Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 18
DAGLEGT LÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Slóg- og
slordælur
með
öflugum
karbít
hnífum.
Áratuga
reynsla.
fg wilson
Sími 594 6000
Slógdælur
Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900
www.ef.is
• Hagstætt verð
GRUNDARHVARF 1 - OPIÐ HÚS
– PERLA VIÐ ELLIÐAVATN
Til sýnis í dag á milli
klukkan 18 og 20 þetta
glæsilega parhús við
Grundarhvarf 1,
Vatnsenda.
Húsið er á einni hæð með rúmgóðum innbyggðum bílskúr. Falleg ræktuð lóð og ómótstæðilegt útsýni yfir
Elliðavatnið og til fjalla. Hannað fyrir einstakling eða hjón, sérlega skemmtilega unnið á allan hátt og hentar
kröfuhörðum kaupanda. Húsið er innréttað skv. teikningum Guðbjargar Magnúsdóttur. Rafteikningar og lýsing
frá Lúmex. Verð 36 millj. Sölumenn á staðnum veita frekari upplýsingar.
Vegna gatnaframkvæmda er ekið í gegnum Funahvarf að vatninu og beygt til vinstri að Grundarhvarfi.
S
igurbjörg Nielsdóttir fékk
einn daginn þá hugmynd
að fikra sig áfram með
brjóstsykursgerð. Hún
fann allt sem hún þurfti
til sælgætisgerðarinnar á Netinu og
pantaði það nauðsynlegasta inn frá
Danmörku.
„Mér fannst þetta mjög skemmti-
legt en ég var dálítið þreytt á að
bíða alltaf eftir efninu frá Dan-
mörku. Þess vegna datt mér í hug
að flytja inn í félagi við foreldra
mína þessar vörur í stærri einingum
og selja öðrum í leiðinni.
Hún viðaði að sér bókum um gerð
sætinda og þegar hún var komin
upp á lagið með brjóstsykursgerð-
ina fór hún að prófa að búa til hlaup.
En hvers vegna í ósköpunum
langaði hana að búa til eigin sæt-
indi?
„Ég hef gaman af því að föndra
við hitt og þetta, hef verið að leira
dálítið og fannst spennandi að
sjá hvernig brjóst-
sykur væri bú-
inn til.
Svo þegar
ég sá að
þetta lék í
hönd-
unum á
mér fór
ég að
leyfa öðr-
um að
prófa og
flestum þótti
þetta skemmti-
legt, sérstaklega þó
krökkum.“
Sigurbjörg segir þó
að fólk þurfi að gæta
ýtrustu varkárni þegar
börn eru að búa til
brjóstsykur því sykurinn er mjög
heitur. Það er auðveldara fyrir þau
að búa til hlaup af ýmsum
gerðum. Þá er massinn
búinn til fyrirfram
og börnin hjálpa
svo til við að
móta hlaup og
skera það
niður.
Sig-
urbjörg er
með ýmsar
bragðteg-
undir við
brjóstsykurs- og
hlaupgerðina og
flest eru efnin nátt-
úruleg.
„Núna er ég farin að
selja á Netinu það sem
þarf til sælgætisgerð-
arinnar, þrúgusykur,
bragðefni, litarefni, hitamæli og dúk
til að hnoða á sykur svo og nauðsyn-
lega spaða.
Í byrjendapökkunum segir hún að
séu vinsælustu bragðefnin sem þarf
þá til að búa til kóngabrjóstsykur,
jarðarberja-, kóla- og lakkrísmola.
Þegar hún er spurð í lokin hvort
margir hafi gaman af því að spreyta
sig við slikkerísgerðina segir hún að
það sé ótrúlegasta fólk sem langi að
prófa og ekki síður karlmenn en
konur.
HANDVERK | Býr til eigin brjóstsykur og hlaup
Hlaup: Bragðast vel
en má einnig nota til
skreytinga.
Litskrúðugur:
Brjóstsykur með
mismunandi
bragðefnum. Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurbjörg Nielsdóttir: Býr til brjóstsykur og hlaup í öllum regnbogans litum.
Upplýsingar um uppskriftir og að-
ferðir við sælgætisgerðina er
hægt að nálgast á www.slikkeri.is.
Einnig má hafa samband með
tölvupósti: slikkeri@slikkeri.is
Áhugasamir geta svo lært sæl-
gætisgerðina hjá Sigurbjörgu því
hún íhugar að halda námskeið fyr-
ir jólin.
NOKKRIR sænskir skólar
hafa tekið upp sveigjanlegan
vinnutíma fyrir nemendurna,
unglinga sem eru að vaxa og
þurfa þar af leiðandi mikinn
svefn. Þetta kemur m.a. fram á
vef Dagens Nyheter. Í einum
skólanum geta unglingarnir
ráðið hvenær þeir mæta tvo
daga vikunnar. Þeir morg-
unhressu mæta korter í átta
en þeir sem hafa vakað lengi
kvöldið áður geta komið í síð-
asta lagi 9.40. Nemendurnir
eru ánægðir með fyr-
irkomulagið og finnst þeir hafa
áhrif og ráða sínum tíma að nokkru
leyti. Sveigjanlegur vinnutími hefur
víða verið tekinn upp þar sem honum
verður við komið. Samtök atvinnu-
lífsins í Svíþjóð hafa hvatt til þess að
fleiri vinnustaðir bjóði sveigjanlegan
vinnutíma þar sem alls ekki sé nauð-
synlegt að allir mæti til vinnu á sama
tíma. Vinnutaktur fólks er einnig mis-
munandi. Sumir eru A-manneskjur,
þ.e. vinna best á morgnana, aðrir eru
B-manneskjur og komast seinna í
gang. Á unglingsárunum er mikið að
gerast í líkamanum og þeir sem vaxa
hratt þurfa mikinn svefn. Sérfræð-
ingur í svefni og streitu við Karolinska
Institutet í Stokkhólmi segir í DN að
margir unglingar sofi allt of lítið því
þeir vilji njóta frelsisins og þess að
horfa á sjónvarpið, vera í tölvunni og
með félögunum. Svefnmynstur þeirra
sé alls ekki í takt við skólann.
Rannsóknir hafa sýnt að börn og
unglingar á Vesturlöndum sofa
minna en foreldrar þeirra gerðu þeg-
ar þeir voru ungir. Börn sofi hálftíma
skemur á nóttu en unglingar klukku-
stund skemur. Styttri svefn getur
haft slæm áhrif á ónæmiskerfið,
hormóna og vöxt. Börn sem sofa of
lítið geta átt erfiðara með að einbeita
sér og bent er á að hegðunarvanda-
mál og óróleiki í skólastofunni geti
átt rætur að rekja til þess að börnin
sofi of lítið. Börn ættu að fara að sofa
á u.þ.b. sama tíma alla daga vikunnar
og þannig er líkamsklukkan stillt
snemma.
HEILSA | Vinnutími í stíl við líkamsklukkuna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sveigjanleiki: Þeir morgunhressu mæta
korter í átta í skólann en þeir sem hafa
vakað lengi kvöldið áður geta komið í síð-
asta lagi kl. 9.40.
Unglingarnir fá að
sofa lengur
Kóngabrjóstsykur og lakkríshlaup er meðal þess sem hún Sigurbjörg Nielsdóttir dundar sér við að búa til í frístundum.
Karlmenn alveg eins lagnir
við brjóstsykursgerðina