Morgunblaðið - 19.09.2004, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 19
skipti heldur sanngjörn viðskipti!
Verla Bunnell var tölustafur í tölfræðinni. Nú er hún dottin
út. Eftir að hafa úðað mynstri á pönnur í tíu ár, fékk hún bætur í
eitt ár, 329 dollara á viku sem móðir ungra barna. Hún er byrjuð
að selja hluta af eigunum. – Og svo lokum við gluggunum eða
förum í aukapeysu í staðinn fyrir að hækka hitann.
Maðurinn missti vinnuna rétt á undan henni. Nú er Woody
kominn með vinnu sem bílstjóri í afleysingum, en launin eru
helmingur þess sem hann fékk áður og verkefnin eru stopul.
Parið á fjögur börn, yngst er ungbarnið Cheyanne. – Ég fékk
barnaföt hjá fjölskyldu og vinum. Föt á hin kaupi ég á bílskúrs-
sölum.
Verla klippir út afsláttarmiða úr dagblöðum og auglýsingum.
– Svo bíð ég þar til eitthvað er á tilboði. Kornfleks kostar til
dæmis 2 dollara og 60 pens. Á tilboði get ég fengið tvo pakka á 4
dollara. Ef ég á líka kornfleks-afsláttarmiða sem lækkar verðið
um 1 dollara, fæ ég tvo pakka á 3 dollara...
Unga móðirin á fulla eldhússkúffu af afsláttarmiðum: „Sparið
1$ á tómatsósu“ eða „50 pens þegar þú kaupir Pepsi“. Verla
verslar oftast í Wal-Mart, af því þar er ódýrast, og hugsar ekki
um að matvörurisinn átti þátt í að taka vinnuna frá henni. – En
ég fékk smá sting í hjartað þegar ég sá nýju Mirro-pönnurnar –
„Framleitt í Mexíkó“.
Í gufufylltu eldhúsi stendur
Mike Cudahy yfir pottasetti frá
Mirro. Edikkeimur gýs upp þegar
hann opnar dyrnar. Á eldavélinni
kraumar brúnleitur vökvi.
– Ég kaupi agúrkur á tilboði.
Sting þeim ofan í kalt vatn. Hakka
lauk, dill, hvítlauk, chili, sýð edik,
hendi hálfum bolla af salti út í – og
eftir viku á ég pickles, segir hann
og býður upp á sérréttinn sinn –
sultað rósakál.
Mike hafði unnið sem krana-
maður hjá Mirro í 31 ár þegar hann fékk að vita að því væri lok-
ið. – Ég vann þarna frá 12. júní 1972 til 27. júní 2003, segir hann
og þurrkar fingurna á „Detroit Lions“ skyrtunni sinni.
– Ég grét bara. Hélt að lífið væri búið. Bráðum fimmtugur og
sá enga framtíð. Nú kalla ég þetta þriggjadagaþunglyndið mitt.
Eftir þrjá daga stóð ég upp úr rúminu, sagði bless við „lalaland“
og skráði mig atvinnulausan.
Mike var heppinn og komst inn á námskeið fyrir starfsfólk í
heilsugeiranum. – Þar verða alltaf störf, jafnvel fyrir gamlingja
eins og mig. Ég, sem aldrei hafði lesið bók spjaldanna á milli,
þurfti að setjast niður og læra!
Mike er sestur í sófann með konunni sinni Debbie. Stofan er
ótrúlegt samansafn af glingri. Á hillu yfir sjónvarpinu liggur
postulínsrádýr, sefstrá í vasa, nokkrar glerliljur, tvö lítil gler-
verk, sofandi engill, gullengill, bómullarengill, bandaríski fán-
inn, gæsarungar frá í vor, dvergur með skegg, þurrkuð grein,
lítill köttur, kerti af öllum stærðum og gerðum, rósahnappar,
ljósmyndir í smellurömmum, máluð karfa, gömul dós, blúndu-
dúkur og klukka úr gervigulli. Í glugganum með gardínukappa
fyrir hangir veifa með George Bush, pottaplöntur í gluggakist-
unni og enn einn þjóðfáninn.
– Við erum repúblíkanar og höfum alltaf verið það. Við skipt-
um nú ekki um pólitíska sannfæringu bara af því að ég er orðinn
atvinnulaus!
Segir Mike og býður upp á chilisultað rósakál.
Debbie vinnur líka í verksmiðju. – Ennþá, andvarpar hún. –
Sem betur fer vorum við búin að borga húsið og bílinn. Við höld-
um í við okkur í mat, kaupum á tilboði, erum búin að segja upp
kapalsjónvarpinu og förum aldrei út að borða.
Örsjaldan fer parið í hverfis-
keilusalinn „Fantasy“.
– Ég upplifi lífið öðruvísi, segir
Mike kvöld eitt á milli keilukasta.
Hann tekur sopa af Budweisern-
um og þéttingsfast utan um kon-
una. – Ég hef gert mér grein fyrir
að þetta tekur allt enda.
Verla fer í leðurjakkann. Hún á
stefnumót við manninn sinn á
hjólinu. Af og til yfirgefa þau allt,
láta stóru börnin passa þau litlu.
Hún er búin að laga kvöldmatinn.
Makkarónur og ost og saft með
sem keypt var á tilboði með af-
sláttarmiða.
Woody er safnari eins og Mike
Cudahy. Hann safnar öllu sem
tengist James Dean. Myndum.
Glösum. Dúkkum. – Fæddur upp-
reisnarmaður. Eins og ég. En
hann lifði of hratt, segir Woody um „hetjuna“ í yfirfullum hill-
unum. Jakkinn er með Harley-merkjum sem hefðu glatt Di
Ann, verkalýðsfélagskonuna með rauðu neglurnar. En henni
hefðu gramist pólitískar skoðanir parsins. Bush aftur. – Frelsi
er mikilvægast! Live to ride, ride to live! smjattar Woody. Hann
er á móti ríkisvaldi og á móti sköttum.
– Þau verða ekki fátæk á einni nóttu, sagði Di Ann um þau
sem eru nýorðin atvinnulaus í Manitowoc. – Fyrst fá þau svolitl-
ar bætur, svo nota þau allan sparnaðinn, svo selja þau eigur, svo
fá þau lánað, svo verða þau að selja meira, svo fá þau ekki lán,
svo geta þau ekki borgað, svo þurfa þau að biðja um matarmiða,
svo ölmusu, svo fer húsið.
Renna upp. Sólgleraugun á. Hanskarnir. Hún tekur utan um
mittið á manninum. Vélin drynur. Hjólið mjakast út innkeyrsl-
una. Hunangsgulur makki sveiflast, hann brennur í sólinni sem
er að setjast. Verla hverfur eins og eldspúandi dreki.
Ekkert aflagar hárið á höfðinu.
– Í Wisconsin þarf maður ekki að nota hjálm, útskýrði Verla
áður en hún þaut af stað.
– Wisconsin, sagði maðurinn, – er ríki frelsis. Enginn krefst
þess að við lokum lífið úti þegar við keyrum. Ég elska hljóðið í
vindinum í eyrunum!
Í Wisconsin er maður frjáls. Alveg frjáls. Stendur einn.
Í fyrra lenti enn ein milljón Bandaríkjamanna undir fátækt-
armörkunum.
„Ef Bush heldur
áfram, verða engin
verkalýðsfélög til
eftir fjögur ár.“
(Di Ann)
„Við erum repúbl-
íkanar og höfum
alltaf verið það.
Við skiptum nú
ekki um pólitíska
sannfæringu bara
af því að ég er orð-
inn atvinnulaus!“
(Mike)
Í NÆSTU VIKU
verður Seierstad meðal baptista í Texas.