Morgunblaðið - 09.09.2004, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
ENN eru útistandandi um 49 milljarðar króna
vegna lána úr Byggingasjóði ríkisins, sam-
kvæmt ’86 kerfinu svonefnda. Vextir lánanna
eru breytilegir samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar hverju sinni. Þeir voru upphaf-
lega 3,5%, en voru hækkaðir 1991 um 1,4 pró-
sentustig í 4,9% og hafa verið það síðan.
Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að
þetta sé eitt þeirra atriða verið sé að yfirfara.
Þessi lán hafi þá sérstöðu að þau séu með
breytilegum vöxtum öfugt við öll lán í húsbréfa-
kerfinu sem hafi verið veitt með föstum vöxtum.
„Þetta er eitt af því sem við erum að fara yfir,“
sagði Árni í samtali við Morgunblaðið.
Húsnæðislánakerfið frá 1986 var sett á lagg-
irnar í tengslum við kjarasamninga á því ári.
Lánin eru með breytilegum vöxtum öfugt við
húsbréfalán sem eru með föstum vöxtum og
leystu húsnæðislánakerfið frá 1986 af hólmi.
Lánin voru veitt á árabilinu 1984–89 og var láns-
tíminn 40 ár á þeim lánum sem veitt voru eftir
1986, en þá var fjármagn til kerfisins stóraukið,
og eru því 20–25 ár eftir af lánstíma þeirra nú.
Hreyfist eins og almennu vextirnir
Friðrik Sophusson, þáverandi fjármálaráð-
herra, sagði á fréttamannafundi á þessum tíma
að ríkisstjórnin ætlaði sér að láta þessa vexti
hreyfast eins og almennu vextina.
„Það sem skiptir mestu máli í sambandi við
hækkun húsnæðislánavaxtanna er að fólk átti
sig á því þessi aðgerð þýðir það að ríkisstjórnin
ætlar sér að láta þessa vexti hreyfast eins og al-
mennu vextina,“ sagði hann orðrétt samkvæmt
frásögn Morgunblaðsins á þeim tíma.
Fastir vextir húsbréfalána voru í upphafi árið
1989 ákveðnir 5,75%. Þeir hækkuðu síðan fljót-
lega í 6% og lækkuðu síðan aftur skömmu síðar í
5,1% og voru þeir vextir á húsbréfalánum allt
þar til kerfið var lagt af um mitt þetta ár. Síðan
hafa vextir íbúðalána lækkað mikið eins og
kunnugt er og eru nú 4,35% á lánum Íbúðalána-
sjóðs og 4,2% hjá bönkum og sparisjóðum.
Greiðslubyrðin jókst um 21,9%
Þegar vextir húsnæðislánanna samkvæmt
1986 kerfinu hækkuðu úr 3,5% í 4,9% 1991 kom
fram að það þýddi að greiðslubyrði lánanna
jókst um 21,9%. Á þeim tíma voru 20–21 þúsund
einstaklingar skrifaðir fyrir lánunum og var
gert ráð fyrir að tekjuaukning vegna vaxta-
hækkunarinnar yrði á bilinu 600–700 milljónir
kr. á ári.
Húsnæðislánakerfið frá 1986 eitt þeirra atriða sem verið er að fara yfir
49 milljarðar í lánum með
vöxtum sem má breyta
„ÞAÐ verður mikill kraftur í þessum tón-
leikum,“ segir Maríus Sverrisson, ein-
söngvari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í kvöld, en
hetjur af ýmsum gerð-
um eru þema tón-
leikanna.
Maríus var ein af
stjörnum sýningar Neue
Flora-leikhússins í
Hamborg á söng-
leiknum Titanic. Sýn-
ingin gekk fyrir fullu
húsi í tíu mánuði og alls
sá hana hálf milljón
manna. Maury Yeston, höfundur þessa
Tony-verðlaunaða Broadway-söngleiks um
glæsiskipið ósökkvandi, varð svo hrifinn af
flutningnum í Hamborg að hann samdi nýj-
an dúett sérstaklega fyrir Maríus og söng-
konuna Jasmin Madwar og bætti honum við
verkið./35
Höfundur
Titanic samdi
nýtt atriði
Maríus Sverrisson
SÆNSKA konungsfjölskyldan lét votvirði ekki stöðva sig í að skoða
blásandi borholur á Nesjavöllum í gær undir leiðsögn Ásgeirs Mar-
geirssonar, aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Ásgeir segir að
það hafi gert úrhellisdembu þegar þau gengu um svæðið og blásið
hressilega. Áður hafði þeim verið kynnt orkuvinnslan inni í virkjun
Nesjavalla þar sem umhverfismál bar nokkuð á góma. Að því loknu
fóru gestirnir á Þingvelli og þáðu hádegisverð í boði Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra og Ástríðar Thorarensen, eiginkonu hans.
Karl Gústaf Svíakonungur hefur sagt Þingvelli uppáhaldsstað sinn á
Íslandi./10
Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon
Tignir gestir í votviðri á Nesjavöllum
ÍSLAND tapaði naumlega 2:3 fyrir Ung-
verjum í landsleik í knattspyrnu sem fram
fór í Búdapest í gærkvöldi. Mörk Íslands
skoruðu Eiður Smári Guðjohnsen og Indr-
iði Sigurðsson. Dómari leiksins var norsk-
ur og þótti halla mjög á Íslendinga í dóm-
gæslunni./Íþróttir
AP
Naumt tap
í Búdapest
STJÓRNARFORMENN tveggja stærstu
sparisjóða landsins, SPRON og Sparisjóðs
vélstjóra, SPV, segja að hjá þeim sé áhugi fyr-
ir samruna sparisjóðanna á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta sé vænlegur kostur. Engar viðræð-
ur um samruna séu þó í gangi.
„Það er að mínu mati lykilþáttur að reyna að
sameina sparisjóðina á höfuðborgarsvæðinu,“
segir Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformað-
ur SPV, í viðtali við Viðskiptablað Morgun-
blaðsins í dag. „Það er vissulega áhugi fyrir
því hjá okkur en hefur ekkert reynt á það.“
Óskar Magnússon, stjórnarformaður
SPRON, tekur í sama streng: „Menn hafa
áhuga á sameiningu sparisjóða og sjá í því ein-
hverja skynsemi, ekki síst í ljósi nýjustu tíð-
inda á fjármálamarkaði. Lengra er það ekki
komið. Engar viðræður eru í gangi en almenn-
ur áhugi er vissulega til staðar,“ segir Óskar.
Fram kemur í Viðskiptablaðinu að samein-
ing sparisjóða á landsvísu sé talin fremur
langsótt og ólíklegt að litlir sparisjóðir á lands-
byggðinni vilji hverfa inn í einn stóran spari-
sjóð, í það minnsta á næstunni. Það sem helst
er talið að standi í veginum fyrir samruna
sparisjóða er spurningin um hver ætti að leiða
slíkan samruna en ekki eru allir á eitt sáttir
um að það yrðu SPRON og SPV.
Áhugi á samruna sparisjóða
á höfuðborgarsvæðinu
Áhugi/1C
15% STARFSFÓLKS álvera Norðuráls og
Alcan á Íslandi eru konur en Fjarðaál-Alcoa
hefur sett sér það markmið að helmingur
starfsmanna verði konur.
Fulltrúar Norðuráls og Alcoa sem Morg-
unblaðið ræddi við í gær segja ekkert í
vinnuumhverfi álvera sinna sem geri konum
ófært að vinna þar. Þeir telja að erfitt gæti
orðið að uppfylla markmið Fjarðaáls þar
sem iðnmenntunar sé þörf í mörgum starf-
anna og fáar konur hafi menntun í rafvirkj-
un og vélvirkjun enn sem komið sé.
Í álveri Alcan í Straumsvík er unnið sam-
kvæmt jafnréttisáætlun og hefur konum
fjölgað hjá fyrirtækinu jafnt og þétt. Það
sama er uppi á teningnum hjá Norðuráli og
verið er að skoða, m.a. í samstarfi við sveit-
arfélög á Vesturlandi, leiðir sem miða að því
að fjölga konum enn frekar hjá fyrirtækinu.
Í því samhengi er m.a. litið til þjónustutíma
leik- og grunnskóla og endurskoðun á
vinnutíma starfsmanna en nú er unnið þar á
12 tíma vöktum. Í Straumsvík er nú unnið á
átta tíma vöktum í þeim tilgangi að gera
fyrirtækið fjölskylduvænna./8
Konum hefur
fjölgað hjá
álverunum
♦♦♦
♦♦♦