Morgunblaðið - 09.09.2004, Page 12
ERLENT
12 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tilboð á einn vinsælasta áfanga-
stað við ströndina við Barcelona, Lloret de Mar. Gott hótel með
góðri aðstöðu, fallegum garði, sundlaug, veitingastöðum. Örstutt í
golf og 10 mínútna gangur á ströndina. Öll herbergi með baði,
sjónvarpi og síma.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 39.990
Flug, gisting, skattar, fullt fæði allan
tímann.
Ferðir til og frá flugvelli, kr. 2.400.
Aukaferð – uppselt 9. sept.
Lloret
de Mar
16. september
frá kr. 39.990
með fullu fæði í viku
DEMÓKRATAR í Bandaríkjunum
brugðust í gær illa við ummælum
Dicks Cheneys, varaforseta Banda-
ríkjanna, frá því á þriðjudagskvöld
er hann sagði að næði John Kerry,
forsetaframbjóðandi Demókrata-
flokksins, kjöri væri hætta á að
annað hryðjuverk yrði unnið í
Bandaríkjunum.
Cheney var á kosningaferðalagi í
Des Moins í miðvesturríkjunum og
lét þá meðal annars þessi ummæli
falla: „Það er höfuðatriði að við
veljum rétt í kosningunum 2. nóv-
ember. Ef við veljum rangt er
hættan sú, að við verðum fyrir ann-
arri árás,“ hélt hann áfram, og gaf í
skyn að Kerry væri ekki eins stað-
ráðinn og George W. Bush forseti í
því að berjast gegn öfgasinnum og
hryðjuverkamönnum.
Cheney sagði hættu á að horfið
yrði aftur til þeirrar „hugmynda-
fræði sem ríkti fyrir 11. september“
næði Kerry kjöri
og vísaði þar með
til árásar hryðju-
verkamanna á
Bandaríkin árið
2001. Hin
herskáa stefna
Bush forseta
væri líklegri til
að tryggja öryggi
Bandaríkja-
manna þar eð hún kvæði á um rétt-
mæti þess að ráðast gegn ógninni
áður en hryðjuverkamenn næðu að
hrinda áformum sínum í fram-
kvæmd.
Varaforsetaefni Kerrys, John
Edwards, brást hinn versti við og
sagði Cheney hafa „farið yfir strik-
ið“.
Í yfirlýsingu frá Edwards sagði
um orð Cheneys: „Hræðsluáróður
Dicks Cheneys fór yfir strikið í dag,
og hann sýndi eina ferðina enn að
hann og George Bush eru tilbúnir
að gera hvað sem er og segja hvað
sem er til að halda vinnunni.“
Madeleine Albright, fyrrum utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði
í gær að yfirlýsing Cheneys væri
„ábyrgðarlaus“ og „hræðsluáróð-
ur“. Albright sem er demókrati
sagði ljóst að Kerry myndi leitast
við að uppræta hryðjuverkaógnina
yrði hann kjörinn forseti Bandaríkj-
anna.
Cheney vændur um „ábyrgð-
arlausan hræðsluáróður“
Varaforsetinn segir hættu á hryðju-
verkum aukast verði John Kerry
kjörinn Bandaríkjaforseti
Dick Cheney
Des Moins. AP.
MASOODA Jalal, 41 árs barna-
læknir, er eina konan á meðal
sautján forsetaefna í fyrstu kosn-
ingunum í Afganistan eftir fall
stjórnar talíbana árið 2001.
Jalal hóf kosningabaráttuna á
þriðjudag með því að ávarpa um
100 ekkjur og börn í brauðgerð-
arhúsi sem konur reka í Kabúl.
Orðaval hennar einkenndist af því
að hún er læknir og hún kvaðst
ætla að „bera smyrsl á sár Afgan-
istans“.
„Eins og læknir vil ég græða sár
Afganistans. Eins og móðir vil ég
bæta líf afgönsku fjölskyldunnar,“
sagði hún við mikinn fögnuð
kvennanna. Flestar þeirra klædd-
ust búrka-kuflum sem huldu þær
frá hvirfli til ilja.
Jalal var kynnt fyrir konunum
sem „góður múslími sem hefur far-
ið í pílagrímsferð til Mekka, að-
stoðaði við að reisa þetta bakarí og
hélt áfram góðu starfi sínu á
valdatíma talíbana“ þrátt fyrir
kúgun þeirra á konum.
„Ég er þjónn ykkar,“ sagði hún
og hét því að uppræta spillingu og
berjast gegn hvers konar glæpum í
landinu yrði hún kjörin forseti í
kosningunum 9. október.
Jalal starfaði áður fyrir Samein-
uðu þjóðirnar og sóttist eftir því að
verða bráðabirgðaforseti Afganist-
ans áður en Hamid Karzai varð
fyrir valinu eftir fall talíb-
anastjórnarinnar.
Jalal nýtur einkum stuðnings í
Kabúl og fleiri borgum þar sem
menntaðar konur geta fengið at-
vinnu – og þar sem eiginmennirnir
leyfa þeim að kjósa þá sem þær
vilja. Þar sem hún hefur enga
vopnaða hreyfingu á bak við sig
gæti hún fengið atkvæði Afgana
sem hafa fengið sig fullsadda á
valdabaráttu stríðandi fylkinga
sem beita jafnvel ofbeldi og hót-
unum til að fá fólk til stuðnings við
sig.
Vill græða sár Afganistans
Kona á meðal
17 forsetaefna í
Afganistan
Reuters
Afganska forsetaefnið Masooda Jalal ræðir við konur í Kabúl.
’Eins og móðir vilég bæta líf afgönsku
fjölskyldunnar.‘
UM 100–120 stúlkur hafa sniðgengið
bann við íslömskum höfuðklútum í
frönskum ríkisskólum, að sögn
Francois Fillon, menntamálaráð-
herra Frakklands, í gær.
Lög sem banna íslamska höfuð-
klúta og önnur áberandi trúartákn í
ríkisskólunum tóku gildi í vikunni
sem leið. Fillon sagði að verið væri
að ræða við stúlkurnar, sem virtu
ekki bannið, og kvaðst vongóður um
að langflestar þeirra samþykktu að
hætta að nota höfuðklúta í ríkisskól-
unum.
Samkvæmt lögunum á að ræða við
þá sem brjóta þau og beri viðræð-
urnar ekki árangur eftir nokkrar
vikur verður þeim vísað úr skólun-
um.
Yfir 100
virtu ekki
slæðubann
París. AP.
NÍTJÁN manns fórust og 17 slösuðust þegar mikil
eldur gaus upp í göngum í koparnámu í bænum Kure
í norðanverðu Tyrklandi í gær. Björgunarmenn bera
hér námumann sem tók þátt í slökkvistarfinu.
Námumenn urðu innlyksa um 150 m undir yf-
irborðinu þegar eldurinn blossaði upp í gærmorgun
af völdum logsuðutækis. Það tók fjórar klukkustundir
að slökkva eldinn og leitað var í göngunum í gær-
kvöldi til að ganga úr skugga um hvort fleiri væru
þar.
AP
Nítján farast í eldsvoða í námu
ÞAÐ er kominn tími til, að
foreldrar axli meiri ábyrgð á
heilsu barna sinna og stjórn-
málamenn verða að átta sig á,
að óhófleg sykurneysla er
jafnhættuleg reykingum.
Kemur þetta fram í viðtali,
sem norska blaðið Aftenposten
átti við næringarfræðinginn
Svein Olav Kolset, en hann
bendir á, að svokölluð sykur-
sýki 2, sem áður fannst aðeins
hjá fullorðnu fólki, verði æ al-
gengari í yngstu aldursflokk-
unum. Þar fyrir utan sé vitað,
að sumt krabbamein er tengt
miklu sykuráti svo ekki sé tal-
að um vaxandi tannskemmdir.
„Sykur og gos eru hrein
kaloríusprengja og sýnileg-
ustu afleiðingarnar eru offita,“
sagði Kolset en hann vill, að
skattar á gosdrykki verði tvö-
faldaðir. Segir hann, að bar-
áttuaðferð sælgætis- og gos-
framleiðenda sé nú sú að hafa
sem flest í ofurstærðum.
Dagsneysluna megi því frem-
ur mæla í kílóum en grömm-
um.
Sykur jafn
hættulegur
tóbakinu
FULLTRÚI Matvælahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna segir að viðbrögð
við ákalli til þjóða heims um að koma
fórnarlömbum flóða í Bangladesh til
hjálpar hafi verið dræm.
Fulltrúi samtakanna sagði í sam-
tali við fréttaritara breska útvarps-
ins, BBC, í Dhaka, höfuðborg
Bangladesh, að einungis hefði tekist
að safna um fimmtungi þeirrar fjár-
hæðar sem fram á hefði verið farið. Í
liðnum mánuði fór Matvælahjálpin
fram á 74 milljónir Bandaríkjadala,
um 5.400 milljónir króna, til að unnt
reyndist að lina þjáningar fólks sem
orðið hefur illa úti vegna flóða í
Bangladesh. Rúmlega 600 manns
týndu lífi í flóðunum. Þá þykir líklegt
að um 20 milljónir manna þurfi á
matvælaaðstoð að halda á næstu
mánuðum af þessum sökum. Að auki
þarf að laga vegi og treysta flóða-
varnir.
Fulltrúi Matvælahjálparinnar,
Douglas Casson Coutts, sagði að svo
virtist sem stjórnvöld víða um heim
teldu að vandinn væri liðinn hjá þar
sem flóðin væru nú í rénun.
Dræm við-
brögð við
neyðarkalli