Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 10
10 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Það var sumarið 1984 aðLárus Jónsson tók þáákvörðun að láta til síntaka á nýjum starfsvett-vangi; hann hætti í stjórn-
málum og settist í bankastjórastól.
„Við stjórnarmyndunina 1983 átt-
um við sjálfstæðismenn tvo kosti; að
fá fjóra ráðherra auk forsætisráð-
herrans, eða sex ráðherra og eftir-
láta Framsókn forsætisráðherra-
stólinn. Síðari kosturinn varð ofan á.
Formaðurinn gerði þá ekki tillög-
ur um menn til ráðherraembætta,
heldur kaus þingflokkurinn ráð-
herra, og það var mikil spenna í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins vegna
þessa máls. Þeir voru margir, sem
gengu með ráðherra í maganum.
Mér fannst afskaplega leiðinlega að
málinu staðið. Um líkt leyti losnaði
bankastjórastaða við Búnaðarbank-
ann og ég sóttist eftir henni.“
– Fórstu í ráðherrafýlu?
„Nei. Ég hafði vissulega hug á því
að verða ráðherra á þeim tíma, en af
því varð ekki. Það er þó ekki ástæðan
fyrir útgöngu minni nema að hluta.
Mestu skipti, að mér fannst ég
standa á tímamótum í lífi mínu; ann-
aðhvort héldi ég þingmennskunni
áfram – ég var nokkuð öruggur með
þingsæti sem efsti maður flokksins í
Norðurlandskjördæmi eystra – eða
haslaði mér völl á nýjum starfsvett-
vangi.
Það síðarnefnda varð ofan á.“
– En þú fórst ekki í Búnaðarbank-
ann.
„Nei. Stefán Valgeirsson, sem þá
var formaður bankaráðsins, lagðist
gegn því.
Síðan gerðist það, að Jónas Rafnar
ákvað að hætta sem bankastjóri í Út-
vegsbankanum og síðan Ármann
Jakobsson líka og þangað var ég ráð-
inn ásamt Ólafi Helgasyni sumarið
1984. Halldór Guðbjarnarson var þar
fyrir frá árinu 1983.“
Grafarþögn um sýknudóm
Þegar Lárus setzt í bankastjóra-
stólinn er að verða verulegur sam-
dráttur í atvinnulífinu. Á borðum
bankastjóranna eru málin mörg. Eitt
þeirra var viðskipti skipafélagsins
Hafskips við Útvegsbankann. Þótt
þar blési í móti óraði engan fyrir því
fárviðri, sem brast á árið 1985.
En áður en til þeirrar sögu er
gengið er rétt að Lárus útskýri af
hverju hann kýs að rjúfa nú fjórtán
ára þögn með skýrslunni um Útvegs-
bankaþátt Hafskipsmálsins.
„Ég hef lengi beðið þess að ein-
hver málsmetandi lögfræðingur,
sagnfræðingur eða einhver annar
kunnáttumaður skrifaði eitthvað um
þennan einstæða málarekstur og þá
hroðalegu málsmeðferð sem við
bankastjórar Útvegsbankans sætt-
um.
Í sýknudómi Sakadóms Reykja-
víkur 5. júlí 1990 segir m.a., að það sé
mat dómsins að aðgerðir þeirra sem
ákærðir eru í máli þessu hafi verið
björgunaraðgerðir, sem voru ekki
síður í þágu bankans en félagsins.
Þegar þessi dómur féll höfðum við
björgunarmennirnir mátt þola ótrú-
legar ofsóknir í nærri sex ár og raun-
verulega verið reknir úr vel launuð-
um störfum, bankaráðsmenn Út-
vegsbankans niðurlægðir og við allir
stjórnendur bankans gerðir að eins
konar utangarðsmönnum í íslenzku
þjóðfélagi.
Allan þann tíma máttu fjölskyldur
okkar þola miklar andlegar þjáning-
ar og auðvitað urðum við fyrir stór-
felldu fjárhagslegu tjóni. Það var
sem sagt barið á okkur af ótrúlegri
hörku og okkur refsað ótæpilega áð-
ur en við gátum borið hönd fyrir höf-
uð okkur.
Þegar þessi afdráttarlausi sýknu-
dómur var fallinn brá svo við að um
hann hefur ríkt nánast grafarþögn.
Um aðra þætti Hafskipsmálsins hef-
ur nokkrum sinnum verið fjallað op-
inberlega og að minnsta kosti ein bók
komið út.
En um Útvegsbankamálið hefur
ekkert verið fjallað. Og eru þar þó
næg atriði, sem gaman væri að sjá
lögspekinga taka á; eins og einstæð
rannsóknanefnd Alþingis og afar
slæm vinnubrögð ákæruvaldsins.
Því miður hefur ekkert orðið af
þessu og því hef ég tekið saman
þessa skýrslu um málið til þess að
staðreyndir þess liggi fyrir á einum
stað.“
Innviðirnir brotnuðu
Lárus segir, að með forsíðugrein
Helgarpóstsins 6. júní 1985; Er Haf-
skip að sökkva? hafi verið sleginn sá
tónn í þjóðfélaginu sem síðar varð að
sinfóníu í mörgum þáttum og með
ýmsum tilbrigðum og stjórnarand-
stæðingar á Alþingi gerðu nánast að
pólitískum ofsóknum. Málflutningur
þeirra beindist að því að koma höggi
á Sjálfstæðisflokkinn og Albert Guð-
mundsson, sem þá var iðnaðarráð-
herra, en auk þess stjórnarformaður
bæði í Hafskip og Útvegsbankanum,
en um leið var grafið undan trausti
Útvegsbankans og Hafskips.
Umræðan magnaðist og fór um
þjóðfélagið eins og eldur í sinu og um
leið snerust hjólin hjá Hafskip með
vaxandi hraða til hins verra. Stjórn-
endur Útvegsbankans og Hafskips
gerðu tilraunir til þess að selja félag-
ið í fullum rekstri.
Það slitnaði upp úr viðræðum við
Eimskip og Lárus segir, að þegar
skipadeild Sambandsins gekk líka
frá borði hafi verið útséð um að af
sölu yrði. Sjötta desember 1985 var
Hafskip tekið til gjaldþrotaskipta.
Þungir dómar féllu í garð stjórn-
enda Útvegsbankans innan þings
sem utan. Lárus segir, að það hafi
verið engu líkara en innviðir þjóð-
félagsins hafi brotnað undan póli-
tískum ofsa, sleggjudómum, rógi og
illkvittni; þjóðfélagið logaði í sögu-
sögnum, inni á Alþingi felldi stjórn-
arandstaðan hvern stóradóminn á
fætur öðrum og á götunni létu flestir
fjölmiðlarnir dæluna ganga.
Á Alþingi hafi Ólafur Ragnar
Grímsson haft frumkvæði að því að
búa til ótrúlega ófreskju úr Haf-
skipsmálinu. Hann nefnir líka Svav-
ar Gestsson, Jón Baldvin Hannibals-
son og Jóhönnu Sigurðardóttur. Og
stóru orðin voru hvergi spöruð í um-
ræðum, sem hafi verið í hatrömmum,
persónulegum farvegi. Á móti hvöttu
Matthías Bjarnason, sem m.a. minnti
þingmenn á umræður um Geirfinns-
málið, og Ólafur Þórðarson þing-
menn til að setja sig ekki í dómaras-
tellingar.
Þær hvatningar féllu í grýttan
jarðveg hjá stjórnarandstöðunni.
Þar á bæ var rætt um milljarða-
martröð, og felldir ótvíræðir dómar
um brot stjórnenda Útvegsbankans,
sem hefðu ofan í kaupið ekki gripsvit
á meðferð peningamála!
Lárus segist lengi vel á eftir ekki
hafa treyst sér til þess að lesa frá
orði til orðs ræður sumra þingmanna
og fyrrverandi starfsfélaga sinna.
En þegar frá leið hafi hann komizt
lengra og lengra. „Og nú er ég búinn
að lesa þessar hundrað ræður til
enda. Í skýrslunni er vitnað í nokkr-
ar þeirra og þær eru allar birtar orð-
réttar í Alþingistíðindum.
Mér þætti forvitnilegt að vita,
hvað flytjendunum sjálfum finnst nú
um þessi ræðuhöld sín.“
Svo bætir hann við: „Ég hef ekki
séð neinn þessara manna fjalla um
sýknudóminn yfir okkur.“
– Finnst þér orðbragðið á Alþingi
hafa breytzt?
„Það sýnist mér varla. Alþingi er
pólitískur orrustuvöllur. En það á
ekki að vera vígvöllur. Það er ekkert
við því að segja, þótt menn grípi þar
til pólitískra skylminga, en þeir eiga
ekki að vega persónulega að mönn-
um.
Að því leytinu til hafa þeir of lítið
lært. Því miður, því ég held að virð-
ing Alþingis myndi aukast með þjóð-
inni, ef alþingismenn drægju réttar
ályktanir af því sem gerðist í Útvegs-
bankamálinu á sínum tíma.
Sömuleiðis mættu nú sumir blaða-
menn rifja upp fjölmiðlafárið, líta í
eigin barm og skoða gömul skrif í
ljósi staðreyndanna.“
Stjórnarandstaðan vildi fela sér-
stakri þingmannanefnd að rannsaka
Hafskipsmálið og ríkisstjórnin var
ekki á einu máli; Matthías Bjarnason
bankamálaráðherra vildi, að frum-
rannsókn málsins yrði lögum sam-
kvæmt í höndum skiptaréttar
Reykjavíkur, en framsóknarmenn
töldu óhjákvæmilegt að setja sér-
staka rannsóknarnefnd á fót. Alþingi
setti lög um skipan þriggja manna
nefndar, sem átti að kanna, hvort um
óeðlilega viðskiptahætti hefði verið
að ræða í samskiptum Útvegsbank-
ans og Hafskips. Hæstiréttur til-
nefndi menn í nefndina; formaður
var Jón Þorsteinsson hæstarréttar-
lögmaður og fyrrverandi alþingis-
maður, og með honum þeir Brynj-
ólfur Sigurðsson, dósent, og
Sigurður Tómasson, löggiltur endur-
skoðandi.
Skýrsla nefndarinnar kom út 12.
nóvember 1986 og taldi nefndin eng-
um vafa undirorpið, að bankastjórar
Útvegsbankans bæru meginábyrgð
á áföllum bankans vegna gjaldþrots
Hafskips. Áður höfðu borgarfóget-
arnir Markús Sigurbjörnsson og
Ragnar Hall sent skýrslu til ríkis-
saksóknara, Þórðar Björnssonar,
sem sendi málið til rannsóknarlög-
reglunnar, þar sem óhjákvæmilegt
væri að hefjast handa um opinbera
rannsókn málsins.
Skýrsla sérfræðinganefndarinnar
hellti nýrri olíu á eldinn innan þings
og utan. Lárus segir, að erfitt hafi
verið fyrir stjórnendur Útvegsbank-
ans að fá vinnufrið fyrir hamagang-
inum í kringum bankann og Hafskip.
Stjórnendur Útvegsbankans sendu
frá sér athugasemdir við skýrslu sér-
fræðinganefndarinnar, en Lárus
segir það hafa valdið miklum von-
brigðum, að nefndin lét þá ekki njóta
andmælaréttar við skýrslunni. Saka-
dómur hafi þó tekið af allan vafa um
ágæti þessarar skýrslu, því hann
gerði ekkert með hana frekar en hún
væri ekki til; vék ekki að henni einu
orði í forsendum sýknudóms síns.
Mannorðið tekið og vinnan
Lárus segist hafa verið orðinn
nokkuð sjóaður, þegar þarna var
komið sögu, en segist enn muna,
hversu óskaplega honum brá, þegar
hann heyrði köll blaðasala, sem voru
að selja Helgarpóstinn á Lækjar-
torgi 9. apríl 1987; Bankastjórar Út-
vegsbankans ákærðir!
„Ég var algjörlega dolfallinn yfir
þessu. Ákæran hafði ekki verið birt
okkur, en þetta var raunar dæmigert
um ástandið. Það var alveg óskaplegt
sjokk að fá þessa ákæru yfir sig og
fyrir hvorki meira né minna en stór-
fellda vanrækslu og hirðuleysi.
Okkur fannst einnig illa brotið á
okkur með því að myndir voru birtar
af okkur sem ákærðum mönnum á
forsíðu blaðsins. Það er umhugsun-
arvert, að enginn hefur gert athuga-
semdir við þessar aðfarir Helgar-
póstsins.“
Ákæruvaldið er, þegar hér er
komið, í höndum Hallvarðs Ein-
varðssonar.
Lárus segir, að bankastjórnin hafi
sent Hallvarði Einvarðssyni bréf,
þar sem fram kom að frá ágúst ’84 til
desember ’85 hafi bankinn ekki aukið
bein lán til Hafskips, heldur einungis
lánað félaginu um 80 milljónir króna
Lárus Jónsson í samtali um skýrslu hans um Útvegsbankaþátt Hafskipsmálsins, þar sem hann m.a. beinir spjótum sínum að ákæruvaldinu,
Ég þurfti oft að stappa
Hafskipsmálið setti Ísland á annan endann 1985
og á árunum þar á eftir. Í kjölfar gjaldþrots Haf-
skips voru stjórnendur Útvegsbankans tvívegis
ákærðir fyrir vanrækslu og hirðuleysi í starfi, en á
endanum sýknaðir. Lárus Jónsson var einn þeirra.
Hann hefur sett saman skýrslu um Útvegsbanka-
þáttinn og hann ræddi við Freystein Jóhannsson
um málið og þær hremmingar, sem hann og fjöl-
skylda hans gengu í gegnum af þess völdum.
Morgunblaðið/Þorkell
Lárus Jónsson og Guðrún Jónsdóttir.