Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.09.2004, Qupperneq 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 35 Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is HEIMSÞEK KTIR EINLEIKA RAR aðeins 2.380 kr. á mánuði Gul tónleikaröð VERÐ FRÁ 14.280 KR. FYRIR 7 TÓNLEIKA, eða 2.380 kr. á mánuði í sex mánuði í sætaröð 21–28 og 16.600 kr. í sætaröð 1–20 eða 2.767 kr. á mánuði í 6 mánuði sé greitt með Visa kreditkorti. 16. SEPTEMBER Framúrskarandi fiðlutónar 14. OKTÓBER Hetjur, kempur og keisarar 2. DESEMBER Þrír kóngar 20. JANÚAR Lenín er ekki hér 24. FEBRÚAR Frá Kárahnjúkum til Prag 14. APRÍL „10. sinfónía Beethovens“ 19. MAÍ Þrír Tékkar og tvær klarinettur Gul áskriftarröð skartar framúrskarandi einleikurum sem fá að sýna listir sínar með hljómsveitinni í vetur. Fáðu þér áskrift að öruggu sæti og betra verði hjá Sinfóníuhljómsveitinni í vetur. Aðeins fyrir huguðustu einleikara NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.SINFONIA.IS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN FYRSTUTÓNLEIKARNIRERU Á MORGUN LISTRÆN stefna og verkefnaval Sinfóníuhljómsveitar Íslands voru gagn- rýnd í tveimur greinum í Morgunblaðinu í kring um síðustu helgi. Bergþóra Jónsdóttir menningarblaðamaður ræddi rýran hlut íslenskrar samtíma- tónlistar á komandi vetri í pistlinum Af listum, og Jónas Sen, tónlistar- gagnrýnandi blaðsins, fjallaði í grein í Lesbók um minnkandi bil milli há- og lágmenningar, meðal annars á kostnað nýrra íslenskra tónverka. Morgunblaðið leitaði viðbragða við greinunum hjá nokkrum forsvars- aðilum þeirra sem eiga hagsmuna að gæta í málinu. Eini vettvangurinn Kjartan Ólafsson er formaður Tónskáldafélags Íslands: „Mér finnst mjög jákvætt að þessi mál séu komin inn í um- ræðuna, því við höfum oft bent á það við forsvars- menn Sinfóníu- hljómsveitar- innar að það væri æskilegt fyrir tónlistarlífið hér- lendis að hún legði meiri áherslu á íslensk sinfónísk verk. Hún er í raun eini vettvangurinn til að flytja slíkt tónlistarform.“ Hann segir það óhjákvæmlega fylgifisk þess þegar íslensk verk séu sjaldan flutt, að færri séu skrifuð. „Færri og færri íslensk hljómsveit- arverk eru að verða til, og þátttaka Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur mjög afgerandi áhrif á tilurð slíkra verka. Við höfum séð að frumflutn- ingur á íslenskri tónlist hefur minnkað, gróft á litið, og segja þessi skrif í blaðinu sitt um það mál. Það er því á óskalista íslenskra tón- skálda að íslenskum hljómsveitar- verkum fjölgi á dagskrá Sinfóníunn- ar.“ Lítil djörfung í efnisvali Sigfríður Björnsdóttir er fram- kvæmdastjóri Íslenskrar tónverka- miðstöðvar: „Sinfóníuhljómsveitir í kring um okkur glíma allar við sama fyrirbærið, annars vegar að varðveita og bjóða aðgang að perlum menning- ararfsins og hins vegar að starfa í samtíma sínum. Hljómsveitir virðast vera íhaldssamar í eðli sínu og Sinfóníuhljómsveit Íslands er þar ekki undanskilin. Ef við líkj- um sinfóníuhljómsveit við dýr, þá myndi ég segja að hún væri stund- um eins og risaeðla, stórkostleg og kraftmikil, en byltist um í ókunnu umhverfi sem hún reynir stöðugt að laga að eigin þörfum. Ef hún aðlag- ast ekki samtímanum, speglar hann og tekur sér með frumkvæðum hætti stöðu í samfélaginu, verður hún skotmark þeirra sem gagnrýna sóun á almannafé.“ Sigfríður leggur á það áherslu að sinfóníuhljómsveitir á hverjum stað verði að endurspegla umhverfi sitt og menningu þess og skapa sér þannig sérstöðu. „Það eru mikil von- brigði að sjá hversu lítil djörfung er í efnisvali Sinfóníunnar núna. Mér finnst ekki skipta neinu máli úr hvaða geira góðir hlutir koma, en því meiri vinna, þekking og reynsla sem er að baki tónverki því meiri líkur eru á að það hafi að geyma þennan gimstein sem Sinfóníuhljómsveitin á að mínu mati stöðugt að leita að. Að- eins með hennar tilstilli verða af- hjúpuð og uppgötvuð íslensk lista- verk á sviði stórverka sem krefjast hljómsveitarflutnings sem þá geta gegnt hlutverki sínu sem burðar- stoðir menningar okkar inn í óljósa framtíð.“ Verður að halda faglegri reisn Steinunn Birna Ragnarsdóttir sit- ur í verkefnavalsnefndinni fyrir hönd Reykjavíkurborgar: „Ég verð að taka undir sjónarmið þeirra Bergþóru og Jónasar og hafa áhyggjur af því að Sinfóníuhljóm- sveit Íslands sé ef til vill að teygja sig of langt, ekki bara frá lögboðn- um markmiðum heldur einnig frá því sem ég tel að sé faglega eftir- sóknarvert. Þó að samfélagið geri sífellt auknar kröfur um að af- þreying taki stærri hluta af því sem fólk sæk- ir í utan vinnutíma, finnst mér að menningarstofnun eins og Sinfón- íuhljómsveit Íslands, sem er í raun þjóðarhljómsveitin okkar, verði að halda faglegri reisn og finna skyn- samlegan milliveg. Því auðvitað er ekki hægt að þrjóskast við og spila bara tónlist sem ekki nýtur al- mennra vinsælda, en Sinfónían hef- ur hlutverk sem eins konar kyndil- beri í íslensku tónlistarlífi og má því ekki fara of geyst í þá átt að mæta markaðssjónarmiðum. Mér þykir leitt ef sú leið verður ofaná.“ Steinunn nefnir sem dæmi að Sin- fóníuhljómsveit Íslands ætti ekki að vera í undirleikshlutverki fyrir popphljómsveitir að hennar mati. „Með fullri virðingu fyrir þeim, enda eru margar þeirra að gera mjög góða hluti. Hljómsveitin getur bara svo miklu meira, auk þess sem það ýtir undir þann möguleika að fólk fari ekki til að hlusta á Sinfóníu- hljómsveitina á hennar eigin for- sendum, heldur heyra einhverja allt aðra hluti sem færi kannski betur á með öðrum hætti.“ Listrænn stjórnandi ræður verkefnavali Óskar Ingólfsson, aðstoðarskóla- stjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, hefur verið formaður verkefnavals- nefndar Sinfóníu- hljómsveitar Ís- lands síðan í vor: „Ég fagna þess- ari umræðu og finnst grein Jón- asar mjög góð. Ég vil þó gjarnan benda á að verk- efnavalsnefndin er einungis ráð- gefandi, en þegar það er listrænn stjórnandi til staðar sem tekur ábyrgð á sínu starfi, eins og Rumon Gamba gerir, er hann auðvitað mjög valdamikill. Þannig var það ekki áð- ur. Um nokkurn tíma voru ekki fast- ráðnir stjórnendur við hljómsveit- ina, og þá hafði verkefnavalsnefndin mikið vægi. Nefndin er auðvitað allt- af ráðgefandi, en listrænn stjórnandi ræður verkefnavali, svo framarlega að stjórn Sinfóníuhljómsveitarinnar samþykki það. Verkefnavalsnefnd kemur þannig með hugmyndir að efnisskrám, sem fara fyrir listrænan stjórnanda og eru síðan endanlega samþykkt af stjórn hljómsveitar- innar, sem hefur úrslitavaldið.“ Hver, ef ekki Sinfónían? Ekki náðist í Rumon Gamba, aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands sem jafnframt er list- rænn stjórnandi hennar, en rifja má upp að í við- tali við Morgun- blaðið þann 5. september 2002 sagði hann meðal annars: „Ég lít ekki endilega á það sem skyldu eða kvöð að flytja ís- lensk verk, mér finnst það bara mikilvægt vegna þess að Sinfóníuhljómsveit Íslands er ekki borgarhljómsveit eins og margar hljómsveitir erlendis, - held- ur hljómsveit allra Íslendinga. Það er mikilvægt að íslensk tónlist heyr- ist hvort sem hún er góð eða slæm; - við komumst ekki að því hvernig hún er nema heyra hana. Það er líka sér- staklega mikilvægt að ung tónskáld fái tækifæri með hljómsveitinni og njóti þess að heyra hljómsveitarverk sín lifna við. Hvaða hljómsveit ætti að spila þau ef ekki Sinfóníuhljóm- sveit Íslands?“ Þröstur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Tónlist | Ekki mörg ný íslensk tónverk á efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands í vetur Verkefnavalið gagnrýnt Kjartan Ólafsson Rumon Gamba Steinunn Birna Ragnarsdóttir Óskar Ingólfsson Sigfríður Björnsdóttir Stjórn: Þorkell Helgason, formaður, fulltrúi menntamálaráðuneytis Júlíus Vífill Ingvarsson, fulltrúi fjármálaráðuneytis Hilmar Oddsson, fulltrúi Reykjavíkurborgar Dóra Ingvadóttir, fulltrúi Ríkisútvarpsins Sigurður Þorbergsson, fulltrúi starfsmannafélags SÍ Verkefnavalsnefnd (ráð- gefandi um verkefnaval) Óskar Ingólfsson, formaður, fulltrúi menntamálaráðuneytis Steinunn Birna Ragnars- dóttir, fulltrúi Reykjavíkur- borgar Bergljót Anna Haraldsdóttir, fulltrúi Ríkisútvarpsins Rumon Gamba, aðalhljóm- sveitarstjóri SÍ Guðný Guðmundsdóttir/ Sigrún Eðvaldsdóttir, konsert- meistarar Emil Friðfinnsson, fulltrúi hljóðfæraleikara Tryggvi M. Baldvinsson, fulltrúi Tónskáldafélags Ís- lands Skipan stjórnar og verkefnavals- nefndar SÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.