Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 18
18 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
V
erla Bunnell er með þykkt, hunangs-
gult hár. Það fellur í bylgjum eftir
bakinu og nær niður á mitti. Einu
sinni glansaði það. Nú er það gullið
frá gagnaugum. Það eru nokkrir
mánuðir síðan Verla hafði efni á að
lita dökka rótina.
Þessi 33 ára kona var nýorðin ólétt
þegar hún fékk skilaboðin: Verk-
smiðjunni verður lokað. Flutt úr
landi. Til Mexíkó.
Hátt í þúsund starfsmenn misstu vinnuna, og kjölfestuna. Í
yfir hundrað ár hafði Mirro verið drifkrafturinn í Manitowoc,
iðnaðarborg við Michiganvatn í Miðvesturríkjunum. Margar
kynslóðir höfðu unnið við að búa til potta og ker fyrir Mirro. Í
seinni heimsstyrjöldinni framleiddi Mirro hluti í skriðdreka og
kafbáta og síðar steyptar pönnur sem urðu draumur allra hús-
mæðra á sjötta áratugnum.
Mirro færðist nær nútímanum og víkkaði út starfsemina.
Pottarnir voru gæðavara. Á tíunda áratugnum snarminnkaði
salan. Markaðurinn yfirfylltist af ódýru stáli frá Kína. Stærsta
verslanakeðja í Bandaríkjunum, Wal-Mart, krafðist þess að
Mirro lækkaði verðið ef eldhúsáhöldin þeirra ættu áfram að
vera fáanleg í verslununum.
Starfsmennirnir þúsund í Manitowoc voru of dýrir. Í Mexíkó
var vinnuafl mörgum sinnum ódýrara.
Lokunin var bara sú síðasta af mörgum í Wisconsin, þar sem
verksmiðjustörfum hefur fækkað um 80.000 á þremur árum.
Fylkið er viðkvæmt því fimmta hvert starf er innan iðnaðar. Í
Manitowoc vann þriðjungur íbúanna í verksmiðju.
– Þetta er einræði, segir Di Ann Fechter. – Alræðisvald yfir
verði. Harðstjórinn heitir Wal-Mart. Hún hreytir orðunum út
um eldrauðar varir. Di Ann er talsmaður verkalýðsfélagsins á
svæðinu, AFL-CIO, bandaríska ASÍ. Hárið er eins og á Tinu
Turner á níunda áratugnum, stutt við eyrun og sítt að aftan.
– Þetta er líka Bandaríkjamönnum sjálfum að kenna, við-
urkennir hún. – Við veljum alltaf það ódýrasta, án þess að hugsa
um hvar vörurnar eru framleiddar. Fólk ætti að hópast í Wal-
Mart og hvetja viðskiptavinina til að kaupa bandaríska fram-
leiðslu.
Di Ann dregur sígarettu upp úr innanávasanum á Harley
Davidson jakkanum. Hendur með hring á hverjum fingri
kveikja í. Neglurnar beyglast um kveikjarann.
– Þessi borg er að hruni komin. Allir þekkja einhvern sem
hefur misst vinnuna undanfarið ár. Í sumum hverfum hafa heilu
göturnar misst vinnuna. Eftir tíu ár verður þetta draugaborg –
ef ekkert gerist.
Vonin um að eitthvað gerist heitir John Kerry. Helstu verka-
lýðsfélögin hafa hvatt félagana til að kjósa demókratana. Áætl-
un Kerrys gengur út á að lækka skatta á fyrirtæki í Bandaríkj-
unum og hækka skatta á hagnað sem myndast í útlöndum –
þannig að verksmiðjurnar haldi sig heima.
– Ef Bush heldur áfram, verða engin verkalýðsfélög til eftir
fjögur ár, segir Di Ann. – Öll lög sem samþykkt hafa verið í hans
tíð, snúast um að taka völdin frá launþegum og afhenda þau at-
vinnurekendum. Flutningar úr landi, fríverslunarsamningar,
innflutningur á ódýru vinnuafli og atvinnuleysistölurnar, allt
grefur þetta undan verkalýðsfélögum. Þetta ástand leiðir til
þess að fólk gerir sér að góðu störf án heilsutryggingar og fé-
lagslegra réttinda. Þeir sem áður unnu hjá Mirro og hafa fundið
sér nýja vinnu hafa lækkað í launum, sumir um meira en helm-
ing. Ég hitti konu í gær sem keyrði gaffaltrukk hjá Mirro fyrir
14 dollara á tímann, nú situr hún við kassann í Wal-Mart fyrir 6!
Di Ann tekur langan smók af Misty Ultra Light. Hún er með
Kerry-dreifimiða undir hendinni til að setja í póstkassana í ná-
grenninu. Það skellur í háhæluðum, svörtum stígvélum þegar
hún gengur út að Chevrolet Monte Carlo. Númeraplötunni hef-
ur verið skipt út fyrir einkanúmerið: U rock.
– Rock on! kallar hún áður en Chevroletinn æðir út á hrað-
brautina.
Í Bandaríkjunum hefur alltaf verið hreyfing á hlutunum.
Fólk flytur þangað sem atvinnu er að fá. En til þess að koma sér
fyrir á nýjum stað, þarf maður að rífa sig upp frá öðrum og selja,
og það eru engir kaupendur að þúsund húsum í Manitowoc. At-
vinnuleysið er yfir tíu prósent. Tölurnar sýna ekki allan sann-
leikann, því í Bandaríkjunum eru bara skráðir atvinnulausir
þeir sem eiga rétt á bótum, yfirleitt í sex mánuði. Ef maður finn-
ur ekki nýtt starf, dettur maður út af skrám. Ef maður hefur
aldrei haft fasta vinnu, er maður ekki skráður.
Það rignir eins og hellt sé úr fötu á hafnarbakkanum í Man-
itowoc. Einu sinni voru smíðaðir kranar hér. Nú er kraninn sem
glittir í út um gluggana á ráðhúsinu, bara minning. Bak við gler-
ið situr maður og beygir sig yfir atvinnuleysistölurnar. – Fólk
notar minna fé, búðir eru lagðar niður, borgin fær minni skatt-
tekjur. Draugurinn heitir fríverslun, segir borgarstjórinn Kevin
Crawford. – Dyrnar út fyrir landsteinana eru opnar upp á gátt.
Framleiðslan flyst til landa sem taka ekki sömu félags- og um-
hverfislegu ábyrgð og við. Lögin eru þannig að það „borgar sig“
frekar að flytja inn en flytja út. Þeir sem flytja starfsemina úr
landi, geta meira að segja dregið flutningskostnaðinn frá skatti
áður en þeir loka!
Borgarstjórinn horfir uppgefinn út í grámann. Eins og verka-
lýðsfélögin horfir hann til Kerry. – Við viljum ekki frjáls við-
Húsnæði Mirro í Manitowoc stendur nú autt. Framleiðslan hefur verið flutt til Mexíkó.
Mike Cudahy og kona hans Debbie. Hann hafði starfað sem kranamaður hjá Mirro í 31 ár þegar
verksmiðjunni var lokað og var einn af hátt í þúsund starfsmönnum sem misstu vinnuna.
Verla Bunnell með yngstu dótturina Cheyanne. Hún
er atvinnulaus eftir að Mirro var lokað.
En Harleyinn
minn færðu aldrei!
Ellefu milljónir starfa
hafa horfið á þremur
árum. Verkalýðs-
félögin hafa aldrei ver-
ið veikari og réttindi
starfsmanna eru hverf-
andi. Verksmiðjur
flytja úr landi og ný
störf sem skapast eru
yfirleitt tímabundin
og illa launuð.
Manitowoc, Wisconsin.
Norski blaðamaðurinn Åsne Seierstad og ljósmyndarinn Paal Audestad halda áfram ferð sinni um Bandaríkin. Í annarri grein af átta
fjallar Seierstad, sem vakti athygli fyrir bækurnar Bóksalinn í Kabúl og 101 dagur í Bagdad, um veika stöðu verkafólks í Bandaríkjunum.
Ljósmynd/Paal Audestad
Woody og Verla Bunnell þeysa um á Harley Davidson-mótorhjólinu. Af og til gera þau sér daga-
mun og láta eldri börnin um að passa þau yngri.