Morgunblaðið - 09.09.2004, Qupperneq 19
unum hafi haft afar jákvæð áhrif á
neysluvenjur strákanna. „Núna eru
þeir enn duglegri að borða græn-
meti, t.d. sé ég mikinn mun á því
hvað þeir eru duglegri að borða
spergilkál heldur en áður.“ Unnur
segist aðallega versla í Bónus. „Ég
fer í kjötborðið í Nóatúni og kaupi
oft tilbúna fiskrétti í Fylgifiskum á
Suðurlandsbrautinni á veturna,“
segir Unnur og útskýrir að hún
hafi fyrir venju að koma við í
versluninni á leiðinni með syni sína
í tónlistarskóla. „Ég reyni frekar
að hafa tilbúna fiskrétti í matinn
heldur en skyndibita þegar tíminn
er naumur. Manninum mínum
finnst líka þægilegt að skjóta til-
búnum réttum í ofninn þegar ég er
að vinna á kvöldin. Hann er dug-
legur við heimilisstörfin og flinkur
að baka þó hann sé ekki mikið fyr-
ir flókna eldamennsku.“
Cheerios-ið fljótt að fara
Eftir að hafa hrúgað mjólk, osti
og smjöri í körfuna í mjólk-
urvörukælinum liggur leiðin í þurr-
vörudeildina. Unnur tekur tvöfald-
an Cheerios-pakka og setur í
kerruna. „Ég elda yfirleitt hafra-
graut á morgnana. Strákarnir fá
sér svo oft annaðhvort Cheerios
eða pítu þegar þeir koma heim úr
skólanum eftir hádegi. Cheerios-ið
er fljótt að fara og sérstaklega
þegar strákarnir koma heim með
vini sína,“ segir hún til skýringar.
„Áðan voru 6 strákar að borða
Cheerios við eldhúsborðið heima,
þ.e. einn vinur með hverjum
strák.“
Blaðamaður rekur augun á Ciq-
uita-ávaxtasafa í innkaupakerrunni.
„Þegar ég var au-pair í Bandaríkj-
unum vandist ég því að kreista
appelsínur og drekka alvöru app-
elsínusafa á hverjum morgni. Ég
kynntist þessum safa úr rauðum
appelsínum á kynningu í búðinni,“
segir Unnur og útskýrir að henni
finnst safinn meira ekta en aðrir
safar því í honum séu tægjur úr
appelsínunum. „Ég segi strákunum
að fá sér svona safa áður en þeir
fara í skólann á morgnana því að
hann sé svo hollur. Fyrst þömbuðu
þeir mörg glös á hverjum morgni.
Núna drekka þeir bara eitt glas
hver og þá er nóg að kaupa bara
eina fernu.“
Ein Bónus-ferð á viku ekki nóg
„Það væri draumur,“ segir Unn-
ur þegar hún er spurð að því hvort
henni nægi ein Bónusferð í viku.
Þótt strákarnir drekki bara mjólk
með hafragrautnum og Cheerios-
inu og svo í kaffitímanum gæti ég
ekki borið vikuskammtinn af mjólk
með mér heim í einni ferð. Ég þarf
því að koma hingað a.m.k. tvisvar
sinnum í hverri viku. Við hlaupum
svo út í Select eða Nóatún eftir
einum og einum hlut.“
Unnur segist ekki eltast við til-
boð þó hún reyni að gera hagkvæm
innkaup til heimilisins. „Ég ek ekki
á milli verslana til að kaupa mat á
tilboðum. Aftur á móti gríp ég oft
tækifærið þegar tilboð eru í gangi í
Bónus, t.d. kaupi ég yfirleitt kjúk-
lingabringur á tilboði hérna. Ég
hef alltaf tekið slátur ef frá er talið
síðasta haust. Ég saknaði þess að
geta ekki boðið strákunum slátur í
vetur. Þeir eru allir hrifnir af því,
fyrir utan hvað slátur er hollur og
ódýr matur,“ segir Unnur og bætir
við að hún sé staðráðin í að taka
slátur í haust. „Við höfum svo
keypt einn fjórða af nauti á hverju
hausti undanfarin ár. Kjötið nýtist
okkur mjög vel og endist yfirleitt
allan veturinn.“
Unnur gengur rakleiðis framhjá
nammirekkanum. „Ég er ekki með
neina nammidaga og reyni að forð-
ast að kaupa nammi nema stund-
um fyrir fjölskyldubíómyndir í
sjónvarpinu á föstudögum,“ segir
hún og tekur fram að hún kaupi
frekar frost- eða íspinna handa
sonum sínum en hefðbundið
nammi. „Þeir fá nóg af því annars
staðar frá, t.d. frá öfum og ömm-
um,“ bætir hún við og gýtur aug-
unum að hreinlætisdeildinni á leið-
inni á kassann. „Mér finnst
leiðinlegt að kaupa klósettpappír
og eldhúsrúllur því að það tekur
svo mikið pláss. Þess vegna nota
ég alltaf tækifærið til að ná mér í
hvort tveggja þegar verið er að
selja slíkar vörur í fjáröfl-
unarskyni.“
Of hátt launahlutfall í mat
„Nei, ég er ekki með heim-
ilisbókhald,“ svarar Unnur spurn-
ingu þar að lútandi. „Ég veit bara
að ég eyði alltof miklu í mat. Ég
myndi gjarnan vilja kaupa lífrænt
ræktað grænmeti og fleira í þeim
dúr en það gengur einfaldlega ekki
upp miðað við matarverðið. Ég vil
geta gert eitthvað fleira við pen-
ingana mína en bara keypt mat.“
ago@mbl.is
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 19
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
VERSLUN | Bónus
á Seltjarnarnesi
Verður opið á
sunnudögum
TEKIN hefur verið ákvörðun um að
hafa verslun Bónuss á Seltjarn-
arnesi framvegis opna á sunnudög-
um frá kl. 12 til 18.
Guðrún Alda Erlingsdóttir versl-
unarstjóri segir viðskiptavini versl-
unarinnar ítrekað hafa óskað eftir
þessari breytingu á afgreiðslutíma.
,,Við lítum svo á að við séum að
þjóna allri vesturborginni, auk Sel-
tjarnarnessins og þetta mun von-
andi koma sér vel fyrir við-
skiptavini okkar,“ segir Guðrún
Alda.