Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 15
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 15 LEIÐSÖGUNÁM Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd- um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland. Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám. Helstu námsgreinar:  Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.  Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta. Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.  Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira. Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir. Umsögn: „Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds- nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS Bíldshöfða 18, sími 567 1466, Opið til kl. 22.00. Heimasíða: www.menntun.is Martha Jensdóttir kennari. Karfa á fæti með hjólum Tilboð kr. 23.920 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 09 . 2 00 4 Tilboð kr. 22.425 Tilboð kr. 23.625 Tilboð kr. 8.925 Einföld róla kr. 3.950 Vandaðar rólur frá KETTLER, CE merktar ÚTSALA Vandið valið og verslið í sérverslun. Karfa með neti kr. 1.991 Karfa og spjald kr. 8.925 Tilboð minni kr. 2.950 stærri (mynd) kr. 4.950 20-50% afsláttur Fleiri gerðir af rólum og körfum á frábæru tilboði il i i . . i ( ) . . Reykjavík | Samgöngunefnd Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt að hefja undirbúning að breytingum á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þannig að þrjár ak- reinar verði fyrir beina strauma og tvær fyr- ir allar vinstri beygjur. Sérstök áhersla verður lögð á að tryggja almenningsvögnum og leigubílum forgang að gatnamótunum auk þess sem hefja á und- irbúning að breytingum á Miklubraut frá Kringlumýrarbraut í austri að Snorrabraut í vestri. Áætlaður kostnaður við breytingar á umræddum gatnamótum er um 600 milljónir króna og segist Árni Þór Sigurðsson, formað- ur samgöngunefndar, binda vonir við að hægt verði að ráðast í framkvæmdir á næsta ári. Vill að mislæg gatnamót hafi forgang Kjartan Magnússon, fulltrúi sjálfstæðis- manna í samgöngunefnd, segist mjög ósáttur við tillögu R-lista. Þótt hún kunni að draga úr slysum á gatnamótunum svo einhverju nemi sé það óverulegt miðað við ef ráðist yrði í gerð mislægra gatnamóta, auk þess sem án þess að kosta til of miklum fjármunum eða fara af stað með umfangsmiklar fram- kvæmdir. Óháð því hvort farið verði í frekari framkvæmdir á gatnamótunum síðar meir séu þessar framkvæmdir fyrsti áfanginn í þeirri vinnu. Árni Þór segir tímasetningar á upphafi framkvæmdanna ráðast af því hvort hún þurfi að fara fyrir umhverfismat og verður fyrirspurn um það send Skipulagsstofnun innan tíðar. Sérfræðingar borgarinnar telji raunar að svo sé ekki og því gætu fram- kvæmdir hafist á næsta ári. Miklabraut við Stakkahlíð í stokk? Þá eru áformaðar breytingar á Miklubraut milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Árni Þór segir að mikilvægt sé að huga að breytingum á nærliggjandi gatnamótum í framhaldi af breikkun gatnamóta Kringlu- mýrar- og Miklubrautar og í því sambandi hafi verið rætt um að setja Miklubraut í stokk á kaflanum frá Stakkahlíð og í vestur í átt að Miklatúni. Að sínu viti sé það mesti flöskuhálsinn í umferðinni á þessum slóðum. ekki sé dregið úr loft- né hávaðamengun. Kjartan minnir á að jafnvel þótt haldið yrði áfram af fullum þunga við að skipuleggja mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut sé umhverfismatsþátturinn það viðamikill að 15–18 mánuðir myndu líða áður en framkvæmdir gætu hafist. Fulltrúar R- lista í samgöngunefnd hafa sem kunnugt er lýst því yfir að ekki standi til að ráðast í gerð mislægra gatnamóta þar á næstu árum. Sjálfstæðismenn lögðu fram tillögu á fundi nefndarinnar í gær þar sem lagt var til að gerð mislægra gatnamóta á þessum stað yrði sett í forgang samhliða því að skipulagsvinnu vegna lagningar Sundabrautar yrði hraðað, sem var hafnað. Að sögn Kjartans benda útreikningar tryggingafélaganna til þess að fækka mætti slysum um 90% við gatnamótin ef þar væru mislæg gatnamót. Breytingar á gatnamótum Miklubraut og Skeiðarvogs hafi t.d. leitt til 92% fækkunar á slysum. Árni Þór Sigurðsson segir að með þessum breytingum sé bæði unnt að auka afkasta- getu gatnamótanna og auka umferðaröryggi Breytingar verða á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Þrjár akreinar áfram HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vesturbær | Þórólfur Árnason borgarstjóri safnaði liði og keppti í knattspyrnu við valda kappa úr KR í opnunarleik á nýjum gervigrasvelli á KR-svæðinu sl. laugardag. Lið KR undir stjórn Guðjóns Guð- mundssonar, formanns KR, tók vel á móti borgarstjóra. Leikurinn var æsispennandi og endaði í víta- spyrnukeppni þegar bæði lið höfðu skorað tvö mörk á venjulegum leik- tíma. Borgarstjóri hafði m.a. í liði sínu fyrrum atvinnumennina Arnór Guðjohnsen og Guðna Bergsson, auk Helenu Ólafsdóttur, landsliðs- þjálfara kvenna. Þrátt fyrir einvala- lið tapaði lið borgarstjóra í víta- spyrnukeppninni þegar Þórólfur brenndi af eftir að Ellert B. Schram hafði skorað af öryggi fyrir KR. Hinn gamalreyndi dómari Magn- ús Pétursson tók að sér að halda uppi lögum og reglu á vellinum þrátt fyrir að vera kominn yfir sjötugt og sagði hann að leikmenn hefðu verið ákaflega prúðir. Leikið úti allan veturinn Örn Steinssen, framkvæmdastjóri KR, er að vonum ánægður með nýja völlinn og segir að nýja aðstaðan breyti öllu fyrir knattspyrnuiðkun hjá félaginu „Við getum verið með meistaraflokk, annan og þriðja flokk og jafnvel fjórða flokk úti allan vet- urinn. [...] Það er náttúrulega miklu betra að geta æft úti á meðan veður er svona þokkalegt og eins og hefur verið undanfarna tvo eða þrjá vetur hefur ekki verið mikill snjór.“ Gervi- grasið minnkar álagið á grasvell- inum en notkun á grasvellinum hef- ur verið gífurlega mikil. Örn segir að gervigrasið verði notað bæði til æfinga og keppni eftir því sem þurfi. Völlurinn er 105 sinn- um 68 metrar og verður flóð- ljósabúnaði komið upp síðar í haust. Völlurinn kemur einnig til með að vera upphitaður en Örn segist von- ast til að það verði þegar á næsta ári. Kostnaður er um 103 milljónir kr. Ljósmynd/ Guðmundur Jóhannesson Borgarstjóri á fleygiferð með knöttinn ásamt nokkrum af bestu knattspyrnumönnum Íslands í gegnum tíðina. Lið borgarstjóra tapaði fyrir liði KR TVEIR gervisgrasvellir voru vígðir í Reykjavík um helgina, við Fram- heimilið í Safamýri og á KR- vellinum í Frostaskjóli. Vellirnir eru í fullri stærð, um 8.100 fermetr- ar, flóðlýstir og upphitaðir og upp- fylla allar nýjustu kröfur UEFA. Að sögn Ómars Einarssonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, verður þriðji völlurinn tekinn í notkun um næstu helgi við íþróttamiðstöð Fylkis í Árbæ. Áætlaður kostnaður vegna vallanna þriggja er um 300 milljónir króna en þeir eru í eigu Reykjavíkurborgar. Í Safamýri var vígsluleikur gervigrasvallarins háður milli ný- krýndra Íslandsmeistara Fram í flokki 40 ára og eldri og stjörnuliðs Ómars Ragnarssonar fréttamanns. Leiknum lauk með sigri Framara. Af sama tilefni var vetrarstarf fé- lagsins kynnt og boðið upp á skemmtiatriði. Um 400 manns sóttu hátíðina. Þrír gervigrasvellir teknir í notkun Reykjavík | Morgunverðarfundur um borgarmál undir yfirskriftinni Pabbi, mamma, börn og bíll verður haldinn á Grand hóteli á fimmtudag í tilefni af evr- ópskri samgönguviku sem stendur yfir 16.–22. september nk. Alls taka 350 borg- ir víðsvegar í Evrópu þátt í verkefninu að þessu sinni og er meginþemað „Öryggi barna í umferðinni“. Tilgangur sam- gönguviku er að sögn borgaryfirvalda að vekja almenning til umhugsunar um um- ferðarmenningu og hversu margar hliðar eru færar fólki sem vill efla umferðar- menningu og draga úr mengun. Með erindi á fundinum verða: Haraldur Sigurðsson, sérfræðingur á skipulags- og byggingarsviði borgarinn- ar, sem fjallar um ferðavenjur borgarbúa, Ólafur Bjarnason, forstöðumaður Verk- fræðistofu á umhverfis- og tæknisviði borgarinnar, sem fjallar um samgöngu- mannvirki frá ferli til framkvæmdar og Ómar Ragnarsson fréttamaður sem fjallar um „naumhyggju í samgöngum“. Fundarstjóri er Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Pabbi, mamma, börn og bíll

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.