul einkennist af landformum tengdum hörfun
hans þar sem vatn safnast saman milli malarbingja
vegna snöggrar bráðnunar auk þess sem stórt lón
hafi myndast í lægð sem jökullinn hefur rofið og tel-
ur Arnar útlit fyrir að lónið muni stækka mikið á
næstum árum ef fram fer sem horfir.
MYNDMÆLINGAR fyrirtækisins Loftmynda af Gíg-
jökli, einum af skriðjöklum Eyjafjallajökuls, sýna að
jökullinn hefur minnkað um 23 milljónir rúmmetra á
árunum 2002–2003 en myndirnar voru sýndar á ráð-
stefnu Raunvísindastofnunar um loftslagsbreytingar.
Ástæður breytinganna er hitastigshlýnun á Íslandi
undanfarin ár og áratugi.
Arnar Sigurðsson hjá Loftmyndum segir að nefna
mætti sem dæmi að ef menn tækju knattspyrnuvöll-
inn í Laugardal og settu ís á hann upp 1.400 metra
hæð samsvaraði það þeim ís sem Gígjökull hefur
tapað á umræddu tímabili.
Jökullinn minnkar hratt
ÍSLENSKAR matvörur eru 10,3%
ódýrari en erlendar, að því er verð-
könnun á 23 vörutegundum sem
Samtök iðnaðarins (SI) létu gera í
fjórum verslunum á höfuðborgar-
svæðinu 22. júlí sl. leiðir í ljós.
Íslenskar vörur voru ódýrari í 13
tilvikum af 23.
Könnunin var unnin með þeim
hætti að 23 íslenskum vörutegund-
um og jafnmörgum erlendum var
safnað í tvær körfur og verð þeirra
kannað. Farið var í fjórar verslanir;
Hagkaup, Nóatún, Fjarðarkaup og
Samkaup. Samkvæmt könnuninni
var meðalverð á íslensku körfunni í
þessum verslunum 4.710 krónur en
meðalverð erlendu körfunnar reynd-
ist 10,3% (485 krónum) hærra, eða
5.195 krónur.
„Valdar voru almennar neysluvör-
ur til heimilisnota í ýmsum vöru-
flokkum og þess vandlega gætt að
velja eins sambærilegar vörur og
kostur var. Reiknað var meðalverð
hverrar vöru í verslununum fjórum.
Þegar um þyngdarmun eða mismun-
andi magn var að ræða var verð var-
anna umreiknað til að það yrði sam-
anburðarhæft,“ segir um
aðferðafræði könnunarinnar í til-
kynningunni.
Í tilkynningu frá SI segir að nið-
urstaðan sé athygliverð í ljósi nið-
urstaðna könnunar IMG Gallup fyrir
samtökin frá í vor.
Einungis 2,5% aðspurðra töldu þá
verð á íslenskum vörum lægra,
13,8% að það væri svipað og á hlið-
stæðum erlendum vörum en 83,7%
að það væri hærra.
Þá segir að sams konar verðkönn-
un hafi verið gerð á vegum átaksins
Íslenskt, já takk árið 1995. Tilefnið
þá hafi, eins og nú, verið könnun
IMG Gallup sem sýndi að 70% ís-
lenskra neytenda töldu að íslenskar
vörur væru dýrari en erlendar.
„Niðurstaða verðkönnunarinnar
1995 leiddi í ljós að íslensku vörurn-
ar reyndust 17% ódýrari að meðal-
tali,“ segir í tilkynningunni.
Íslenskar matvör-
ur 10,3% ódýrari
en þær erlendu
Íslenskar vörur ódýrari í 13 af 23 tilvikum
samkvæmt könnun Samtaka iðnaðarins
JÓN Kristjánsson, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra, vís-
ar á bug gagnrýni Sigurðar
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Samtaka verslunar og þjón-
ustu, um að stjórnvöld hafi
hunsað samtökin og apótekin í
ákvörðunum varðandi lyfjamál.
Jón bendir m.a. á að Samtök
atvinnulífsins, regnhlífarsam-
tök Samtaka verslunar og þjón-
ustu, muni eiga fulltrúa í nefnd,
sem nú sé verið að skipa, um
endurskoðun lyfjalaga.
„Þar að auki hafa þeir alltaf
haft greiða leið að mér. Þeir
hafa ekki þurft að bíða lengi
þegar þeir hafa beðið um fund
með mér. Ég vísa þessu því á
bug. Ennfremur hefur lyfja-
greiðslunefnd boðað þá til fund-
ar, eftir því sem ég best veit, til
að ræða framhaldið.“ Sá fundur
verður, að sögn ráðherra, á
allra næstu dögum.
FORSÆTISNEFND norska
Stórþingsins kom hingað til
lands í gær og verður í svokall-
aðri vinnuheimsókn í dag og á
morgun í boði forseta Alþingis.
Mun hún m.a. ræða við forsæt-
isnefnd Alþingis og fulltrúa
þingflokka. Ennfremur mun
hún eiga fund með forseta Ís-
lands, Ólafi Ragnari Grímssyni,
Halldóri Ásgrímssyni utanrík-
isráðherra og Geir H. Haarde
fjármálaráðherra.
Nefndin mun einnig hitta
fulltrúa skrifstofu Alþingis, þar
sem fjallað verður um starf-
semi og skipulag Alþingis, að
því er fram kemur í tilkynningu
frá Alþingi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Alþingi kostar nefndin sjálf
ferðina hingað til lands, en Al-
þingi ber kostnaðinn af dvöl
hennar hér á landi.
Norskir
þingmenn á
vinnufundi
Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra
Vísar
gagnrýni
á bug