Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.09.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 13 PORTÚGALSKUR fulltrúi á þingi Evrópu- sambandsins (ESB) heldur því fram að við mót- un sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu aðildar- ríkjanna sé ekkert tillit tekið til umhverfis, vísindalegrar þekkingar eða hagsmuna fólks sem býr við sjávarsíðuna. Líkir hann sjávarút- vegsstefnunni við nýlenduhyggju Evrópuríkja fyrr á tíð. Þessi sjónarmið Paulo Casaca koma fram í grein eftir hann í nýjasta hefti tímaritsins Parl- iament Magazine, sem kemur út á tveggja vikna fresti og fjallar um Evrópuþingið, fram- kvæmdastjórn ESB, ráðherraráðið og önnur evrópsk málefni. Casaca vísar til nýlegs úrskurðar Evrópu- dómstólsins sem felur í sér að fiskimið við Azor- eyjar verða að hluta til opnuð fyrir flota ESB- ríkja. Segir hann úrskurð þennan til marks um hvað í vændum sé nú þegar Evrópusambandið hafi aukið ítök sín á vettvangi sjávarútvegsmála aðildarríkjanna. Casaca, sem situr í sjávarútvegsnefnd Evr- ópuþingsins, heldur því fram að Evrópusam- bandið hundsi vísvitandi upplýsingar um nei- kvæðar afleiðingar hinnar sameiginlegu sjávarútvegsstefnu og eigi það við á sviði um- hverfis-, efnahags- og félagsmála. Þetta segir hann gert til að gæta hagsmuna þeirra aðild- arríkja sem ráða yfir stórum fiskiskipaflota. Þetta hafi m.a. í för með sér að réttindi fjar- lægra, smárra fiskimannasamfélaga séu hund- suð. Casaca segir að hugtök á borð við „jafna að- stöðu“ og „frjálsan aðgang“, sem eru fyrirferð- armikil á vettvangi Evrópusambandsins, séu í raun aðeins tilraun til að fela „raunveruleg yf- irráð“ í anda nýlendustefnu fyrri tíma. Lýðræð- islega yfirstjórn skorti, ákvarðanir séu teknar á vettvangi sjávarútvegsmála á bak við lokaðar dyr og Evrópuþingið sé skipulega hundsað. Casaca er þeirrar hyggju að sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni (CFP) hafi verið breytt í grundvallaratriðum. Í fyrstu hafi hún stuðst við heilbrigða skynsemi en nú hafi verið mótuð heildarstefna sem grafi undan lífskjörum þeirra Evrópumanna sem búa á eyjum og við ströndina. Halldór Ásgrímsson, fráfarandi utanríkis- ráðherra, sagði í setningarræðu sinni á alþjóð- legri ráðstefnu Íslandsbanka um sjávarútveg sem haldin var á Akureyri í liðinni viku að ESB hefði sýnt ósveigjanleika gagnvart fiskveiði- þjóðum við Norður-Atlantshaf. Sagði Halldór Ásgrímsson að afstaða ESB gagnvart þjóðum þessum líktist mest nútímanýlendustefnu. Segir ESB fylgja nýlendustefnu Portúgalskur Evrópuþingmaður segir hagsmuni stórþjóða móta sam- eiginlega sjávarút- vegsstefnu ESB STARFSMENN í skipasmíðastöðinni Izar í Cadix á sunnanverðum Spáni mótmæltu í gær atvinnuleysi og áformum stjórnvalda um að einkavæða að hluta stöðina. Reuters Á móti einkavæðingu AÐ minnsta kosti 47 biðu bana og 114 særðust þegar bílsprengja sprakk nærri lögreglustöð í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær auk þess sem þrír menn féllu annars staðar í borginni. Þetta er eitt mannskæðasta sprengjutilræðið í Bagd- ad um nokkurt skeið. Þá voru 13 íraskir lög- reglumenn og einn óbreyttur borgari drepnir í skotárás í Baquba, rétt norður af Bagdad, í gær. Loks féllu minnst 10 manns í átökum í borginni Ramadi og tugir særðust. Sprengingin í Bagdad í gær, sem varð við Haifa-stræti, skildi eftir sig þriggja metra stóran gíg, fjöldi bíla er gjörónýtur og skemmdir urðu einnig á nokkrum byggingum í nágrenninu. Lögreglustöðin sjálf slapp þó að mestu óskemmd. Önnur sprengja sprakk nánast samtímis ut- an við aðra stjórnarbyggingu í nágrenninu og særðust þar tveir Írakar, að sögn talsmanna heilbrigðisráðuneytisins íraska. Samtök al-Zarqawis ábyrg Vitni að blóðbaðinu í gær sögðu að hópur manna hefði staðið í biðröð fyrir framan lög- reglustöðina um klukkan tíu í gærmorgun að staðartíma, rétt eftir klukkan sex að íslenskum tíma, þegar bifreið hlaðin sprengiefni var ekið upp að kaffihúsi við hliðina á lögreglustöðinni og þar sprengd í loft upp. Höfðu margir þeirra sem bugðust sækja um starf á lögreglustöðinni leitað þar skjóls undan hitanum. Samtök Abu Mussabs al-Zarqawis, sem talin eru tengd al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum, hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en hryðjuverkamennirnir álíta þá Íraka sem vilja vinna fyrir írösku bráðabirgðastjórnina og Bandaríkjamenn réttmæt skotmörk. „Það biðu meira en 200 manns fyrir framan aðalinnganginn. Ég kom ásamt sex vinum mín- um og nú er ég aleinn. Þeir eru dánir, allir dán- ir,“ sagði Nabeel Mohammed í samtali við AFP-fréttastofuna en hann særðist lítillega í sprengingunni. Svo öflug var sprengjan að líkamshlutar fórnarlambanna lágu hvarvetna eins og hráviði og blóð litaði göturnar. Hrópuðu margir þeirra sem komu aðvífandi eftir sprenginguna ókvæð- isorð gegn Bandaríkjunum og George W. Bush Bandaríkjaforseta. Beindist reiði manna einn- ig að bráðabirgðastjórn Iyads Allawis for- sætisráðherra. AP Írösk kona í öngum sínum á vettvangi tilræðisins í Bagdad í gær. Alls féllu yfir 70 manns í Írak í gær, þar af nokkrir hermenn. „Þeir eru allir dánir“ Að minnsta kosti 73 féllu í tilræðum og bardögum í Írak í gær Bagdad, Baquba. AFP, AP. NOTA skal samræmda stafsetningu í lönd- unum sem nota sameiginlega Evrópugjald- miðilinn og rita euro. Var þetta samþykkt á fundi fjármálaráðherra Evrópusambandsins á laugardag í Hollandi. Euro hefur sem kunn- ugt er verið nefnd evra hér á landi. Fulltrúar frá Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen og Slóveníu bentu á að heitið euro væri stafað með öðrum hætti í löndum þeirra til að auðvelda framburðinn. Sums staðar rita þarlendir því fremur „euria“. En ráðherrarn- ir 25 samþykktu að rita skyldi euro á seðla og myntir í öllum aðildarlöndunum. Sem stendur nota nú 12 af sambandsríkjunum 25 evruna. „Okkur kom á óvart að þetta vandamál væri til staðar en við leystum það. Sjáið bara hvað ráðherrar geta stundum verið ákveðnir!“ sagði fjármálaráðherra Hollands, Gerrit Zalm. Samræming í ESB Euro eini lög- legi rithátturinn Scheveningen. AFP. TVEIR norskir prófessorar segja að Norð- menn hafi verið of bláeygðir í afstöðu sinni til innflytjendamála og hugsa þurfi þau mál upp á nýtt, að sögn Aftenposten nýverið. Annar þeirra, læknirinn Berthold Grünfeld, gagnrýnir það sem hann nefnir „Kardimommubæjar- þankaganginn“ og segir að ekki séu allir inn- flytjendur góðmenni með mikinn félagslegan þroska og reiðubúnir að laga sig að norsku sam- félagi. Grünfeld segir að innflytjendur verði að þvinga til að læra norsku, þeir verði að tileinka sér norsk gildi og norskar venjur og leggja meira af mörkum sjálfir. „Ég kalla þetta fjöldainnflutning og við erum nú í miðjum klíðum í þeim efnum. Við höfum ekki gert okkur grein fyrir því að þetta er ákaf- lega erfitt viðureignar og lærum það smám saman,“ segir prófessorinn. Hann telur að enn sé langt í land með að samfélagið einkennist af umburðarlyndi og gagnkvæmri virðingu. Thomas Hylland Eriksen, sem er prófessor í félagslegri mannfræði, er sammála Grünfeld um að óvænt vandamál hafi komið upp í sam- bandi við innflutning fólks frá fjarlægum svæð- um. Þeir segja báðir að Norðmenn verði að íhuga að koma á fót búðum í Afríku fyrir þar- lent fólk sem sækir um hæli í Noregi. „Við skulum ekki útiloka þann möguleika að það myndi vera betra fyrir fjölmarga sómalska flóttamenn að fá tilboð sem veitir þeim öryggi og ýmsa möguleika í grennd við heimaslóðir,“ segir Hylland Eriksen. „Það er ekki víst að það sé mest í anda framsækinnar stefnu og andúðar á rasisma að leyfa sem allra flestum að koma hingað, fólki sem ekki vill endilega búa hér.“ Umræður í Noregi Vilja nýja inn- flytjendastefnu ÍSRAELSK stjórnvöld hafa samþykkt að greiða fjölskyldum sem gert verður að flytja frá Gaza-svæðinu í samræmi við áætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra á bilinu 14 til 21 milljón íslenskra króna. Frá þessu var greint í gær. Öryggisráð ríkisstjórnar Sharons samþykkti endurgreiðslurnar með níu atkvæðum gegn einu og var aðeins Zevulun Orvel, ráðherra vel- ferðarmála, á móti. Orvel er þingmaður fyrir Trúarflokkinn, sem talar fyrir hönd ísraelskra landtökumanna en þeir eru alfarið á móti áætl- un Sharons um að loka landnemabyggðum gyð- inga á Gaza. Eran Sternberg, talsmaður landnemanna, fór mikinn gegn áætlunum Sharons í gær og sagði hann ekkert umboð hafa til að hrinda þeim í framkvæmd. „Þessi ákvörðun er ólögleg, ósiðleg og glæpsamleg,“ sagði hann. Segir Arafat verða vísað á brott Sharon ítrekaði fyrr í gær þá afstöðu sína að ekki komi til greina að halda þjóðaratkvæða- greiðslu um málið en athygli vakti í fyrradag þegar fjármálaráðherrann Benjamin Net- anyahu, helsti keppinautur Sharons um leið- togaembættið í Likud, tók undir kröfur þar að lútandi. Þá ítrekaði Sharon að stefnt væri að því að hrekja Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, frá Vesturbakkanum. Lagði hann áherslu á að þetta yrði gert „þegar það hentar okkur“. Landnemar fá greiddar bætur Jerúsalem. AFP. VLADÍMÍR Ústínov, ríkissaksóknari Rúss- lands, greindi frá því í gær að enginn þeirra sem stóðu fyrir árásinni á barnaskólann í Beslan í Suður-Rússlandi fyrr í mánuðinum hefði komist undan. Ústínóv sagði í viðtali við Interfax-fréttastof- una að 32 hryðjuverkamenn hefðu staðið fyrir gíslatökunni. Alls hefðu 30 þeirra verið felldir í átökunum. Einn maður hefði sprengt sjálfan sig í loft upp en einn hefði verið handtekinn. Sá væri Tétseni. Tekist hefði að bera kennsl á lík 14 þeirra hryðjuverkamanna sem felldir voru. Sagði Ústinov það hafa komið fram í framburði fólks sem komst lífs af úr blóðbaðinu að menn- irnir hefðu alls verið 32. Í máli saksóknarans kom ekki fram hvaðan hryðjuverkamennirnir voru. Óstaðfestar fregn- ir herma að arabískumælandi menn hafi tekið þátt í árásinni. Rússneskt dagblað hefur birt nöfn tíu meintra hryðjuverkamanna og eru sex þeirra Tétsenar, þrír Íngúsar og einn Osseti. Hryðjuverkahópurinn í Beslan Enginn komst undan Moskvu. AFP. ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.