Morgunblaðið - 09.09.2004, Side 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Seinni hálfleikur í fjölmiðlaleikunum ætlar ekki að verða síður spennandi.
Hjá Alcan á Íslandier unnið sam-kvæmt jafnrétt-
isáætlun og hefur hlutfall
kvenna í starfsliði álvers-
ins hækkað undanfarin ár.
Það sama hefur gerst hjá
Norðuráli þar sem verið er
að skoða, m.a. í samstarfi
við sveitarfélög á Vestur-
landi, leiðir sem miða að
því að fjölga konum enn
frekar hjá fyrirtækinu.
Fulltrúar beggja álver-
anna sem Morgunblaðið
ræddi við í gær telja að
erfitt gæti orðið að upp-
fylla markmið Fjarðaáls,
um að helmingur starfs-
mannanna verði konur,
þar sem iðnmenntunar sé
þörf í mörgum starfanna og hlut-
fallslega fáar konur hafi menntun í
rafvirkjun og vélvirkjun enn sem
komið er.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt
frá því að verksmiðja Fjarðaáls á
Reyðarfirði verður hönnuð með
það í huga að markmiðið náist, t.d.
verði allir hlutir sem þarf að lyfta
hannaðir upp á nýtt og einnig
hugsað um hæð hluta.
Samkvæmt upplýsingum
Hrannars Péturssonar, upplýs-
ingafulltrúa Alcan á Íslandi, er
ekkert í vinnuumhverfi álversins í
Straumsvík sem gerir konum
ófært að vinna þar og í sama
streng tekur Ragnar Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri fjármála-
og stjórnunarsviðs Norðuráls á
Grundartanga. Hrannar segir það
sjást best á því að konur séu í alls
konar störfum í álveri Alcan; í
framleiðsludeildum, stjórnun, á
skrifstofunni og ýmsum þjónustu-
deildum svo eitthvað sé nefnt.
Reynt sé markvisst að gera fyr-
irtækið fjölskylduvænna og eru
vaktirnar t.d. átta tímar í verk-
smiðjunni í stað lengri vakta. End-
urskoðun á vinnutíma er í gangi
hjá Norðuráli en þar er nú unnið á
12 tíma vöktum.
Hlutfall kvenna er mjög mis-
munandi milli starfshópa. Hjá báð-
um álverunum eru 15% starfs-
manna konur en hlutfallið hefur
farið hækkandi undanfarin ár. Hjá
báðum fyrirtækjum tekur öll að-
staða, t.d. búningsaðstaða og
snyrtingar, tillit til beggja kynja.
„Við fylgjumst markvisst með
því að vinnuaðstaðan geri ekki upp
á milli kynjanna [...] og þó að sann-
arlega vinni hér fleiri karlar en
konur hefur þróunin verið í rétta
átt,“ útskýrir Hrannar. „Við telj-
um okkur hafa gengið á undan
með góðu fordæmi hvað varðar
jafnréttismál, t.d. er launajafnrétti
hér við lýði, við störfum eftir jafn-
réttisáætlun og höfum komið upp
markvissum aðferðum til að taka á
málum sem kunna að koma upp
varðandi kynferðislega áreitni.“
Jafnrétti beggja kynja
Ragnar segir að lögð sé áhersla
á jafnrétti beggja kynja í öllum
störfum hjá fyrirtækinu, t.d. hvað
varðar launamál. Í tengslum við
stækkun álvers Norðuráls, þar
sem 130 ný störf skapast, hafa að
undanförnu verið kannaðir mögu-
leikar á að auka hlutfall kvenna
meðal starfsmanna. „Við höfum
verið í viðræðum við sveitarfélögin
um hvernig væri hægt að gera
konum auðveldara að vinna hjá
okkur og jafnframt erum við að
skoða skipulag vinnunnar,“ segir
Ragnar. T.d. er verið að skoða
þjónustutíma leik- og grunnskóla
sem og skipulag vinnutímans.
Unnið sé á 12 tíma vöktum við
framleiðsluna í álverinu sem konur
virðast síður sækja um, sérstak-
lega þegar um næturvinnu sé að
ræða. Störf í skautsmiðju, þar sem
unnið er eingöngu á daginn, virð-
ast þó höfða jafnt til karla og
kvenna. Ragnar segir störf í nú-
tímaálverum ekki krefjast líkam-
legra burða og henti því báðum
kynjum. Hann segist ekki hafa
orðið var við það að hönnun á tækj-
um og öðru hjá Norðuráli sé haml-
andi í þessu sambandi. Hann segir
konur oft gefa þá skýringu á minni
áhuga á vaktavinnu að rekstur
heimila og umsjón barna hvíli
meira á herðum kvenna. Þetta sé
sá veruleiki sem við blasi, sem
komi vonandi til með að breytast
með aukinni umræðu um jafnrétti
kynjanna. Hann bendir einnig á að
í álverum starfi að jafnaði nokkur
fjöldi verkfræðinga en fáar konur
hafa þó sótt í þau störf hjá Norður-
áli þótt sífellt fleiri konur mennti
sig í þeim fræðum.
Fagna markmiðum Fjarðaáls
Grétar Þorsteinsson, forseti
ASÍ, segir markmið Fjarðaáls
fagnaðarefni og athyglihvert
hvernig reynt verður að sjá til þess
að vinnufyrirkomulag og tækja-
búnaður verði ekki hindrun fyrir
konur. Í ljós verði hins vegar að
koma hvort markmiðin náist.
Aðalbjörn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Afls, starfsgreina-
félags Austurlands, segir áhyggju-
efni að störfum í þjónustu, sem
konur hafi m.a. sinnt, hafi fækkað,
t.d. á Egilsstöðum en á sama tíma
hefur störfum, sem hingað til hafa
verið álitin hefðbundin karlastörf,
fjölgað verulega. Hann segir kon-
ur hafa brugðist við þessum breyt-
ingum sjálfar og nefnir hann sem
dæmi að margar þeirra hafi sótt
vinnuvélanámskeið.
Fréttaskýring | Hlutfall kvenna í störfum í
álverum að hækka
Konur 15%
starfsfólks
Engar hindranir fyrir konur í
vinnuumhverfi Norðuráls og Alcan
Konur geta unnið öll störf í álverum
Norðuráls og Alcan.
Aðrir ættu að taka Fjarða-
ál sér til fyrirmyndar
Í gær voru 93 skráðir atvinnu-
lausir á Austurlandi skv. tölum
Vinnumálastofnunar, þar af 63
konur. Aðalbjörn Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Afls, starfs-
greinafélags Austurlands, segir
fá ný atvinnutækifæri hafa skap-
ast fyrir konur á Austurlandi
undanfarið og því taki hann
fregnum af jafnréttismark-
miðum Fjarðaáls fagnandi. „Ég
myndi vilja sjá öll fyrirtæki, allar
stofnanir, sveitarfélög sem aðra,
setja sér sambærileg markmið.“
sunna@mbl.is
Haraldsson, hæstaréttarlögmaður.
Jafnframt hefur Þormóður Þor-
móðsson, fyrrverandi formaður
rannsóknarnefndarinnar, verið skip-
aður forstöðumaður nefndarinnar.
Í rannsóknarnefnd sjóslysa eiga
sæti Ingi Tryggvason, lögfræðingur,
formaður Hilmar Snorrason, skip-
stjóri, Agnar Erlingsson, verkfræð-
ingur, Pétur Ágústsson, skipstjóri
og Pálmi K. Jónsson, vélfræðingur.
Forstöðumaður Rannsóknarnefndar
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra hefur skipað þrjár rann-
sóknarnefndir í samgöngumálum frá
og með 1. september til fjögurra ára.
Þetta eru rannsóknarnefnd flug-
slysa, rannsóknarnefnd sjóslysa og
rannsóknarnefnd bílslysa.
Í rannsóknarnefnd flugslysa eiga
sæti Geirþrúður Alfreðsdóttir, flug-
stjóri og vélaverkfræðingur, formað-
ur, Ragnar Guðmundsson, flugvéla-
verkfræðingur og Ólafur
sjóslysa er Jón Arilíus Ingólfsson.
Í rannsóknarnefnd umferðarslysa
eiga sæti Símon Sigvaldason, lög-
fræðingur, formaður Inga Her-
steinsdóttir, verkfræðingur og Jón
Baldursson, yfirlæknir. Starfsmaður
Rannsóknarnefndar umferðaslysa
er Ágúst Mogensen. Hafin er vinna
við frumvarp til laga um rannsókn
umferðarslysa og er stefnt að því að
leggja það fram á Alþingi í upphafi
haustsþings.
Ráðherra skipar þrjár
rannsóknarnefndir