Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 25 ✝ Jón Tómassonfæddist í Reykja- vík 13. desember 1920. Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykja- vík 31. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar Jóns voru hjónin Tómas Jónsson, f. 10. apríl 1889, d. 31. mars 1936 og Bjarnína Guðrún Bjarnadóttir hús- móðir, f. 24. desem- ber 1895, d. 29. mars 1970. Jón var annar í röðinni af fjórum systkinum, sem voru Bjarni, f. 10. janúar 1918, d. 4. mars 1994, Bergur, f. 5. nóv- ember 1923, d. 12. september 2000 og Ásthildur, f. 24. maí 1929, sem er ein eftirlifandi systkina sinna. Jón kvæntist 16. nóvember 1946 Guðrúnu Júlíusdóttur, f. 30. apríl Stefánsdóttir, synir þeirra eru Daníel Hólm, f. 2000, og Stefán Ingi, f. 2002. Guðrún Erla, f. 1978, sambýlismaður Guðlaugur Vigfús Kristjánsson, sonur þeirra Róbert Örn 2001. 3) Jón Gunnar, f. 1955, maki Fríða Birna Kristinsdóttir, börn þeirra eru: Hanna Kristín, f. 1980, sambýlismaður Guðmundur Rúnar Kjartansson, dóttir þeirra er Snædís Björt, f. 2001. Lísa Rut, f. 1983. Gunnar Björn, f. 1989. 4) Erla, f. 1958, maki Grétar Helga- son, börn þeirra eru: Hildur Edda, f. 1985, Helga Lára, f. 1987 og Daníel, f. 1992. Áður átti Erla dótturina Lindu Rún, f. 1981, sam- býlismaður Halldór Guðmunds- son. Faðir Jóns stofnaði Efnalaug Reykjavíkur árið 1921. Strax og skólagöngu lauk fór Jón að vinna hjá fyrirtæki föður síns ásamt Bjarna bróður sínum og starfaði þar alla sína ævi. Árið 1966 tók hann við rekstri efnalaugarinnar og rak hana til ársins 1996, þá orð- inn 75 ára gamall. Útför Jóns fer fram frá Grens- áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1920, Foreldrar henn- ar voru Júlíus Magn- ússon, f. 12. júlí 1883, d. 4. janúar 1931, og Jónína M. Jónsdóttir, f. 17. janúar 1891, d. 7. september 1970. Börn Jóns og Guðrún- ar eru: 1) Tómas, f. 1946, maki Guðrún Þórdís Axelsdóttir, synir þeirra eru: Jón Axel, f. 1969, maki Anna María Garðars- dóttir, börn þeirra eru Eydís Ýr, f. 1994 og Andri Snær, f. 1999. Tómas Örn, f. 1971 maki Anna Lísa Jónsdóttir, dóttir þeirra Anna Guðrún, f. 1999. Gunnar Þór, f. 1982. 2) Júlíus, f. 1948, maki Björk Garðarsdóttir, dóttir þeirra Bylgja, f. 1990. Börn Júlíusar frá fyrra hjónabandi eru: Skúli Magn- ús, f. 1974, sambýliskona Anna Mig langar í fáum orðum að minn- ast elskulegs tengdaföður míns Jóns Tómassonar. Kynni okkar hófust árið 1964 þeg- ar ég kom á heimili hans á Hallveig- arstíg 8, þá 17 ára gömul og ný trú- lofuð elsta syni hans Tómasi. Þarna sat hann í stofunni og brosti sposkur til mín og tók í höndina á mér og ósk- aði til hamingju. Aldrei féll skuggi á samband okkar. Honum var margt til lista lagt, það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur það lék allt í höndunum á honum. Þeir eru öfunds- verðir sem geta nánast gert allt sem hugurinn stendur til, það auðveldar margt í daglegu lífi. Árið 1965 flutti hann ásamt fjöl- skyldu sinni að Álftamýri 67, sem hann byggði með dyggri aðstoð sona sinna þeirra Tómasar og Júlíusar. Húsið var hálfkarað eins og sagt er á vondu máli þegar þau hjónin fluttu inn með fjölskyldu sína, en mestu skipti að yngri börnin gætu byrjað á réttum tíma í nýjum skóla. Það er margs að minnast. Ég minnist dags- ins eftir brúðkaup okkar Tómasar þegar við komum í Álftamýrina, þá settist Jón við píanóið og spilaði ást- arlag fyrir okkur „la vie d’amour“ sem ég hef ætíð mikið haldið upp á síðan. Ég minnist skemmtilegra ferða um vetrartíma þegar öll fjölskyldan fór á skíði upp í Bláfjöll næstum um hverja helgi í nokkur ár. Þar lékum við okkur bæði á svigskíðum og gönguskíðum til skiptis. Þá fékk hann áhuga fyrir vélsleðum, og úr varð að hann keypti tvo vélsleða, einn fyrir sig og annan fyrir tengda- mömmu, og þeystu þau ásamt sonum sínum sem einnig áttu vélsleða vítt og breitt um landið, til að mynda upp á Langjökul, Hveravelli og Land- mannalaugar svo eitthvað sé talið. Í þessum ferðum breyttist hann í ung- ling. Ungur að árum gekk hann í Ferðafélag Íslands, hann var alla tíð mikill útivistarmaður og naut sín best út í náttúrunni. Það var alltaf gaman að fylgjast með þegar þau hjónin komu úr ferðalögum um sveit- ir landsins, þá strikuðu þau með lit allar sínar ferðir inn á landakortið til að fylgjast með hvað þau ættu eftir að skoða og það var ekki mikið eftir, að mínum dómi, nema einhverjar ófærur og fjöllin há. Ég minnist Jóns þegar hann kom í heimsókn upp í sumarbústaðinn okk- ar ásamt tengdamömmu, oftar en ekki tók hann til hendinni ef á þurfti að halda og ekki þurfti að spyrja af vinnubrögðum hans sem voru alltaf fyrsta flokks. Ég á ekkert nema ljúf- ar og góðar minningar um öðlinginn hann Jón Tómasson tengdaföður minn. Elsku tengdamamma, ég votta þér mína dýpstu samúð. Ykkar tengdadóttir Guðrún Þórdís. Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn. Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá, hún vakir og lifir þó enn. Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán, og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, mín skömm og mín tár og mitt blóð. (Steinn Steinarr.) Tengdafaðir minn, Jón Tómasson er látinn 83 ára gamall. Þessi hægláti maður, sem aldrei átti erindi út fyrir landsteinana, en ferðaðist þeim mun meira um landið okkar sem hann gjörþekkti. Ekki kom heldur til að hann skipti um starf á ævinni. Hann var fæddur og uppalinn bakatil á Laugaveginum, tók við rekstri Efnalaugar Reykja- víkur af föður sínum ásamt eldri bróður. Þar kom sér vel hversu handlaginn hann var, setti saman vélar og tæki, en leysti síðan allt í sundur eftir hálfa öld eins og Efna- laugin hefði aldrei verið til. Þetta var Jón Tómasson, byrjaði á einhverju bauki og hætti ekki fyrr en því var lokið, hvort sem var að lita garn, bólstra húsgögn, ferðast í strætó með skóflu og múrskeið af því honum datt í hug að byggja hús frá grunni fyrir sig og sína. Allt þetta gekk upp ásamt svo mörgu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Jóni kynntist ég fyrir rúmum tutt- ugu árum og áður en ég vissi af vor- um við farnir að bauka hitt og þetta á Laugavegi 32 b, þar sem búskapur okkar Erlu dóttur hans hófst. Aldrei mátti hann ekki vera að því að fram- kvæma það sem okkur datt í hug, helluleggja, flytja þrjátíu ára gömul tré milli póstnúmera, leggja vatn milli hæða, teppaleggja eða tyrfa. Oft fór Jón seint heim úr vinnunni, þessi þúsundþjalasmiður. Hans er sárt saknað af fjölskyldunni. Grétar Helgason. Elsku afi minn. Það er svo rosalega sárt að hugsa um það að nú sért þú farinn frá okk- ur. Orð fá ekki lýst hversu mikið ég sakna þín og þá sérstaklega þegar ég hugsa um allt það sem minnir mig á þig. Ég var svo heppin þegar ég var yngri að hafa þig og ömmu alltaf á næstu hæð fyrir neðan. Það var alltaf jafnnotalegt og gaman að geta skroppið niður til ykkar og stytt sér stundir ef manni leiddist og alltaf var maður jafnvelkominn, sama hvernig stóð á. Ég man hvað mér fannst snið- ugt að mega fylgjast með þegar þið voruð að vinna, og svo hlakkaði ég alltaf svo mikið til föstudaganna, því þá voru alltaf flatkökur og hangikjöt í hádeginu. En það hefur margt breyst, tímarnir breytast og fólk eld- ist og við fórum að hittast minna, eins og gengur og gerist. En það voru þó alltaf fastir tímar á ári sem fjölskyldan hittist og þá var alltaf gaman. Jólaboðin voru langbest og skemmtilegust og alltaf hlakkaði maður til að koma til ykkar ömmu í jólaboð því maturinn var alltaf jafn- góður og það var alltaf jafngaman að hitta alla aftur. En svo allt í einu einn daginn ert þú bara farinn frá okkur, og ég ætlaði ekki að trúa því fyrst en svo áttaði ég mig á því að það var kannski bara best, því það lifir eng- inn endalaust. Ég hugga mig við það daglega að ég veit að þú ert ekki far- inn fyrir fullt og allt og munt aldrei gera því ég veit að þú munt alltaf vera hjá mér og þá sérstaklega í huga mér. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi minn. Hildur Edda. Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég staddur heima á Íslandi af sérstöku tilefni. Þar átti ég góða daga með vin- um og ættingjum. Sunnudaginn 7. september fékk ég að prédika í litlu kirkjunni á Mosfelli í Grímsnesi. Andspænis hinum sögufræga stað, handan við þjóðveginn, liggur jörðin Reykjanes. Þar hefur bróðir minn Guðmundur Óli komið sér upp húsi að loknu ævistarfi í Skálholti. Það var mér þess vegna mikil gleði að fá tækifæri til þess að taka þátt í guðs- þjónustu einmitt þarna og að eiga síðan ógleymanlega stund með kirkjugestum á heimili bróður míns eftir messu. Það, sem mér þótti vænst um var, að þarna voru sam- ankomin nokkur frændsystkini okk- ar bræðranna, en sum þeirra hafði ég ekki séð í marga áratugi. Við vorum börn þriggja systra, og oft höfðum við verið saman á hátíðarstundum æskuáranna. Þarna hitti ég aftur frænda minn Jón Tómasson, sem ég alltaf hafði virt mikils sökum ljúf- mennsku hans og mannkosta. Þau voru þarna bæði hjónin, Jón og Guð- rún ásamt Ásthildi systur Jóns, og nokkrum dögum seinna vorum við aftur saman komin á heimili hennar. Þessi systkini voru þá ein eftir af til- tölulega stórri fjölskyldu, sem á bernskuárum mínum fyllti heimilið á efri hæð hússins á Laugavegi 32b, en á neðstu hæð hússins var fyrirtæki fjölskyldunnar, Efnalaug Reykjavík- ur. Nú er Ásthildur ein eftir af fjórum systkinum. Jón hafði alla tíð reynst þessari systur sinni sannur bróðir og vinur. Nú er hann látinn, hann lést 31. ágúst síðastliðinn, og þess vegna langar mig að senda konu hans og börnum ásamt Ásthildi fáein fátæk- leg kveðjuorð á þennan hátt. Með því móti vil ég láta í ljós þakklæti mitt fyrir stundirnar, sem við áttum sam- an fyrir ári síðan og fyrir ótal góðar minningar, sem ég á um frænda minn og frændfólkið á Laugavegi frá uppvaxtarárum mínum. Yngri kyn- slóðin, börn þeirra Jóns og Guðrún- ar, verður hins vegar að afsaka það, að hér mun vafalaust vanta margt, sem þau hefðu viljað sjá á prenti nú. Öðruvísi getur það ekki verið, þegar sá sem hér skrifar hefur dvalið meira en helming ævinnar utan ættjarðar- innar. Jón Tómasson var næstelsti sonur hjónanna Tómasar Jónssonar og Bjarnínu Bjarnadóttur, en elstur var Bjarni, sem lengi var forstjóri efna- laugarinnar og yngstur Bergur, sem lengst af starfaði sem löggiltur end- urskoðandi, m.a. hjá Reykjavíkur- borg. Yngst systkinanna og jafn gömul mér var eina dóttir þeirra, Ásthildur. Tómas var iðnaðarmaður og útlærður trésmiður, er þau Bjarnína voru gefin saman árið 1916. Þau festu þá fljótlega kaup á húsinu við Laugaveg, og nokkru síðar flutt- ist móðuramma okkar þangað með tvær yngstu dætur sínar, Hallfríði og Svanlaugu, en mann sinn missti hún árið 1913. Ég varð undrandi, þegar Ásthildur minnti mig á það, að þarna hefði móðir mín Hallfríður einnig átt heima árið sem faðir minn var að ljúka við sveinsstykkið sitt á tré- smíðaverkstæði Jónatans handan við götuna. Varla hefur hún samt búið þar meira en eitt ár, því að foreldrar mínir giftu sig í maí 1920 og tæpum tveimur mánuðum síðar brann verk- stæði Jónatans Þorsteinssonar við Laugaveg 31 til kaldra kola. Sama ár fæddist Jón Tómasson í húsinu nr. 32b. Þar bjó amma okkar líka í meira en 30 ár í skjóli hinnar góðu og gestrisnu fjölskyldu dóttur sinnar. Það var því eðlilega allnáið samband milli heimila okkar á bernskuárum mínum. Ég man vel eftir snyrtilega eldhúsinu og stofunni á heimili móðursystur minnar. En einkanlega man ég eftir fallega org- elinu, sem stóð þar í stofu. Það var húsbóndinn, sem einna helst lék á hljóðfærið þá, en seinna var það hlut- verk Jóns. Hann hafði mikla hæfi- leika á því sviði, eins og frændur hans á Þórsgötu 4, þeir Gunnar og Árni, en Tómas var bróðir Sigurjóns bóksala á Þórsgötunni, sem margir muna enn. Vafalaust hefði Jón getað náð langt á sviði tónlistarinnar, en til þess varð lítill tími, og maðurinn hafði líka marga aðra hæfileika, sem hlutu að fá útrás. Það mun hafa verið árið 1921, sem Tómas réðst í það að koma í fram- kvæmd verki, sem hann hafði lengi haft í huga og undirbúið, en þá stofn- aði hann fyrstu fata- og efnahreinsun bæjarins eða jafnvel landsins, Efna- laug Reykjavíkur. Það var í raun og veru sögulegur atburður, nýtt skref til framfara í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Efnalaug Reykjavíkur var starfrækt í 75 ár eða til ársins 1996, og var alltaf fjölskyldufyrir- tæki, þar sem allir stóðu saman um ábyrgðina og erfiðið. Enginn starfaði þó lengur við efnalaugina en Jón Tómasson. Þar lagði hann af mörk- um mikilvægt ævistarf í meira en hálfa öld. Stofnandinn, Tómas Jónsson, lést fyrir aldur fram árið 1936, aðeins 47 ára gamall, en fyrirtæki sitt hafði hann þá rekið af samviskusemi og dugnaði í 15 ár. Það er auðvelt að hugsa sér hvílíkt áfall það hefur verið fyrir konu hans að standa ein eftir með allan rekstur og allar skuldbind- ingar, sem alltaf fylgja slíku starfi. Þá var Bjarni enn aðeins 18 ára og um það bil að ljúka námi við Versl- unarskólann og Jón 16 ára. Hin börn- in voru enn innan við fermingu. En þegar mest á reyndi sýndu þau öll, hvað í þeim bjó. Bjarni tók við stjórn efnalaugarinnar, þótt ungur væri, og gegndi því starfi þar til hann var kominn yfir fimmtugt. Jón tók eins fljótt og nám hans og kraftar leyfðu við hinum daglegu skyldum rekst- ursins, en þar hafði hann mikinn stuðning af Hjalta, vini þeirra bræðra, sem í fjölda ára starfaði með þeim við efnalaugina af mikilli trú- mennsku. En eitt var það, sem Jón lét enga aðra um, og það var efnalit- unin. Á því sviði varð hann snillingur, sem ekki átti sér marga líka. Hús- mæðurnar komu með þungu glugga- tjöldin, sem þá voru í tísku, upplituð af sól, og fengu þau aftur í nýjum lit eins og ný væru. Jafnvel stóru tjöld- in, sem huldu svið Þjóðleikhússins tók hann að sér að lita, svo þau litu út eins og ný væru. Eftir að Bjarni var hættur störfum sem forstjóri efna- laugarinnar hvíldi öll ábyrgð fyrir- tækisins á herðum Jóns þar til rekstri efnalaugarinnar var hætt. Ég var sendill í Efnalauginni á styrjaldarárunum, líklega sumarið 1942. Þá kynntist ég Jóni betur en ég annars hefði gert. Það var þrátt fyrir allt níu ára aldursmunur á okkur, en þarna sá ég þótt ungur væri, hvílíkan mann hann hafði að geyma. Aldrei brá hann skapi, hvað sem á gekk. All- ir báru traust til hans og leituðu til hans, þegar með þurfti. Hann var góður smiður og gat yfirleitt gert við allar vélar og umbúnað. Þegar hér var komið sögu, var Bergur kominn um tvítugt, og var því einnig með í starfi öðru hverju, en mér er ekki kunnugt um, hversu lengi hann var þarna starfandi. Þetta sumar var ung stúlka, sem Guðrún hét Júlíusdóttir, meðal starfsfólks efnalaugarinnar. Það duldist ekki forvitnum strák, að eitthvað var að gerast á milli hennar og Jóns. Mér leist vel á þann ráða- hag. Þau náðu síðan að vera gift í nærri 60 ár og eignast fjögur börn saman. Þegar fram liðu stundir byggði Jón sjálfur hús yfir fjölskyldu sína með aðstoð sona sinna. Hann var eins heima fyrir og á vinnustaðn- um, vinnufús og fær, hjálpsamur og laghentur á flesta hluti. Og tóm- stundirnar notaði hann meðal annars til að mála myndir, sem um ókomin ár munu gleðja ástvini hans og prýða heimili þeirra. Þegar ég hitti þessi góðu hjón Guðrúnu og Jón fyrir ári síðan, var Jón enn sama hægláta ljúfmennið, eins og hann hafði alltaf verið. En það duldist engum, að hann var orð- inn gamall og þreyttur. Andlát hans hefur því tæplega komið ástvinum hans á óvart. En aðskilnaðurinn hér á jörð hlýtur alltaf að vekja trega og viðkvæmar tilfinningar.Og fyrir okk- ur hin, sem að þessu sinni stöndum svolítið fjær, vekur það einnig við- kvæma strengi, að sjá nána sam- ferðamenn hverfa hvern af öðrum. Þá er gott að mega eiga þá trú, að við erum ekki ein á ferð og verðum ekki skilin eftir ein, þegar síðustu kraft- arnir þverra. Um það talar Drottinn til okkar, sem alist höfum upp við ís- lenskan trúararf, með ýmsu móti. Ég minnist í því sambandi síðustu páskanna, sem ég átti heima á Ís- landi. Að morgni páskadags 1970 hafði ég haldið hátíðarguðsþjónustu í Grensássöfnuði að venju, en án þess að hafa hugmynd um, að þetta var síðasta páskamessan mín á Íslandi. Síðan hefi ég starfað sem prestur í norsku kirkjunni en lengst af í þeirri dönsku í þrjá áratugi. En hvergi hef- ur mér þótt sigurboðskapur kristin- dómsins hljóma jafn tært og sterkt og við íslensku páskaguðsþjónust- urnar heima . Eftir guðsþjónustuna þennan umrædda páskadag kom fað- ir minn inn til mín, til þess að segja mér, að hún Bjarnína hefði látist þá um nóttina. Það snart mig undar- lega. Sá boðskapur, sem ég hafði reynt að flytja öðrum, varð allt í einu orðinn svo persónulegur. Ég mundi það, að móðursystir mín hafði fæðst á aðfangadag jóla og nú lauk ævi hennar í skini upprennandi páskasól- ar. Þetta varð fyrir mér páskapré- dikun, sem ég ekki hefi getað gleymt. Þannig talar Guð: Það var þín vegna, vinur minn, sem ég gerðist maður. Ég vildi verða þér samferða frá vöggu til grafar. Þín vegna lifði ég, leið og dó, og þín vegna sigraði ég vald dauðans. Það er gjöf mín til þín, skírnargjöf mín til allra, sem hana vilja þiggja. Sú kveðja skal nú vera kveðja mín til allra ástvina Jóns Tómassonar. Megi blessun Guðs hvíla yfir minningu hans og fylgja þeim öllum um ókomna tíð. Felix Ólafsson, Hillrød. Við tengdumst þessum sóma- manni fyrir tuttugu árum. Sannkall- aður sómamaður er nú kvaddur. Hann var mikið náttúrubarn, þekkti landið sitt vel og með einstökum hætti. Hann og hans góða kona voru miklir fjallgöngumenn. Þau höfðu ásamt öðrum úr fjölskyldunni gengið á nánast hvert einasta fjall á okkar fagra landi. Á vetrum óku þau hjón á jöklum og um snævi þaktar grundir á vélsleðum. Þessi hæverski, hljóðláti maður elskaði landið sitt. Hann ræktaði garðinn sinn vel í orðsins fyllstu merkingu. Fáeinir vorlaukar urðu að heilum blómabreiðum. Vor- blómin hans munu vaxa á ný og gleðja okkur aftur eftir nokkra mán- uði. Það getum við verið viss um. Hans góðu konu, sem hefur staðið við hlið hans í rúmlega sex áratugi, jafnt í fyrirtæki þeirra sem öllu öðru, sendum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur svo og fjölskyldunni allri. Guð blessi ykkur öll. Ykkar vinir: Edda, Helgi og fjölskylda. JÓN TÓMASSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.