Morgunblaðið - 09.09.2004, Side 24
UMRÆÐAN
24 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er skemmtileg til-
breyting að við á er-
lendri fréttadeild
Morgunblaðsins skul-
um gagnrýndir frá
hægri fyrir fréttaskrif okkar.
Ekki er langt síðan vefritið
Múrinn hafði uppi ómálefnalega
gagnrýni á fréttaflutning okkar
um Íraksmálin og maður verður
var við að sumir vinstrimenn telja
okkur í stuðningsliði George W.
Bush Bandaríkjaforseta. Nú ber
hins vegar svo við að vinur minn á
Viðskiptablaðinu, fjölmiðlarýn-
irinn og frjálshyggjumaðurinn
Ólafur Teitur Guðnason, gagn-
rýnir fréttaskrif okkar af flokks-
þingi repúblikana í New York í
síðustu viku.
Ólafur Teit-
ur ber saman
umfjöllun
Morgunblaðs-
ins um flokks-
þing repúblik-
ana annars
vegar og
demókrata hins vegar (hann
fjallar reyndar um alla fjölmiðla á
landinu en ég læt vera að svara
því sem hann segir um aðra). Af
máli hans má helst skilja, að úr
því að fjallað var á einn veg um
flokksþing demókrata hafi átt að
fjalla á nákvæmlega sama hátt um
flokksþing repúblikana – sama
hvaða fréttir væri þaðan að hafa,
sem hugsanlega teldust ekki re-
públikönum í hag (svo sem fréttir
af mótmælum gegn Bush Banda-
ríkjaforseta í New York og heim-
sókn hins umdeilda kvikmynda-
gerðarmanns Michaels Moore á
þingið).
Ef notast hefði verið við þetta
viðmið má segja að umfjöllun um
flokksþing demókrata fyrir mán-
uði hefði verið búin að skilyrða
fyrirfram umfjöllun um fund
repúblikana í síðustu viku.
En þannig háttar því nú til að
umfangsmikil mótmæli fóru fram
(gegn Bush og flokki hans) í New
York-borg á meðan repúblikanar
héldu flokksþing sitt þar og ég
leyfi mér að fullyrða að allir geti
verið sammála um að þar var um
frétt að ræða. Ekki var um sam-
bærileg mótmæli að ræða í
tengslum við flokksþing demó-
krata í Boston þó að sjálfsagt hafi
þar kraumað einhver ágreiningur
undir niðri, eins og gengur.
Mótmælin í New York eru til
marks um að Bush Bandaríkja-
forseti er umdeildur, menn
skiptast mjög í tvö horn í afstöðu
til hans. Eðlilegt var (og er) að
gera því skil á sem ítarlegastan
hátt. Ekki má gleyma því að
George W. Bush er sitjandi for-
seti og því sjálfkrafa meira í sviðs-
ljósinu og kannski um leið sjálf-
krafa meira skotspæni: það er jú
verið að kjósa um feril hans á for-
setastóli fyrst og fremst, hina um-
deildu innrás í Írak o.s.frv.
(Þess ber þó að geta að bar-
áttan vestra hefur upp á síðkastið
þróast þannig að í raun virðast
kosningarnar ætla að verða þjóð-
aratkvæðagreiðsla um John
Kerry, en ekki Bush – þetta er til
marks um að Bush hefur rekið ár-
angursríka kosningabaráttu.)
Almennt tel ég ekki að við höf-
um gert of mikið úr mótmælunum
í New York; frétt í mánudags-
blaðinu fyrir viku (með mynd)
fjallaði um mótmælin daginn áð-
ur, eftir það var áhersla umfjöll-
unar blaðsins á það sem fram fór á
flokksþinginu sjálfu.
Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra gerir flokksþing
repúblikana líka að umtalsefni á
vefsíðu sinni um síðustu helgi og
fjallar þar, rétt eins og Ólafur
Teitur, um umfjöllun íslenskra
fjölmiðla. Nefnir hann þar að hon-
um hafi þótt Ríkisútvarpið eyða of
miklu púðri í fréttir af mótmæla-
aðgerðum í New York.
Mér þykir hins vegar sér-
staklega athyglisvert það sem
Björn segir um muninn á íslensk-
um og bandarískum stjórnmálum;
hann bendir á að átakamálin séu
ólík og hefðir allt aðrar (ég gerði
þessa staðreynd raunar að um-
talsefni í viðhorfi fyrir fjórum vik-
um síðan).
Björn upplýsir jafnframt að
innan Sjálfstæðisflokksins „geta
menn skipst í fylkingar eftir því,
hvort þeir hallast að sjónarmiðum
repúblikana eða demókrata“.
Athyglisvert er að fá staðfest að
sjálfstæðismenn telji ekki endi-
lega sjálfgefið að þeir séu í stuðn-
ingsliði repúblikana (og að þeir
skiptist í fylkingar vegna afstöðu
sinnar til stjórnmála vestra). Mig
grunar þó að þessi skoðanamunur
tengist einkum þessum tiltekna
forseta, þ.e. Bush, og að sjálfstæð-
ismenn að jafnaði telji sig eiga
meiri samleið með repúblikönum
(þó að vel megi halda því fram að
sú afstaða byggist á misskilningi,
vegna þess sem Björn nefnir um
ólíkt eðli íslenskra og bandarískra
stjórnmála).
Sjálfstæðismenn eru langt frá
því einir um að hafa efasemdir um
Bush (sé um slíkar efasemdir að
ræða, sem ég leyfi mér að gefa
mér í tilefni ummæla dóms-
málaráðherra). Bendi ég á grein í
nýjasta hefti vikuritsins The
Economist því til sönnunar. Þar
kemur fram að samband Michaels
Howards, leiðtoga breska Íhalds-
flokksins, og Bush-manna sé við
frostmark um þessar mundir.
Jafnframt kemur þar fram sú
ágiskun að næstum helmingur
þingmanna Íhaldsflokksins sé
hallari undir Kerry en Bush.
Þetta vekur athygli í ljósi
tengsla flokkanna tveggja í gegn-
um tíðina, einkum og sér í lagi
sambands Ronalds Reagans og
járnfrúarinnar Margrétar
Thatcher á ofanverðri síðustu öld.
The Economist segir Malcom
Rifkind, síðasta utanríkisráðherra
ríkisstjórnar Johns Majors, á
þeirri skoðun að Íhaldsflokkurinn
eigi að heyja baráttu vegna næstu
þingkosninga á grundvelli and-
stöðu við innrásina í Írak, and-
stöðu við Bush og stuðnings við
stofnanakerfi Sameinuðu þjóð-
anna. Þetta er sérlega athygl-
isvert því The Economist heldur
því líka fram að Rifkind sé líkleg-
ur eftirmaður Howards fari svo að
íhaldsmenn tapi næstu kosn-
ingum og Howard víki úr leiðtoga-
sætinu í kjölfarið.
Nú spyr maður sig hvort önnur
hvor fylkinganna í Sjálfstæð-
isflokknum eigi ef til vill samleið
með Rifkind hvað þetta varðar.
Bush er
umdeildur
Athyglisvert er að fá staðfest að sjálf-
stæðismenn telji ekki endilega sjálfgefið
að þeir séu í stuðningsliði repúblikana
(og að þeir skiptist í fylkingar vegna af-
stöðu sinnar til stjórnmála vestra).
VIÐHORF
Eftir Davíð
Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
HINN 4. september var haldinn
fundur í Iðnó þar sem rætt var um
stöðuna í jafnréttismálum kvenna á
Íslandi nú. Þótt ég telji mig ekki til
femínista er ég þó jafnréttissinni enda
sómir ekki annað nokkurn veginn
skynsömum manni. Ekki voru margir
karlmenn viðstaddir og er það skaði
því margt fróðlegt var að heyra. Til
dæmis var vakin athygli á því hve fín-
gerð og dulin mörg brot á jafnrétt-
iskröfum eru. Þar skipta mál og
myndir miklu. Stundum er sagt um
konur sem geta sér orð fyrir dugnað
og harðfylgi að þær séu frekar. Ég
man varla eftir að hafa heyrt svipað
um karlmenn, þeir sýni auðvitað bara
dugnað og harðfylgi og þykir það
venjulega lofsvert. Þessi munur skipti
engu máli ef ekki væri dregin sú
ályktun að frekar konur væru ekki vel
hæfar til að gegna ábyrgðarstörfum.
Það mætti nefna mörg slík dæmi.
En þó keyrði um þverbak þegar ég
fletti Morgunblaðinu hinn 5.9. Þar
getur að líta heilsíðuauglýsingu frá
Þjóðminjasafni Íslands. Meg-
ininnihald auglýsingarinnar er „Saga
þjóðar í mörgum bindum“ og við hlið-
ina er hrúga af hálsbindum af ýmsum
gerðum og litum. Það sem mér finnst
hneykslanlegt við auglýsinguna er að
hún höfðar til dulinna tilfinninga.
Auðvitað kemur ósjálfrátt í hugann
að sagan á síðustu öld hafi verið mót-
uð af karlmönnum sem báru háls-
bindi. En voru þeir þjóðin? Hvað um
allar stúlkurnar sem báru út saltfisk
til þurrkunar eða söltuðu síld í rign-
ingu og kulda og öfluðu með því þjóð-
inni tekna? Hvað um allar vinnukon-
urnar og kaupakonurnar sem gerðu
landbúnað á Íslandi yfirleitt mögu-
legan í margar aldir? Og settu engar
konur svip á þjóðina á síðustu öld –
nógu mikinn að minnsta kosti til að
setja slæðu eða hálsklút einhvers
staðar á milli bindanna?
En auglýsingastofan sem gerði
auglýsinguna var auðsýnilega alltof
hrifin af orðaleiknum með bindi til að
sjá neitt annað. Það hefði kannski
mátt bæta við myndina nokkrum
dömubindum en ég get ímyndað mér
að saga þeirra sé ekki síður athygl-
isverð en saga hálsbindanna.
REYNIR VILHJÁLMSSON,
Snorrabraut 32,
Reykjavík.
Jafnrétti
Frá Reyni Vilhjálmssyni:
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun
að hlutabréfamarkaðurinn í Banda-
ríkjunum er öflugri en hlutabréfa-
markaðir annarra landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af
markmiðum með stofnun þjónustu-
miðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu
borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifa-
laus og mikill meirihluti jarðarbúa,
svokallaður almenningur þjóðanna,
unir jafnan misjafnlega þolinmóður
við sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga
að því að raforka úr vatnsorku til ál-
framleiðslu verði í framtíðinni fyrst og
fremst unnin í tiltölulega fámennum,
en vatnsorkuauðugum, löndum...“
Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvíl-
ir því á þeim sem taka ákvörðun um að
spilla þessum mikilvægu verðmætum
fyrir meinta hagsæld vegna frekari ál-
bræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet
alla Seltirninga til að kynna sér ítar-
lega fyrirliggjandi skipulagstillögu
bæjaryfirvalda ...“
Gunnar Finnsson: „Hins vegar er
ljóst að núverandi kerfi hefur runnið
sitt skeið og grundvallarbreytinga er
þörf...“
Eyjólfur Sæmundsson og Hanna
Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í
landbúnaði falla undir vinnuverndar-
lög og þar með verksvið Vinnueftirlits-
ins.“
Jakob Björnsson: „Með þvílíkum
vinnubrögðum er auðvitað lítil von um
sættir.“
Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru
gráður LHÍ að inntaki engu fremur
háskólagráður en þær sem TR út-
skrifaði nemendur með, nema síður
sé.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
SÍÐASTLIÐINN mánudag skrif-
aði ég stutta grein hér í Morg-
unblaðið þar sem ég beindi spurn-
ingum til yfirvalda í Reykjavík, í
fyrsta lagi hversu oft það tíðkaðist að
fólk væri borið út úr íbúðarhúsnæði í
eigu borgarinnar, í
öðru lagi hvern skilning
borgaryfirvöld legðu í
5. grein húsnæðislaga
þar sem skyldur sveit-
arfélaga í húsnæðis-
málum eru skilgreindar
og í þriðja lagi hvort
það tíðkaðist að loka
fyrir hita og rafmagn
hjá efnalitlu fólki í van-
skilum og hvort slíkt
væri gert í samráði við
félagsmálayfirvöld. Við
þessu brást formaður
félagsmálaráðs, Björk Vilhelmsdóttir
að bragði og svaraði hún spurningum
mínum í Morgunblaðinu sl. þriðju-
dag. Björk segir borgina tilbúna að
semja við fólk um húsaleiguskuldir
„og ganga yfirleitt mjög langt í að
koma til móts við þarfir fólks.“ Ekki
véfengi ég þetta. Engu að síður hefur
fjórum sinnum á þessu ári komið til
þess að fólk er borið út úr íbúðar-
húsnæði í eigu borgarinnar. Í þeim
hópi er væntanlega sá maður sem
varð tilefni skrifa minna.
Í formála að spurningum mínum til
yfirvalda í Reykjavík sagði eftirfar-
andi: „Síðastliðinn föstudag var
krabbameinssjúkur öryrki borinn út
með lögregluvaldi úr leiguhúsnæði í
eigu Reykjavíkurborgar eftir lang-
varandi vanskil á greiðslum. Viku
fyrr hafði formlega verið farið fram á
að útburði yrði frestað um nokkra
mánuði á meðan ástand mannsins
yrði kannað betur og leitað lausna.
Fallist var á að fresta útburði um eina
viku svo trúnaðarlækni borgarinnar
gæfist færi á að skila greinargerð um
málið. Engu að síður voru, áður en
læknisrannsókn fór fram, gerðir út af
örkinni menn til að loka fyrir raf-
magn í íbúð mannsins. Af hálfu borg-
arinnar hefur enginn grennslast fyrir
um afdrif þessa einstaklings eftir að
hann var rekinn á dyr.“
Um þessa stuttu greinargerð mína
segir formaður félagsmálaráðs:
„Ýmsar rangfærslur komu fram í for-
mála þingmannsins að spurningum
sem ekki er tök á að svara enda und-
irrituð bundin trúnaði um málefni
einstaklinga.“ Ekki veit ég hvað for-
maður félagsmálaráðs á hér við. Í
fyrsta lagi vísa ég í lögregluvald. Eft-
ir því sem ég veit best komu fulltrúar
sýslumannsembættisins til að sjá til
þess að dómsúrskurði um útburð yrði
framfylgt. Síðan vísa ég í erindi sem
ég sjálfur sendi borginni og þekki því
frá fyrstu hendi. Í þriðja
lagi er vísað í veikindi
einstaklingsins en upp-
lýsingar mínar um það
efni hef ég frá lækni
sem rannsakað hefur
manninn. Í fjórða lagi
segir að menn hafi kom-
ið á vettvang til að loka
fyrir rafmagn þegar
viku frestur var veittur
á útburði á meðan trún-
aðarlæknir borgarinnar
fjallaði um málið. Í
fimmta lagi hafði eng-
inn grennslast fyrir um manninn þeg-
ar grein mín var skrifuð. Ekki veit ég
betur en allt þetta sé satt og rétt.
Síðan hefur vissulega ýmislegt
gerst. Mér er kunnugt um að fulltrúi
Félagsþjónustunnar hefur haft sam-
band við umræddan einstakling og
svo öllu sé til haga haldið hafði fram-
kvæmdastjóri Félagsíbúða samband
við mig til að segja að hann teldi að
réttu máli hefði verið hallað þegar
talað hefði verið um útburð með lög-
regluvaldi. Fulltrúar sýslumanns-
embættisins hafi fyrst og fremst ver-
ið að gæta hagsmuna einstaklingsins
sem í hlut átti. Ekki veit ég hvernig á
að skilgreina slíka hagsmunagæslu
því þegar maðurinn kom heim til sín
hafði íbúðin verið brotin upp, hún
tæmd og búslóð hans komin út á
gangstétt!
Í svari sínu segir formaður Félags-
málaráðs að mikilvægt sé að jafn-
ræðis sé gætt: „Reykjavíkurborg
gætir þess að vinna samkvæmt sett-
um reglum til að gæta fyllsta jafn-
ræðis sem þýðir að fólk sem býr við
svipaðar aðstæður á rétt á sambæri-
legri málsmeðferð. Ekki er hægt að
gera undantekningu frá greiðslu
lágrar leigu á meðan aðrir í svipaðri
stöðu eða enn verri standa skil á sínu.
Ef slíkt væri misnotað værum við far-
in að misnota kerfið og komin út í
gamaldags fyrirgreiðslupólitík sem á
engan rétt á sér.“
Því fer fjarri að ég sé talsmaður
þess, sem hér er kallað „fyr-
irgreiðslupólitík“. Ég er hins vegar
talsmaður þess að velferðarþjónustan
þjóni þeim tilgangi, sem við ætlumst
til af henni og að samfélagið ræki þær
skyldur, sem það sjálft hefur und-
irgengist bæði í lögum og pólitískum
heitstrengingum. Þótt menn hafni
fyrirgreiðslupólitík svokallaðri og
vilji að réttlæti ríki í kerfinu, skyldu
menn engu að síður fara varlega í að
alhæfa um aðstæður og þarfir ein-
staklinga.
Fram hefur komið að fjórir ein-
staklingar eða fjölskyldur hafa verið
bornar út það sem af er árinu. Þetta
þykja mér alvarleg tíðindi. Útburður
úr húsnæði á vegum borgarinnar á
ekki að eiga sér stað en lágmarks-
krafa hlýtur að vera að fólki, sem er
þvingað út úr húsnæði sínu, sé boðið
upp á önnur úrræði. Ég geri mér
fyllilega grein fyrir því að stundum
getur verið úr vöndu að ráða fyrir Fé-
lagsþjónustuna en að bera heimili
fólks út á götu er hins vegar uppgjöf
og ekki kostur sem forsvaranlegt er
að sætta sig við.
Félagsþjónustan í Reykjavík er að
sönnu öflug og gerir margt mjög vel.
Varla er hún þó hafin yfir gagnrýni.
Að sjálfsögðu ekki. Það er henni
meira að segja lífsnauðsyn að hafa
aðhald og það er okkar allra að veita
það aðhald. Ég efast ekki um góðan
hug starfsfólks Félagsþjónustunnar,
Félagsíbúða hf. eða þeirra stjórn-
málamanna sem stýra þessum málum
hjá borginni. Upp koma þó tilvik þar
sem velferðarþjónustan bregst. Það
hefur að mínu mati gerst í þessu máli
en með því hef ég fylgst um nokkurt
skeið. Þegar svo er komið að lokað er
fyrir rafmagn hjá efnalitlu fólkið og
það síðan borið út með valdi þá verða
menn að geta tekið því að slíkum að-
förum sé mótmælt.
Það á ekki að eiga sér stað
að efnalítið fólk sé borið út
Ögmundur Jónasson svarar
Björk Vilhelmsdóttur ’Félagsþjónustan íReykjavík er að sönnu
öflug og gerir margt
mjög vel. Varla er hún
þó hafin yfir gagnrýni. ‘
Ögmundur Jónasson
Höfundur er alþingismaður
og formaður BSRB.