Morgunblaðið - 09.09.2004, Síða 26
MINNINGAR
26 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Haukur Níelssonbóndi á Helga-
felli í Mosfellssveit,
fæddist í Reykjavík
13. desember 1921.
Hann andaðist 27.
ágúst síðastliðinn.
Haukur var sonur
Níelsar Guðmunds-
sonar bónda í Laxár-
holti í Hraunhreppi,
síðar á Helgafelli í
Mosfellssveit, f. 1.7.
1887, d. 29.3. 1963,
og Unnar Guðmunds-
dóttur húsfreyju, f.
12.3. 1881, d. 24.1.
1947. Systkini Hauks eru Marta, f.
1.4. 1914, d. 19.10. 1940 og Sverrir
Jón, f. 14 11. 1916.
Haukur kvæntist 24.10. 1942
Önnu Sigríði Steingrímsdóttur
húsfreyju, f. 18.4. 1919, d. 23.5.
1993. Hún var dóttir Steingríms
Davíðssonar skólastjóra á Blöndu-
ósi og konu hans Helgu Jónsdótt-
ur húsmóður. Börn Hauks og
Önnu eru Níels Unnar verktaki á
Helgafelli, f. 29.12. 1942, kvæntur
Steinunni Elíasdóttur húsmóður,
þau eiga fjögur börn og Marta
sjúkraliði á Helgafelli, f. 27.4.
1951, gift Birgi Víglundssyni
skrifstofumanni, hún á þrjú börn.
Haukur ólst upp á Helgafelli.
Hann stundaði nám í
Íþróttaskólanum í
Haukadal 1938 til
1939 og lauk bú-
fræðiprófi frá
Bændaskólanum á
Hvanneyri 1941.
Haukur var verk-
stjóri hjá Hitaveitu
Reykjavíkur 1945 til
1953 er hann gerðist
bóndi á Helgafelli.
Hann var skipaður
fangavörður við
Hegningarhúsið í
Reykjavík 1971 og
gegndi því starfi í 12
ár. Haukur sat í hreppsnefnd Mos-
fellssveitar 1966 til 1986 og var
formaður Búnaðarfélags Mos-
fellshrepps frá 1969 til 1994.
Hann var kosinn í stjórn Kaup-
félags Kjalarnesþings 1971 og var
formaður stjórnar frá 1974 til
1994, sat í skólanefnd Bændaskól-
ans á Hvanneyri 1976 til 1984, var
formaður Framsóknarfélags
Kjósarsýslu um langt ára bil auk
þess sem hann sat í stjórn fleiri fé-
laga s.s. Hestamannafélagsins
Harðar og Skógræktarfélags
Mosfellssveitar.
Útför Hauks verður gerð frá
Lágafellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elskulegi pabbi minn, mig langar
að minnast þín með nokkrum orðum.
Þú og mamma voruð mín stoð og
stytta í gegnum lífið og voruð mér
svo góð og hjálpleg og sérstaklega
þú, pabbi minn, bast honum Steina
mínum sterkum böndum og lýsir vís-
an þín til hans þér vel.
Alla þá er eymdir þjá,
er yndi að hugga,
og lýsa þeim sem ljósið þrá,
og lifa í skugga.
Hafðu þökk fyrir alla umhyggj-
una.
Allt frá því ég var lítil stelpa
fræddir þú mig um alla skapaða hluti
og kenndir mér að þykja vænt um
dýrin og náttúruna, því þú varst
fróðleiksbrunnur um alla hluti, en
jafnframt gætinn hlustandi og góður
ráðleggjandi og forðaðist umfram
allt illindi og vildir öllum vel. Þakka
þér allt, ég veit að nú líður þér vel og
að þú ert nú kominn til mömmu.
Seinna þegar dagur dvín,
og dómsins klukkur hljóma,
kem ég aftur heim til þín
heilla vina góða.
(Haukur Níelsson.)
Þín dóttir,
Marta Hauksdóttir.
Þá er hann fóstri minn, Haukur
Níelsson, bóndi á Helgafelli, búinn
að kveðja þetta tilverustig og von-
andi kominn yfir á annað tilverustig
og hefur hitt þar fyrir eiginkonu sína
en hugsun hans hefur verið tengd við
hana síðan hún lést fyrir allmörgum
árum.
Það er óneitanlega erfitt að hugsa
sér Helgafell án Hauks Níelssonar,
svo nátengt er nafn hans staðnum.
Þá er ekki laust við að maður hafi á
tilfinningunni að hann sé hér hjá
okkur ennþá.
Þegar ég kom að Helgafelli fyrir
meira en fjörutíu árum finnst mér
eftir á að hyggja að Haukur hafi ver-
ið gamall maður en þá hefur hann
verið um fertugt, en hann var eins
það sem eftir lifði ævi. Þannig er
stundum minning yngra fólks. Skýr
er minning mín af Hauk, tápmiklum
manni, kröftugum, breiðleitum með
lítið hár, glaðbeittum við hlið Willys-
jeppa með mikinn farangur á þakinu
1966 er verið var að leggja af stað á
landsmót hestamanna á Hólum í
Hjaltadal.
Haukur var eftirminnilegur öllum
sem hann hittu. Hann var rólegur og
yfirvegaður, hafði gaman af því að
ræða málin, öfgalaus og maður sátta.
Hann hafði róandi áhrif á allt í kring,
jafnt mannfólk sem dýr. Þannig fór
um mig frekar uppivöðslusaman
dreng í návist Hauks. Þessir eigin-
leikar nýttust Hauki vel á lífsleiðinni
jafnt í stjórnmálum, sem dyravörður
í Hlégarði eða sem fangavörður í
Hegningarhúsinu. Áhrif hans voru
þannig að menn róuðust í návist og
sjaldan þurfti hann að nota krafta, en
þó var Haukur mjög hraustur maður
alla ævi. Minni Hauks var einstakt
og hélt hann þessum eiginleika sín-
um fram til hinstu stundar. Haukur
var ótrúlega fróður um menn og mál-
efni og fylgdist grannt með þjóð-
félagsmálum. Hann átti auðvelt með
að laða fram löngu liðna atburði og
lýsingar á fólki á þann hátt að manni
fannst eins og þessir hlutir hefðu
verið að gerast. Þá var Haukur raun-
sær og átti auðvelt með að setja hluti
í samhengi, sérstaklega hluti sem
sneru að þjóðfélagsmálum.
Þó að Haukur væri bóndi á Helga-
felli stærsta hluta ævi sinnar hlaut
hann starfsreynslu á öðrum sviðum.
Á fyrstu búskaparárum sínum bjó
hann á Bragagötu í Reykjavík og
vann þá hjá Hitaveitunni og var þar
verkstjóri. Þá vann hann við dyra-
vörslu í Hlégarði um áratugaskeið og
sem fangavörður við Hegningarhús-
ið í Reykjavík á annan áratug jafn-
framt búskap.
Haukur var mikill félagsmálamað-
ur og mikill áhugamaður um stjórn-
mál og þjóðfélagsmál. Hann fylgdist
vel með og hafði skoðanir á þessum
málum allt til hinstu stundar. Hann
gekk ungur til liðs við Framsóknar-
flokkinn og fylgdi honum alla tíð.
Hann var alla tíð mikill samvinnu-
maður en sú hugsjón var honum dýr-
mæt og í raun kjarninn í hans lífs-
viðhorfi. Þannig átti hann erfitt með
að skilja hin síðari ár að „ríkið“
mætti ekki eiga neitt eins og hann
orðaði það. Haukur var mikill kaup-
félagsmaður og má segja að á tíma-
bili hafi Kaupfélag Kjalarnessþings
og Haukur Níelsson verið eitt en
hann var lengi stjórnarformaður
þess félags og flest allir hlutir keypt-
ir í kaupfélaginu.
Afskipti Hauks af stjórnmálum
voru mikil og var hann um áratuga
skeið helsti bakhjarl Framsóknar-
flokksins í Mosfellssveit og síðan
Mosfellsbæ. Hann bauð sig fram til
setu í hreppsnefnd, fyrst í samkrulli
við aðra einstaklinga og flokka en
síðan á lista Framsóknarflokksins.
Haukur sat fyrst í hreppsnefnd og
síðan í bæjarstjórn í tvo áratugi frá
1966 til 1986. Stærstan hluta þessa
tímabils var Haukur í minnihluta en
tilheyrði meirihlutanum á miklu um-
brotaskeiði hér í sveitinni efir gosið í
Eyjum 1973 þegar mikil uppbygging
átti sér stað hér í sveitinni í kjölfarið.
Á þessu tímabili sátu stórhuga menn
við stjórnvölinn en á þessum tíma
var lagður grunnurinn að byggingu
Gagnfræðaskólans, byggingar sem
átti eftir að anna þörfum sveitarfé-
lagsins í áratugi.
Þá tók Haukur virkan þátt í al-
þingiskosningum fyrir Framsóknar-
flokkinn og breyttist þá heimilið á
Helgafelli eins og í sveitarstjórnar-
kosningum í kosningaskrifstofu sem
var öllum opin.
Haukur var mjög framsýnn maður
og hugsaði mikið fram á veginn.
Hann sá fyrir ýmsar breytingar í
byggingarmálum og skipulagsmál-
um og var að velta þessum hlutum
fyrir sér fram á síðustu stund. Hauk-
ur var bóngóður og hugsaði meira
um hag annarra en sjálfs sín, enda
fékk hann stundum að heyra það frá
nátengdum aðila. Stóran hluta
kostnaðar við þessa stjórnmálaþátt-
töku borgaði Haukur úr eigin vasa
og taldi það ekki eftir sér. Ekki var
Haukur mikill ræðumaður en beitti
öðrum aðferðum, ekki síður áhrifa-
miklum. Hans yfirvegaða framkoma
og réttsýni og eiginleikinn að hlusta
á og taka tillit til skoðana annarra
var hans sterkasta vopn, auk hinnar
miklu þolinmæði sem stundum þarf
til að taka þátt í samræðum.
Búskapur var kjarninn í ævistarfi
Hauks enda mikill „skepnumaður“,
en Haukur lauk ungur búfræðinámi
frá Hvanneyri. Haukur bjó alla sína
búskapartíð á Helgafelli 2, á helm-
ingi jarðarinnar, en hann hóf búskap
þar snemma á sjötta áratugnum.
Hann hafði yndi af bæði kindum og
hestum og var mikill „rollukarl“ allt
fram til hinstu stundar. Hugsun hans
var nátengd íslensku sauðkindinni
og gaman var að sjá hann með hala-
rófu af kindum á eftir sér gangandi
niður tún eða í miðjum sauðfjárhóp.
Það sem var gott fyrir sauðkindina
var gott fyrir manninn eins og skáld-
ið sagði. Haukur þekkti sínar kindur
sem einstaklinga og þurfti ekki að
merkja þær. Hann þekkti svip þeirra
og gat rakið ættir þeirra hverra og
einnar langt aftur án þess að þurfa
að hugsa sig um. Þá þekkti hann
kindur annarra bænda og þurfti ekki
að skoða mörk til þess. Kindur
Hauks voru vænar og með afurða-
mestu kindum. Minnkandi hlutur
sauðfjárbúskapar í landbúnaðinum
var honum áhyggjuefni, en var þó
raunsær á tilkomu „hvíta“ kjötsins.
Hestamennska var honum í blóð bor-
in og „hestamaður“ var hann þótt
hann færi ekkert á bak síðustu ára-
tugi ævi sinnar. Haukur tók virkan
þátt í starfi Hestamannafélagsins
Harðar og var formaður félagsins
um skeið. Haukur átti marga góða
hesta um ævina og má hér nefna
moldótta hryssu sem hann hélt mikið
upp á en missti síðar á vofveiflegan
hátt og stóðhestinn Sval frá Helga-
felli sem var sýndur á landbúnaðar-
sýningunni 1968. Hér sem á öðrum
sviðum hafði Haukur ákveðnar skoð-
anir og oft bar þessi mál á góma í
samræðum okkar Hauks. Þó að hann
væri bændaskólagenginn var tækni-
lega hlið búskaparins ekki hans
sterkasta hlið, enda fékk hann oft að
heyra það frá Önnu sem vildi að þessi
HAUKUR
NÍELSSON Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, sonur, bróðir og mágur,
PÉTUR W. KRISTJÁNSSON
tónlistarmaður,
Hvannarima 24,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu-
daginn 3. september sl.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudag-
inn 16. september kl. 15.00.
Anna Linda Skúladóttir,
Íris Wigelund, Ástmar Ingvarsson,
Kristján Karl,
Gunnar Eggert,
Kristján Kristjánsson, Erla Wigelund,
Þorbjörg Kristjánsdóttir,
Sigrún Júlía Kristjánsdóttir, Jóhann Ásmundsson,
Elísabet Kristjánsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KARL VALUR KARLSSON,
Vallholti 22,
Ólafsvík,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudag-
inn 1. september, verður jarðsunginn frá
Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 10. september
kl. 16:00.
Anna E. Oliversdóttir,
Júlíana Karlsdóttir,
Oliver Karlsson, Anna Guðný Egilsdóttir,
Vífill Karlsson, Jónína Erna Arnardóttir,
Helga Karlsdóttir, Jon Kaarup Bek,
barnabörn og barnabarnabarn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA ERNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kríuási 15,
áður Móabarði 30b,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítala Kópavogi þriðju-
daginn 31. ágúst sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristjana Ellertsdóttir, Knútur Björnsson,
Gísli Ellertsson, Svanhvít Magnúsdóttir,
Hafsteinn Ellertsson, Vilborg Elísdóttir,
Kristján Ellertsson,
Sigurlína Ellertsdóttir, Þórður Viðarsson,
Freyja Ellertsdóttir, Friðsteinn Vigfússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Minningarkort
570 4000
Pantanir á netinu: www.redcross.is
Rauði kross Íslands bregst við neyð jafnt innanlands
sem utan og veitir aðstoð er gerir fólk hæfara til að
takast á við erfiðleika og bregðast við áföllum.
Þegar á reynir
Rauði kross Íslands