Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 31 SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Elliðaárdalur, Rafstöðvarsvæði. Um er að ræða tillögu að breytingu á deili- skipulagi Rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal en skipulag þess var samþykkt var í borgarstjórn þann 5. febrúar 2004. Breytingin lýtur að lóðinni nr. 5-9 við Rafstöðvarveg þar sem gert er ráð fyrir að rísi orkuminjasafn, fræðslustofa, fornbílasafn og skrifstofur. Tillagan gerir ráð fyrir að í stað þess að byggingarreitur á lóðinni skiptist í 4 hluta verði honum skipt í þrjá hluta. Þá er leyfilegt byggingarmagn á lóðinni minnkað og verður nýtingarhlutfall lóðarinnar 0,5 eftir breytinguna en var 0,73. Bílastæða- þörf minnkar úr 109 stæðum í 97. Þá heimilar tillagan að rífa megi turnbyggingu við Aðveitu- stöð 11 sem stendur á lóðinni nr. 14 við Raf- stöðvarveg. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 15. september til og með 27. október 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 27. október 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 15. september 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Mosfellsbær Breyting á deiliskipulagi Víðigrundar I og II í Mosfellsdal, Mosfellsbæ Á fundi bæjarstjórnar þann 1. september 2004 var samþykkt tillaga um breytingu á deiliskipulagi Víðigrundar I og II í Mosfells- dal, Mosfellsbæ. Skipulagstillagan tekur til lóðanna Víði- grundar I og II og gerir ráð fyrir breyting- um á lóðamörkum, stærðum lóða, bygg- ingarreitum og skilgreiningu á nýtingu byggingarreita. Einnig er aðkoma að lóð- unum færð til austurs Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, fyrstu hæð, frá 15. september 2004 til 20. október 2004, einnig má skoða tillöguna á www.mos.is undir: Framkvæmdir, deiliskipulag. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrir 3. nóvember 2004. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunum. Bæjarverkfræðingurinn í Mosfellsbæ. Auglýsing um skipulagsmál í uppsveitum Árnessýslu Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Samkvæmt 2. mgr 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með aug- lýst eftir athugasemdum við eftirfarandi tillögu að óverulegri breytingu á gildandi aðalskipulagi Gnúpverjahrepps 1993- 2013: Sultartangalína 3 frá Sultartanga að Svartá á Gnúpverjaafrétti. Í breytingunni felst að Sultartangalína 3 (SU3) er lögð meðfram Sultartangalínu 1 (SU1). Breytt skipulag er í samræmi við tillögu að að- alskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps en vinna við það skipulag er á lokastigi. Breytingu á svæðisskipulagi miðhálendisins vegna Sult- artangalínu 3 hefur verið staðfest og matsferli á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrif- stofu Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi og hjá embætti skipulagsfulltrúa upp- sveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugar- vatni á skrifstofutíma frá 15. september til 6. október 2004. Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipu- lagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi miðvikudaginn 6. október 2004 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna inn- an tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Laugarvatni, 7. september 2004, Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu. TILKYNNINGAR R A Ð A U G L Ý S I N G A R BORGARFULLTRÚAR og vara- borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins komu í heimsókn í Múlalund, vinnu- stofu SÍBS, fyrir skömmu, ræddu við starfsmenn og kynntu sér starfsem- ina. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fara í hverri viku í vinnu- staðaheimsóknir í borginni og hafa frá síðasta hausti farið í um 70 slíkar heimsóknir. Þeir sem komu í Múla- lund voru borgarfulltrúarnir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kjartan Magnússon, varaborgarfulltrúarnir Jórunn Frí- mannsdóttir, Ívar Andersen og Magnús Þór Gylfason, starfsmaður borgarstjórnarflokksins. Þeir skoðuðu framleiðslu á möppu frá grunni og þar til hún er tilbúin til afhendingar viðskiptavinum. Áhugavert þótti hve margir koma við sögu í framleiðsluferli á einni möppu. Einnig var rætt um heiti á EGLA möppunum en nafnið kemur úr Egils sögu Skallagrímssonar. Það er nokkuð um að fólk haldi að þetta sé erlent nafn eins og þær sem eru innfluttar fullbúnar. Jafnframt því sáu borgarfulltrú- arnir vöruúrval í Múlalundi og voru hissa á því að ekki væri keypt meira af vörum sem kæmu þaðan, segir í frétt frá Múlalundi. Magnús Þór Gylfason, Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Kjartan Magnússon og Hörður Magnússon, framleiðslustjóri Múlalundar. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Múlalundi VEIÐI er nú lokið í Fljótaá í Fljót- um og veiddust alls 233 laxar. Er það gífurleg umskipti frá síðasta sumri er aðeins 49 laxar voru færðir til bókar. 2003 þótti raunar með eindæmum lélegt sumar, en þessi umskipti til hins betra ná yfir flestar ef ekki allar ár á norð- anverðu landinu. Auk laxanna veiddust 600 sjóbleikjur og voru margar þeirra mjög vænar. Að sögn kunnugra var talsvert af stórum laxi í bland við smálax- inn í sumar, eða alls milli 50 og 60 af veiddum löxum og auk þess voru stórir lurkar í ánni sem ekki veidd- ust. Sá stærsti sem veiddist var 20 punda og nokkrir stórir voru í kringum 15–18 pund. Veiði fór ró- lega af stað, en frá miðjum júlí var veiði jöfn og góð út vertíðina, yf- irleitt 30 laxar á viku að jafnaði. Í veiðibók kemur fram að hængar voru 141 og hrygnur 92. Merktur endurheimtur Hulda Orradóttir gerði sér far um að merkja þrjá laxa sem hún veiddi og sleppti aftur í Fljótaá 1. ágúst. Einn þeirra laxa, 5 punda hæng, veiddi Hörður Júlíusson aft- ur 9. september og hafði laxinn fært sig ögn neðar í ánni. Sjóbirtingsskot Vel hefur aflast í Varmá og Þor- leifslæk að undanförnu, en eftir flóðrigningu á dögunum virðist talsvert af fiski hafa gengið í ána. Dæmi um gott gengi var stuttur túr tveggja Dana sem fengu saman 40 birtinga og bleikjur á einum degi fyrir skemmstu. Fiskur er vel dreifður á svæðinu, sem er langt. Þá eru að tínast upp nýrunnir birtingar í Steinsmýrarvötnum, þar var t.d. holl fyrir skemmstu með 12 fiska, allt að 7 punda þá þyngstu. Morgunblaðið/GolliFrá Fljótaá í Fljótum. Veiði í Fljótaá margfaldaðist ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Í MORGUNBLAÐINU í gær birtist mynd af Örnu Maríu Geirsdóttur, en þar átti að vera mynd af Önnu Maríu Geirsdóttur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Röng mynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.