Morgunblaðið - 15.09.2004, Side 1

Morgunblaðið - 15.09.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 251. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Bílar og Íþróttir í dag Bílar | Íslandsmeistaramót í torfæru  Reynsluakstur á Volvo og Kia Cerato Íþróttir | Arsenal og Chelsea á sigurbraut Handknattleiksvertíðin hafin Vont veður hjá kylfingum DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins og forsætisráðherra, stýrði sín- um síðasta ríkisstjórnarfundi í gærmorgun eftir rúmlega þrettán ára samfellt starf sem forsætisráðherra. Hann tekur við starfi utanríkisráðherra af Halldóri Ás- grímssyni, formanni Framsóknarflokksins, á ríkisráðsfundi á Bessastöðum, sem hefst kl. 13 í dag. Halldór tekur þá við embætti forsætis- ráðherra og Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður um- hverfisráðherra í stað Sivjar Friðleifs- dóttur, sem verður óbreyttur þingmaður. „Þetta var mjög skemmtilegur fundur og góður andi á honum,“ sagði Davíð við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfundinn. „Það er auðvitað kátt eftir þennan langa tíma að geta lokið störfum af þessu tagi með þá til- finningu að það sé sterk og góð sátt og samstarfsvilji innan ríkisstjórnarinnar.“ Halldór sagði eftir fundinn að hann léti af embætti utanríkisráðherra með ákveðnum trega. Það væri þó tilhlökkunarefni að tak- ast á við ný verkefni. „Ég ætla að fara fremur hægt af stað og undirbúa næstu daga,“ sagði hann inntur eftir því hver hans fyrstu verk yrðu í nýju embætti. Morgunblaðið/Árni Torfason Davíð Oddsson forsætisráðherra ásamt starfsliði ráðuneytisins á tröppum Stjórnarráðsins í gær: Fremsta röð frá vinstri: Óðinn Helgi Jónsson, Ólafur Davíðsson, Edda Rúna Kristjánsdóttir, Davíð Oddsson, Kristján Andri Stefánsson, Halldór Árnason, Illugi Gunnarsson. Önnur röð frá vinstri: Birna Kolbrún Gísladóttir, Hrafnhildur Vilhelmsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Katrín Magnúsdóttir, Anna Fríða Björgvinsdóttir, Mar- grét Hilmisdóttir, Ásthildur Helgadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Snjólaug Ólafsdóttir, Ólafía G. Kristmundsdóttir. Aftasta röð frá vinstri: Jón Árnason, Þorkell Samúelsson, Guðmundur Einarsson, Halla B. Baldursdóttir, Júlíus Hafstein, Gunnar Ólafur Haraldsson, Salína Helgadóttir, Kristján Torfason, Sigrún Björnsdóttir, Sigurður Gíslason. Sterk og góð sátt innan stjórnarinnar  Þakklátur/6 BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra mun víkja sæti við skipun dómara við Hæstarétt vegna málefna eins umsækjanda um stöð- una, Hjördísar Hákonardóttur héraðsdóm- ara. Hjördís á í viðræðum við dómsmálaráðu- neytið vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála sem taldi dómsmálaráðherra hafa brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstarétt- ardómara í fyrra. Geir Haarde fjármálaráð- herra mun því skipa í stöðuna. Í bréfi Björns, dagsettu 10. september, til forsætisráðherra um málið segir eftirfar- andi: „Embætti dómara við Hæstarétt Íslands var auglýst laust til umsóknar í Lögbirtinga- blaðinu hinn 13. f. m. Meðal umsækjenda er Hjördís Hákonardóttir dómstjóri. Hún var einnig meðal umsækjenda um það dómara- embætti sem Ólafi Berki Þorvaldssyni var veitt hinn 19. ágúst 2003 og bar þá skipan undir kærunefnd jafnréttismála. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun mín um skipan í það embætti hefði brotið gegn 1. mgr. 24. gr. laga nr. 96/2000, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla, og beindi því til mín að finna „viðunandi lausn á málinu“. Viðræður í því skyni hafa farið fram en er ekki lokið. Meðan þær hafa ekki verið til lykta leiddar tel ég að aðrir umsækjendur megi með réttu draga í efa óhlutdrægni mína við val á umsækjendum í það embætti sem nú er laust, sbr. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórn- sýslulaga nr. 37/1993. Af þeim sökum tel ég ekki verða hjá því komist að víkja sæti við meðferð og töku ákvörðunar um veitingu þess skv. 4. gr. s. l.“ Forsætisráðherra tilkynnti dómsmálaráð- herra með bréfi dagsettu. 13. september, að forseti Íslands hefði að tillögu forsætisráð- herra sett Geir H. Haarde fjármálaráðherra til að fara með málið og taka ákvörðun í því. Skipun dómara við Hæstarétt Geir tekur sæti Björns SÝRLENDINGAR beittu efna- vopnum í tilraunaskyni gegn óvopnuðu fólki í Darfur-héraði í Súdan í júní og urðu tugum manna að bana, að því er fram kemur í þýska dagblaðinu Die Welt í dag. Blaðið hefur þetta eftir ónafn- greindum heimildarmönnum í vestrænum öryggisstofnunum. Liður í hernaðarsamstarfi Die Welt segir að efnavopnun- um hafi verið beitt eftir heræf- ingu Sýrlendinga og Súdana í maí. Sýrlenskir embættismenn hafi þá átt fund í Khartoum með yfirmönnum súdanska hersins til að ræða möguleikann á að auka samstarf ríkjanna tveggja í her- málum. Sýrlensku embættismennirnir lögðu til náið samstarf við að þróa efnavopn og að þeim yrði beitt í tilraunaskyni gegn uppreisnar- mönnum í Suður-Súdan, að sögn Die Welt. Blaðið segir að þar sem uppreisnarmennirnir hafi tekið þátt í friðarviðræðum á þessum tíma hafi stjórn Súdans lagt til að efnavopnin yrðu reynd á íbúum Darfur. Í frétt Die Welt kemur ekki fram hvers konar efnum var beitt. Bandaríkjastjórn hefur sakað Sýrlendinga um að hafa reynt að þróa efnavopn og heldur því fram að Súdanar hafi einnig þreifað fyrir sér á því sviði í mörg ár. Stjórn Súdans hefur verið sök- uð um að hafa vopnað og stutt ar- abíska vígamenn, sem hafa herjað á blökkumenn í Darfur-héraði síð- ustu nítján mánuði. Talið er að um 50.000 manns hafi beðið bana í héraðinu og um 1,4 milljónir Darf- urbúa hafa flúið heimkynni sín. Sagðir hafa notað efnavopn í Darfur Reuters Súdönsk börn nálægt flótta- mannabúðum í Darfur-héraði. Tugir manna sagðir falla í tilraun með sýrlensk vopn Berlín. AFP. TAKA þarf samtengingu skólastiga frá leikskóla að framhaldsskóla til gagngerrar endurskoðunar og endurhanna námskrár, m.a. með það markmið að færa ákveðið námsefni á milli skólastiga, að mati höfunda nýrrar skýrslu um breytta námskipan til stúd- entsprófs. Í skýrslunni Breytt námskipan til stúdentsprófs – auk- in samfella í skóla- starfi, er m.a. lagt til að samþætting leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Lagt er til að nemendum verði gert auð- veldara en áður að ljúka síðustu þremur ár- um grunnskólans, 8.–10. bekk, á tveimur ár- um. Sá möguleiki er til staðar í dag, en hefur ekki verið nýttur mikið. Skýrsluhöf- undar leggja til að leyfilegt verði að taka samræmd próf sem nú eru tekin við lok 10. bekkjar tvisvar ef nemandi vill það, einu sinni eftir 9. bekk og aftur eftir 10. bekk. OLÍUINNFLUTNINGURINN í Kína jókst um tæp 40% á fyrstu átta mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, að sögn kínversku fréttastof- unnar Xinhua. Kínverjar fluttu inn alls 79,9 milljónir tonna af olíu frá janúar til ágúst. Gert er ráð fyrir því að olíuinnflutningurinn í ár verði 110 milljónir tonna og 20% meiri en í fyrra. Olíunotkunin hefur stóraukist í Kína á síðustu árum vegna mikils hagvaxtar. Kína fór ný- lega fram úr Japan í olíunotkun og aðeins eitt land, Bandaríkin, notar nú meiri olíu. Aukin olíueftirspurn í Kína er ein af helstu ástæðunum fyrir því að verð á hráolíu hefur hækkað um 30% á heimsmark- aði á árinu. Sérfræðingar telja að hlutdeild Kína í olíunotkun- inni í heiminum kunni að tvö- faldast og verða 14% á næstu tíu árum, að sögn fréttavefjar BBC. Olíunotkun stóreykst í Kína ♦♦♦ Vilja endur- skoða tengingu skólastiga  Kennsludögum/10 Brjóstsykursgerð í frístundum Býr til brjóstsykur og hlaup í öllum regnbogans litum | Daglegt líf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.