Morgunblaðið - 19.09.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 23
var heimsóttur í byrjun júní. Hann
sagðist hafa náð einni ágætri helgi í
janúar þegar hann merkti um 250
fugla. Síðustu viku síðasta árs, frá
jóladegi til gamlársdags, merkti
hann um 500 fugla á sjö dögum. „Ég
er nýbyrjaður að merkja snjótitt-
linga og sé eftir að hafa ekki byrjað á
því fyrir löngu,“ segir Óskar. „Um
tíma voru margir að merkja snjótitt-
linga víða um land. Það hefði verið
gaman að sjá hvort maður hefði ekki
fengið eitthvað merkt frá þeim. Það
er kostur við snjótittlingana, þegar
maður er orðinn svona gamall, að
þeir koma heim til manns.“
Óskar útbjó sér fuglagildrur úr
hænsnaneti sem hann veiðir snjótitt-
lingana í. Gildrurnar eru hugvits-
samlega gerðar, ekki ósvipaðar
krabbagildrum. „Ég var mörg ár að
hugsa þetta áður en ég smíðaði
gildru,“ segir Óskar. Hann er með
tvær til skiptanna. Óskar laðar
fuglana að gildrunum með fóðri.
„Ég er svo lúmskur að ég dreifi
hveitikorni fyrir utan, en maískorni
inni í gildrunni. Þeim þykir það betra
og fara í gildruna.“ Óskar hefur
merkt á þriðja hundrað snjótittlinga
á einum degi, þegar flestir hafa látið
tælast af maísnum. „Það er þægilegt
að geta farið inn með gildruna og
merkt fuglana þar. Sumir láta sér
ekki segjast og einn kom níu sinnum í
gildru á sama tímabili. Svo kemur
hláka og þá hverfa allir fuglarnir.
Með næsta snjó kemur nýr hópur.“
Óskar segir að því miður, fyrir
snjótittlingamerkingarnar, hafi varla
komið vetur í tvö ár og næstum eng-
inn snjór. Fuglarnir kunna þó vel að
meta fóðrið sem hann gefur þeim og
þegar blaðamenn höfðu viðdvöl á
Stórhöfða voru þar gæfar sólskríkjur
að gæða sér á maískorni, en gildr-
urnar voru ekki í notkun.
Í vetur sem leið náðist snjótitt-
lingur í Hollandi, sem Óskar merkti á
Stórhöfða í fyrrasumar sem unga.
Snjótittlingur merktur í Hollandi
hefur fundist hér á landi, svo þetta
voru kaup kaups. Óskar segir að
merktir snjótittlingar hafi einnig
fundist í Skotlandi. Óskari hefur
hlotnast ýmis heiður fyrir störf sín
við veðurathuganir, vitavöslu og ekki
síst ötult sjálfboðastarf í þágu fugla-
rannsókna. Hann var m.a. sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku Fálka-
orðu 17. júní 1997, kjörinn heið-
ursfélagi í Rotarýklúbbi Vest-
mannaeyja 1993–4 fyrir
fuglamerkingar og náttúruskoðun,
Bjargveiðimenn í Vestmannaeyjum
heiðruðu hann 1989 og Sjó-
mannadagsráð Vestmannaeyja
heiðraði hann 1986.
Gamlar slóðir í nýju ljósi
Í fyrrasumar fóru Óskar og Pálmi
sonur hans í siglingu kringum Stór-
höfðann og nokkrar suðureyjar Vest-
mannaeyja með þeim Ágústi Hall-
dórssyni húsasmíðameistara og
verslunarmanni og Sigurgeiri Jón-
assyni ljósmyndara. Þeir komu við í
Álsey, en Ágúst og Sigurgeir teljast
báðir til Álseyinga, veiðifélags sem
stundar lundaveiðar í Álsey og á þar
veiðihús. Ágúst þekkir Óskar ágæt-
lega í gegnum rollustúss og fleira. Í
spjalli við blaðamann dró Ágúst upp
meitlaða lýsingu af Óskari þegar
hann sagði: „Höfðinn er hans heim-
ur.“ Óskar hefur haft suðureyjarnar
og Höfðann fyrir augum alla sína
ævi, en kom margt á óvart í ferðinni.
„Ég hef ekki komið í Álsey fyrr en
í fyrra og aldrei í Suðurey, þótt hún
sé ekki nema í eins og hálfs kílómetra
fjarlægð héðan. Ég get þó stært mig
af því að hafa komið í Surtsey. Finn-
ur Guðmundsson fuglafræðingur átti
leið þangað fyrir 35 árum og ég fékk
að fara með. Við flugum í Surtsey.“
Í siglingunni í fyrrasumar var
skoðaður hver krókur og kimi Stór-
höfðans, meira að segja siglt í gegn-
um Höfðann á einum stað. Þeir skoð-
uðu hina litskrúðugu sjávarhella Fjós
og Litlu-Fjós, komu að Sölvaflá og
víðar.
„Það var siglt í ýmsar skvompur
og í gegnum Útsuðursnefið. Það hef
ég aldrei gert áður – og kominn tími
til,“ segir Óskar. „Það er alltaf að
koma betur og betur í ljós að Surtsey
er nákvæmlega eins uppbyggð og
Stórhöfði. Það hefur verið ríkjandi
austanátt þegar Stórhöfði myndaðist,
líkt og Surtsey. Hraun að aust-
anverðu og móberg að vestan. Gjósk-
an leitaði undan vindinum til vesturs
og varð að móbergi. Þegar fóru að
renna hraun runnu þau til austurs.“
Alltaf verið veðurhræddur
Stórhöfðaviti stendur í 120 metra
hæð yfir sjó og á það eflaust sinn þátt
í að þar vill verða næðingssamara en
á flestum öðrum byggðum bólum.
Óskar var feginn blíðunni sem gældi
við menn og málleysingja þegar
blaðamenn ónáðuðu hann í júníbyrj-
un. Þá var nýkomið hægviðri eftir
linnulausan átta vindstiga beljanda
sem stóð í viku. En hvernig skyldi
vera að búa þarna á Höfðanum þar
sem mælast sterkari vindar og lang-
stæðari en víðast hvar annars staðar?
„Ég hef alltaf verið veðurhræddur
– verð að flokka það svo. Ég sef illa
og hef varann á mér þegar vond eru
veður. Þá er líka komið yfir 40 metra
á sekúndu og má lítið út af bera. Það
er spenna í loftinu. Hérna er þetta
svo viðvarandi, stendur lengi. Maður
man eftir langvarandi mjög sterkum
vindum, meira en 30 metrum á sek-
úndu. Austanáttin er sterkust og oft
svo langdregin. Það er ótrúlegt hvað
æsist upp í austanáttinni. Það verður
allt vitlaust!“
Óskar segir að norðanáttin sé
gjarnan nöpur á veturna og fylgi
henni strekkingsvindur, hins vegar
er hún venjulega hlýjust átta á sumr-
in. En hvað með sumarið?
„Vorið er fyrst til mín, en svo fara
aðrir staðir framúr. Það verður oft
lítið úr sumri. Það er fulllítill munur á
árstíðum hér.“ Óskar segir ólíkt
betra að vera veðurathugunarmaður
á sumrin, þegar veður eru góð, en í
stormum og myrkri vetrarins. Það sé
oft erfitt. „Það er innri togstreita í
mér með sumarfríið. Sumarið er
besti tíminn til að fara og besti tíminn
til að vera.“
gudni@mbl.is
Fréttasíminn 904 1100
RX300
Niðurstaðan er skýr: RX300. Þú ert ekki
í nokkrum vafa. Þú hefur reynsluekið
fjórum tegundum af gæðabílum
í þessum flokki og RX300 er með
minnstu loftmótstöðuna, minnstu
eldsneytisnotkunina, besta verðið og er
næstbestur í upptakinu, aðeins 9 sek.
upp í 100 km. Þar að auki er RX300
með öfluga vél, frábæra fjöðrun,
sérstaklega nákvæma svörun í stýri,
5 þrepa sjálfskiptingu, rafstýrt
stýrishjól, hátækni-öryggisbúnað,
regnskynjara, sjálfvirka hurðaropnun
að aftan, 18” álfelgur, leðuráklæði,
minnisstillingar fyrir sæti, stýri og
spegla; 6 diska geislaspilara og margs
konar annan búnað sem skipar RX300 í
sérflokk. Þú hikar ekki. Þú velur RX300.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
25
75
9
0
9/
20
04
Skógarhlíð 18, sími 595 1000
www.heimsferdir.is
Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í haust á hreint ótrúlegum kjörum.
Prag er vinsælasti borgaráfangastaður Íslendinga í dag, enda ein
fegursta borg heimsins. Tryggðu þér síðustu
sætin í haust og njóttu fegurstu borgar Evrópu
með traustri þjónustu fararstjóra Heimsferða.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 9.990
Flugsæti aðra leiðina, 11. okt. með
sköttum. Netverð.
Verð kr. 29.990
Flug og hótel, 3 nætur, 4. okt. með
sköttum. Netverð.
Síðustu sætin til
Prag
í haust
frá kr. 9.990
· 30. sept. – uppselt
· 4. okt. – örfá sæti
· 7. okt. – uppselt
· 11. okt. – laus sæti
· 14. okt. – 11 sæti
· 18. okt. – laus sæti