Morgunblaðið - 15.09.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 15.09.2004, Síða 16
MINNSTAÐUR 16 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Henson peysur í úrvali Garðatorgi 3 210 Garðabæ s: 565-6550 Hafnarstræti 106 Akureyri s: 462-5000 Samsung SGH-X450 Expert, Skútuvogi 2, sími 522 9000 • www.expert.is Opið virka daga frá kl. 11.00 - 18:30 Laugardaga frá kl 10.00 - 18.00 Sunnudaga frá kl. 13.00 - 17.00 Fallegur 3 banda sími með hágæða skjá. Nýr formaður | Gylfi Þórhallsson var kjörinn formaður Skák- félags Akureyrar á aðalfundi í vikunni. Rúnar Sigurpálsson sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár óskaði ekki eftir endurkjöri. Með Gylfa í stjórn verða Eymundur Eymundsson, Smári Ólafsson, Sigurður Eiríksson og Þór Valtýsson. Starfsemi félagsins fer svo á fullt með Startmóti, á fimmtu- dagskvöld, 16. september kl. 20. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni. Fyrirlestur | Mannúðaraðstoð á átakasvæðum er heiti á fyr- irlestri Helgu Báru Bragadóttur á Félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 15. september kl. 16.30 í stofu L201 á Sólborg. Í erindi sínu mun Helga Bára Bragadóttir gefa yfirsýn yfir aðferðir sem eiga að koma í veg fyrir að minnka líkur á óbeinum neikvæðum afleiðingum mannúðaraðstoðar og fjalla í því sam- bandi sérstaklega um aðferðir sem Alþjóðasamband lands- félaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans er að innleiða í sínu starfi. Helga Bára hefur B.A. gráðu í mannfræði frá Háskóla Ís- lands auk M.A. gráðu í ágreiningslausnum frá University of Bradford í Englandi. Helga Bára mun ljúka M.Phil rannsókn- arnámi í friðarfræðum frá sama háskóla í október 2004.    „ÞIÐ hafið unnið afrek og eigið heiður skilinn,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, en hann var á Krossanes- bryggju um hádegi í gær þegar Vilhelm Þorsteinsson EA kom inn til löndunar eftir mettúr. Bauð bæjarstjóri áhöfninni af því tilefni upp á gómsæta tertu, „því ég veit að Guðmund var farið að langa í marsípan,“ sagði hann og gaf öðrum skipstjóranum af tveimur, Guðmundi Þ. Jónssyni, góð ráð varðandi kökuátið, „svo hún myndi ekki klessast öll í skeggið“. Vilhelm Þorsteinsson hélt til veiða frá Akureyri í byrjun sum- ars, 7. júní, og hefur á þeim tæpu 100 dögum sem liðnir eru landað tæplega 8 þúsund tonnum af frystum síldarafurðum Verð- mæti aflans er um hálfur millj- arður og nema launagreiðslur um 160 milljónum króna, en 26 manns eru í áhöfn. Veidd voru um 15 þúsund tonn úr Norsk íslenska síldarstofn- inum og núna síðast rúm þúsund tonn úr íslensku sumargotssíld- inni. Síldveiðar hafa gengið vel hjá Vilhelm á árinu, en skipið hefur aflað um 10 þúsund tonn af síldarafurðum, landað 20 sinnum, þar af 11 sinnum úti á rúmsjó. „Heyrðu, já, þetta eru 500 milljónir á um 100 dögum, tæp 8 þúsund tonn af síld. Við getum bara ekki annað en verið ánægðir,“ sagði Guðmundur. Og hélt varlega um kökudisk- inn. Hann sagði síðasta sprettinn, nú í september á Halanum hafa verið snarpan. „Við stíluðum upp á að vera snemma á ferðinni. Við höfum gert það tvö undanfarin haust, komið snemma og lent í ágætis afla. Þetta er bara kropp núna, ekk- ert að hafa.“ Arngrímur Brynjólfsson, sem einnig er skip- stjóri á Vilhelm, sagði góða áhöfn og útgerð skipta sköpum varðandi gott gengi, „og auðvitað má líka þakka þetta því að við fengum að landa á hafi úti,“ sagði hann. „Þetta var heil- mikil aksjón, maður verður að vera vakandi yfir þessu.“ Skipverjar sem lögðu leið sína í borðsalinn spurðu bæj- arstjóra, sem skar tertusneiðar í gríð og erg, hvort væru að koma kosningar. „Nei. Það er langt í þær,“ svaraði hann að bragði. Kristján Þór sagðist færa mönnum glaðninginn fyrir hönd bæjarbúa í tilefni af glæsilegum árangri og því sem þeir legðu af mörkum til bæjarfélagsins. Miklar kröfur væru gerðar til sjávarútvegsins í landinu, en mikilvægt væri fyrir Akureyringa, sem hefðu mikla hagsmuni í tengslum við rekstur sjávarútvegsfyrirtækja, Eyfirðinga og landsmanna allra, að hafa í huga að hann „væri bisness, ekki atvinnubóta- vinna“. Vilhelm Þorsteinsson í heimahöfn eftir mettúr Loksins heima: Skipverjar á Vilhelm Þorsteinssyni EA ganga frá landganginum við bryggju í Krossanesi. Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA kemur til hafnar í Krossanesi í gær en haldið var til veiða frá Akureyri í byrjun júní, eða fyrir nær 100 dögum. Morgunblaðið/Kristján Getum bara ekki annað en verið ánægðir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tók á móti Vilhelm Þorsteinssyni EA í Krossanesi í gær og bauð skipverjum og fulltrúum Samherja upp á tertu. F.v. Kolbrún Ingólfsdóttir, eiginkona Kristjáns Vilhelmssonar útgerðarstjóra, Helga Steinunn Guð- mundsdóttir, eiginkona Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra, Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri, Kristján Þór og Guðmundur Jónsson skipstjóri. „ÞETTA var þrælerfitt, en líka skemmtilegt,“ sagði Guðún Arngrímsdóttir, sem hefur verið um borð í Vil- helm síðustu tvo túra. Kom um borð í lok ágúst og ætlar að fara einn túr til viðbótar áður en hún heldur til Ítalíu að læra tungu þarlendra. Guðrún er dóttir Arngríms skipstjóra og segir að sig hafi alltaf langað að prófa að fara til sjós. „Ég kveið alveg rosalega fyrir, vissi ekki hvernig þetta yrði, ég ein með strákunum,“ sagði hún en bætti strax við að allur ótti hefði verið ástæðulaus. „Þeir hafa ver- ið ferlega almennilegir og góðir við mig. Alltaf til- búnir að kenna mér réttu handtökin, en ég kunni ekk- ert á þetta fyrst. Þessi tími hefur því bara verið mjög fínn,“ sagði Guðrún, sem aðeins fann til sjóveiki enn dag, „en þá var vitlaust veður. Að öðru leyti var veðr- ið gott.“ Fyrr í sumar vann Guðrún á Hrafnistu og sagði störfin þar og um borð í stóru fjölveiðiskipi gjörólík á allan hátt. Bæði hafi sína kosti og galla, „en launin eru sjálfsagt betri á sjónum,“ sagði hún án þess þó að hafa hugmynd um hvað hún fengi útborgað eftir túrinn. Þrælerfitt en skemmtilegt Strákarnir bara fínir: Guðrún Arngrímsdóttir, háseti á Vilhelm Þorsteinssyni, lét vel af veru sinni um borð. AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.