Morgunblaðið - 09.09.2004, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FJARÐAÁL SÝNIR
GOTT FORDÆMI
Fjarðaál-Alcoa á Íslandi, semundirbýr nú byggingu ál-vers á Reyðarfirði, hefur
gengið fram með góðu fordæmi
með því að setja það markmið að
helmingur starfsmanna verði kon-
ur, eins og fram kom í frétt á for-
síðu Morgunblaðsins í gær.
Hrönn Pétursdóttir, starfs-
mannastjóri og upplýsingafulltrúi
fyrirtækisins, sagði í samtali við
Morgunblaðið að verið væri að
ganga mjög langt til að þetta
markmið gæti náðst.
„Við erum að hanna alla verk-
smiðjuna út frá þessu,“ sagði
Hrönn. „Alla verkferla, öll tæki
og tækni sem notuð verður í ál-
verinu. Til dæmis eru allir hlutir
sem þarf að lyfta hannaðir upp á
nýtt með tilliti til þyngdar og
einnig hugsað um hæð hluta. Allt
verður hannað með það fyrir aug-
um að hver meðalkona geti starf-
að í álverinu.“
Hrönn sagði jafnframt að á
sama hátt væri nú verið að kanna
bestu leiðir í vaktafyrirkomulagi,
með tilliti til hagræðis fyrir fjöl-
skyldufólk. Ekki væri komist hjá
vaktafyrirkomulagi, þar sem
starfsemi þyrfti að vera í álverinu
24 tíma á sólarhring alla daga
ársins, en hugsanlega mætti
keyra á lágmarksfjölda starfs-
manna yfir blánóttina.
Það er ánægjulegt að einkafyr-
irtæki taki slíka stefnumarkandi
ákvörðun, ekki síst í stóriðju-
rekstri, þar sem karlar hafa
lengst af verið í miklum meiri-
hluta starfsmanna. Og ákvörðunin
er sérlega jákvæð í ljósi þess að
atvinnutækifæri kvenna á Austur-
landi hafa verið takmörkuð og
konur flytja þaðan í mun meira
mæli en karlar. Helga Björg
Ragnarsdóttir, atvinnu- og jafn-
réttisráðgjafi í Norðausturkjör-
dæmi, hefur bent á að hlutfall at-
vinnutekna kvenna af atvinnu-
tekjum karla á Austurlandi sé að
meðaltali um 49%, eða það lægsta
á landinu. Austurland sé í raun
láglaunasvæði fyrir konur.
Helstu rökin fyrir byggingu
virkjunar og álvers á Austurlandi
voru þau að tryggja þyrfti atvinnu
í landsfjórðungnum, en ýmsir
hafa svarað því til að stóriðja
gerði lítið til að bæta atvinnu-
ástand kvenna. Störf við stóriðju
væru gjarnan vel launuð og því
væru ennfremur líkur á að kjara-
munur karla og kvenna ykist enn
með tilkomu álversins. Það er
skynsamlegt af Fjarðaáli að
bregðast við þessari gagnrýni
með því að vinna markvisst að því
að fá konur til starfa, ekki síður
en karla, og án efa til þess fallið
að bæta ímynd álversins og fram-
kvæmdanna í heild.
Ástæða er til að fagna því að
Fjarðaál-Alcoa leggi áherslu á að
veita konum jöfn tækifæri og
körlum til starfa í hinu væntan-
lega álveri við Reyðarfjörð. Lög
og reglugerðir sem tryggja eiga
jafnrétti kynjanna stoða nefnilega
lítið ef hefðir og uppbygging sam-
félagsins, þar á meðal stofnanir
atvinnulífsins, taka ennþá frekara
mið af öðru kyninu.
H
araldur, sem er virtur
prófessor í eldfjalla-
fræðum við háskól-
ann í Rhode Island í
Bandaríkjunum, lauk
í síðustu viku sex vikna leiðangri til
Sumbawa, þangað sem hann fór með
30 manna hóp á eldfjallið Tambora.
Fjallið gaus gífurlegu sprengigosi
árið 1815, sem grandaði 117 þúsund
manns á Sumbawa og nærliggjandi
eyjum. Er þetta talið mesta eldgos á
sögulegum tíma og hefur manntjón
ekki orðið meira í slíkum náttúru-
hamförum. Með Haraldi í för voru
tveir vísindamenn frá Indónesíu, 20
burðarmenn, matráðskonur, ljós-
myndari og fimm manna fjölþjóðlegt
kvikmyndatökulið sem hyggst gera
heimildarmynd um rannsóknir Har-
aldar á fjallinu, til sýningar á sjón-
varpsstöðinni Discovery Channel á
næsta ári. Tökuliðið komst heldur
betur í feitt því leiðangurinn heppn-
aðist það vel að þorpið fannst sem
Haraldur hafði leitað að til margra
ára. Fundurinn hefur ekki spurst út
víða ennþá en er samt farinn að
vekja athygli í heimi jarðvísindanna.
Hefur tímaritið National Geographic
falast eftir grein frá Haraldi með
myndum ljósmyndarans Florians
Breiers.
Tíu sinnum stærra
en Skaftáreldar
Gosið í Tambora er tíu sinnum
stærra en Skaftáreldar, skilaði frá
sér 100 rúmkílómetrum af kviku-
magni og olli miklum loftslagsbreyt-
ingum á jörðinni næstu árin á eftir,
t.d. frosthörku að sumri til í Mið-
Evrópu árið 1816. Í hlíðum fjallsins
hurfu heilu byggðirnar undir ösku,
gjósku og hraunkviku, m.a. bærinn
Tambora sem Haraldur fann. Er tal-
ið að þar hafi búið á bilinu sex til tíu
þúsund manns.
Haraldur hefur til margra ára
stundað rannsóknir á mörgum fræg-
ustu eldfjöllum heims, m.a. Vesúv-
íusi á Ítalíu, sem lagði Pompei í auðn
árið 79 e. Krist, og Krakatau í
Indónesíu sem gaus árið 1883 og
felldi 36 þúsund manns. Fyrir störf
sín hlaut hann í vor verðlaun Geo-
logical Society of London, sem er ein
helsta viðurkenning sem jarðfræð-
ingum hlotnast.
Fjallinu Tambora kynntist hann
fyrst fyrir alvöru árið 1986 og fór svo
þangað aftur árið 1988. Fjallið er 60
kílómetrar í þvermál og er nú 2.800
metra hátt, var yfir 4.000 metrar fyr-
ir gosið 1815. Við gosið myndaðist
stór askja sem er sjö kílómetrar í
þvermál og 1.250 metra djúp.
Undir lok ferðarinnar 1988 heyrði
Haraldur af þorpinu eftir frásögnum
heimamanna. Sá sem kom honum þó
mest á sporið var leiðsögumaður
hans sem fundið hafði muni í einu
gili ofarlega í Tambora. Gekk þetta
svæði undir nafninu „safnið“ meðal
eyjarskeggja. Það tók Harald svo
nokkur ár að undirbúa og fjármagna
leiðangurinn í sumar og kynna sér
nánar sögu þessa svæðis. Um dýran,
flókinn og erfiðan leiðangur var að
ræða.
Gífurlegur hiti í gosinu
Þorpið Tambora var ofarlega í
skógivöxnu fjallinu, um 20 kílómetr-
um frá sjálfum gígnum. Byrjað var
að grafa á svæðinu upp á von og
óvon. En Haraldur og félagar höfðu
heppnina með sér. Í ljós komu húsa-
rústir. Með aðstoð radartækja og
malarskóflna var grafið um þrjá
metra niður á rústirnar en húsin á
þessum slóðum voru öll úr timbri.
Fundust leifar ýmissa heimilis-
áhalda og skrautmuna og tvær
beinagrindur, sem taldar eru af karli
og konu. Einnig kom upp fatnaður
og kínverskir postulínsmunir.
„Allt var þetta kolað því h
svo gífurlegur í gosinu. V
sprengigos myndaðist gj
þar sem niður fjallið streym
ösku og vikri, blandað gasi.
eins og snjóflóð nema að gj
ið er 500 til 800 stiga heitt,
til 200 kílómetra hraða á
stund og dreifist í allar átt
gos er banvænt, það eydd
gróf þennan bæ niður,“ se
aldur þegar hann lýsir áhr
gossins fyrir tæpum 200 áru
Spurður segir hann það
lega hafa verið sérstaka ti
að finna þorpið og byrja að g
upp, sér í lagi að finna beina
Hann er þó ekki að lenda
aðstæðum í fyrsta sinn. Á
tók hann þátt í uppgreftri
þorpum sem gjöreyddust í
Mexíkó og hundruð mann
auk rannsókna við Vesúvíus
eldfjöll.
„Ég hef ekki áður fund
bæ eins og þennan. Að hlu
þetta heppni en það er ekk
vera heppinn. Þú verður
hverjum steini og gá hvað
Ég hef velt mörgum steinum
ina og þarna náðist góður
Þetta var stórkostleg ferð
Fann þorp í Indónesíu sem hvarf í mesta eldgo
„Varla
búinn
að átta
mig“
Eftir áralangar rann-
sóknir og leit á eld-
fjallaeyjunni Sumbawa
í Indónesíu fann Har-
aldur Sigurðsson eld-
fjallafræðingur 6–10
þúsund manna bæ sem
hvarf undir ösku þegar
eldfjallið Tambora
gaus árið 1815. Björn
Jóhann Björnsson
ræddi við Harald um
uppgröftinn frá í sum-
ar, sem líkja má við
fund Pompei.
Ljósmynd/Flor
Haraldur Sigurðsson mokar frá beinagrind í rústum hússins sem
ar voru upp í sumar. Bak við hann sést í öskulögin úr gosinu 181HEILL ÞÉR, NORRÆNN GESTUR
Karl Gústaf Svíakonungur er íopinberri heimsókn á Ís-
landi ásamt Sylvíu drottningu og
Viktoríu krónprinsessu. Það hef-
ur færzt í vöxt að opinberar heim-
sóknir samanstandi ekki ein-
göngu af veizlum, skoðunar-
ferðum og ræðuhöldum, heldur
séu raunverulegar vinnuheim-
sóknir, þar sem stjórnmála- og
kaupsýslumenn treysta bönd,
leita nýrra tengsla og tækifæra
og leitast við að efla gagnkvæman
hag. Það á við um þessa heimsókn
Svíakonungs; í fylgdarliði hans er
að þessu sinni mikið af athafna-
mönnum og forsvarsmönnum at-
vinnulífs í Svíþjóð.
Á ráðstefnu, sem haldin var í
gær á vegum sænska sendiráðs-
ins og atvinnulífssamtaka í Sví-
þjóð, og bæði Svíakonungur og
forseti Íslands sátu, kom fram að
mörg tækifæri væru í viðskiptum
ríkjanna. Sænskur útflutningur
til Íslands stendur á gömlum
merg en mörg ónýtt sóknarfæri
eru fyrir Ísland á sænska mark-
aðnum. Hafa þó ýmis íslenzk fyr-
irtæki haslað sér völl þar á und-
anförnum árum svo eftir hefur
verið tekið, t.d. KB banki, Baugur
og Össur.
Hin pólitísku tengsl Íslands við
Svíþjóð eru líka mikilvæg; á
grundvelli Norðurlandasam-
starfsins tengjast Svíar okkur
nánum böndum og eru jafnframt
mikilvægir bandamenn okkar á
vettvangi Evrópusamstarfsins.
Síðast en ekki sízt er Svíakon-
ungur fulltrúi einnar af okkar
nánustu vinaþjóðum, sem við eig-
um mesta samleið með í menning-
ar- og stjórnmálum, og því au-
fúsugestur. Sjálfur vakti hann
máls á því í viðtali í Morgun-
blaðinu fyrir skömmu hvernig
skyld tungumál og menning
tengdu þjóðirnar saman. Það á
því við um hann, sem Tómas Guð-
mundsson orti í kvæðinu Norður-
lönd: „Og heill þér, norrænn gest-
ur, vér gætum sama arfs.“