Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 27 „Án þess að grafa undan því sem ég geri þá tel ég ekki að það sem ég skrifa sé nægilega gott til að kallast skáldskapur. Það er ákveðin skemmtun sem felst í að lesa þetta á blaði. En ég er alltaf meðvitaður um að þetta verður sungið og þá kemst maður upp með ýmislegt. Rímið er til dæmis ákaflega laust í reipunum hjá mér eins og til dæmis „Orpheus“ og „orifice“. Það er í raun ekki góður skáldskapur, en ég get sungið það þannig að rímið passar. Ég ríma að hætti rokkara.“ Indæla Björk Þekkirðu eitthvað til Bjarkar? „Nja, ég hitti hana einu sinni fyrir mörgum árum á bar. Hún virðist vera indæl manneskja, hreint in- dæl.“ Cave glotti við tönn þegar hann rifjaði upp kynni sín af Björk og lyfti púkalegri augabrún og brosti síðan út að eyrum eftir að hann sleppti orðinu „indæl“. Með látbragði sínu sagði hann svo miklu meira en segulbandið ber vitni um og það var engin leið til að fá hann til að segja neitt meira um hina indælu Björk. „Þið Íslendingar hafið fleiri lista- menn en Björk, hvað heitir klára litla hljómsveitin... Sigur Rós. Þeir eru soltið klárir er það ekki? Ég á plöturnar þeirra en get samt aldrei ákveðið mig hvort þeir eru leiðinlega fallegir eða fallega leiðinlegir. Hluti af mér er virkilega hrifinn af tónlist- inni þeirra, þetta er sú guðdómleg- asta lyftutónlist sem hægt er að hugsa sér.“ Hefurðu lesið eitthvað eftir ís- lenska rithöfunda? „Nei, það held ég ekki, en ég á vin sem er alltaf að segja mér að lesa fornsögurnar ykkar.“ Ég segi Cave að hann ætti að lesa Sjón sem semji mikið fyrir Björk og hefði til dæmis samið og sungið lagið „Luftgítar“ með Sykurmolunum, en það var of nálægt Bjarkarumræð- unum og í stað þess fór Nick að segja mér hvað það hefði verið gam- an á síðustu tónleikum sínum á Ís- landi. „Okkur finnst alltaf gaman að spila á tónleikum þar, síðast spil- uðum við tvenna tónleika í röð með lítilli upphitunarhljómsveit [Hera Hjartardóttir] sem var frábær. Ég veit ekki hvað áhorfendum fannst en okkur fannst þetta frábærir tón- leikar.“ Eru uppi áform um að halda tón- leika á Íslandi? „Nei, það er ekkert á dagskránni en ég myndi mjög gjarnan vilja spila þar aftur.“ Enskt sveitasælupönk Hvaða mynd kallar þessi nýja plata upp í huga þinn, er það drungalegt vetrarlandslag eða... Áður en ég næ að klára þessa asnalegu spurningu grípur Nick fram í fyrir mér: „Nei, ég sé fyrir mér vor, blóm að springa út og lítil dýr að skoppa um. Þetta er enskt sveitasælupönk og ekkert annað.“ Hvað gerist nú þegar nýja platan er tilbúin? „Að setjast strax niður til að semja aðra plötu heillar mig ekki. Það er alltaf eitthvað sem skýtur upp kollinum að lokinni plötu. Ég fæ alltaf einhver áhugaverð tilboð um að gera undarlega hluti eins og til dæmis þegar Ridley Scott og Rus- sell Crow báðu mig um að skrifa handritið að Gladiator 2. Ég er góður í að gera hluti fyrir aðra. Marianne Faithfull hringdi og bað mig um að semja fyrir hana nokkur lög. Hún er með stórkost- lega rödd og auðvitað var ég til í að semja fyrir hana lög. Hún sendi mér textann og ég samdi þessi lög á þremur tímum. Það er gaman að vinna fyrir aðra, því fylgir ekki sama ábyrgð, það er bara að stunda sitt handverk eða vinna heimavinnuna sína og það er auðvelt.“ Segðu mér meira frá Gladiator 2. „Ridley Scott og Russell Crow höfðu lesið handrit að kvikmynd eft- ir mig og þeir ákváðu að ég væri maðurinn til að skrifa handritið að Gladiator 2. Ég sagði þeim að ég væri sko aldeilis sammála því og þrem vikum síðar sendi ég þeim eitt- hvað á blaði. Nú útkoman úr þessum viðskiptum er nokkuð sem er á milli mín, Ridley Scott, Russel Crow og ruslafötunnar. Þetta gekk ekki alveg upp, ég lét Maximus Deridius enda í Víetnamstríðinu og svoleiðis. Hann dó jú í fyrstu myndinni og því er hægt að gera hvað sem er í seinni myndinni.“ Skítabúlla í Hove Því var fleygt í útvarpinu að þung- lynt fólk lokaði sig inni og hlustaði á þína tónlist, hvað finnst þér um það? „Mér finnst það dásamlegt. Sér- staklega ef mín tónlist getur hjálpað fólki sem berst við þunglyndi. Fyrir mig er þunglyndi gagnslaust, leið- inlegt og steingelt ástand. Ég meina þá alvöru þunglyndi, ég þekki það af eigin raun og það er að vilja ekki vakna, hanga á rúmbríkinni gjör- samlega úttaugaður af öllu í kring- um þig. Ég hef mikla samúð með fólki sem þannig er ástatt fyrir því ég hef ver- ið greindur með geðhvarfasýki og klínískt þunglyndi. Mér voru boðin alls konar lyf við því en ég fór ekki þá leiðina. Þetta eru bara helvítis til- finningar, tilfinningar sem eru að mestu leyti kjaftæði. Ég nota vinn- una í stað lyfja og næ mér þannig upp úr slíkum lægðum. Ég er ekki þannig að ég skoði tilfinningar mín- ar í hið endalausa, ég þekki þannig fólk, sem er læst í eigin volæði og endalaust að velta sér upp úr því. Ég á erfitt með að umgangast tvenns- konar manngerðir, það er fólkið sem er síglatt og þá sem eru síleiðir, báð- ar týpurnar eru ákaflega þreytandi. Það er miklu skemmtilegra að vera innan um fólk sem er ekki á kafi í eigin tilfinningum. Ég held að eng- inn myndi líða það ef einhver af hljómsveitarmeðlimunum kæmi til mín og segðist ekki geta unnið í dag vegna þess að hann væri svolítið nið- urdreginn. Við höfum um aðra hluti að hugsa þegar við erum í vinnunni.“ Mér þykir Brighton vera und- arlegur heimabær fyrir mann eins og þig, veitir staðurinn þér inn- blástur? „Ég þarf bara ró og næði og skrif- stofu með píanói. Sú skrifstofa gæti verið hvar sem er, hún gæti þess vegna verið norður á andskotans Ís- landi.“ Þú ert meira en velkominn þang- að ef þú hefur í hyggju að flytja. „Nei, nei, ég bý hérna,“ segir Nick og bendir út í loftið. „Það heitir eiginlega Hove og það er bara fullt af gömlu fólki.“ Semsagt ekki mjög rokkað? ,,Nja, það eru nokkrar, að mér meðtöldum, annars flokks rokk- stjörnur að væflast um. En fyrir mér er staðurinn nákvæmlega eins og Melbourne þar sem ég óx úr grasi. Þetta lítur alveg eins út og til- finningin er alveg sú sama nema að það er ekki allt fullt af Áströlum.“ Þegar hér er komið í viðtalinu skýtur almannatengslafulltrúi plötu- útgefandans upp kollinum og segir að við séum komnir langt framyfir úthlutaðan tíma. Cave er afslappaður og rólegur, honum liggur ekkert á. Hann spyr mig hvort ég bruni beint til Íslands eða hvort ég geti skellt mér á ströndina eða gert eitthvað sniðugt. Ég spyr á móti hvort hann eigi sér uppáhalds pöbb í Brighton eða Hove? „Já, það er lítil skítabúlla í Hove sem heitri The Neptune sem er með lítið svið úti í horni og þar spila stundum lítil bönd. Þar getur verið gaman að húka.“ Læðistu stundum upp á svið sjálf- ur? „Nei, það væri gaman, en sú staða hefur aldrei komið upp,“ segir Nick hugsi. Það er eins og að ég hafi gefið honum góða hugmynd að lokum. Höfundur er ljósmyndari og blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.