Morgunblaðið - 19.09.2004, Side 28
28 SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er stutt síðan ég hermdi af
einkasafni Walter P. Chrysl-
ers yngri í Norfolk, og nú er
röðin komin að hinu nafn-
kennda Hirshhorn-safni nú-
lista í Washington. Ekki síður
eitt af kraftaverkum banda-
rískrar sögu, en nokkuð annars eðlis, meir um
þjóðarlistasafn að ræða, afsprengi Smith-
sonian-stofnunarinnar og hinum 16 safnbygg-
ingum hennar en afmarkað einkasafn. Í báð-
um tilvikum stóðu þó ástríðufullir
listaverkasafnarar að baki hinum rosalegu og
yfirgripsmiklu aðföngum, ekki síður þjóð-
listasafninu sem er sjálfstæð eining, en þar
kom Andrew W. Mellon, og eftir andlát hans
tvö börn hans mjög
við sögu. Munurinn
felst einkum í því, að
þingið sjálft stóð að
samþykkt um bygg-
ingu Smithsonian-
listasafns við Indep-
endence Avenue, þar sem þinghúsið trónir á
enda svæðis sem nefnist The Mall, vígt 1939.
Hönnuður The Smithsonian Art Gallery var
enginn annar en hinn finnskfæddi Eliel Saari-
nen (1873–1950), sem hafði ásamt fjölskyldu
sinni flúið pólitíska ókyrrð í heimalandi sínu
1923, sest að í Ann Arbor, Michigan, opnað
þar arkitektastofu og var ári seinna orðinn
kennari við fylkisháskólann, þar næsta ár og
til 1932 forstöðumaður, síðan forseti til 1950.
Frá 1948 og til dauðadags einnig yfirmaður
arkitekta- og borgarskipulagsdeildar
Cranbrook-akademíisins á Blomfield-hæðum.
Varð mikill áhrifavaldur um framþróun húsa-
gerðarlistar vestra, kennsluaðferðir hans
nafntogaðar. Meðal margra sem námu þar var
sonur hans Eero Saarinen (1910–61), einn
frægasti arkitekt bandarísku þjóðarinnar um
sína daga, hannaði meðal annars TWA-
flugstöðina á Kennedy flugvelli og John Fost-
er Dulles-flugvöllinn í nágrenni New York.
Einnig brautryðjandi í húsgagnalist, hvoru-
tveggja í lífrænum efnum sem hinum aðskilj-
anlegustu gerviefnum.
Fram kemur að nokkur skyldleiki vará lífshlaupi þeirra Walter P. Chrysl-ers og Joseph H. Hirshhorns (1899–1981), er líkast sem þeir og fleiri
þeim líkir hafi orðið til fyrir undarlega skikk-
an forsjónarinnar. Áhugasviðið og örlögin sem
þeir skópu sér eins og um tvífara væri að
ræða, uppruni Joseph H. Hirshhorn þó allt
annar, hann með sanni ekki fæddur með silf-
urskeið í munninum. Ættaður frá Lettlandi,
tólfta barn ekkjunnar móður sinnar, innflytj-
anda sem kom ásamt þrettán börnum sínum
til Bandaríkjanna 1903 og settist að í Will-
iamsburg-hverfi í Brooklyn. Drengurinn þá
aðeins fjögurra ára, en er tímar liðu varð hann
holdtekja og birtingarmynd ameríska
draumsins. Þrettán ára gaf hann skólanám
upp á bátinn og gerðist blaðasali, fimmtán ára
ræður hann sig í starf á Wall Street með 12
dollara í laun á viku og ári seinna hafði hann
nurlað saman 255 dollurum, sem urðu veg-
nesti hans inn í heim verðbréfaviðskiptanna.
Eins og við mannin mælt, að samtímis og
peningarnir fóru að rúlla í lófa stráks mætti
hann örlögum sínum, listinni. Einhvern veg-
inn orsakaðist það að hann kaupir tvær æting-
ar eftir Albrecht Dürer 18 ára gamall, galt
fyrir hvora þeirra 75 dollara. Varð upphaf
óstöðvandi söfnunarástríðu á myndlist sem
hélst bróðurlega í hendur við vaxandi fjár-
málavit og velgengni á verðbréfamarkaðnum.
Fjárfestingar í úrannámum í Kanada á of-
anverðum fjórða áratugnum gerðu svo út-
slagið, púkkuðu rækilega í undirstöður gríð-
arlegra auðæfa.
Á svipaðan hátt má segja að áhugi Hirsh-
horns á eldri myndlist, einkum söfnun högg-
mynda sem hann framan af var helst þekktur
fyrir, hafi verið grunnur að merkilegri og
gæfulegri athafnasemi við kaup samtímalistar
á breiðum grunni. Augu hans beindust helst
að brautryðjendum og nýskapendum í högg-
myndalist, eins og Rodin, Brancusi, Henry
Moore, Alexander Calder, Giacometti o.fl.
Hann lagði líka mikla áherslu á að högg-
myndagarður skyldi vera kringum og í ná-
grenni við listasafnið, einnig að lyfta undir
ameríska núlistamenn. Nefna skal hér til sög-
unnar úr stórum hópi Arshile Gorky, Stuart
Davis, Edward Hopper, Milton Avery, Rapha-
el Soyer og Larry Rivers, heimsótti marga
þeirra og var þeim innan handar. Í því sam-
bandi ber þó sérstaklega að nefna aðstoð hans
við vin sinn William de Koonig, meðal annars
varðandi byggingu vinnuaðstöðu fyrir mál-
arann á Long Island, sem hann fjármagnaði í
skiptum fyrir málverk. Þótt segja megi að at-
hafnasemi Hirshhorns við kaup listaverka hafi
ekki síður verið góð fjárfesting en kaup á
hlutabréfum í úrannámunum, lá allt önnur
hugsun til grundvallar, ábatinn skyldi þjóð-
arinnar, menntunargrunnur hennar og menn-
ingarlegt ris, inni sem útávið. Draumur hans
um auðsöfnun hafði verið tengdur óskinni um
að láta gott af sér leiða, vera mannúðarsinni,
fílantrópisti, eins og það nefnist, og vel þekkt-
ur listaverkasafnari. Hér rættust háleitir
draumar ungs og metnaðarfulls manns, helsta
birtingarmyndin gjöfin mikla til þjóðarinnar,
samanstóð af 6.000 málverkum, höggmyndum,
teikningum, sem og myndverkum í blandaðri
tækni. Áframhaldandi söfnun listaverka
ásamt gjöfum annarra hefur tvöfaldað safn-
eignina og er hún nú yfir 12.000 verk.
Hirshhorn afhenti gjöf sína við vígslu safns-
ins 1974, sem bar upp rétt fyrir innsetninu
Nixons í forsetaembættið. Við það tækifæri
mæltist hinum einstæða fílantrópista, sem af
eigin rammleik hafði sankað að sér miklu ríki-
dæmi, átti jafnt innangengt í Hvíta húsið og
heimili heimsþekktra listamanna, frá orði til
orðs: „Það er heiður að gefa listasafn mitt til
bandarísku þjóðarinnar, lítið endurgjald fyrir
það sem hún hefur gert fyrir mig og aðra sem
hafa komið hingað sem innflytjendur. Allt sem
ég hef framkvæmt í Bandaríkjunum hefði ég
hvergi getað framkvæmt annars staðar í
heiminum.“ Við þetta má bæta, að vígslusýn-
ingin dró að sér eina milljón gesta á aðeins
hálfu ári.
Það merkilega við Smithsonian-stofnunina, söfn henni tengd semdreift hafa sér um The Mall-svæðiðog nágrenni þess, er hve stór hluti
hefur gerst á síðustu áratugum, víða sýður og
kraumar enn. Einnig hinn mikli metnaður að
baki, að vera hér fremstir meðal jafningja í
tækni vísindum og listum, huga jafnt að fortíð,
samtíð og framtíð. Vera í engu eftirbátar
gamla heimsins um það sem best gerist í þess-
um efnum, helst skrefi á undan, láta gagnsætt
upplýsingastreymi, heilbrigða og frjóa sam-
ræðu ráða för. Hirshhorn-safnið þannig í stöð-
ugri endurnýjun og hefur tvisvar verið lokað í
því skyni, í fyrra skiptið í tvö ár, og er okkur
bar að í maí var efsta hæðin lokuð vegna ein-
hverra framkvæmda!
Arkitekt nýju safnbyggingarinnar og högg-
myndagarðsins, sem komust í gagnið 1974,var
Gordon Bunshaft (1909–1990), virtur og
margverðlaunaður á sínu sviði. Um að ræða
fjögurra hæða byggingu, sem að grunnformi
er næstum hreinn sívalningur, sem einungis
garðurinn og fjölþætt form höggmyndanna
nær að rjúfa. Sumir gagnrýnendur lofuðu
hönnunina en aðrir sögðu hana hvorki í takt
við tímann né í samræmi við mikilleika Mall-
svæðisins, Ada Louise Huxtable í New York
Times líkti byggingunni þannig umbúðalaust
við olíu- eða gastank, bætti þarnæst við að
einungis vantaði tákn frá Exxon á ytri byrði!
Hér aðdáunarvert hve gagnrýnendurnir eru
opinskáir og segja hug sinn hreinan og bein-
an, sömuleiðis að menn þurfa ekki að ganga
margar grafgötur um upplýsingaflæði um mál
öll frá hálfu safnsins, allt galopið.
Íþað heila mjög lærdómsríkt, og megalitlar þjóðir líta upp til og draga dám afþessari hlið risaveldisins. Einnegin aðhvert sem augum er beint til rismikilla
þjóða eru hugumstórir og hugsjónaríkir ein-
staklingar að baki andríkri menningu sem
skilar sér til framtíðar. Koma ekki einungis
frá efri stigum þjóðfélagsins, háaðli eða pen-
ingafurstum, heldur öllum hornum þess, hér
um fátækan blaðasala að ræða sem var svo
djarfur að láta sig dreyma stóra drauma í
nýju landi og hafði innbyggða hæfileika til að
láta þá rætast, þakkaði svo með virktum fyrir
sig. Auðgaði og stækkaði nýja heiminn með
fulltingi listar, og eins og Walter P. Chrysler
helgaði og þjónaði fílantrópistinn Josep H.
Hirshhorn síðustu ár sín einvörðungu söfn-
unarástríðu sinni. Í þeim tilgangi mun hann
hafa selt öll hlutabréf sín í úrannámunum í
Kanada.
Hirshhorn-safnið
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Ljósmynd/ Davis Douglas Duncan
Pablo Picasso lagar hálsmálið á Hirshhorn, sennilega að Mas Notre Dame de Vie, í nágrenni
Mougins 1966, tveir lágvaxnir menn en hvor á sinn hátt risi.
Tony Cragg; Undirnefnd, 1999, stál. Sér í
horn af Hirshhorns-sívalningnum í bak-
grunninum.
Frá því ég var á sjöunda áriog fór í fyrsta skipti íjárnbrautarlest hef égverið afar hændur aðþeim ferðamáta. Maður
fer hratt og greiðlega yfir, óháð
umferðarþunga, laus við umferð-
arljós og krappar beygjur og getur
auk þess gjarnan notið fjölbreytts
útsýnis á meðan.
Þessi fyrsta
lestarupplifun
átti sér stað í
Kaupmannahöfn,
svo sem algengt
mun um Íslend-
inga, og leiðin lá frá miðborginni
norður til Klampenborg.
U.þ.b. 15 km leið. Æ síðan hefur
mér þótt það undarlegur skaði að
með öllu okkar rafmagni skuli okk-
ur Frónbúum aldrei hafa auðnast
að nýta þessa farkosti hér.
Ekki einu sinni á hinu geysi-
víðfeðma og tiltölulega láglenda
höfuðborgarsvæði. Ætíð eru menn
tilbúnir með allskyns tölur, og
einkum úrtölur, þegar umræða um
þennan samgöngumáta hefst á Ís-
landi. Þó hafa járnbrautir tíðkast
og gefist vel í öllum þeim löndum
sem við erum sífellt að bera okkur
saman við og þykja til dæmis góð-
ur og vistvænn kostur í borg-
arumferð.
Auðvitað er ljóst að fjárfesting-
arkostnaður er mikill, rétt eins og
vegagerð, gangnagerð, virkj-
anabrölt og fleira sem ekki þykir
þó tiltökumál að ráðast í. En sé lit-
ið til lengri tíma er ég ekki í vafa
um að væri ráðist í gerð rafknúins
járnbrautakerfis á höfuðborg-
arsvæðinu, sem m.a. teygði sig
suður eftir Reykjanesi, til Kefla-
víkur, yrði það svæðinu og íbúum
þess bæði til gleði og hagsbóta og
myndi auka notkun á almennings-
samgöngum til mikilla muna.
Það að leggja járnbraut frá
Mjódd til Keflavíkur er hins vegar
handónýt hugmynd. Það gildir um
lestarsamgöngur, eins og aðrar
samgöngur, að þær verða að vera
aðgengilegar og hagkvæmar í aug-
um neytenda ef þær eiga að nýt-
ast.
Ekki dytti mér í hug að keyra
alla leið upp í Mjódd til að fara í
lest til Keflavíkur. Hvílík firra.
Nei, það þýðir ekki að hugsa
svona smátt. Það sem þyrfti í raun
væri lestakerfi sem væri með eina
aðalbrautarstöð nærri miðbænum,
til dæmis við Umferðarmiðstöðina,
og þaðan lægju til að byrja með
leiðir í tvær áttir.
Annars vegar samhliða meg-
inumferðaræðunum austur eftir
borginni, með endastöð í Mos-
fellsbæ, en hins vegar suður yfir
flugvallarsvæðið, á járnbrautar- og
göngubrú yfir Skerjafjörð og inn í
miðbæ Hafnarfjarðar með við-
komu á Álftanesi.
Þriðja meginleiðin lægi síðan úr
Grafarvogi, mætti Mosfellsleiðinni
í Árbæ og lægi áfram suður um
Breiðholt, ofanverðan Kópavog og
Garðabæ til móts við Hafnarfjarð-
arbrautina einhvers staðar nærri
Straumsvík og þaðan áfram suður
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í kjölfarið mætti svo bæta við
fleiri brautum innan hverfa borg-
arinnar, til dæmis meðfram Sæ-
braut og Kleppsvegi og vestur á
Seltjarnarnes. Og vitaskuld væri
það áhugaverður kostur að leggja
braut austur yfir Hellisheiði og
áfram yfir Suðurlandsundirlendið.
En þess verður kannski langt að
bíða að menn treysti sér til að
horfa þetta langt fram í tímann.
Það þarf jú, eins og dæmin sanna,
verulega og sjaldgæfa hæfileika til
að hugsa lengra fram í tímann en
sem nemur einu kjörtímabili.
Í millitíðinni halda þá þessir
þrettán farþegar áfram að hossast
með strætó á hálftímafresti og við
hin höldum áfram að fylla göt-
urnar af bílum.
Á hvaða spori er Hafnarfjarðarlestin?
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Sveinbjörn
I. Baldvinsson