Morgunblaðið - 09.09.2004, Side 10
FRÉTTIR
10 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
VÖXTUR Reykjavíkur, batnandi
efnahagur og fjöldi grænna svæða er
meðal þess sem kom Karli Gústafi
Svíakonungi einna mest á óvart í
heimsókn hans hér á landi á þriðju-
dag og miðvikudag. Sylvía drottning
hans lýkur lofsorði á starfsemi
Barnahúss og vonast til að fleiri lönd
taki upp það fyrirkomulag, sem þar
er viðhaft við meðhöndlun mála
barna, sem orðið hafa fyrir kynferð-
islegu ofbeldi.
Sænsku konungshjónin hittu
blaðamenn að máli í gær að aflokinni
vætusamri heimsókn þeirra á Þing-
velli og á Gljúfrastein. Þetta er í
þriðja sinn sem Svíakonungur er hér
í opinberri heimsókn en fyrst kom
hann hingað til lands um miðjan átt-
unda áratuginn. „Landið og Reykja-
vík hafa breyst gríðarlega, sérstak-
lega síðustu 10 árin eða svo,“ segir
hann. „Þetta á ekki síst við um efna-
hag landsins og þróun borgarinnar
og t.d. hefur heilmikið gerst í bygg-
ingamálum.“ Hann nefnir einnig
hversu mikið hefur áunnist í land-
græðslu. „Það er orðið virkilega
grænt og fínt hér núna miðað við
hvernig það var áður.“
Barnahús stórkostlegur staður
Á þriðjudag heimsótti drottningin
Barnaspítala Hringsins, sem hún
segir hafa verið ákaflega ánægju-
legt. „Það var mjög fínt að sjá hvað
hinar sterku konur Reykjavíkur
hafa afrekað miklu fyrir Barnaspít-
alann,“ segir hún.
Þá var heimsókn hennar í Barna-
hús í gær ekki síður innihaldsrík að
hennar sögn. „Þetta er stórkostlegur
staður sem ég hef ekki heimsótt áður
en heyrt mikið talað um. Þegar við
vorum á ráðstefnu í Yokohama var
t.a.m. mikið talað um íslenska mód-
elið þegar kemur að meðhöndlun
barna sem hafa orðið fyrir kynferð-
islegu ofbeldi. Það er alltaf talsvert
áfall fyrir þessi börn að þurfa að fara
á lögreglustöð, spítala eða í dómsal
en í Barnahúsi er tekið á því vanda-
máli á stórkostlegan hátt. Þarna er
einn staður þar sem hægt er að sinna
börnunum á öllum stigum ferilsins,
og á þann góða hátt að börnin upplifa
ekki áreiti af því.“ Hún nefnir hvern-
ig þar er hægt að yfirheyra börnin
án þess að þau verði vör við „hina
háu herra,“ lögreglu, dómara o.fl.
„Þetta er ótrúlega gott fyrirkomulag
þar sem vel er passað upp á börnin
og ég vonast til að mörg önnur lönd
taki þessar aðferðir upp.“
Hefur aldrei borðað hvalkjöt
Á blaðamannafundinum í gær bar
hvalveiðar og fiskveiðar Íslendinga
nokkuð á góma og þær alþjóðlegu
deilur sem hafa sprottið af þeim.
Konungur segist ekki hafa rætt hval-
veiðarnar sérstaklega við íslensk
fyrirmenni að þessu sinni. „Hins
vegar höfum við rætt fiskveiðar
landsins. Þær eiga sér langa sögu
enda langmikilvægasti atvinnuvegur
Íslendinga. Vissulega reyna þeir því
að fá eins góða kvóta og mögulegt er
en það gerist í alþjóðlegum samn-
ingaviðræðum.“ Sjálfur segist hann
ekki hafa skoðun á hvalveiðum Ís-
lendinga en telur að þær séu „nokk-
urn veginn innan þeirra marka sem
hafa verið ákveðin í samningum.“
Aðspurður segist hann þó aldrei hafa
lagt sér hvalkjöt til munns.
Segja miklar
breytingar
hafa orðið á
síðustu árum
Morgunblaðið/Sverrir
Silvía Svíadrottning heimsótti Barnahús í gærmorgun sem hún segir vera stórkostlegan stað. Með henni í för var
Dorrit Moussaieff forsetafrú og þarna heilsa þær upp á Dröfn Farestveit og Einar Huga Geirsson sem eru börn
starfsmanna hússins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, fylgist með.
KARL Gústaf XVI Svíakonungur,
Silvía drottning og Viktoría krón-
prinsessa gerðu víðreist á öðrum
degi opinberrar heimsóknar sinnar
til Íslands í gær. Um morguninn
heimsóttu konungur og krónprins-
essa ásamt forseta Íslands höf-
uðstöðvar Hjálparsveitar skáta við
Malarhöfða og þaðan héldu kon-
ungur og forseti í Björgunarmið-
stöðina í Skógarhlíð.
Meðal þeirra sem Karl Gústaf
heilsaði upp á í Björgunarmiðstöð-
inni voru tveir sænskir slökkviliðs-
menn sem þar eru í starfsnámi.
Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri
sagði af þessu tilefni að Slökkvilið
Reykjavíkur ætti mikið samstarf
við Svía og hefði sent marga menn
til náms í Svíþjóð í gegnum tíðina.
Viktoría krónprinsessa heimsótti
kvikmyndaver Latabæjar þar sem
Magnús Scheving tók á móti henni
og kynnti henni starfsemina. Silvía
drottning og Dorrit Moussaieff
forsetafrú heimsóttu Barnahúsið
en drottningin hafði sérstaklega
óskað eftir því að kynna sér starf-
semi þess.
Þaðan var haldið á Nesjavelli
þar sem sænsku gestirnir voru
upplýstir um starfsemi Orkuveit-
unnar og skoðuðu blásandi borhol-
ur undir leiðsögn Ásgeirs Mar-
geirssonar aðstoðarforstjóra.
Ásgeir sagði að umhverfismálin
hefðu verið konungi mjög hug-
leikin og Viktoría krónprinsessa
hefði sömuleiðis sýnt starfseminni
mikinn áhuga.
Frá Nesjavöllum lá leiðin til
Þingvalla, uppáhaldsstaðar Karls
Gústafs á Íslandi eins og fram hef-
ur komið í fjölmiðlum.
Gengið frá Hakinu niður Al-
mannagjá og að Lögbergi en að
því búnu snæddu konungurinn,
drottning og krónprinsessa ásamt
íslensku forsetahjónunum hádeg-
isverð á Þingvöllum í boði Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra og
konu hans, Ástríðar Thorarensen.
Frá Þingvöllum var haldið aftur til
Reykjavíkur og komið við á
Gljúfrasteini og nýtt safn til minn-
ingar um Halldór Laxness rithöf-
und skoðað undir leiðsögn Þór-
arins Eldjárns, formanns stjórnar
Gljúfrasteins, og Auðar Laxness,
ekkju skáldsins. Í gærkvöldi buðu
sænsku konungshjónin fjölmörg-
um gestum til galakvöldverðar á
Nordica-hóteli.
Í dag er þriðji og síðasti dagur
opinberrar heimsóknar konungs-
hjónanna á Íslandi og þá munu þau
heimsækja Akureyri og Mývatns-
sveit.
Karl Gústaf Svíakonungur og föruneyti heimsóttu uppáhaldsstað konungs á Íslandi, Þingvelli
Heimsóttu Gljúfrastein og Nesjavelli
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Í bakaleiðinni frá Þingvöllum var komið við á Gljúfrasteini og nýtt safn um Halldór Laxness rithöfund skoðað. Auð-
ur Laxness, ekkja Halldórs, tók á móti gestunum, ásamt Þórarni Eldjárn, formanni stjórnar, og starfsfólki safnsins.
Silvía Svíadrottning heimsótti Barnahús
Óskaði sérstaklega eftir að koma
SILVÍA Svíadrottning heimsótti Barnahúsið í gær
ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú en drottningin
hafði við undirbúning heimsóknarinnar hingað til
lands óskað sérstaklega eftir að fá að heimsækja
stofnunina. Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir það mikinn heiður að
drottning hafi óskað eftir því að koma í heimsókn
enda hafi hún um árabil unnið mikið starf á alþjóð-
legum vettvangi í þágu barna, ekki síst á sviði
kynferðisofbeldis og m.a. stofnað World Childhood
Foundation, sjóð sem aflar fjár til ýmissa verkefna í
þágu barna.
Stoppaði í klukkustund
Drottningin stoppaði í klukkustund og segir Bragi
að glögglega hafi mátt heyra á spurningum og at-
hugasemdum drottningar hversu hugfangin hún er af
hugmyndafræði Barnahússins. Þess má geta að fyrr á
þessu ári heimsótti dómsmálaráðherra Svíþjóðar
Barnahúsið og félagsmálaráðherra á síðasta ári.
Snæddu
hreindýr
og skyr-
frauð
ÍSLENSKU forsetahjónin,
Ólafur Ragnar Grímsson og
Dorrit Moussaieff, buðu til
kvöldverðar til heiðurs sænsku
konungshjónunum og krón-
prinsessunni í Perlunni í fyrra-
kvöld.
211 gestir snæddu þar kvöld-
verð en alls voru um 240 manns
á gestalistanum. Nokkrir boð-
uðu forföll.
Matseðillinn samanstóð af
langvíufléttu með andalifur og
rauðlauk, bleikju með silunga-
hrognum og hreindýri með
myrkilsveppum.
Í eftirrétt var boðið upp á
skyrfrauð með bláberjum og
rabarbarasósu.
Með matnum voru drukkin
vínin Spice Route, Chenin
Blanc, 2001 frá Suður Afríku og
Chateau Meyney, 1999, frá
Frakklandi.
Konungshjónin buðu til gala-
kvöldverðar í gærkvöldi.
211 gestir í Perlunni
í fyrrakvöld