Morgunblaðið - 15.09.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 15.09.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FLEIRI fyrirtæki en Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hyggjast skipu- leggja einhvers konar daggæslu fyr- ir börn starfsmanna komi til verk- falls grunnskólakennara. KB banki, Eimskip og Össur eru t.a.m. öll að skoða möguleika á slíku. Þá hyggst Íþróttafélagið Grótta bjóða upp á leikjanámskeið á skólatíma fyrir yngri börn í grunnskólum á Seltjarn- arnesi. Í Morgunblaðinu gær sagt frá því að Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar ætla að bjóða starsfólki að senda börn á aldrinum 6-11 ára í svokall- aðan Heilsuskóla sem verður til húsa í Þróttaraheimilinu í Laugardal. Þegar hafa um 50 börn verið skráð í skólann, sem hefur göngu sína nk. mánudag, komi til verkfalls. Fleiri fyrirtæki hafa á prjónunum að bjóða slíka þjónustu. Í tilkynningu frá Sjóvá Almennum og Íslandsbanka segir að stofnað sé til Heilsuskólans í því skyni að börn starfsfólks fyrirtækjanna eigi sér samastað á meðan verkfallinu stend- ur og greiða foreldrar fyrir gæslu barna sinna. Undrast viðbrögð KÍ Forsvarsmenn Íslandsbanka undrast viðbrögð Kennarasambands Íslands við ráðstöfuninni, en sam- bandið sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að það telji dag- gæsluna verkfallsbrot. „Okkur sýn- ist KÍ vera að misskilja málið,“ segir Jón Þórisson aðstoðarforstjóri bank- ans. „Með þessu erum við eingöngu að tryggja börnum starfsmanna ein- hvern samastað. Ég get ekki séð að það þjóni hagsmunum KÍ að börnin séu í reiðileysi. Þó að sett sé upp dagskrá sem byggir á næringu, vin- áttu og heilbrigðri útivist þá kemst hún ekki nálægt því að koma í stað- inn fyrir skólana.“ Forysta KÍ kemur til fundar við forsvarsmenn Íslandsbanka í dag, að ósk Íslandsbanka, til að ræða málin. Grótta með starfsemi allan daginn í verkfalli Vilji er fyrir því innan íþrótta- félagsins Gróttu á Seltjarnarnesi að bjóða upp á leikjanámskeið fyrir krakka í 1.–4. bekk, komi til verk- falls. „Við höfum hug á að gera þetta en það hefur ekkert verið auglýst enn. Auðvitað viljum við ekki vera beint aðilar að kjaradeilu,“ segir Bjarni Torfi Álfþórsson, formaður Gróttu. Hátt í 250 börn eru í 1.–4. bekk á Seltjarnarnesi. Að sögn Jónínu A. Sanders, starfs- mannastjóra hjá Eimskip, er verið að greina þarfir starfsmanna fyrir gæslu á 6–11 ára börnum og meta hvort ástæða sé til þess að fyrirtækið stilli upp einhverri dagskrá fyrir börn starfsmanna. „Við erum með ákveðnar hugmyndir en finnst ekki tímabært að greina frá þeim fyrr en við vitum um fjölda barna og aldurs- samsetningu. Við vonum í lengstu lög að aðilar í þessari kjaradeilu nái saman. En við teljum að okkar skylda sé fyrst og fremst að veita viðskiptavinum okk- ar þjónustu. Það er alveg ljóst að það er fjöldinn allur af foreldrum sem munu nýta sér tilboð hinna ýmsu fyr- irtækja,“ segir Jónína. Að sögn Svala Björgvinssonar, starfsmannastjóra KB banka, er verið að skoða þörfina fyrir dag- gæslu í verkfalli. Hugmyndir séu uppi um að bjóða upp á íþrótta- og leikjanámskeið frá kl. 9–16 fyrir börn í yngstu bekkjum grunnskól- anna í Valsheimilinu, svipuð Sumar- búðum í borg sem starfræktar hafa verið þar um margra ára skeið. Að sögn Svala er verið að skoða hvernig hægt væri að manna slíka gæslu, en hugsanlega komi hann sjálfur og fleiri starfsmenn KB banka til með að gæta barnanna. Hann telur bankann ekki vera að blanda sér í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga með því að bjóða upp á slíka gæslu. „Alls ekki. Þessi deila er algjörlega fyrir utan það sem við er- um að gera. Við erum í fjármála- starfsemi og erum að reyna að tryggja að við getum þjónað við- skiptavinum bankans. Til þess að geta það þurfa foreldrar þessara barna að vera til staðar. En ég styð baráttu kennara heilshugar,“ segir Svali. Hjá fyrirtækinu Össuri var einnig verið að kanna þörf og áhuga starfs- manna á því að fyrirtækið setti af stað einhvers konar daggæslu fyrir börn á grunnskólaaldri. „Við erum að skoða þennan möguleika til að raska sem minnst okkar starfsemi. Þó við höfum samúð með kennurum og skiljum þá, þá þurfum við að hugsa um okkur,“ segir Jón Kr. Gíslason, starfsmannastjóri Össur- ar. Jón Kr. tekur fram að forsvars- menn og starfsmenn fyrirtækisins vilji ekki gerast verkfallsbrjótar. Fleiri fyrirtæki bjóða gæslu fyrir börn starfsmanna KENNARAR við einkaskóla eru ekki allir aðilar að Kenn- arasambandi Íslands og því leggst starfsemi þeirra ekki niður komi til verkfalls grunnskóla- kennara á mánudag. Kennarar við Tjarnarskóla fara ekki í verkfall á mánudag þótt aðrir grunnskólakennarar fari í verkfall. Alls eru þrjú stöðu- gildi kennara við skólann sem fjórir einstaklingar skipa. Kenn- arar semja sérstaklega um kjör sín við eigendur skólans. Að sögn Maríu Solveigar Héðinsdóttur, skólastjóra Tjarnarskóla, geta kennarar skólans falið Kenn- arasambandi Íslands að semja fyrir sína hönd en hafa ekki gert það. Hjá Skóla Ísaks Jónssonar eru 16 kennarar og eru þeir allir í KÍ. Hópurinn er tvískiptur, sex kenn- arar eru með skipun sem svo er kölluð, eða æviráðnir skv. eldri samningum kennara, en tíu eru ráðnir skv. nýrri samningum til skólans. Fyrri hópurinn er þann- ig líklegri til að fylgja grunn- skólakennurum í verkfall en síð- ari hópurinn, sem getur samið sérstaklega við skólann um kjör. Að sögn Eddu Huldar Sigurð- ardóttur, skólastjóra Ísaksskóla, er allt kapp lagt á að leysa málið svo að ekki þurfi að koma til verkfalls hjá kennurum skólans. Hjallastefnan ehf. hefur gert samning við Kennarasambandið þannig að kennarar Barnaskóla Hjallastefnunnar fara ekki í verk- fall. Þá mun starfsemi Landakots- skóla ekki raskast vegna verk- falls kennara. Lítil sem engin röskun á starfsemi einkaskóla MENNTAMÁLARÁÐHERRA mun setja námstefnu um menntun fagfólks og meðferð kynferðisbrotamála í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð nk.föstudag kl. 9. Þar munu fulltrúar flestra deilda HÍ og Lögregluskólans gefa innsýn í hvað námskrár ólíkra menntastofnana segja um kynbundið ofbeldi, hvernig þeim er fylgt eftir og hvernig tryggja megi að kynbundið ofbeldi sé á dagskrá á sem flestum námsbrautum. Kynnt verða dæmi um aðgerðaáætlanir og starfsreglur á vinnustöðum þegar upp koma kyn- ferðisbrotamál. Að sögn Rúnu Jónsdóttur, upplýs- ingafulltrúa Stígamóta, lýsir þörfin fyrir slíka námstefnu sér í því m.a. að dæmi eru um þolendur kynferðisof- beldis, sem hafi prófað að leita sér hjálpar, en hætt við af ýmsum ástæð- um. „Þegar við fórum að kanna hverju þetta sætti, læddist að manni sá grunur að þekking ólíkra fagstétta um kynferðisofbeldi væri takmörk- uð,“ segir Rúna. „Þess vegna kom sú hugmynd upp að setja þennan mála- flokk á dagskrá. Okkur var vel tekið hjá öllum þeim sem við leituðum til og á námstefnunni verða fulltrúar allra þeirra fagstétta sem tengjast málinu. Markmiðið er að hver og einn líti í eig- in barm og athugi hvort ekki megi bæta fræðslu um kynferðislegt of- beldi á meðal þess fagfólks sem sinnir fórnarlömbum ofbeldisins.“ Námstefna um menntun fagfólks og meðferð kynferðisbrotamála Skoðað hvort bæta megi fræðslu VEGNA frétta um að Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hyggist bjóða börnum starfsmanna upp á vist í Heilsuskólanum okkar vilja for- svarsmenn hans því á framfæri að til hans var ekki stofnað vegna yfirvof- andi verkfalls Kennarasambands Ís- lands. „Heilsuskólinn okkar hefur verið starfræktur í sl. tvö ár og er stofnandi hans Ásgerður Guðmunds- dóttir, sjúkraþjálfari. Þjónusta Heilsuskólans okkar er í boði fyrir fyrirtæki, stofnanir, skóla og íþrótta- félög,“ segir í tilkynningu. Heilsuskólinn okkar hefur áður verið í samstarfi við Íslandsbanka og Sjóvá-Almennar í vetrarfríum og á starfsdögum kennara. Í tilkynningu frá skólanum er það harmað að hann skuli hafa tengst umræðum um hugsanlegt verkfall KÍ. „Sú þjónusta sem Heilsuskólinn okkar veitir felst fyrst og fremst í leikjanámskeiðum fyrir börn og kemur auðvitað á eng- an hátt í staðinn fyrir kennslu í grunnskólum.“ Heilsuskóli ekki stofnaður vegna kennaraverkfalls DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra veitti viðtöku fyrsta eintaki bókarinnar Forsætisráðherrar Íslands – ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár, við athöfn í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Bókin fjallar um alla 24 ráðherra Íslands og forsætis- ráðherra frá því Íslendingar fengu heimastjórn árið 1904, og kviknaði hugmyndin að útgáfu bókarinnar hjá fjögurra manna verkefnisstjórn sem forsætisráðherra skipaði síð- astliðið sumar sem átti að gera tillögur um hvernig mætti minnast 100 ára afmælis heimastjórnar. „Mér líst afar vel á bókina, þetta er eiguleg og skemmti- leg bók,“ sagði Davíð Oddsson í samtali við Morgunblaðið eftir athöfnina. „Hún er aðgengileg því þarna er í stuttum, snörpum köflum fjallað um þessa 24 menn sem hafa haft mikil áhrif á þróun íslenskrar sögu, og það er margur fróð- leikur sem kemur meira að segja manni eins og mér á óvart. Þetta er gert með þeim hætti að þetta er ekki stagl- kenndur stíll hjá mönnum heldur læsilegur og lipur, þann- ig að ég held að þetta sé hin eigulegasta bók.“ Davíð segir bókina eiga fullt erindi við almenning, enda sé hún aðgengileg og þægileg. „Ég er búinn að lesa alla bókina, ég byrjaði og gat eiginlega ekki stoppað. Það er skemmtilegt hvað þetta fjallar um ólíka karaktera og ólíka menn.“ Gaf málverk af Hannesi Hafstein Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður og ritstjóri bók- arinnar, afhenti Davíð fyrsta eintakið, og sagði ýmislegt í bókinni sem ekki hefði komið áður fyrir sjónir almennings. Í ræðu sinni sagði Ólafur Teitur að lagt hefði verið upp með að höfundar skrifuðu ekki fræðilegan texta heldur eitthvað sem skemmtilegt væri að lesa, og átti einkum að fjalla um ráðherrana sem stjórnmálamenn, og það tímabil sem þeir sátu við stjórnvölinn. Við þetta tækifæri gaf Davíð Oddsson – fyrir hönd rík- isstjórnarinnar allrar – Ólafi Kvaran, forstöðumanni Listasafns Íslands, málverk Þórarins B. Þorlákssonar sem sýnir Hannes Hafstein og Friðrik konung VIII á hestbaki árið 1907. Ólafur þakkaði gjöfina, og sagði mynd- ina merkilega í listasögunni þar sem hún væri sam- tímamynd, máluð eins og fréttamyndir dagsins í dag til að sýna ákveðinn atburð í sögunni. Fékk fyrsta eintakið af bók um forsætisráðherra Íslands „Ég byrjaði og gat eiginlega ekki stoppað“ Morgunblaðið/Golli Mikill fjöldi fólks var samankominn í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem fyrsta eintak bókarinnar var afhent.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.