Morgunblaðið - 09.09.2004, Side 20
! "#$%&
'
(
) (
* +
,
NÚ ER berjauppskera í hámarki og
á mörgum heimilum er keppst við að
sulta, gera saft og frysta berin. En
hvað er það sem við sækjumst eftir í
berjunum fyrir utan bragðið sem
freistar? Hólmfríður Þorgeirsdóttir,
næringarfræðingur hjá Lýð-
heilsustöð, segir að í berjum séu ým-
is góð efni og fáar hitaeiningar.
Berin eru sérstaklega rík af C-
vítamíni og aðalbláber, krækiber og
rifsber eru trefjarík. Þá er talsvert
af E-vítamíni í bláberjum og að-
albláberjum og af járni í krækiberj-
um. Hólmfríður segir að auk þess
séu ýmis önnur hollustuefni í sumum
berjanna. „Í bláberjum er til dæmis
mikið af andoxunarefninu antho-
cyanid, segir hún, „en andoxunar-
efnin búa yfir þeim eiginleika að
hindra myndun skaðlegra sind-
urefna í frumum líkamans. Sind-
urefnin eru talin tengjast framgangi
ýmissa annars óskyldra sjúkdóma
og hrörnunar, allt frá æðakölkun og
krabbameini til augnsjúkdómsins
vagls (ský á auga). E-vítamín, C-
vítamín og beta-karóten hafa einnig
andoxunarvirkni.
Þess má geta að ráðlagður dag-
skammtur af C-vítamíni er 60 mg,
E-vítamíni 8–10 mg og járni 12–15
mg fyrir fullorðna. Ráðlögð neysla á
trefjum er er 25 g á dag ef miðað er
við 2.400 kílókalóría fæði.
Fólasín í hindberjum
Í jarðarberjum og hindberjum er
talsvert af hinu mikilvæga vítamíni
fólasíni. Hólmfríður segir neyslu fól-
asíns afar mikilvæga, sérstaklega
fyrir konur á barneignaraldri, en
rannsóknir hafa sýnt að rífleg neysla
á fólasíni minnkar líkur á klofnum
hrygg eða heilaleysu í fóstri. Einnig
getur lítil fólasínneysla leitt til þess
að amínósýran homosystein hækkar
í blóði en hún er kröftugur áhættu-
þáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Af
þessum sökum hefur ráðlagður dag-
skammtur fyrir fólasín verið aukinn.
En það er ekki auðvelt að varðveita
öll þessi hollu efni sem eru í berj-
unum. Auðvitað fær maður mest af
þeim með því að borða þau strax. En
oft er meira tínt en hægt er að neyta
á staðnum og ef varðveisla efnanna
góðu er fyrst og fremst höfð að leið-
arljósi er best að frysta berin án
þess að sprengja, merja eða mauka
þau. En auðvitað þarf líka að hugsa
um bragðlaukana og þá er að sulta
og búa til saft til að geta notið góða
bragðsins allan veturinn.
MATUR
Berin eru fjörefna- og trefja-
rík og hitaeiningasnauð
Morgunblaðið/Sverrir
Holl: Ýmis góð efni eru í berjum en fáar hitaeiningar.
TENGLAR
..............................................
www.lydheilsustod.is
asdish@mbl.is
DAGLEGT LÍF
20 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Samsung SGH-X450
Fallegur 3 banda sími með hágæða skjá.
Skútuvogur 2 :: 104 Reykjavik
Sími: 522-9000 :: Fax: 522-9001
Opnunartími:
Mán-föst 11-18.30
Laugard 10-18
Sunnud 13-17
UMRÆÐAN
AÐ vera í vinnu og félagslega
tengdur hefur áhrif á heilsu og vel-
líðan. Því setur WHO þessa þætti á
oddinn þegar skipuleggja á þjón-
ustuúrræði fyrir geð-
sjúka. Rannsóknir
sýna hins vegar að
fagfólk hefur almennt
litla trú á getu geð-
sjúkra og gerir sér
ekki grein fyrir mik-
ilvægi og batahvetj-
andi áhrifum atvinnu-
þátttöku og
félagslegra tenginga
því þeir nefna þessa
þætti aldrei sem að-
almarkmið þjónustu
sinnar. Bráðainnlögn á
sjúkrahús á alltaf að
vera síðasta úrræði, en
er því miður stundum eini kosturinn
þar sem fátt er um úrræði í sam-
félaginu sjálfu fyrir fólk sem leitar
sér aðstoðar í bráðaveikindum. Eftir
sjúkrahúsinnlögn er miklu erfiðara
og kostnaðarsamara að ná ein-
staklingnum aftur út á vinnumark-
aðinn og aðstoða hann við að öðlast
á ný hlutverk í samfélaginu. Fólk
þarf því stuðning á atvinnumark-
aðinum sjálfum, í skólum, á heim-
ilum og í hringiðu
mannlífsins.
Geðræn vandkvæði
eru algeng hér á landi
ef miðað er við öll þau
geðlyf sem innbyrt eru
á degi hverjum. Töl-
fræðin segir okkur að
einn af hverjum fjórum
muni einhvern tíma á
ævinni þurfa að kljást
við geðræn vandamál.
Þótt hægt sé að að-
stoða flesta með hefð-
bundnum aðferðum
eru alltaf einhverjir
sem heltast úr hringiðu
mannlífsins og ná ekki aftur tökum
á lífinu. Geðsjúkir missa oft vinn-
una, fjölskylduna, vinina, heimilið,
ímyndina og enda sem öryrkjar og
Geðheilbrigðismál
koma öllum við
Elín Ebba Ásmundsdóttir
skrifar um geðheilbrigðismál
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
ÝMISLEGT athyglisvert hefur
komið fram í jafnréttisbaráttu
kvenna að undanförnu, en fátt kem-
ur þó á óvart. Konur búa í karla-
samfélagi og svo hefur
það verið nánast alla
okkar þekktu mann-
kynssögu. Karlar eða
karlasamfélagið er
smátt og smátt að gefa
eftir nokkuð af sínum
völdum til kvenna en á
langt í land á heims-
vísu þó að nokkur lönd
standi framar öðrum
að þessu leyti.
Karlasamfélagið líð-
ur undir lok fyrr eða
síðar.
Þó að barátta
kvenna fyrir eðlilegum réttindum
sínum skipti sköpum er mikilvægt
að hafa í huga að karlasamfélagið
hefur aldrei verið „manneskjuvænt“,
m.ö.o. konur og langflestir karlar
hafa þjáðst í þannig samfélögum.
Slík samfélög hafa aldrei náð að
þróast nægilega frá hegðun frum-
stæðari dýrategunda/dýrahópa og
einkennast því af því að svokölluð
„stórmenni“ og skyldmenni/vinir
sem eru „stórættuð“ kúga aðra til
hlýðni og „þvingaðrar virðingar“.
Slíkir hafa náð því að matreiða ofan í
hina, „lýðinn“, hvað sé rétt og rangt í
þessum heimi, þar á meðal staða
kvenna og svokallaðra „óæðri“
karla. Hinum „óæðri“ körlum hefur
verið viss huggun að vera þó settir
skör ofar en konur í metorðastig-
anum, eða goggunarröðinni. Mót-
staðan, sem jafnréttisbarátta
kvenna hefur mætt hefur því oft ver-
ið sterk úr þessum hópi karla. Karl-
ar úr þessum hópi og konur hafa
hins vegar smátt og smátt náð sam-
an um ýmis málefni og munu vænt-
anlega þegar fram líða stundir af-
nema karlasamfélagið, a.mk.
neikvæðar hliðar þess.
„Goggunarröð“ skiptir sköpum.
Strax í uppruna-
fjölskyldu okkar lend-
um við á ákveðnum stað
í goggunarröðinni og
ræður fæðingarröðin
þar oftast mestu. Strax
þá fer gjarnan að bera á
mismunandi gogg-
unarröð hjá strákum og
stelpum sérstaklega ef
systkinin eru mörg.
Hér er venjulega um
ómeðvituð ferli að
ræða. Hreinir karla-
hópar hafa sína eigin
goggunarröð, og hrein-
ir kvennahópar einnig. Þannig gæti
karlmaður, sem er efst í gogg-
unarröð í hreinum karlahópi, upp-
lifað að kona eða konur sem hleypt
er inn í hópinn, virði ekki stað hans í
goggunarröðinni, heldur finnist ein-
hver annar lægra settur vera merki-
legri og veki meiri virðingu þeirra.
Það gilda gjarnarn önnur lögmál um
hvað konum finnst merkilegt í fari
karla, en körlum sjálfum. Einfalt
dæmi er t.d. unglingsstrákahópur
þar, sem „efsti“ strákurinn trónir
þar vegna líkamlegra burða og skap-
ofsa, sem hræðir hina til hlýðni og
„þvingaðrar“ virðingar. Hann er
e.t.v. ekki með útlitið með sér, sem
er mælikvarði mikilvægur unglings-
stúlkum og þær líta því ekki upp til
hans í hópnum og hefja aðra lægra
setta til vegs og virðingar. Þannig
getur innganga kvenna kallað á end-
urröðun í goggunarröðinni í karla-
hópnum, oft gegn vilja þeirra er
Konur þrífast illa
í „reykfylltum
bakherbergjum“
Einar Guðmundsson
fjallar um valdníðslu
Einar GuðmundssonBURT með bunkann af gulnuðum
jólakortum frá árinu 1985 og
sömu leið með öll fötin sem maður
hefur ekki gengið í síðasta árið.
Það eru 95% líkur á að maður
komi ekki til með að nota þau aft-
ur. Eitthvað á þessa leið hljóða
setningar í bókinni sem heitið gæti
Taktu til í lífi þínu á íslensku og
fjallað er um á vef Berlingske
Tidende nýlega.
Í þessari þýsku bók, sem verið
hefur á metsölulistum, er kynnt til
sögunnar sjö spora aðferð, reynd-
ar upprunnin í Bandaríkjunum,
sem hjálpar manni að taka til á
heimilinu, á vinnustaðnum og í
fjárhagnum. Gefur manni einnig
meiri tíma og betra samband við
aðra og sjálfan sig. Bókin er ný-
komin út á dönsku undir heitinu
„Ryd op i dit liv“.
Höfundurinn, Werner Tiki Küst-
enmacher, leggur m.a. það verk-
efni fyrir lesendur að taka til í
eigum sínum. En það er hægara
sagt en gert því tölfræðinni sam-
kvæmt á hver og ein manneskja
um tíu þúsund hluti og margir
eiga erfitt með að henda drasli.
Gömlu barnateikningarnar og
skólabækurnar þurfa að hverfa til
að skapa rými fyrir nýja orku og
framtíðarsýn, að mati höfundar.
Svona fer maður að
Tilvalið er að byrja um helgi.
Finnið skúffu, hillu eða körfu fulla
af einhverju dóti og tæmið á gólf-
ið. Hreinsið ílátið og skiptið inni-
haldinu í þrjár hrúgur: Frábæru
hrúguna, þar sem aðeins eru hlut-
ir sem maður notar mikið og sem
maður myndi reyna að fá sér aftur
ef þeim væri stolið. Ruslhrúguna,
þar sem allt er ónýtt, skemmt eða
hefur ekki verið notað í meira en
ár og fer strax í ruslið. Spurn-
ingahrúguna, þar sem hlutir sem
hvorki eru frábærir né rusl lenda.
Þeim er pakkað ofan í kassa sem
settur er í geymsluna í hálft ár.
Þegar maður lítur á hlutina aftur
verður auðveldara að henda a.m.k.
einhverjum. Og eftir heilt ár er
hægt að henda öllum hlutunum úr
spurningahrúgunni.
Fleiri ráð eru gefin um einfald-
ara og skipulagðara líf. Hreinir
fletir eru nauðsynlegir. Borð og
gluggakistur verða oft yfirfull af
hlutum og drasli. Það getur verið
pirrandi að þurfa alltaf að rýma
borðstofuborðið áður en hægt er
að leggja á borð fyrir matinn. Í
bókinni er lagt til að borðstofu-
borðið verði t.d. „heitt svæði“ þar
sem bara má borða.
BÆKUR
Einfaldara
og skipu-
lagðara líf
Eftir: Allt komið í röð og reglu.
Morgunblaðið/Ásdís
Fyrir: Ringulreið í þessum skáp.