Morgunblaðið - 15.09.2004, Side 20

Morgunblaðið - 15.09.2004, Side 20
UMRÆÐAN 20 MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á SÍÐUSTU árum hefur kynlíf og vísanir í það orðið æ fyrirferð- armeira í fjölmiðlum. Þetta á eink- um við í auglýsingum, tónlistarmyndböndum og tísku þar sem áherslan á ögrandi kynþokka og nekt er nánast orðin allt- umlykjandi. Ekki þyk- ir lengur tiltökumál þegar ungstirni á borð við Britney Spears birtist fáklætt í tónlist- armyndböndum sem höfða eiga fyrst og fremst til barna og unglinga. Samhliða þessu hefur framboð og aðgengi að klámi vaxið stórkostlega, einkum á Netinu en einnig í öðrum fjöl- miðlum. Alls staðar er klámaukningin merkj- anleg, og það sem verra er, klám er nán- ast orðið hversdags- legt. Klámfengið efni, sem fyrir tíu árum þreifst einvörðungu fyrir luktum dyrum, er í dag borið á torg og blasir víða við. Ýmsir hafa goldið varhug við þessari þróun og mótmælt henni en með litlum árangri. Klámvæðingin virðist komin til að vera. Klám getur haft skaðleg áhrif á börn og unglinga Ekki þarf að fjölyrða um neikvæð áhrif þessarar kynlífs- og klámvæð- ingar á börn og unglinga. Rann- sóknir hafa sýnt að þessi þunga áhersla á kynlíf í dægurmenningu hefur bein og óbein áhrif á sjálfs- mynd neytenda sem í raun eru ekki í aðstöðu til að velja eða hafna. Ljóst er að óhörðnuð börn og unglingar eru viðkvæmust fyrir þessum áhrif- um. Dapurlegt er til þess að vita að sífellt yngri börn og unglingar hafa aðgang að klámi og komast þannig í kynni við það áður en þau hafa dóm- greind og þroska til. Þannig er hætt við, og raunar mörg dæmi um, að börn og unglingar ali með sér margs konar ranghugmyndir um kynlíf og samskipti kynjanna. Fréttir af æ grófari nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi, þar sem gerendur og þolendur eru afar ung- ir að árum, staðfesta hörmuleg áhrif kláms- ins á ungt fólk. Hvað vill Norðurlandaráð? Ofangreindur vandi hefur verið til umfjöll- unar á vettvangi Norð- urlandaráðs enda er um alþjóðlega þróun að ræða sem birst hefur með svipuðum hætti á Norðurlöndunum. Samstaða er meðal norrænna stjórnmála- manna um að berjast þurfi gegn þessum vanda og um að vernda beri rétt einstaklinga til að vera lausir við klám úr umhverfi sínu. Margir eru þeirrar skoðunar að lagasetningarleiðin sé óheppileg og ekki sé vænlegt til ár- angurs að beita boðum og bönnum í baráttunni gegn klámvæðingunni. Aðrir telja lagasetningarleiðina meðal fleiri sem þurfi að beita. Klám á ekki að vera þröngvað upp á fólk á almannafæri og stöðva ber þá þróun að klámefni berist einstaklingum án þess að þeir beri sig sérstaklega eft- ir því. Þetta er kjarni málsins: Klámefni á ekki að blasa hvarvetna við börnum og unglingum eða öðr- um sem ekki bera sig sérstaklega eftir því. Þess vegna hefur Norð- urlandaráð skorað á fjölmiðlafyr- irtæki, hótel, bensínstöðvar, sölu- turna og önnur fyrirtæki þar sem klámefni er tiltækt, að virða rétt al- mennings til að vera laus við klám í umhverfi sínu með því að hafa klám- efni hulið og á afmörkuðum stöðum. Framleiðendur og sölumenn klám- efnis eiga ekki að hafa rétt til að þröngva varningi sínum upp á al- menning hvar og hvenær sem er. Þvert á móti hafa einstaklingar rétt til að sjá ekki klám ef þeir bera sig ekki eftir því. Þann rétt ber að virða. Ýmsar leiðir færar Klámvæðingin verður ekki stöðvað með boðum og bönnum einum. Mjög mikilvægt er að allur almenningur láti sig þessa þróun varða og að hug- arfarsbreyting eigi sér stað í sam- félaginu. Ef almenningur hafnar því að klám sé hvarvetna á boðstólum og lætur í sér heyra, mun mark- aðurinn bregðast fljótt við því. Einnig geta stjórnvöld gripið til staðfastra aðgerða til að draga úr aðgangi að klámi. Þannig geta skól- ar sett sérstakar síur á leitarvélar sínar til að tryggja að skólabörn og unglingar geti unnið á tölvur án þess að klámið finni sér leið inn á tölvuskjáinn. Norðurlandaráð hefur skorað á norræna mennta- málaráðherra að beita sér fyrir þessu, auk þess sem dóms- málaráðherrar Norðurlandanna eru hvattir til að skoða leiðir til að nota refsirammann til að stöðva klám á almannafæri. Norðurlandaráð styð- ur einnig norrænar rannsóknir til að skoða áhrif kláms á kynjamyndir ungs fólks sem ráðherrar jafnrétt- ismála hafa sett í gang hjá Norrænu rannsóknarstofunni um kvenna- og kynjarannsóknir. Þetta eru dæmi um norrænar aðgerðir sem dregið geta úr klámvæðingu samfélagsins. Einstaklingar og fjölskyldur þeirra eiga skýlausan rétt til að vera laus við klám. Að tryggja þann rétt er verkefni okkar allra. Klámvæðing og réttur einstaklinga Jónína Bjartmarz og Rannveig Guðmundsdóttir fjalla um klámvæðingu ’Einstaklingar og fjöl-skyldur þeirra eiga ský- lausan rétt til að vera laus við klám úr um- hverfi sínu. Að tryggja þann rétt er verkefni okkar allra. ‘ Jónína Bjartmarz Höfundar eru alþingismenn. Jónína er formaður og Rannveig varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Rannveig Guðmundsdóttir NÚ í september eru liðin 10 ár frá því að Félag áfengisráðgjafa, var stofnað. Á þessum tíu árum hefur ýmislegt gengið vel og annað síður. Nú eru áfengisráðgjafar orðn- ir meðvitaður starfs- hópur sem leitast við að auka þekkingu sína og færni. Þjálfun og kennsla Starf ráðgjafans þró- aðist með fíknimeðferð hér á landi. Í upphafi meðhöndluðu ráð- gjafar nær eingöngu áfengisfíkn og sér- stakir fjölskylduráð- gjafar voru aðstand- endum áfengissjúkra innan handar. Fljót- lega eftir að starfsemi SÁÁ varð víðtækari sameinuðust þessir tveir hópar í eitt og áfengisráðgjafar fóru að meðhöndla alla fíkla og aðstandendur þeirra. Í gegnum árin hefur SÁÁ þjálfað og kennt nær öllum ráðgjöfum sem vinna að meðferð á Íslandi. Framan af voru það læknar SÁÁ sem önn- uðust fræðslu fyrir ráðgjafa auk þess sem fjölmargir áttu kost á að sækja ráðstefnur og námskeið heima og er- lendis. Nú eru það reynslumestu ráð- gjafarnir sem ásamt læknum og öðr- um heilbrigðisstarfsmönnum veita nýliðum þá fræðslu og þjálfun sem nauðsynleg er til að fíkni- og fjöl- skyldumeðferð beri góðan árangur. FÁR Á níunda áratug síðustu aldar og fram á þann tíunda gerðu ráðgjafar nokkrar tilraunir til að sameinast í einu félagi. Tilgangurinn var að auka samheldni og vinna að sameig- inlegum hagsmunum stéttarinnar. Þessi viðleitni varð svo að veruleika í september 1994 og hefur Félag áfengisráðgjafa starfað óslitið síðan. Á ýmsu hefur gengið en strax á fyrsta stjórnarfundi var rætt um að komast í samstarf við NAADAC Landssamtök ráðgjafa í USA. Til- gangurinn var að sækja þekkingu ís- lenskum ráðgjöfum til vegsauka. Til eru bréf sem send voru á milli þess- ara samtaka á árunum 1994 og 1996 þar sem fram kemur vilji beggja til að hefja samstarf. Það samstarf hef- ur nú komist á fyrir harðfylgi núver- andi formanns FÁR, Hjalta Björns- sonar, og verður nánar greint frá þessu samstarfi síðar. En framlag stjórna FÁR hefur verið mikið og óeigingjarnt til að gera starf ráðgjafa að viðurkenndri og fullgildri heil- brigðisstarfsgrein. Það er ekki nægj- anlegt að segjast vera alkóhólisti til að verða ráðgjafi og starfa sem slíkur. Nauð- synlegt er að afla sér mikillar þekkingar, læra fagið og fá starfsþjálfun undir leiðsögn reyndra ráðgjafa. Sem betur fer hafa ráðgjafar í FÁR borið gæfu til þess að gera miklar kröfur til sín og sinnar starfs- greinar. Við höfum þar notið stuðnings vinnu- veitenda okkar og má þar sérstaklega þakka SÁÁ. Fagleg þjónusta Í Félagi áfengisráðgjafa eru nú milli og 40 og 50 ráðgjafar, læknar og hjúkrunarfólk, sem starfa að meðferð fíkn- isjúklinga og aðstand- enda þeirra. Félögum í FÁR fer stöðugt fjölgandi því sem stærri heild getum við veitt betri og faglegri þjónustu á mismunandi starfsstöðum og getum þannig sam- einað þekkingu okkar og reynslu skjólstæðingum okkar til heilla. Félagar í FÁR leggja mikið á sig til að viðhalda og auka þekkingu sína. Þeir miðla hver öðrum og sækja end- urmenntun til starfandi ráðgjafa og annarra heilbrigðisstarfsmanna um heim allan. Þeir starfa undir mjög ströngum siðareglum sem teknar eru upp bæði að erlendri og innlendri fyr- irmynd. Þær eru hugsaðar til að vernda skjólstæðinginn, ráðgjafann og þá stofnun sem veitir meðferð. Víðtæk þekking Það getur ekki hver sem er kallað sig áfengisráðgjafa jafnvel þó viðkom- andi eigi einhverja reynslu sem teng- ist fíknisjúkdómum. Ráðgjafinn er fyrst og fremst fagmaður og þarf að hafa víðtæka þekkingu og reynslu. Hann verður að kunna skil á mörgum þáttum fagsins, svo sem að greina vanda, gera meðferðaráætlanir, geta metið stöðu einstaklings í meðferð og ekki síst að hafa innsýn í hvernig meðferð er byggð upp og hvernig meðferð er stjórnað. Hann þarf að kunna skil á tækni til að grípa inn í vanda einstaklinga. Hann þarf að hafa innsýn í áfallahjálp og vera skipulagður í verkum sínum. Ráð- gjafinn þarf að kunna skil á siðfræði, hafa lágmarksþekkingu á þeim laga- reglum sem kunna að eiga við og vera óhræddur að leita til annarra fagaðila eftir aðstoð. Að auki þarf ráðgjafinn að gera sér grein fyrir eigin við- horfum og gæta þess að þau trufli hann ekki í starfi. Aðeins þannig get- ur hann meðhöndlað fólk án tillits til þjóðernis, kynhneigðar, fötlunar eða úr hvernig menningarumhverfi skjól- stæðingur hans kemur. Það segir sig sjálft að áfeng- isráðgjöf er ekki hægt að læra á stuttu námskeiði. Nám í áfeng- isráðgjöf tekur í það minnsta tvö ár og þarf námið að vera bæði bóklegt, starfstengt og skipulega upp byggt til að það nýtist sem slíkt. Í framhaldi af slíku námi er nauðsynlegt að við- halda þekkingu sinni, afla sér nýrrar og vera í stöðugu og góðu sambandi við samstarfsfólk sitt. Að öðrum kosti brennur einstaklingurinn upp í starfi, einangrast og staðnar. Af þessu má sjá hversu mikilvægt það er að til starfa í áfengisráðgjöf veljist heilsteyptir einstaklingar sem geta nýtt sér þekkingu og reynslu í starfi, geta unnið með öðrum stéttum í hóp og sótt sér þekkingu for- dómalaust. FÁR, Félag áfeng- isráðgjafa, 10 ára Hörður J. Oddfríðarson fjallar um áfengisvarnir Hörður J. Oddfríðarson ’Mikilvægt erað til starfa í áfengisráðgjöf veljist heil- steyptir ein- staklingar. ‘ Höfundur hefur starfað við áfeng- isráðgjöf í átta ár og situr í stjórn FÁR, Félags áfengisráðgjafa. SPURNINGUNA hér að ofan bið ég þig að hugleiða, nú þegar aðeins tæp vika er til íbúaþings í Íþrótta- höllinni á Akureyri. Á þessu íbúaþingi verða lagðar línur að framtíðarskipulagi miðbæjarins okkar og þar getur þú í fyrsta sinn haft bein áhrif á útlit hans til fram- búðar, með þínum óskum og hug- myndum. Þetta þing er því frá þínum sjónarhóli, án efa einn merkasti við- burður síðari ára, hér í höfuðstað Norður- lands. Hve oft hefur þú ekki hugsað um það, sem þér fannst miður fara í framkvæmdum við miðbæinn, hnussað og jafnvel lýst vanþóknun þinni á „allri vitleys- unni“ í vina hópi og fjölskylduboð- um. Hve oft hefur þig ekki langað til að segja álit þitt á þeim svo tekið væri eftir. Nú er tími þinn kominn. Tæki- færið er nk. laugardag, hinn 18. september, á íbúaþinginu í Íþrótta- höllinni á Akureyri. Þar getur þú komið skoðunum þínum, hugmyndum og draumum um glæsilegan miðbæ á framfæri. Og tekið þátt í að móta miðbæinn eins og þér finnst að hann ætti að líta út. Miðbæ, sem iðar af lífi og bæjarbúar sækja til bæði í frístundum sínum og starfi. Miðbæ, þar sem saman fara fagrar byggingar, fjölskrúð- ugt mannlíf, fjölbreytt þjónusta og góð af- þreying. Er þetta ekki þín framtíðarsýn eins og okkar hinna? Finnur þú ekki hjá þér þörf til að taka þátt í þessu með okkur? Finnst þér ekki að þér beri jafnvel nokkur skylda til að standa að þessu verk- efni með okkur, sem íbúi á Akureyri og velunnari bæjarins? Heldurðu ekki að það verði erfitt í framtíðinni að ræða miðbæjarskipulag Ak- ureyrar við vini og kunningja nema hafa mætt á íbúaþingið? Heldurðu ekki að þú verðir þá spurð(ur): „Hvar varst ÞÚ hinn 18. sept- ember“. Hvar verður þú hinn 18. september? Sigurður K. Harðarson fjallar um „Akureyri í öndvegi“ Sigurður K. Harðarson ’Er þetta ekkiþín framtíð- arsýn eins og okkar hinna? ‘ Höfundur er umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi og situr í stýrihópi verk- efnisins „Akureyri í öndvegi“. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryf- irvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf…“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.