Morgunblaðið - 15.09.2004, Page 10

Morgunblaðið - 15.09.2004, Page 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLAÁRIÐ í framhaldsskólum verður lengt í 180 daga á ári og einingum í framhaldsskólum fækk- að úr 140 í 111, ef tillögur höfunda nýrrar skýrslu um breytta náms- skipan til stúdentsprófs verða að veruleika. Í skýrslunni Breytt námskipan til stúdentsprófs – aukin samfella í skólastarfi, sem menntamálaráðu- neytið gefur út, er gert ráð fyrir því að stytta námstímann í fram- haldsskólum út fjórum árum í þrjú, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Lagt er til að skólaárið í framhaldsskólum verði lengt í 180 daga á ári. Í dag eru kennsludagar í skólaárinu hjá framhaldsskólum 145, auk um 30 daga fyrir próf. Í tillögunum er reiknað með að hver skóli skipuleggi starfstímann eins og best hentar, en í námskrárgerð sé miðað við að dagar ætlaðir til kennslu verði 155, sem myndi þýða 25 daga undir próf. Eiginlegum kennsludögum verði því að með- altali fjölgað um 10 á ári. Jafnframt eru gerðar tillögur um að aðalnámskrá framhaldsskóla verði breytt þannig að áfangar sem kenndir eru muni stækka, en á móti fækki einingum til stúdents- prófs úr 140 í 111. Til viðmiðunar má ætla að sé stækkun áfanga tek- in með í reikninginn samsvari þessar 111 einingar um 119 ein- ingum í kerfinu eins og það er í dag. Fækkun stöðugilda framhaldsskólakennara Gert er ráð fyrir umtalsverðri fækkun á stöðugildum hjá fram- haldsskólakennurum, komi tillögur skýrsluhöfunda til framkvæmda. Ef teknar eru saman niðurstöður allra skóla fækkar um samtals 148 stöðugildi, miðað við kennslu skóla- árið 2003–2004. Þó er tekið fram að ekki sé gert ráð fyrir því að svo margir missi vinnuna. „Ef litið væri á alla skólana sem eina stofn- un gæti fækkun stöðugilda um 150 orðið til þess að nánast allir kenn- arar haldi 100% starfshlutfalli ef öll fækkunin kemur fram sem minnkun á yfirvinnu,“ segir í skýrslunni. Þegar tekið er tillit til skerð- ingar á yfirvinnu má þannig gera ráð fyrir að af þeim stöðugildum sem muni þurfa að fækka í kjarn- anámsgreinum verði um 70% í formi skertrar yfirvinnu kennara, en um 30% í formi eiginlegrar fækkunar á stöðugildum. Stöðugildum kennara í fram- haldsskólum mun þó fjölga fram til ársins 2011, þar sem aukinn fjöldi muni sækja framhaldsskóla ár hvert. Í skýrslunni kemur fram að ef miðað sé við áætlaða aðsókn nemenda í framhaldsskóla megi gera ráð fyrir fjölgun stöðugilda um 145 fram til 2011, en þá megi gera ráð fyrir fækkun um 257. Miklar breytingar á námi til stúdentsprófs lagðar til í nýrri skýrslu Kennsludögum fjölgar um tíu Morgunblaðið/Ásdís Hugsanlega mun skólaárið í framhaldsskólunum lengjast um nokkra daga en námstíminn styttast um eitt ár, ef til- lögur starfshóps sem hefur nú skilað tillögum um breytingar á námskrám skólanna verða að veruleika. ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra seg- ir að ef allt gangi að óskum verði hægt að byrja að kenna eftir því skipulagi sem kynnt er í skýrsl- unni haustið 2006 í grunnskól- unum, og tveim- ur árum síðar í framhaldsskól- unum. Skýrslan var kynnt í rík- isstjórn í gær og segir Þorgerður Katrín að þar hafi hún fengið heimild til að vinna áfram að málinu. Frumvarp byggt á tillögum skýrsluhöfunda verður væntanlega lagt fyrir Alþingi á haustþingi, og í framhaldinu verð- ur verkefnisstjóri ráðinn til að taka að sér umsjón með breytingum á námsskrám. „Mesta vinnan er náttúrlega í námskrárgerðinni þar sem við munum kalla til alla fagaðila og fá besta fólkið í að fara yfir nám- skrárnar. Það er stærsta og um- fangsmesta vinnan,“ segir Þorgerð- ur Katrín. Áætlað er að það ferli taki um eitt ár. Reiknað er með að grunnskól- arnir fari að vinna eftir breyttum námskrám tveimur árum á undan framhaldsskólunum til að nem- endur verði undirbúnir fyrir nýtt skipulag þegar það breytist í fram- haldsskólunum. „Við ætlum að gefa okkur góðan tíma í þetta, þannig að þeir nemendur sem fara í fram- haldsskólann með nýju kerfi hafi fengið tilhlýðilegan undirbúning í grunnskólanum.“ Nýtt skipu- lag tekið í gagnið 2006 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir MEÐALLESTUR allra dagblaðanna þriggja minnkaði frá maí til ágúst, þar af minnkaði lestur DV mest, eða um 2,4 prósentustig, samkvæmt fjölmiðlakönnun sem Gallup gerði 11. til 17. ágúst. Lest- ur DV var 19,5% í maí en fór niður í 17,1% í ágúst. Þá minnkaði lest- ur Fréttablaðsins úr 69,3% í 69,1% eða um 0,20 prósentustig. Þá minnkaði lestur Morgunblaðsins úr 51,2% í 50,6% eða um tæpt pró- sentustig. Í úrtaki Gallups voru 664 manns af öllu landinu frá 12 ára aldri. Mælingar á lestri dagblaðanna á höfuðborgarsvæðinu sýna 16,6% meðallestur á DV, 73,6% á Fréttablaðinu og 58,6% á Morgunblaðinu. Ef litið er á landið allt er 17,1% meðallestur á DV, 69,1% á Frétta- blaðinu og 50,6% á Morgunblaðinu. Mælingar á sérblöðum og einstökum blaðhlutum Morgunblaðsins sýna að Tímarit Morgunblaðsins er mest lesið og hefur 72% meðal- lestur, næst kemur Lesbók Morgunblaðsins með 67,3%, þá daglegt líf með 62,1%, Bílar með 57,2%, Fasteignablað Morgunblaðsins með 54,8%, menning 54,1% og Viðskiptablað Morgunblaðsins með 48,9%. Meðallestur á öllum dagblöðum minnkar                              VESTNORDEN ferðakaupstefnan, árleg ferðakaupstefna sem Ferða- málaráð Íslands, Grænlands og Færeyja standa að, hófst í Laugar- dalshöll í gær og stendur til hádegis í dag, miðvikudag. Hjaltlendingar eru sérstakir gestir á kaupstefnunni að þessu sinni. Á fréttamannafundi ferðamálastjóra Íslands, Færeyja og Hjaltlandseyja í gær, kom m.a. fram að í löndunum þremur hefur verið góð aukning í ferðaþjónustu það sem af er árinu miðað við sama tíma á síð- asta ári. Fram kom hjá Heri Niclasen, ferðamálastjóra Færeyja, að sér- stakt átak til að fá Færeyinga til að ferðast meira um eigið land hefði borið góðan árangur. Þar hefur kom- um skemmtiferðaskipa einnig fjölg- að frá síðasta ári. Andy Steven, ferðamálastjóri Hjaltlandseyja, sagði að árið 2004 stefndi í að verða besta ár í ferðaþjónustu þar í landi frá upphafi. Í máli Magnúsar Odds- sonar ferðamálastjóra kom sömu- leiðis fram að hér á landi hefði verið mikil aukning í ferðaþjónustunni og ef fram heldur sem horfir má búast við að erlendum ferðamönnum, sem leggja leið sína hingað til lands, fjölgi um 50 þúsund frá síðasta ári. Stefnir í gott ár í ferðaþjónustunni Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skoðaði sig um á ferðakaupstefn- unni og sést hér á tali við Johan Lund Olsen, ráðherra ferðamála í Græn- landi, við styttu af Skarphéðni Njálssyni. BORIST hefur eftirfarandi yf- irlýsing frá Alcoa-Fjarðaáli, sem er að reisa álver í Reyð- arfirði: „Í tilefni af umfjöllun fjöl- miðla þar sem vitnað er til um- mæla eins forráðamanna Alcoa Fjarðaáls, vill fyrirtækið koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Alcoa Fjarðaál stefnir að því að hefja rekstur álvers í Fjarðabyggð árið 2007. Starf- semi álversins mun renna nýj- um stoðum undir byggð og at- vinnulíf á Austurlandi og skapa hundruð nýrra starfa, bæði við álvinnslu og í tengdum iðnaði og þjónustu. Forsenda þess að álver í Fjarðabyggð geti byrjað rekst- ur er að fyrirtækið hafi á að skipa hæfu starfsfólki. Vegna umfangs starfseminnar er ljóst að störf í álverinu verða ekki aðeins mönnuð heimamönnum heldur mun fyrirtækið að ein- hverjum hluta treysta á að- flutning fólks frá öðrum lands- hlutum. Alcoa Fjarðaál mun hafa samráð við heimamenn um leið- ir til að tryggja nægt framboð af húsnæði fyrir aðflutta starfs- menn fyrirtækisins og fjöl- skyldur þeirra, enda er virkur fasteignamarkaður á Austur- landi ein meginforsenda þess að áætlanir fyrirtækisins gangi eftir.“ Yfirlýsing frá Alcoa-Fjarðaáli Samráð við heima- menn í húsnæðis- málum TILBOÐ voru opnuð hjá Ríkiskaup- um í gær í eldsneyti og olíur fyrir Landhelgisgæsluna, Hafrannsókna- stofnun og Flugmálastjórn. Alls bár- ust átta tilboð frá sex aðilum, þ.á m. Atlantsolíu, sem bauð í skipaolíu- þáttinn en senda mátti inn tilboð í þremur vöruflokkum; olíu á skip, flugvélaeldsneyti og smurolíur. Auk Atlantsolíu sendu inn tilboð Olíufélagið (Esso), Skeljungur, Olís, Íslensk olíumiðlun ehf. og Kemí ehf. Sendi Esso inn þrenns konar tilboð. Hjá Ríkiskaupum fengust þau svör í gær að upphæð tilboðanna yrði ekki gefin upp á meðan verið væri að yfirfara þau. Voru tilboðsgjafar heldur ekki upplýstir um tölur við opnun tilboða. Miðað er við afhend- ingu á brennsluolíu og smurolíu til kaupenda á þremur svæðum; á Faxaflóasvæðinu, í höfnum við aust- urströnd Íslands og í Færeyjum. Eldsneytisútboð fyrir Gæsluna opnuð Atlantsolía meðal sex tilboðsgjafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.