Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 255. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Heimsmeistari í fuglamerkingum Óskar J. Sigurðsson vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 20 Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Rassinn í buxunum L50776 Hjálparstarf í kapphlaupi við tímann L50776 Rit- höfundurinn Boris Akúnin L50776 Gunnlaugur Egilsson ballettdansari Atvinna | Leitað að fólki með hugbúnaðarþekkingu L50776 Styrkir til náms og rannsókna 5690900 000900 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 LÖGFRÆÐINGAR bandaríska varnarmálaráðu- neytisins komust að þeirri niðurstöðu á sjöunda áratugnum að það jafngilti broti á varnarsamningi Bandaríkjanna og Íslands að kalla orrustu- þoturnar í Keflavík heim án samþykkis íslenskra stjórnvalda. Þetta kom fram í fyrirlestri Vals Ingi- mundarsonar sagnfræðings á ráðstefnu um mál- efni smáríkja í Norræna húsinu í gærmorgun. ?Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur hafnað grundvallaratriðinu í túlkun íslenskra stjórnvalda á varnarsamningnum, það er að ein- hliða burtkvaðning orrustuþotnanna jafngilti broti á varnarsamningnum,? sagði Valur. ?Bandarísk skjöl sýna hins vegar að lögfræðingar Pentagon höfðu þegar á sjöunda áratugnum komist að sömu niðurstöðu og íslensk stjórnvöld: að það myndi brjóta gegn nokkrum greinum hans ? einkum þeim, sem snúast um stærð og samsetn- ingu heraflans ? ef þoturnar yrðu kvaddar brott án samþykkis Íslendinga.? Valur vitnaði í skjalið þar sem segir: ?Komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að samþykki rík- isstjórnar Íslands væri nauðsynlegt áður en haf- ist yrði handa við að kalla heim orrustuflugvéla- sveitina ? Án samþykkis ríkisstjórnar Íslands gætu Bandaríkin ekki kallað orrustuflugvéla- sveitina heim án þess að brjóta gegn greinum III og IV í varnarsamningnum. Án slíks samþykkis myndu slíkar aðgerðir gefa íslenskum stjórnvöld- um tilefni til að ógilda samninginn.? Ísland utan við endurskoðun herafla Bandaríkjanna Fyrirlestur Vals nefnist ?Endalok ?öryggis- samfélags? Bandaríkjanna og Íslands?? Þar rek- ur hann þróun samskipta ríkjanna eftir lok kalda stríðsins og fjallar sérstaklega um viðræðurnar um varnarsamninginn og deiluna um orrustuþot- urnar. Valur segir í fyrirlestrinum að til þess að draga úr spennunni milli Íslands og Bandaríkjanna hafi stjórn George Bush forseta ákveðið að allsherj- arendurskoðun á herafla Bandaríkjanna næði ekki til Íslands eins og upphaflega hefði verið gert ráð fyrir. ?Því er það svo að á þessu stigi málsins mun samdráttur hermanna í Þýskalandi, Kóreu og Japan ekki hafa áhrif á Íslandi,? sagði Valur. ?Enn á ný er litið á Ísland sem sérstakt vandamál.? Eftirlitsvélarnar burt fyrir fullt og allt Í febrúar á þessu ári voru P-3 Orion-eftirlits- vélar varnarliðsins sendar á brott héðan. Í frétt- um þá kom fram að bandarísk stjórnvöld segðu að það fælist engin efnisleg breyting á varnar- samstarfinu í því að ákvörðun hefði verið tekin um að flytja kafbáta- og skipaeftirlitsvélar á veg- um varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli af landi brott. Í fyrirlestri sínum fjallaði Valur um Orion- vélarnar, sem hafa síðan á sjöunda áratugnum verið helsta herfræðilega ástæðan fyrir því að hafa varnarliðið í Keflavík, og sagði að í einka- samtölum segðu bandarískir embættismenn að þær hefðu verið sendar brott fyrir fullt og allt. Brot að kalla þoturnar burt án leyfis Íslendinga Lögfræðiálit Pentagon um varnarsamninginn frá sjöunda áratugnum L52159 Samband ríkjanna/6 Vinsæl höfnunarþjónusta Moskvu. AFP. HUGVITSSAMLEG símaþjón- usta, sem felst í því að hjálpa kon- um að losa sig við karlmenn sem þær kæra sig ekki um, nýtur nú mikilla vinsælda í Moskvu. ?Halló. Þetta er höfnunarþjón- usta Moskvu. Manneskjan sem lét þig hafa þetta símanúmer vill ekki tala við þig. Bless.? Þetta eru skilaboðin sem marg- ir Moskvubúar fá þegar þeir hringja í númerið sem konurnar láta þá hafa þegar þeir ganga eft- ir þeim með grasið í skónum. Að sögn rússneska dagblaðsins Gazeta hefur höfnunarþjónustan fengið yfir 100.000 hringingar á mánuði og að meðaltali um 20 á mínútu. Eru vinsældirnar slíkar að auglýsendur hafa tekið við sér og vilja nú margir fá að kaupa sér tíma fyrir auglýsingar í lok síma- skilaboðanna. Pavel Aladyshev, 27 ára plötu- snúður, stofnaði þjónustuna eftir að vinkonur hans kvörtuðu yfir ágengni daðurgjarnra karlmanna sem þrábáðu þær um símanúmer þeirra. Símsvari sér um að hafna vonbiðlunum NAFN neyt- endafrömuðarins Ralphs Naders verður á kjör- seðlum í Florida í forsetakosning- um í nóvember. Hæstiréttur í Florida felldi úr- skurð þessa efnis á föstudag. Ákvörðunin í Florida er álitin mik- ilvæg, enda var mjótt á mununum í Florida í síðustu forsetakosningum, eins og menn muna. Niðurstaðan í Florida skipti þá sköpum um hvor bæri sigur úr býtum, repúblikaninn George W. Bush eða demókratinn Al Gore, og fékk Bush aðeins 527 at- kvæðum meira en Gore skv. opinber- um tölum. Nader fékk 97.421 at- kvæði í Florida og því líklegt að Gore hefði sigrað í ríkinu ef Nader hefði ekki verið þar í framboði. Nafn Naders á kjörseðla í Florida Tallahassee. AFP. Ralph Nader AÐ minnsta kosti tuttugu Írakar biðu bana í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni Kirk- uk í gærmorgun og er þá tala fallinna í Írak komin yfir 400 í þessum mánuði. Sextán til viðbótar særðust, að því er haft var eftir Anwar Mohammed Amin, yfirmanni þjóð- varðliðsins í Kirkuk, en bækistöðvar þjóð- varðliðsins voru vettvangur tilræðisins. Ástandið í Írak hefur verið afar slæmt síðustu daga og vikur en breska blaðið The Daily Telegraph sagði einmitt frá því í gær að fyrir innrásina í Írak hefði Tony Blair, forsætisráðherra Breta, fengið send leyni- skjöl frá helstu ráðgjöfum sínum þar sem varað var við því að stjórnleysi tæki við ef Saddam Hussein væri steypt af stóli. M.a. lét Jack Straw, utanríkisráðherra Bret- lands, í ljós þessar skoðanir í bréfi til Blairs í mars 2002. Sagði Straw að enginn hefði fært sannfærandi rök fyrir því að sú stjórn sem við tæki yrði endilega betri en stjórn Saddams. ?Írak hefur enga lýðræðishefð,? benti Straw á. Þá mun Sir David Manning, ráðgjafi Blairs, hafa sent Blair skýrslu í mars 2002, eftir að hann hafði átt fundi í Washington, þar sem hann sagði að margt benti til að ráðamenn vestra vanmætu þá erfiðleika sem kynnu að fylgja innrás í Írak. Hóta að drepa gíslana Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gærmorgun myndband frá samtök- um uppreisnarleiðtogans Abu Mussabs al- Zarqawis en þar má sjá tvo Bandaríkja- menn og einn Breta sem samtökin rændu í Bagdad á fimmtudag og halda nú í gíslingu. Myndbandinu fylgdi hótun þess efnis að mennirnir yrðu drepnir ef ekki yrði búið að gefa frelsi öllum kvenkyns föngum í Írak innan tveggja sólarhringa. Tuttugu biðu bana í Kirkuk Tony Blair var varaður við stjórnleysi í Írak Kirkuk, London, Doha. AP, AFP. AP Íbúar í Fallujah skoða afleiðingar loft- árása Bandaríkjahers í fyrrinótt. VIÐ Litlu kaffistofuna á Hellisheiði er nú hægt að fá sér far með hundakerru sem dregin er af níu græn- lenskum sleðahundum. Yfirleitt draga hundarnir sleða á snjó en Berglind Erlendsdóttir Pedersen hjá Dog steam tours segir að vagnadrátturinn sé til- raun, þar sem enginn snjór sé enn á heiðum verði látið reyna á hvort markaður sé fyrir vagnaferðum. Hundarnir léku nýlega í tónlistarmyndbandi með Björk og brá fyrir í bandarísku bíómyndinni Tomb Raider sem að hluta til var kvikmynduð hér á landi. Morgunblaðið/Árni Torfason Vagnahundar á Hellisheiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.