Morgunblaðið - 15.09.2004, Side 37
MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2004 37
Það er ótrúlegt en sattað Möguleikhúsiðsem frá upphafi hef-
ur einsett sér að gera leik-
sýningar eingöngu fyrir
börn skuli nú vera að hefja
sitt 15. starfsár. Þetta væri
auðvitað ekki hægt ef stofn-
endurnir, Bjarni Ingvarsson
og Pétur Eggerz, hefðu ekki
verið lífið og sálin í starfinu;
höfundar, leikarar og leik-
stjórar – svo öll hin störfin
þeirra í leikhúsinu séu ekki
tíunduð líka – skrif-
stofuhald, smíðar, tækni-
vinna og miðasala, og senni-
lega er ekkert sem þeir hafa
ekki gert í leikhúsinu sínu á
þessum 15 árum. Jafnframt
hafa þeir þegjandi og
hljóðalaust eignast eigið
leikhús utan um starfsemina
og reka hana hallalaust og
veita að öllum jafnaði fjór-
um til átta listamönnum
vinnu auk sjálfra sín meðan
á leikárinu stendur. Geri
aðrir betur.
Reykjavíkurborg viðurkenndi
starfsemi Möguleikhússins sl. vetur
með því að gera við það starfsamn-
ing til þriggja
ára og Mennta-
málaráðuneytið
gerði á sama
tíma samning
til eins árs. Minna mátti það ekki
vera. „Svona samningar gera
gæfumuninn fyrir okkur því þá er
loks hægt að skipuleggja starfið
lengra fram í tímann og ráða lista-
menn með lengri fyrirvara.“
Undanfarin ár hefur Möguleik-húsið leikið sýningar sínar
ríflega 200 sinnum að jafnaði og
þá fyrir um 20 þúsund áhorfendur
en flestar hafa sýningarnar orðið
315 og áhorfendafjöldinn 27 þús-
und.
Í vetur verða sjö sýningar á dag-
skránni og lögð er áhersla á fjöl-
breytt úrval verka fyrir börn og
unglinga að sögn Bjarna Ingvars-
sonar.
„Æfingar standa nú yfir á Land-
inu vifra, en það er leiksýning
byggð á barnaljóðum Þórarins
Eldjárns. Úr þessu hefur leikstjór-
inn Ágústa Skúladóttir, ásamt leik-
hópnum, gert mjög skemmtilegt
og sérstætt verk sem segir frá
ferðalagi íbúa landsins sem sagt er
frá titilljóðinu. Tónlistin er eftir
Atla Heimi Sveinsson, útsetningar
eftir Guðna Franzson og Katrín
Þorvaldsdóttir sér um búninga og
leikmynd ásamt Bjarna Ingv-
arssyni. Leikarar eru Aino Freyja
Järvelä, Alda Arnardóttir og Pétur
Eggerz. Æft verður fram í síðari
hluta september en æfingum síðan
fram haldið eftir áramót og frum-
sýnt í lok janúar.“
Áður en að þessu kemur heldur
Möguleikhúsið uppi hefðinni í
starfi sínu með frumsýningu á jóla-
leikritinu Smiður jólasveinanna
eftir Pétur Eggerz, sem síðast var
á dagskrá Möguleikhússins fyrir
níu árum og naut mikilla vinsælda
og var á dagskránni í fjögur ár.
Jólaleikrit hafa alltaf verið mik-
ilvægur þáttur í starfseminni og er
greinilega ekkert lát á því.
Leikstjóri sýningarinnar er Pét-
ur Eggerz og tónlist er eftir Ingva
Þór Kormáksson. Leikarar eru
Bjarni Ingvarsson, Aino Freyja
Järvelä, Alda Arnardóttir og Pétur
Eggerz.
Auk þessara nýju sýninga verðateknar upp að nýju sýningar á
fimm verkum frá fyrra leikári, en
það eru Hattur og Fattur og Sigga
sjoppuræningi eftir Ólaf Hauk
Símonarson,Völuspá eftir Þórarin
Eldjárn, Tónleikur eftir Stefán
Örn Arnarson og Pétur Eggerz,
Heiðarsnælda eftir leikhópinn og
Tveir menn og kassi eftir Torkild
Lindebjerg, en sú sýning var til-
nefnd til Grímunnar, íslensku leik-
listarverðlaunanna, sem barnasýn-
ing ársins 2004.
Bjarni segir að árangur starfsins
í þessi 15 ár sé margvíslegur en þó
sé skemmtilegast hvað nýir áhorf-
endur bætist sífellt við og þeir
eldri séu jafnvel farnir að koma
aftur. „Um daginn kom á sýningu
til okkar kona sem hafði séð sýn-
ingar hjá okkur þegar hún var í
leikskóla. Hún var núna mætt á
sýningu með litla dóttur sína.“
Að sögn Bjarna hafa orðið
nokkrar breytingar á sýningahald-
inu í gegnum árin. „Við sýndum
meira fyrir leikskólabörn fyrstu
árin. Þetta er orðið jafnara á milli
leikskóla og grunnskóla. Skólarnir
eru mjög jákvæðir fyrir okkar
starfi og þeir sem eru í forsvari
fyrir foreldrafélögin í grunnskól-
unum og leikskólunum eru í góðu
samstarfi við okkur. Það skiptir
mjög miklu máli að samskiptin við
þessa aðila séu traust því nálægðin
er mikil.“
Loks má nefna að Möguleik-húsið tekur þátt í íslensku
menningarkynningunni í París sem
nefnist Islande – de glace & de feu
eða Ísland – ís og eldur, og stendur
frá 27. sept. – 10. október.
Þar verður Möguleikhúsið með
sýningu þann 6. október á Völuspá
eftir Þórarin Eldjárn, í leikstjórn
Peter Holst. Sýnt verður í Maison
des Cultures du Monde. Völuspá er
ein rómaðasta og vinsælasta sýn-
ing Möguleikhússins frá upphafi
og hefur verið sýnd víða, bæði hér
heima og erlendis, við frábærar
undirtektir. Völuspá var frumsýnd
árið 2000 á Listahátíð í Reykjavík
og hlaut Grímuna árið 2003 sem
besta barnaleiksýningin. Sýningar
eru orðnar ríflega 160. Það er því
óhætt að binda vonir við samstarf
leikhússins við Þórarin Eldjárn
með nýju sýninguna sem boðuð er
í vetur.
Barnaleikhús í 15 ár
Pétur Eggerz, Aino Freyja Järvelä og Alda Arnardóttir í Landinu vifra, nýju
barnaleikriti Þórarins Eldjárns sem frumsýnt verður í janúar.
’Eiga leikhúsið ogreka það hallalaust og
veita að öllum jafnaði
fjórum til átta lista-
mönnum vinnu.‘
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
havar@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
HANDAVINNUNÁMSKEIÐ
í Kópavogi og Selfossi
Boðið er upp á kennslu í silkiborðssaumi (1-2 og 3),
hvítsaumi, upphleyptum ullarsaumi, herpisaumi,
„kunstbroderi“, svartsaumi, þrívíddarsaumi,
harðangri og annarri almennri handavinnu.
Innritun og upplýsingar hjá Jóhönnu Snorradóttur
í síma 554 1774 eða 697 8030.
Listagallery Ingu.
Inga Holdø
Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
Hræðilega fyndið, rokkað og flugbeitt:
ELDAÐ MEÐ ELVIS
eftir Lee Hall
• Föstud. 1/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
• Laugard. 2/10 kl. 20
Sýningin hlaut tilnefningu sem vinsælasta leiksýningin á
Grímunni 2004. Aðeins nokkrar aukasýningar í haust.
Tryggið ykkur miða!
Frumsýnt á morgun:
HINN ÚTVALDI
eftir Gunnar Helgason
• Miðvikud. 15/9 kl. 18 UPPSELT forsýning
• Fimmtud. 16/9 kl. 19 ÖRFÁ SÆTI frumsýning
• Sunnud. 19/9 kl. 14 LAUS SÆTI
• Sunnud. 26/9 kl. 14
552 3000
☎
552 3000
☎
Jón Nordal ::: Gríma
John Adams ::: Fiðlukonsert
Robert Schumann ::: Sinfónía nr. 1 í B-dúr,
op. 38 „Vorsinfónían“
HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 16. SEPTEMBER KL. 19.30Gul #1
Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba
Einleikari ::: Leila Josefowicz
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Í flokki fremstu
einleikara heims
Þrátt fyrir að Leila Josefowicz sé aðeins 26 ára gömul er hún á góðri
leið með að leggja heiminn að fótum sér í krafti glæsilegrar spila-
mennsku og spennandi verkefnavals. Hún er æ oftar nefnd í sömu
andrá og fremstu fiðluleikarar heims og hefur leikið með þekktustu
hljómsveitum heims. Nú er komið að Sinfóníuhljómsveit Íslands.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
1. flokki 1989 – 56. útdráttur
1. flokki 1990 – 53. útdráttur
2. flokki 1990 – 52. útdráttur
2. flokki 1991 – 50. útdráttur
3. flokki 1992 – 45. útdráttur
2. flokki 1993 – 41. útdráttur
2. flokki 1994 – 38. útdráttur
3. flokki 1994 – 37. útdráttur
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. nóvember 2004.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu.
Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu
flokkunum birt hér í blaðinu í dag.
Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna
á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800